Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 6
6 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Tveimur mönnum af fimm, sem ákærðir hafa verið fyrir smygl á tæplega 1,6 kílóum af kókaíni til landsins, er einnig gefið að sök að hafa selt fíkniefni fyrir samtals 8,5 milljónir króna, auk sölu skartgripa fyrir tvær milljónir. Mennirnir fimm, Davíð Garð- arsson, Guðlaugur Agnar Guð- mundsson, Jóhannes Mýrdal, Pétur Jökull Jónasson og Orri Freyr Gíslason, eru sakaðir um að hafa staðið saman að innflutn- ingi á ofangreindu magni kókaíns frá Spáni. Efnin voru falin í þrem- ur töskum sem Jóhannes flutti til landsins með farþegaflugi. Orra Frey og Guðlaugi Agn- ari er gefið að sök að hafa lagt á ráðin og fjármagnað innflutn- ing efnanna. Orri Freyr fékk svo Davíð til að finna burðardýr. Sá síðarnefndi setti sig í samband við Pétur Jökul, sem fékk Jóhann- es til fararinnar. Jafnframt setti Orri Freyr sig í samband í gegn- um tölvu við vitorðsmann sem staddur var á Spáni til að gefa honum upp símanúmer Jóhann- esar. Orri Freyr lét Davíð hafa um þrjár milljónir króna í evrum sem síðan fóru um hendur Péturs Jökuls til Jóhannesar. Með pen- ingunum átti hann að borga fyrir fíkniefnin. Á Spáni tók Jóhannes við þrem- ur ferðatöskum úr hendi vitorðs- manns og lét hann hafa pening- ana. Eftir að hann kom heim óku Davíð og Pétur Jökull að heimili hans, þar sem Pétur Jökull sótti efnin og setti í bílinn. Davíð var búinn að afhenda Orra Frey efnin og taka við einni milljón króna til að borga Jóhannesi þegar lögregl- an stöðvaði för þeirra. Orri Freyr er auk þessa sakaður um að hafa haft frumkvæði að því að útvega burðardýr í öðru kókaín- máli þar sem reynt var að smygla inn nær 1,8 kílóum af kókaíni eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Styrkur kókaínsins sem reynt var að smygla í því máli var mjög mik- ill, eða á bilinu 63 til 81 prósent, samkvæmt mælingum Rannsókn- arstofu í lyfja- og eiturefnafræði. Til samanburðar má geta þess að meðalstyrkur allra kókaínsýna á árunum 2006 til 2008 var 48 pró- sent. Þessi tvö kókaínmál komu upp með skömmu millibili í apríl og smyglaðferðir voru áþekkar í þeim báðum. Auk þess sem ákæruvaldið krefst refsidóma yfir mönnun- um og upptöku fíkniefna og sölu- ágóða er þess krafist að gerðir verði upptækir þrír millilítrar af anabólískum sterum sem lagt var hald á heima hjá Davíð. Davíð og Guðlaugur neituðu sök við þingfestingu, Pétur Jök- ull játaði að mestu og Orri Freyr og Jóhannes báðu um frest. jss@frettabladid.is Sakaðir um kókaínsmygl og milljónasölu á fíkniefnum Fimm menn voru ákærðir í gær fyrir að hafa staðið að smygli á tæplega 1,6 kílóum af kókaíni hingað. Tveir þeirra voru jafnframt ákærðir fyrir að hafa selt fíkniefni fyrir samtals 8,5 milljónir króna. FRÁ ÞINGFESTINGU MÁLSINS Sakborningar mættu til þingfestingar í fylgd lögreglu eða fangavarða. þeir viðhöfðu mismiklar ráðstafanir til að skýla andlitum sínum eins og myndirnar sýna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEYRNARSTÖ‹IN Læknastö›in, Kringl unni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is STJÓRNMÁL Evrópuþingið samþykkti í gær ályktun, þar sem umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er fagnað og hún sögð geta orðið bæði Íslandi og ESB til góðs. Þingið hvetur til þess að Ísland ljúki tví- hliða samkomulagi við Bretland og Holland um greiðslu Icesave-skuldbindinganna. Í ályktuninni segir að samkomulag, sem öll ríkin geti fallist á, muni endurreisa traust á getu Íslands til að standa við skuldbindingar sínar og efla stuðning almennings, bæði á Íslandi og í ESB, við aðildarferli Íslands. Við afgreiðslu ályktunarinnar í gær var samþykkt breytingartillaga um að hvetja Íslendinga til að hætta hvalveiðum. Í álykt- uninni segir hins vegar að þingið viðurkenni að Íslendingar hafi stjórnað auðlindum sjávar á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Þing- ið segist gera ráð fyrir að bæði ESB og íslensk stjórnvöld nálgist