Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 40
24 7. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, horfði á leik sinna manna á Stöð 2 Sport í gegnum Skype á fartölvunni sinni þar sem hann sat á Heathrow-flugvelli í London á sunnudaginn. Heimir var að hefja nám til að ná í þjálfara- gráðuna UEFA Pro License og gat því ekki verið á hliðarlínunni. „Konan mín stillti fartölvunni upp fyrir framan sjónvarpið. Ég heyrði Guðjón Þórðarson meira að segja rýna í leikinn, það var stór plús,“ sagði Heimir og hló við. Liðinu stýrðu þeir Hjalti Kristj- ánsson, þjálfari og leikmaður KFS í Vestmannaeyjum, og Dragan Kazic. „Þeir stýrðu liðinu á leik- dag og stóðu sig frábærlega. Það verður ekkert tekið af þeim og þeir eiga allan heiðurinn skilinn. Ég er virkilega ánægður með þá,“ sagði Heimir sem undirbjó liðið undir leikinn, meðal annars með tölvu- póstum sem var varpað með skjá- varpa á veggi fyrir allt liðið. Hann var svo í símasambandi frá Englandi. „Ég hringdi nokkrum sinnum og reyndi að skipta mér af. Maður verður að redda sér,“ sagði Heimir sem hrósaði staðgenglum sínum í hástert. - hþh Heimir reyndi að skipta sér af: Með Skype og síma á Heathrow Í SÍMANUM Hjalti Kristjánsson talar við Heimi á meðan á leiknum stendur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Fimm Íslendingar hafa nú útskrifast með UEFA Pro License þjálfaragráðuna, æðstu gráðu sem UEFA veitir. Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, og Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, útskrif- uðust um síðustu helgi. Guðjón Þórðarson og Sigurð- ur Ragnar Eyjólfsson eru einnig með gráðuna, ásamt Teiti Örlygs- syni og Atla Eðvaldssyni. Þá er Zelko Óskar Zankovic útskrifaður frá Serbíu en hann er mðe íslensk- an ríkisborgararétt. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks vinnur nú að því að fá gráðuna í Danmörku og Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, hóf sitt nám í síðustu viku á Englandi. Námið tekur heilt ár og bætist ofan á aðrar þjálf- aragráður UEFA sem þarf að klára fyrst. „Þetta er mjög skemmtilegt og krefjandi nám sem kom virkilega á óvart,“ sagði Willum sem undir- bjó sig með því að tala við Guðjón og Sigurð og vissi því við hverju mætti búast. „Þetta er ansi þéttur pakki í heilt ár, maður var nánast alltaf að vinna í einhverj- um verkefnum eða á námskeiðum. Fyr- irlesararnir eru alveg frábærir og þetta var góð blanda af stjórnun og fótbolta,“ sagði Willum. Eitt af því sem stóð upp úr hjá Willum var fyrsta vikan eitt af því sem stóð upp úr. „Þá förum við í eins konar próf þar sem við eigum að skipuleggja æfingaleik og stýra liði. Þetta er ímyndað verk- efni í hópavinnu þar sem þú stendur úti á velli með míkrafón og þú þarft að sýna fram á að það sem þú gerðir skili sér,“ sagði Willum. Hann er kennari en þurfti í nám- inu sjálfur að fara í ýmis próf. „Það gat tekið á taugarnar,“ viður- kennir Willum. Hann gerði lokaverkefni með Þorvaldi þar sem þeir fóru saman til Crystal Palace. Félagið er í greiðslustöðvun og skoðuðu þeir áhrif þess á liðið og þjálfarann. „Við tókum viðtöl við lykil- starfsfólk, fórum á æfingar og á leik. Við vorum að skoða áhrifin af greiðslustöðvuninni og hvern- ig knattspyrnustjórinn kemur inn í þetta, hvernig hann nálgast verkefnið og úr hverju hann hefur að ráða. Við tókum líka viðtal við þrotabússtjórann,“ sagði Willum sem nýtir sér ýmislegt úr náminu hjá Keflavík. „Ég gerði það reglulega og þetta hefur nýst mér mjög mikið. Þetta eykur líka víðsýninga og kennir manni að það er endalaust hægt að læra í þessum fræðum.