Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 07.07.2010, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 7. júlí 2010 27 KÖRFUBOLTI Tveir af sterkustu körfuknattleiksmönnum lands- ins, Njarðvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson og Keflvíking- urinn Arnar Freyr Jónsson, gætu verið á förum til Danmerkur. Fram kemur á vefsíðunni karf- an.is í gær að leikmennirnir séu hugsanlega á förum til úrvals- deildarliðsins Aabyhöj. Þeir hafa þegar farið til félags- ins til reynslu og munu ganga í raðir þess samkvæmt fréttinni ef atvinnumál þeirra í Danmörku ganga upp. - hbg Tvær af stjörnum íslenska körfuboltans á leið út? Aabyhöj vill Magnús og Arnar GOLF Íslenska kvennalandsliðið er í neðsta sæti og karlalandsliðið í þriðja neðsta sæti eftir fyrsta daginn á EM áhugamanna. Strákarnir eru í 18. sæti af 20 liðum. Þeir léku samtals á 23 höggum yfir pari í gær og eru tveimur höggum á eftir Sviss sem er í sætinu á undan. Alfreð Brynjar Kristinsson lék best strákanna í gær og kom í hús á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Hlynur Geir Hjartarson, Kristján Þór Einarsson og Ólaf- ur Björn Loftsson léku allir á 77 höggum eða fimm yfir pari. Sigmundur Einar Másson var á 79 höggum og Axel Bóasson kom í hús á 82 höggum eða tíu högg- um yfir pari. Kvennalandsliðið er í 17. og langneðsta sæti mótsins. Stelp- urnar léku samtals á 37 höggum yfir pari. Wales er í næstneðsta sæti en lék þó á 11 höggum betur en íslenska liðið. Sænska liðið er efst á 4 höggum undir pari eða 41 höggi betur en íslenska liðið. - hbg Íslenska kvennalandsliðið í golfi neðst og strákarnir nálægt botninum á EM: Ekki góð byrjun hjá golflandsliðunum STRÁKARNIR Sjást hér reffilegir í jakka- fötunum í Svíþjóð. Opin kerfi hafa opnað nýja og glæsilega verslun. Ok búðin / Höfðabakka 9 / 110 Reykjavik / Sími 570 1140 / www.okbudin.is Opnunartími: mán - fös. kl. 9 - 18 KNATTSPYRNUSKÓLI FYLKIS OG AC MILAN DAGANA 12. - 16. JÚLÍ Á FÉLAGSSVÆÐI FYLKIS Þátttökugjald 22.500 kr. (staðfestingargjald 11.250 kr. sem greiðist við innritun) Hafa samband: Hörður Guðjónsson Íþróttafulltrúi: 5676467 Netfang: hordur@fylkir.com Hádegismatur all dagana Lokahóf síðasta daginn Treyja UPPSETNING: 10 manna hópar með þjálfara 60 pláss í boði ALDURSHÓPUR: 3. flokkur 2. flokkur (yngsta ár) INNIFALIÐ: Þjálfun í 5 daga · Æfing: 10:00 – 12:00 · Matur: 12:00 – 13:00 · Æfing: 13:30 – 15:00 Yfirþjálfari unglingaliðs AC Milan Þrekþjálfari AC Milan Þjálfarar frá Fylki Allir helstu HM leikirnir í beinni á karoeke sportbar Frakkastíg 8. Skemmtilegar uppákomur á milli leikja og Stór á 450 kr. Egils gull og Kareoke sportbar - alvöru HM stemmning ! Egils Gull og Kareoke Sportbar kynna: FÓTBOLTI Stórslagur af bestu gerð fór fram á Vodafone vellinum í gær. Þar léku toppliðin og erkifjendurn- ir Valur og Breiðablik. Leiknum lauk með 2-1 sigri Valsstúlkna og ná þær því 4 stiga forskoti á topp Pepsi deildarinnar. Valsstúlkur byrjuðu leikinn afar vel en fljótlega náðu Blikar yfir- höndinni og voru þær óheppnar að ná ekki að minnsta kosti stigi. „Þetta var mjög erfiður leikur, ég vissi það fyrirfram en þetta eru frá- bær þrjú stig, þetta var toppslagur af bestu gerð, bæði lið börðust upp á líf og dauða.“ sagði Freyr Alex- andersson þjálfari Valsstúlkna. „Við byrjuðum þennan leik gríð- arlega vel, við vorum miklu betri fyrstu átján mínúturnar en svo dettum við aðeins niður. Við náðum þó öðru markinu rétt fyrir hálfleik og var það gríðarlega mikilvægt, það hafði slokknað á sóknarleikn- um okkar í smá tíma og fórum að halda fengnum hlut. Við náðum þó að loka og höldum út, fáum stigin þrjú og það er það sem telur. Núna erum við komin með fjögurra stiga mun og tel ég að það muni telja mikið. Það gefur okkur hins vegar ekkert fyrr en í september, við höfum unnið fyrir þessu og ég hef fulla trú á að stelp- urnar mínar klári þetta“ sagði Freyr. „Við erum svekkt að ná engu úr þessum leik, við lögðum allt okkar í þetta, pressuðum hátt uppi á vell- inum og það virkaði því Valsstúlk- ur voru oft ráðalausar í seinni hálf- leik, við hins vegar náum ekki að skora annað markið,“ sagði Jóhann- es Karl Sigursteinsson, þjálfari Blika. „Stelpurnar komu hræddar í þennan leik, það var hræðsla um að mega ekki tapa leiknum sem lið eins og Valur nýtir sér. Eftir mark- ið koma mjög góð færi í fyrri hálf- leik sem við eigum að klára, það hefði gjörbreytt leiknum að skora í fyrri hálfleik en það virðist vanta einhverja ró fyrir framan markið og það er dýrt. Fljótlega fyrir hálfleikinn skora þær annað mark og Valsstúlkur kunna að verjast þannig það var mjög dýrt. Ég er hins vegar mjög stoltur af stelpunum, þær gáfu sig allar í seinni hálfleikinn og hefði verið sanngirni í þessu hefðum við fengið stig út úr þessu,“ sagði Jóhannes. - kpt Valsstúlkur unnu stórleikinn í Pepsi-deild kvenna í gær gegn Breiðabliki: Liðin börðust upp á líf og dauða SKREFI Á UNDAN Valsstúlkur voru skrefi á undan Blikastúlkum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Pepsi-deild kvenna: Valur-Breiðablik 2-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir, Dóra María Lárusdóttir - Anna Birna Þorvarðardóttir. Þór/KA-Afturelding 4-0 Rakel Hönnudóttir 3, Mateja Zver. Fylkir-Grindavík 3-0 Lijdia Stojkanovic, Fjolla Shala, Íris Snorradóttir. Stjarnan-KR 0-0 Haukar-FH 0-2 ÚRSLIT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.