viðræður um að Ísland taki upp sameiginlega sjávarútvegs- stefnu sambandsins með „uppbyggilegu við- horfi“, þannig að útkoman verði lausn, sem báðir aðilar geti sætt sig við og þjóni hags- munum bæði sjávar-útvegsins og neytenda, jafnt á Íslandi og í ESB. Evrópuþingið bendir á að almenningsálitið á Íslandi hafi snúist gegn ESB-aðild og hvet- ur íslensk stjórnvöld til að efna til opinnar umræðu meðal almennings um aðildarferlið. Framkvæmdastjórn ESB er hvött til að aðstoða við upplýsingagjöf, þannig að almenn- ingur á Íslandi geti tekið upplýsta ákvörðun um ESB-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. - sbt Evrópuþingið fagnar aðildarumsókn Íslands en hvetur Ísland til að semja um Icesave og hætta hvalveiðum: Báðir geti unað við sjávarútvegssamning Finnst þér í lagi að nýta jarð- hita á Torfajökulssvæðinu? JÁ 70,3% NEI 29,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Viltu að gamli söluturninn í Mæðragarðinum verði fluttur á Lækjatorg? Segðu skoðun þína á visir.is SVÍÞJÓÐ Sven Otto Littorin, atvinnumálaráðherra Sví- þjóðar, hefur sagt af sér embætti af persónulegum ástæðum. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í gærmorgun. Littorin stendur í forræðisdeilu við fyrrverandi eig- inkonu sína vegna þriggja barna þeirra. Eftir að hafa mætt í réttarsal vegna málsins á þriðjudag tók hann ákvörðun um að hætta. Málið hefur vakið mikla fjöl- miðlaathygli í Svíþjóð og tekið sinn toll af fjölskyld- unni að sögn Littorins. Littorin sagði börnin þrjú vera ástæður afsagn- arinnar því þau hefðu þurft að gjalda fyrir embætti föður síns. „Börnin mín eru meira virði en starfið, fer- illinn og allt annað,“ sagði Littorin á fundinum. Hann sagðist hafa fengið nóg og væri ekki lengur reiðubú- inn að færa þær fórnir sem nauðsynlegar væru. Hann hætti því fyrir börnin, sjálfan sig og unnustu sína. Kosningar verða haldnar í Svíþjóð eftir tvo mán- uði og er sjaldgæft að ráðherrar segi af sér svo stuttu fyrir kosningar. Tobias Billström, ráðherra innflytj- endamála, tekur tímabundið við ráðuneyti atvinnu- mála. Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra tilkynnti það í gær en tjáði sig ekki um afsögn Littorins. - þeb Atvinnumálaráðherra Svíþjóðar tilkynnti afsögn sína í gær: Hættur vegna forræðismáls BLAÐAMANNAFUNDURINN Littorin tilkynnti ákvörðun sína á blaðamannafundi í bænum Visby í Svíþjóð í gærmorgun. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Róbert Marshall og Pétur Blöndal alþingismenn eru full- trúar Íslendinga á ársfundi þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem nú fer fram í Ósló. Þema fundarins er Réttarrík- ið og baráttan gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi og spillingu. Róbert er formaður Íslands- deildar ÖSE-þingsins en Pétur mun leggja fyrir þingið skýrslu um fjárreiður ÖSE. - pg Öryggismál í Evrópu: Róbert og Pétur fulltrúar Íslands á ársfundi LÖGREGLUMÁL Tölvum og úrum var stolið úr húsi í vesturbæ Reykjavíkur að morgni mánu- dags. Í hádeginu sama dag var farið inn um glugga á gistiheimili í miðborginni og rótað í töskum ferðamanna. Ekki er ljóst hvort einhverju var stolið. Um svipað leyti var veski með greiðslukortum stolið úr bíl í Garðabæ. Um miðjan þann dag handtók lögregla tvo karlmenn á þrítugsaldri sem höfðu stolið síma í verslun í Árbæ. Síðdegis var tæplega tvítugur piltur tekinn fyrir þjófnað í versl- un í Kópavogi. Í fyrrakvöld var seðlaveski stolið af manni sem var að horfa á knattspyrnuleik á vínveitingastað í borginni. - jss Þjófar iðnir við kolann: Margir þjófnað- ir á mánudegi Féll af vöruhillu Karlmaður á sextugsaldri slasaðist þegar hann féll um tvo metra niður af vöruhillu í vörugeymslu í Grafarvogi um kvöldmatarleytið í fyrradag. Hann var fluttur á slysadeild en ekki er vitað frekar um líðan hans. Maðurinn var við vinnu sína þegar óhappið varð. LÖGREGLUFRÉTTIR EVRÓPUSAMBANDSFÁN- INN Evrópuþingið fagnar aðildarumsókn Íslands. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.