“ Sigurður Ragnar, fræðslustjóri KSÍ, segir námið dýrt en samband- ið megi senda tvo þjálfara á hverju ári til Englands. „Þjálfarar sækja um einu sinni á ári. Námið kost- ar um 7.000 pund (1,3 milljónir ísl.) auk nokkurra flugferða sem KSÍ hefur reyndar styrkt þjálfara með.“ - hþh Willum Þór Þórsson og Þorvaldur Örlygsson útskrifuðust með UEFA Pro License gráðu um síðustu helgi: Það er endalaust hægt að læra í þessum fræðum ÞORVALDUR ÖRLYGSSON WILLUM Er einn af sex Íslendingum sem eru með æðstu þjálfaragráðu UEFA. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta er erfiðasta tímabilið á mínum ferli,“ segir landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk í Noregi. Framherjinn er kominn aftur til Noregs frá Nancy í Frakklandi en á mánudaginn skoraði hann frábæra þrennu í 4-3 sigri á Molde. „Ég held að þetta sé fjórða þrennan mín í Noregi. Ég hefði reyndar viljað skora fjögur,“ segir Veigar léttur. Hann hefur átt við meiðsli að stríða undanfarna mánuði en segir að leikurinn gegn Molde hafi verið sá fyrsti sem hann spilar með Stabæk þar sem hann sé 100% heill. „Þetta hefur verið mjög erfitt en það breyttist allt með þessum leik gegn Molde. Ég var fyrst meiddur á nára og missti af tveimur leikjum. Svo spilaði ég í alveg ellefu mínútur gegn Álasundi þegar ég var tæklaður og sleit liðband í ökkla. Ég missti af sex eða sjö leikjum útaf því. Ég hef svo verið að spila í nokkrar mínútur í hverjum leik til að koma mér aftur í gang.” Hann fór í frí til Íslands fyrir skemmstu og við það breyttist sömuleiðis mikið. „Það var nauðsynlegt að fá þetta frí. Eftir það flutti fjölskyldan líka aftur með mér út. Það munar öllu að fá hana aftur til sín,“ sagði Veigar. Hann bjó á hótelinu fyrstu sex vikurnar eftir endurkomuna frá Frakklandi og svo „í einhverri smá kompu í Ósló“. En það er bjartara fram undan. „Við erum núna búin að fá húsið sem við ætlum að leigja og ganga frá öllum okkar málum í Frakklandi. Það þurfti að selja bíla og húsnæði þar og ýmislegt fleira,“ en honum kom á óvart hversu litla hjálp hann fékk frá Nancy meðan á dvöl hans úti stóð. „Þetta var hálf asnalegt hvernig var farið með mann þarna. Ég sakna Frakklands ekki neitt,“ segir framherjinn sem fékk að lokum aðstoð við að klára öll sín mál í Frakklandi, þó ekki frá félaginu. „Ég er bara virkilega ánægður með að geta ein- beitt mér að fullu núna að boltanum, þannig er ég bestur.“ VEIGAR PÁLL GUNNARSSON: ER LOKSINS BÚINN AÐ KOMA SÉR FYRIR AFTUR OG FAGNAÐI MEÐ ÞRENNU Þetta er erfiðasta tímabilið á mínum ferli > Ólympísk þríþraut Ólafs? Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, er í „léttu“ veð- máli við leikmennina í liðinu. Hann ætlaði að hlaupa heim frá Litlu kaffistofunni á mánudaginn ef liðið ynni Selfoss, sem það gerði. Lasleiki varð til þess að hann frestaði áskoruninni og nú er tvöfalt undir, eða ekkert. „Þetta breyttist í aðeins meiri átök. Ég þarf að taka hálf ólympíska þríþraut. Það eru 750 metra sund, 20 kílómetra hjólreiðar og fimm kílómetra hlaup, allt í einum rykk. En ég vil samt fá þrjú stig,“ sagði Ólafur sem þreytir þríþrautina ef liðið vinnur Stjörn- una á heimavelli á fimmtudaginn. Lið 10. umferðar (4-3-3): Markvörður: Albert Sævarsson, ÍBV. Varnarmenn: Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV. Martin Pedersen, Val. Grétar Sigfinnur Sigurðsson, KR. Kristinn Jónsson, Breiðablik. Miðvallarleikmenn: Bjarni Guðjónsson, KR. Tryggvi Guðmundsson, ÍBV. Ólafur Páll Snorrason, FH. Sóknarmenn: Albert Brynjar Ingason, Fylki. Guðmundur Steinarsson, Keflavík. Kristinn Steindórsson, Breiðablik. FÓTBOLTI ÍBV er með bestu vörn landsins. Hún hefur fengið á sig átta mörk í tíu leikjum og er bund- in saman af ungstirnum Eyja. James Hurst er aðeins átján ára, Rasmus Christiansen er 21 árs og aldursforsetinn er Matt Garner, 25 ára. Síðastur en ekki sístur er svo Eiður Aron Sigurbjörnsson, tví- tugur piltur sem er leikmaður 10. umferðar hjá Fréttablaðinu. Stjarnan hafði skorað tuttugu mörk í níu leikjum áður en það tók á móti ÍBV, ósigrað á heimavelli. Lokatölur voru 0-2 fyrir Eyjamenn. „Við skoruðum snemma og þrátt fyrir að hafa dottið aftur nýttu þeir sér það ekki. Þetta var ekkert létt en vörnin stóð sig vel,“ sagði Eiður við Fréttablaðið í gær. Hann er ekki byggður eins og steríótýpa miðvarða. Eiður er í minni kantinum og nokkuð grannvaxinn, en þeim mun harð- ari. Hann spilaði enda sem sókn- armaður í yngri flokkunum. „Ég varð Shellmótsmeistari sem sókn- armaður og skoraði meira að segja í úrslitaleiknum. Svo færði ég mig aðeins aftar og lék sem sókn- arliggjandi miðjumaður,“ sagði Eiður. En hvernig endaði hann í vörn- inni? „Ég bað bara um að prófa. Það vantaði varnarmann í öðrum flokki og það gekk mjög vel. Ég spilaði allt tímabilið sem varnar- maður. Á síðasta tímabili spiluðum við æfingaleik og ég var nýfarinn af velli. Þá meiddist varnarmað- ur og ég bað Heimi Hallgrímsson þjálfara um að fá að fara inn á og prófa. Það gekk vel,“ sagði Eiður sem hefur nánast verið í byrjunar- liðinu í öllum leikjum síðan þá. „Það sem heillaði mig voru návígin, harkan og tæklingarn- ar. Ég er ekkert „buff“ en maður lætur finna fyrir sér. Ég er fljótari en margir varnarmenn og ég held að það hjálpi til,“ sagði Eiður. Hann hrósar útlendingunum í vörninni í hástert en hann er jú eini Íslendingurinn í öftustu varn- arlínu. „Hurst hefur aðlagast mjög vel. Við Rasmus erum mjög svip- aðir leikmenn og við bætum hvor annan vel upp,“ sagði Eiður. Heimir, þjálfari hans, er ekki með neina sérstaka formúlu sem er lykillinn að góðum varnarleik. „Hann er bara með eina reglu: Ekki taka fyrsta skrefið.“ Eiður hrósar einnig Alberti Sæv- arssyni markmanni. „Við köllum hann „Köttinn“ á milli stanganna. Hann var óheppinn í fyrsta leikn- um en hefur verið magnaður síðan þá. Hann hjálpar okkur gríðarlega mikið,“ sagði Eiður. Hann telur móralinn vera góðan en liðið er duglegt að hittast utan æfinga og leikja. „Það er flottur mórall í hópnum. Við erum allir í Eyjum í sumar og það er alltaf gaman á æfingum hjá okkur.“ Stefnan í sumar er á Evrópu- sæti, í það minnsta. Liðið er á toppi deildarinnar með Blikum. „Við bjuggumst ekkert endilega við þessu eftir tíu umferðir en við ætlum ekkert að slaka á. Þarna ætlum við að vera, að berjast við toppinn, út mótið,“ sagði Eiður sem er ekkert að flýta sér út í atvinnu- mennsku. „Stefnan er klárlega sett þang- að í framtíðinni en ég er ekkert að pæla í því núna. Það er tímabil í gangi hjá okkur,“ sagði miðvörður- inn. hjalti@frettabladid.is Harkan, návígin og tæklingarnar Eiður Aron Sigurbjörnsson er leikmaður 10. umferðar Pepsi-deildarinnar hjá Fréttablaðinu. Hann batt saman bestu vörn landsins í 2-0 sigri á Stjörnunni. Hann spilaði sem sóknarmaður í yngri flokkunum. GLEÐI Eiður fagnar sigrinum á Stjörnunni með fyrirliða sínum, Andra Ólafssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.