Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 16
16 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Fornleifarannsóknir á Íslandi „Gjóskan búin að setja strik í reikninginn,“ segir Margrét Hall- mundsdóttir, fornleifafræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða og stjórnandi verkefnisins. Hún segir öskuna úr Eyjafjallajökli hafa tafið rannsóknina talsvert. „Við þurftum að stoppa gröft í síðustu viku, en við erum búin að grafa hérna síðan 2006. Þegar Suðurlandsskjálftarnir riðu yfir árið 2008 urðum við líka fyrir miklu tjóni,“ segir Margrét. Hópurinn er að vinna að uppgreftri stórs sels, líklega frá landnámi. Margrét segir náttúruhamfarir líklega hafa lagt býlið í eyði og telur því tafirnar viðeigandi í ljósi sögunnar. Kot á Rangárvöllum Uppgröftur á Skútustöðum hefur staðið yfir í rúmar tvær vikur og segir Þóra Péturs- dóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, rannsókninni miða vel. „Bæjaröskuhaugurinn á Skútustöðum er ótrúlega stór og umfangsmikill,“ segir Þóra. „Hann spannar tímabil frá 18. öld og aftur að landnámi, sem gefur okkur miklar og dýrmæt- ar upplýsingar um búshald, lífsviðurværi, neyslu og nytjar.“ Mikið dýrabeinasafn hefur fundist í uppgreftrinum og einnig er búið að uppgötva einhverja forngripi. Rann- sókninni verður haldið áfram næstu þrjár vikurnar. Skútustaðir í Mývatnssveit Stór hvalveiðistöð frá 17. öld hefur uppgötvast í Stráka- tanga í Hveravík. Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða, segir stöðina vera jafn stóra og sambærilegar stöðvar annars staðar í Skandinavíu. „Þetta eru fjórar byggingar og við erum búin að átta okkur á hlutverki þeirra allra,“ segir Ragnar. Hann segir Baska, Hollendinga, Dani eða Englendinga hafa búið á svæðinu og einnig hafi uppgötvast einar elstu múrsteinsminjar sem fundist hafa hér á landi; vel varðveittur ofn, hlaðið múrsteinsgólf og veggir eru á meðal þeirra. Óvæntur fundur kom í ljós þegar fornleifafræðingar fundu kuml frá víkingaöldum á Strákatanga sem hafði verið rænt eftir kristnitöku. Ragnar segir að mikið hafi verið um að lík forfeðra fólks voru grafin upp og færð inn í kristna kirkjugarða. Strákatangi í Hveravík „Rannsóknin hefur sýnt fram á að heimilisgrafreitir hafa verið á nánast hverjum bæ í frumkristni og stærstur hluti þeirra hefur verið aflagður þegar á 12. öld, líklega þegar sóknarkirkjuskipan komst á,“ segir Guðný Zoëga, forleifafræðingur og stjórnandi Kirkjuverkefnisins. Margrét segir rannsóknina einnig hafa sýnt fram á að lega seinni tíma bænhúsa sé góð vísbending um staðsetningu garðanna þó svo að ekki hafi verið grafið í garðana eftir að kirkjurnar eða heimiliskapellurnar urðu að bænhús- um. „Með því að finna garðana fást mikilvægar upplýsingar um gerð og skipulag greftrunarsiða í elstu kristni en lítið hefur verið um það vitað hingað til,“ segir Guðný. Kirkjuverkefnið í Skagafirði 1 Garðabær ■ Urriðakot á Urriðaholti í Garðabæ. Rannsókn vegna framkvæmda. 2 Seltjarnarnes ■ Nes á Seltjarnarnesi. Könnunarskurður vegna urtagarðs við Lækningaminjasafn. ■ Nemendarannsókn í fornleifa- fræði við HÍ. 3 Borgarfjörður ■ Reykholtssel í Borgarfirði. Framhaldsrannsókn á seljum Reykholts í Kjarardal. 