Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 4
4 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Leiðrétting á bankabók Í samanburði á vaxtatöflum íslensku bankanna sem birtist undir heitinu Bankabókin í Markaðnum í gær leyndust tvær villur. Annars vegar féll út að gert væri ráð fyrir að um reikning með 250 þúsund krónum væri að ræða þegar innlánsvextir voru bornir saman. Hins vegar var röng athugasemd hengd við hæstu yfir- dráttarvexti í Arion banka. Það er ekki 3 prósent viðskiptagjald skuldfært mánaðarlega af heimild, það á aðeins við um yfirdráttarlán fyrirtækja. LEIÐRÉTTING AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is EFNAHAGSMÁL Samtök fjármálafyrir- tækja (SFF) beindu í gær þeim til- mælum til aðildarfélaga sinna að þau innheimti fasta krónutölu af myntkörfulánum til íbúðakaupa. Allir stóru viðskiptabankarnir urðu við tilmælunum samdægurs. Sam- kvæmt þeim greiða lántakendur sem þess óska fimm þúsund krónur af hverri milljón upphaflegs höfuð- stóls. Ástæða tilmælanna eru tveir dómar Hæstaréttar um bílasamn- inga sem kváðu á um að gengis- trygging slíkra samninga væri ólög- mæt. Dómarnir sköpuðu óvissu um hvort lán til íbúðakaupa falli undir dóminn. Þess er nú beðið að þeirri óvissu verði eytt fyrir dómi og til- mæli SFF eru viðbrögð við þeirri óvissu. Greiðslum er því frestað og þær lækkaðar tímabundið. Þessi leið fjármálafyrirtækjanna gengur þvert á tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins sem mæltu með því að höfuðstóll lána yrði færð- ur niður en af þeim borgaðir seðla- bankavextir. Samningsvextir, sem eru mun lægri, yrðu því ekki látnir standa eins og fjölmargir lögspek- ingar hafa talið eðlilegt. Aðrir, og þeirra á meðal Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra, hafa sagt útilokað að samningsvextir standi óbreyttir. Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, lagði það til við SFF að þessi leið yrði farin, en hugmyndina má rekja til Hagsmunasamtaka heimil- anna. „Ég fagna þessum skjótu við- brögðum að fara þessa leið til bráða- birgða meðan ágreiningur ríkir um fordæmisáhrif dóma Hæstarétt- ar.“ Spurður um af hverju þessi leið nær ekki til bílalána segir Gísli að bílalánafyrirtækin hafi lýst því yfir að senda ekki út greiðsluseðla næstu tvo mánuðina. „Ég vona að það verði búið að vinda ofan af þessu að þeim tíma liðnum. Ég hef talað fyrir heildstæðri lausn sem nái einnig til verðtryggðra lána og bílalána. Nú er bara að sjá til.“ Guðjón Rúnarsson, framkvæmda- stjóri SFF, segir ástæðu þess að samtökin fóru ekki að tilmælum SÍ og FME einfalda. „Aðildarfélög okkar hafa metið það þannig að vafi leiki á því að húsnæðislán falli undir dóm Hæstaréttar. Á meðan það leik- ur vafi á því eiga þau erfitt með að vinna á grunni þeirra tilmæla.“ Guðjón segir bankana telja lausn- ina viðráðanlega í stuttan tíma. Það sem sé mikilvægast er að óvissa um gengistryggðu íbúðalánin skýrist sem allra fyrst. svavar@frettabladid.is GENGIÐ 07.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 201,3775 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,96 125,56 188,82 189,74 157,05 157,93 21,068 21,192 19,374 19,488 16,328 16,424 1,4311 1,4395 186,67 187,79 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Smellugas Ódýrt að skipta yfir í Smellugas Olís Þú færð nýjan þrýstijafnara þér að kostnaðarlausu og við tökum gamla kútinn upp í. smellugas.is P IP A R \T B W A - S ÍA Þú skilar inn tómum 9 kg stálkút með gamla kerfinu, kaupir 11 kg stálkút með Smellugasi Olís og færð 25% afslátt af innihaldi. 4.813 kr. með 25% afslætti af innihaldi 11 kg 5 kg 10 kg BANDARÍKIN, AP Dómstóll í Kali- forníu neitaði Leslie Van Houten, yngsta þátttakandanum í Man- son-morðunum frægu, um náðun í nítjánda skipti í gær. Hún mun líklega áfrýja dómnum, en getur annars sótt um á ný eftir þrjú ár. Charles Manson og fylgismenn hans myrtu leikkonuna Sharon Tate ásamt fjórum öðrum í ágúst 1969 og hjónin Leno og Rosemary La Bianca kvöldið eftir. Van Houten viðurkenndi að hafa tekið þátt í seinni morðunum. Hún var 19 ára þegar morðin áttu sér stað fyrir 41 ári. - þeb Fylgikona Charles Mansons: Neitað um náð- un í 19. sinn FYRIR FRAMAN DÓMARA Van Houten kom fyrir dómara í Kaliforníu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bankar rukka 5.000 fyrir hverja milljón Allir stóru viðskiptabankarnir fara að tilmælum Samtaka fjármálafyrirtækja um að innheimta tímabundið fasta krónutölu af gengistryggðum íbúðalánum. ATVINNUMÁL Atvinnu- og hvatningarátakinu Allir vinna var hrundið af stað í gær. Um er að ræða samstarfsverkefni milli stjórnvalda, ASÍ, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu auk Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands. Átakið var kynnt á blaðamannafundi á Lækjartorgi í gær. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði við þetta tilefni að ríkisstjórnin léti ekki sitt eftir liggja í þessum efnum, ríkisstjórnin hefði ráðist í að leggja verulegt fjármagn í við- haldsframkvæmdir á opinberum byggingum en samtals yrðu 3,2 milljarðar króna lagðir í slíkar framkvæmdir á þessu ári og því næsta. „Við vonumst til þess að með þessu verði veru- leg fækkun á atvinnuleysisskrá og viðskipti og velta aukist í samfélaginu,“ sagði Jóhanna. Í átakinu felst að endurgreiðsla virðisauka- skatts vegna vinnu við eigið íbúðarhúsnæði og sumarhús verður hækkuð úr 60 í 100 pró- sent. Að auki verður komið á skattafrádrætti til einstaklinga sem fjárfesta í viðhaldi á eigin húsnæði sem nemur allt að 200 þúsund króna lækkun á tekjuskattsstofni hjá einstaklingum og 300 þúsund krónum hjá hjónum og sam- sköttuðum. Að lokum verður áhersla lögð á mikilvægi þess að öll viðskipti almennings og fagmanna séu uppi á borðum en með því að útrýma svartri vinnu mætti auka skatttekjur ríkisins og þar með fjárveitingar til almanna- þjónustu um 40 milljarða króna á ári, sam- kvæmt mati Samtaka iðnaðarins. - mþl Víðtækt samstarf um atvinnu- og hvatningarátak: Átakinu Allir vinna hrundið af stað ÁTAKIÐ KYNNT Blaðamannafundur fór fram í húsinu sem nú rís á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Útreikningur á stöðu láns miðað við að Hæstaréttur hefði ekki dæmt gengistengingu bifreiða- lána ólögmæta Staða láns 48.750.687 kr. Fjárhæð síðasta gjalddaga 187.623 kr. Staða láns miðað við ofborganir 48.750.687 kr. Útreikningur miðað við verð- tryggingu og vexti Seðlabanka Íslands Staða láns 26.354.449 kr. Fjárhæð síðasta gjalddaga 126.893 kr. Staða láns miðað við ofborganir 25.033.749 kr. Útreikningur miðað við breyti- lega vexti Seðlabanka Íslands án verðtryggingar Staða láns 19.935.067 kr. Fjárhæð síðasta gjalddaga 143.875 kr. Staða láns miðað við ofborganir 25.434.976 kr. 20 milljóna króna húsnæðislán tekið árið 2007* Upphafleg fjárhæð: 20.000.000 kr. Lán tekið: 15. júlí 2007Lánstími: 480 mánuðir Vaxtaálag: 3,10% Mynt: 50% jap. jen, 50% sviss. frankar Útreikningur á stöðu láns eftir dóm Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar á bifreiðarlán með samningsvöxtum Staða láns 19.367.828 kr. Fjárhæð síðasta gjalddaga 74.375 kr. Staða láns miðað við ofborganir 16.369.890 kr. Heimild: sparnadur.is *Afborganir af láninu fram að dómi: 100.000 kr. á mán. RANNSÓKNIR Matís gegnir for- ystuhlutverki í tveimur nýjum og umfangsmiklum fjölþjóðaverkefn- um sem Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja til þriggja ára, EcoFishMan og AMYLOMICS. Styrkir ESB hljóða upp á alls 5,5 milljónir evra, jafnvirði um 860 milljóna króna. Þar af er hlutur Matís alls 950.000 evrur til beggja verkefna, jafnvirði um 150 millj- óna króna. ESB lætur allt styrktarféð renna til Matís sem síðan greiðir innlend- um og erlendum samstarfsaðilum sínum. Talsverður hluti verkefn- anna verður unninn á starfsstöðv- um Matís á landsbyggðinni. Meist- ara- og doktorsnemendur munu starfa að verkefnunum. - shá Matís fær ESB-styrki: Fá 150 milljónir til rannsókna VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 32° 31° 22° 32° 31° 24° 24° 23° 24° 24° 31° 35° 19° 32° 20° 23° Á MORGUN 5-10 m/s. MÁNUDAGUR Hæg vestlæg eða breytileg átt. 14 14 12 10 10 10 9 9 8 10 12 11 12 8 10 7 10 8 6 8 5 5 15 14 9 8 10 13 12 12 1011 BATNANDI VEÐUR Það lægir smám saman á landinu fyrst austan til og dregur heldur úr vætu til morguns. Horfur á bjartviðri suðvestanlands næstu daga en áfram má búast við smá vætu um norðan- og austan- vert landið. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Skilanefnd Glitnis krefst kyrrsetningar á húsi í eigu Lárusar Welding, fyrrverandi for- stjóra Glitnis, til tryggingar greiðslu upp í sex milljarða króna skaða- bótakröfu sem höfð er uppi í máli skila- nefndarinnar gegn Lárusi og tveimur aðal- eigendum Glitn- is, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni. Stöð 2 sagði frá þessu í gær- kvöldi. Eignir Jóns Ásgeirs, að verðmæti um 200 milljónir króna, hafa verið kyrrsettar vegna þess- ara málaferla. Pálmi Haralds- son hefur nýlega lagt fram hálfan milljarð króna til að forðast kyrr- setningu vegna málsins. Skilanefnd Glitnis: Vill kyrrsetja hús Lárusar LÁRUS WELDING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.