Fréttablaðið - 08.07.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 08.07.2010, Síða 12
12 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Arðsemi Landsbankans og Arion banka er langt undir eðlilegri arðsemiskröfu ríkisins, sé litið fram hjá skammtímaþáttum eins og endurmati á eignum. Nyti þeirra ekki við væri rekstur bankanna tveggja í járnum. Þetta segir í fyrstu matsskýrslu Bankasýslu ríkisins, sem telur að fækka þurfi starfsfólki í fjármála- geiranum hérlendis. Bankasýsla ríkisins, sem komið var á fót um áramót, fer með eignarhlut hins opinbera í fjár- málafyrirtækjum. Ríkið á í öllum stóru bönkunum þremur, lang- mest í Landsbankanum, eða 81,3 prósent, þrettán prósent í Arion banka og minnst í Íslandsbanka, aðeins fimm prósent. Alls eru 190 milljarðar króna af fjármunum ríkisins bundnir í bönkunum. Erfiður samanburður Í fyrstu skýrslu Bankasýslunnar er gerð tilraun til að meta arð- semina af grunnrekstri bank- anna þriggja, þegar búið er að „leiðrétta“ reikningana, eins og það er kallað, fyrir svokölluðum óreglulegum liðum. Samanburð- urinn er hins vegar vandasam- ur, að því er segir í skýrslunni, þar sem bankarnir beita ólíkum aðferðum við uppgjör og fram- setningu í ársreikningum. Tölu- verðar tilfæringar þurfi því til að greina grunnrekstrartölur og er sá varnagli sleginn að einungis sé um nálgun að ræða. Óreglulegir liðir út fyrir sviga Sá óreglulegi liður sem mest fer fyrir er endurmat á eign- um bankanna sem færðar voru úr þeim föllnu yfir í hina nýju. Áhrifanna af því endurmati mun gæta á næstunni en hefur hins vegar engin áhrif á reksturinn til lengri tíma. Því er reynt að fjar- lægja þennan þátt í útreikning- um Bankasýslunnar. Annar þáttur er gengissveiflur, sem höfðu töluverð en mismikil áhrif á afkomu bankanna í fyrra. Hagnaður eða tap af gengis- sveiflum segir hins vegar lítið um grunnrekstur bankans og er sá þáttur því einnig fjarlægður. Aðrir þættir sem reynt er að líta fram hjá er rekstrartekjur og gjöld dótturfélaga í óskyldri starfsemi og verðbólga, sem hafði mismikil áhrif á afkomu bankanna. Tvö reiknilíkön eru notuð til að finna út grunnreksturinn. Annað er kallað kjarnarekstur og hitt reglulegur rekstur, og eiga þau að tákna efri og neðri mörk grunn- rekstrarins. Íslandsbanki stendur best að vígi Niðurstaðan af útreikningun- um er sú að Íslandsbanki stend- ur langbest að vígi af bönkunum þremur, með 28,7 til 32,5 pró- senta arðsemi af grunnrekstri. Sama tala hjá Arion banka er 3,8 til 7,9 prósent og einungis 2,4 til 6,4 prósent hjá Landsbankanum. Samkvæmt útreikningum Bankasýslunnar er eðlileg arð- semiskrafa fyrir banka í blönd- uðum rekstri ríflega 15 prósent. Tveir bankanna standa hvergi nærri undir því, og lengst frá því er Landsbankinn, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins. Grípa þarf til ráðstafana „Rekstur bankanna byggist nú að stærstum hluta á þremur stoðum; endurmati eigna og gjaldeyris- hagnaði, viðskiptabankastarfsemi og þóknunartekjum af eigna- stýringu. Stærsti og veigamesti tekjupósturinn, endurmat eigna, er einungis til skamms tíma. Ef hans nyti ekki við væri rekstur tveggja af þremur stærstu bönk- unum í járnum,“ segir í skýrsl- unni. Þá er kostnaðarhlutfall, það er rekstrargjöld sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum, sömu- leiðis allt of hátt í Arion banka og Landsbankanum. Í skýrslunni segir að líklegt sé að grunnrekstur bankanna batni þegar endurskipulagningu lána- safna er lokið að því gefnu að efnahagsaðstæður verði hagstæð- ari. Því sé ljóst að grípa verði til ráðstafana ef tryggja eigi að rekstur allra bankanna þriggja verði viðunandi. FRÉTTASKÝRING: Fyrsta mat Bankasýslu ríkisins á stöðu íslensku bankanna