4 Kaldrananeshreppur ■ Strákatangi í Hveravík. Rannsókn á hvalveiðiminjum. 5 Skagafjörður ■ Rannsókn á fornbýlum í Skaga- firði. Vegna ritunar Byggðarsögu Skagafjarðar. ■ Borkjarnar í Skagafirði 2010. Borkjarnasýni tekin á ýmsum stöðum samkvæmt lista. ■ Kirkjuverkefnið í Skagafirði. Rannsókn á kirkjugörðum frá fyrstu tíð kristni. 6 S-Þingeyjarsýsla ■ Ingiríðarstaðir í Þegjandadal. Framhaldsrannsókn á kumlateig og öskuhaug. ■ Litlu-Núpar í landi Laxamýrar. Rannsókn á leifum kumlateigs og öskuhaugs. ■ Þórutóft í landi Narfastaða í Seljadal. 7 Mývatnssveit ■ Skútustaðir Framhaldsrannsókn á öskuhaug. ■ Hofstaðir. Framhaldsrannsókn á kirkjugarði. ■ Kumlabrekka í landi Geirastaða. Rannsókn á mögulegum kumlum. 8 N-Þingeyjarsýsla ■ Svalbarð við Þistilfjörð. Rannsókn á sambandi höfuðbýlis og smærri eininga innan jarðar. 9 Fljótsdalur ■ Skriðuklaustur í Fljótsdal. Framhaldsrannsókn á munka- klaustri. 10 A-Skaftafellssýsla ■ Hólmur í Nesjum, A-Skaftafells- sýslu. Framhaldsrannsókn á bæjarstæði. ■ Kvísker í Öræfum, A-Skaftafells- sýslu. Rannsókn á rústum frá fyrstu tíð. 11 Rangárvellir ■ Kot á Rangárvöllum. Framhaldsrannsókn á mögulegu býli. 12 Holtasveit ■ Rústir í landi Lækjar og Hjallaness í Holta- og Landssveit. Rannsókn vegna framkvæmda við Holtavirkjun. 13 Villingaholtshreppur ■ Þjótandi í Villingaholtshreppi. Framhaldsrannsókn vegna framkvæmda við Urriðafossvirkjun. 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 11 12 13 Hátt á þriðja tug fornleifarann- sókna mun eiga sér stað á land- inu í ár. Sumar eru yfirstaðnar, aðrar í fullum gangi og nokkrar eru ekki hafnar enn. Fornleifa- vernd hefur gefið leyfi fyrir um 25 rannsóknum á Íslandi og eru þær víðs vegar um landið. Rann- sóknirnar eru af ýmsum toga og efnin eins misjöfn og þau eru mörg. Ragnar Edvardsson, forn- leifafræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða, hefur yfirumsjón með miklu rannsóknarverkefni á Strákatanga á Vestfjörðum þar sem verið er að grafa upp og skoða hvalveiðiminjar. Ragnar segir verkefninu miða mjög vel og margt spennandi og óvænt hafa komið í ljós, en náttúran sé þó ekkert lamb að leika sér við. „Það er mjög mikið af forn- minjum sem fara í sjóinn, sér- staklega hérna á Vesturlandi,“ segir hann. „Landbrot hefur auk- ist mjög mikið og náttúran er í óða önn að brjóta upp strendur landsins. Það gerir það að verk- um að mikið af minjum glatast í sjó og er nánast ómögulegt að nálgast þær.“ Einar segir Vestfirði vera í sérstakri hættu hvað þetta varðar og gömlu verstöðvarnar í þeim landshluta vera í mikilli hættu á því að glatast. Minja- nefnd sé þó að taka málið út og muni koma með áætlun. sunna@frettabladid.is Margar minjar verða sjónum að bráð Fornleifavernd ríkisins hefur gefið leyfi fyrir um 22 fornleifarann- sóknum fyrir árið 2010. Fornleifafræðingur segir landbrot hafa aukist. Mikið af forn- minjum fari í sjóinn. Könnunarskurðir á bæjarstæðum og seljum í landi Svartárkots, Máskots og víðar í Þingeyjarsveit og Helluvaðs, Gautlanda, Geirastaða, Arnarvatns og Grænavatns í Skútustaðahreppi í S-Þingeyjarsýslu. Landnám og menningarlandslag UPPGRÖFTUR Á SKÚTUSTÖÐUM Umfangsmik- ill öskuhaugur sem spannar langt tímabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.