Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI8. júlí 2010 — 158. tölublað — 10. árgangur FIMMTUDAGUR skoðun 22 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag Fréttablaðið er með 180% meiri lestur en Morgunblaðið. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 77,5% 27,7% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar til apríl 2010. TÍSKA Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anítu Briem að hanna kjóla frítt á sex brúðarmeyjar hennar þegar hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopou- los á grísku eyj- unni Santorini í sumar. Aníta hefur þekkst boðið. „Það er náttúrulega frábært að fá að gera þetta með henni Anítu,“ segir Brynjar Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Emami. Fyrirtækið mun gera hinn vinsæla Limit less- kjól á brúðarmeyjarnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Emami býr til kjóla á brúðarmeyjar en áhugi er á áframhaldandi gerð brúðarmeyjar- kjóla. - mmf/sjá Allt Brúðkaup Anítu Briem: Brúðarmeyjar í íslenskum kjól BRYNJAR INGÓLFSSON Eykur lífsgæði Listasjóður Ólafar veitir styrk í fyrsta sinn. tímamót 28 DÝRALÍF Mávi hefur fjölgað töluvert aftur í Reykja- vík á síðustu misserum. Þrjú til fimm þúsund pör af sílamávi eru nú talin verpa á höfuðborgarsvæð- inu en mávar leita fæðu í þéttbýli þegar fæða hans í sjó bregst. „Við erum nú nýtekin til starfa og höfum verið að fást við alls konar önnur mál, eins og varðandi endur- vinnslu og vistvæna orkugjafa, þannig að við höfum ekki ennþá komist í þetta,“ sagði Karl Sigurðsson, nýr formaður Umhverfis- og samgönguráðs Reykja- víkur, spurður um mikla fjölgun máva. Reykjavíkur- borg stóð fyrir átaki um fækkun máva við Tjörnina á árunum 2006 til 2007. Karl sagðist eiga von á að mávamál yrðu skoðuð við tækifæri. - mþl Mávum fjölgar á ný og talið er að þrjú til fimm þúsund pör af sílamávi verpi nú í Reykjavík: Hirða brauð andanna á Tjörninni MÁVAR OG ENDUR Þessi maður gerði heiðarlega tilraun til að gefa öndunum á Tjörninni brauð en mávarnir gáfu þeim engin grið og stálu flestu því sem hann hafði að bjóða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EFNAHAGSMÁL Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftir- litsins um geng- istryggð lán hafi verið misráðin og ótímabær. Í grein í Fréttablaðinu í dag segir hann jafnframt að bíða verði af þolinmæði eftir úrskurði dóm- stóla og að ótímabær inngrip ríkis- valdsins geti valdið því að byrðum verði létt af fjármálafyrirtækjum og tjón þeirra verði ríkisvætt. „Það má aldrei verða,“ skrifar Árni Páll. Skilaboð Árna Páls til fjármála- fyrirtækjanna eru að þau verði að axla sína ábyrgð og snúa baki við starfsháttum fortíðarinnar. - shá / sjá síðu 26 Árni Páll Árnason: Tilmælin um vexti misráðin Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ÚTSÖLUR eru nú í fullum gangi og um að gera að athuga hvort ekki sé hægt að gera góð kaup á einhverju sem vantar á fjölskylduna eða heimilið. „Af því ég er stefnulaus og snar-klofinn í fatavali eins og öðru þá get ég leyft mér hvað sem er,“ segir Heiðar Ingi Svansson, mark-aðsstjóri hjá Forlaginu, þegar Fréttablaðið spyr hann út í fata-smekk hans. Hann vill ekki viður-kenna að hann spái mikið í föt en klæðir sig eftir því hvernig skapið er. Hann hefur þó gaman af því að ögra örlítið, enda pönkari í eina tíð og notar forláta röndóttar buxur óspart, þrátt fyrir mótlæti.„Þessar buxur virðast vekja andúð allra kvenna. Ég er hivegar mjö á Pönkarinn blundar enn í Heið-ari Inga þótt hann sitji nú í sóknarnefnd Laugarneskirkju. Hann mætir hiklaust í Sex Pist-ols-bol á sóknarnefndarfundi og efndi til pönktónleika í kirkjunni í fertugsafmælinu sínu. „Never mind the Bollocks“ eru auðvitað góð skilaboð í kirkju, burt með allt kjaftæði. Krakk-arnir mínir gáfu mér þennan bol og mér finnst hann táknrænn, það má ekki gleyma úr hverju maðurer gerður Ég h f hliðina á 1.000 króna jakkafötum úr Hjálpræðishernum. Hann sé ekki fastur innan neins ramma. Jakkinn sem Heiðar klæðist skírskotar til gamalla tíma. „Afi kallaði svona jakka alltaf sport-jakka sem mér fannst mjög flott en hann gekk gjarnan í terlín-buxum við. Ég nota líka alltaf höf-uðföt og á mikið safn af höttum. Þennan sixpensara tek ég framyfir sumarið.