Óviðunandi staða Landsbankans og Arion Of margt fólk starfar nú í íslenska fjár- málakerfinu að mati Bankasýslunnar. Hlutfall starfsmanna í fjármálaþjón- ustu á Íslandi er með því hæsta sem þekkist. „Þrátt fyrir bankahrunið er hlutfall starfsmanna í fjármálaþjón- ustu sem hlutfall af heildarvinnu- afli svipað og það var árið 2007 er stefnt var að því að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð,“ segir í skýrslunni. Á Íslandi starfa um 4,7 prósent vinnufærs fólks í bönkum og fjármála- fyrirtækjum, sem er líkt og áður segir með því hæsta sem gerist. „Í Bret- landi, sem segja má að sé fjármála- miðstöð Evrópu, er hlutfallið 4,25% og 5,6% í bankalandinu Sviss,“ segir í skýrslunni. Í Evrópusambandinu öllu er hlutfallið þrjú prósent. „Ljóst er að miðað við núver- andi umsvif bankakerfisins er fjöldi starfsmanna mikill,“ segir í skýrslunni. Töluvert verk sé enn óunnið við að laga starfsemi fjármálafyrirtækja á Íslandi að þeim breytingum sem hafa átt sér stað. Starfsmenn of margir miðað við umsvif bankakerfisins Stígur Helgason stigur@frettabladid.is Li th áe n Po rt úg al Le tt la nd Fi nn la nd N or eg ur Sv íþ jó ð Pó lla nd G rik kl an d Sp án n H ol la nd Íta lía ES B Fr ak kl an d D an m ör k Þý sk al an d B el gí a Au st ur rík i B re tla nd Ís la nd Írl an d Sv is s Lú xe m bo rg Hlutfall í ESB til viðmiðunar 12,08% 5,60% 5,10% 4,69% 4,25% 3,55% 3,55% 3,46% 3,45% 3,42% 3,04% 2,82% 2,81% 2,51% 2,50% 2,35% 2,19% 2,15% 2,07% 2,02% 1,77% 1,56% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% Arion banki Íslandsbanki NBI 40 35 30 25 20 15 10 5 0 16 ,7 % 7, 9% 35 ,3 % 32 ,5 % 28 ,7 % 10 ,0 % 6, 4% 3, 8% 2, 4% Arðsemi Arðsemi reglulegs rekstrar Kjarnaarðsemi Rekstrarniðurstöður bankanna og arðsemiskrafa hluthafa Á súluritinu má sjá að töluverður munur er á arðseminni sem gefin er upp í ársreikningum annars vegar (appelsínugula súlan) og á efri og neðri mörk- um útreikninga Bankasýslunnar fyrir grunnreksturinn hins vegar. Starfsfólk í fjármálageiranum sem hlutfall af vinnuafli „Það kemur okkur ekkert á óvart að arðsemi eigin fjár, leiðrétt fyrir þessum óreglulegu liðum, hafi verið svona,“ segir Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins. „Við viljum bara að það sé horft á stöðuna eins og hún er núna og brugðist við þannig að horft sé til framtíð- ar verði bankarnir búnir að ná arðbærum almennum rekstri. Við höfum fulla trú á að það náist,“ segir Elín og bendir á að þess sjái þegar stað í fyrsta ársfjórðungs- uppgjöri Landsbankans í ár að staðan sé farin að batna. Elín vill ekki tjá sig um það hvaða aðgerða hún telur að þurfi að grípa til eigi þau arðbærnimarkmið að nást. Spurð um hinn mikla fjölda starfsmanna í fjármálageiranum sem fjallað er um í skýrslunni og hvort hagræðing á því sviði sé brýn, segir Elín það ekki vera helsta forgangsatriðið. Þær tölur gefi hins vegar skýra vísbendingu um að íslenska fjármálakerfið sé of stórt. Elín segir það helst hafa komið á óvart við vinnslu skýrslunnar hversu ósamanburðarhæfir ársreikningar bankanna eru. Æskilegt væri að bætt yrði úr því. Kemur ekki á óvart ELÍN JÓNSDÓTTIR Í MISGÓÐUM MÁLUM Íslandsbanki stendur langbest að vígi eftir útreikninga Bankasýslunnar og er sá eini af stóru bönkunum þremur sem skilar viðunandi rekstrarhagnaði. Landsbankinn og Arion banki eru langt frá því að ná því marki. MYND / SAMSETT Staðgreiðsluverð kr. 26.250* Nýja S2120 ryksugan frá Miele er lágvær, létt, kraftmikil og með stórum poka. Parketbursti að andvirði kr. 9.320 fylgir frítt með. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele Þú sparar kr. 15.882 Fullt verð kr. 32.812 *Gildir á meðan birgðir endast. Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.