“Þ Að vera hæfilega „wild“ Heiðar Ingi Svansson var pönkari í eina tíð. Nú situr hann í sóknarnefnd og segist ekkert spá í tísku- strauma heldur klæða sig eftir því hvernig honum líður. Honum finnst líka gaman að ögra örlítið. Heiðar Ingi Svansson, markaðsstjóri hjá Forlaginu, styðst við Stuðmenn þegar kemur að fatavali. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fjölþrepa bakbrettið• Eykur sveigjanleika• Linar bakverki• Bætir líkamsstöðu• Auðvelt í notkun• Má nota hvar sem er Opið virka daga frá kl. 9 -18www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verð: 7.950 kr. Skór & töskur í miklu úrvaliwww.gabor.is FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 - Opið mánud-föstud. 11-18 Sérverslun með Hannaði Bílabingó Guðrún Gyða vonast til að börn fylgist betur með á ferð um landið. fólk 40 DREGUR ÚR VINDI smám saman í dag fyrst A-til, annars NA 8-13 m/s. Víða rigning einkum N-lands en bjart með köflum SV-til. Hiti 10-18 stig, hlýjast S-lands. VEÐUR 4 14 12 9 9 10 EFNAHAGSMÁL „Til lengri tíma litið er þetta ekki afkoma af kjarna- starfsemi sem menn væru sátt- ir við. En það verður að hafa hug- fast að verið er að vinna úr erfiðum úrlausnarefnum. Mér finnst skýrsl- an ekki gefa tilefni til svartsýni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Arðsemi Landsbankans og Arion banka er langt undir eðlilegri arð- semiskröfu ríkisins og grípa verð- ur til aðgerða þess vegna, segir í fyrstu matsskýrslu Bankasýslu ríkisins. Þar segir jafnframt að of margt fólk starfi nú í íslenska fjármálakerfinu en hlutfall starfs- manna í fjármálaþjónustu á Íslandi er með því hæsta sem þekkist. Steingrímur segir skýrsluna gagnlega og hann á von á tillögum frá Bankasýslunni um aðgerðir til bóta, enda sé það hennar verkefni. Um stærð bankakerfisins segir Steingrímur ljóst að í alþjóðlegum samanburði sé kerfið stórt. „Flestir búast samt við að þessar tölur muni taka breytingum á næstu misser- um og árum.“ Hann telur að staða Landsbankans sé skiljanleg miðað við þau verkefni sem bankinn hefur með höndum og lúta að fyrirtækj- um og útflutningsgreinunum. Engin áform eru um að hrófla við stöðu ríkisins í bankanum, að hans sögn. Ríkið á í öllum stóru bönkunum þremur, mest í Landsbankanum, eða 81,3 prósent, þrettán prósent í Arion banka og fimm prósent í Íslandsbanka. Alls eru 190 millj- arðar króna af fjármunum ríkisins bundnir í bönkunum. Útreikningar Bankasýslunn- ar sýna að Íslandsbanki stendur langbest að vígi, með 28,7 til 32,5 prósenta arðsemi af grunnrekstri. Sama tala hjá Arion banka er 3,8 til 7,9 prósent og einungis 2,4 til 6,4 prósent hjá Landsbankanum. Eðli- leg arðsemiskrafa er metin ríflega fimmtán prósent. Elín Jónsdóttir, forstjóri Banka- sýslu ríkisins, vill ekki tjá sig um það til hvaða aðgerða hún telur að þurfi að grípa eigi arðbærnimark- mið bankanna að nást. - sh, shá / sjá síðu 12 Rekstur Landsbanka og Arion óviðunandi Arðsemi af grunnrekstri Landsbankans og Arion banka er langt undir kröfum ríkisins. Bankasýslan telur að allt of margir starfi í íslenska bankakerfinu. Spánverjar í úrslit Spánn og Holland munu mætast í úrslitum HM í Suður-Afríku. íþróttir 48 VÍSINDI Fornleifavernd rík- isins hefur veitt leyfi fyrir 22 fornleifauppgröftrum á árinu. Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur hefur yfir- umsjón með miklu rannsóknar- verkefni á Strákatanga á Vest- fjörðum þar sem verið er að grafa upp og skoða hvalveiði- minjar. Ragnar segir margt spennandi og óvænt hafa komið í ljós, en náttúran sé þó ekkert lamb að leika sér við. „Það er mjög mikið af forn- minjum sem fara í sjóinn,“ segir hann. „Landbrot hefur aukist mjög mikið og hafið er í óða önn að brjóta upp strendur landsins.“ - sv / sjá síðu 16 Hátt á þriðja tug rannsókna: Mikið af forn- minjum glatast ÁRNI PÁLL ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.