Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.07.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 08.07.2010, Qupperneq 22
22 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Sóley Tómasdóttir var kölluð kvenfasisti fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Ég hélt að þetta væri einsdæmi. Sá sem skrifaði svona um Sóleyju var Agnes Bragadóttir sem mun enn vera blaðamaður við Morgun- blaðið. Nú hefur nýr maður ákveðið að feta í fótspor Agnesar Bragadóttur. Hann heitir Halldór Jónsson og er einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann kall- ar umhverfisráðherrann umhverfisfasista og meinvætt. Nú vill svo til að málið er skylt undirrit- uðum en engu að síður leyfir hann sér að spyrja: Er þetta viti borin eðlileg og viður- kennd umræðuaðferð á Íslandi? Ekki hefur undirritaður orðið var við að neinum hafi blöskrað sem bendir til þess reyndar að eng- inn eða fáir taki mark á þessum ofbeldisöfl- um orðsins á Íslandi um þessar mundir. En það breytir ekki því að þessi umræðustíll er fyrir neðan allar hellur og það er fráleitt að láta sem ekkert sé. Hér er verið að jafna þessum tveimur kvenskörungum til verstu stjórnmálaafla sögunnar. Ég veit að það er ekki sanngjarnt. Ég veit líka að flokkssystkinum þessara einstaklinga, Agnesar og Halldórs, blöskr- ar þessi málflutningur. Svona talar reynd- ar fólk sem er illa innrætt eða fólk sem er í vörn. Ég hallast að því síðastnefnda; að þess- ir einstaklingar séu í vörn og þau finni það en geri sér ekki grein fyrir því. Umhverfisfasisti og meinvættur var konan kölluð af því að hún vill koma skipulagi á notkun lúpínu. Heilu byggðarlögin eru að breytast í lúpínubreiður þar sem áður var lággróður norðurslóða. Rjúpnastofninn í Hrísey er á flótta. Bæjarstjórnir hafa ákveð- ið að grípa til róttækra ráðstafana. Þá ætla bandamenn Halldórs Jónssonar að ærast; hvað er að? Væri hægt að biðja um hófstillta útskýringu á því hvers vegna ofsinn er svona yfirgengilegur? Á undanförnum misserum hef ég orðið var við allsérkennilegar og rætnar persónulegar árásir. Að skoða þær er líkast því að sjá ofan í opin holræsi; fnykurinn er eftir því. Fyrir mörgum áratugum var ákveðið að loka hol- ræsum af tillitssemi við mannkynið. Nú er sums staðar verið að opna þau á vefnum. Óþverrinn liðast fram engum til geðs. En þær konur sem hér hafa verið nefndar mega reyndar vera stoltar af subbuskapnum í þeirra garð; margt bendir til þess að það sé eins og viðurkenning að þessi flokkssystkini varpi á mann orði. Þau Agnes og Halldór. En það væri samt betra að talast við með rökum en ekki ruddaskap. Umræðu- hefð Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra Agnes og Halldór Komnir og farnir? Atvinnuleysi hefur aldrei verið meira á Íslandi. Þetta sést vel á löngum listum yfir þá sem sækja um stöður bæjar- og sveitarstjóra um landið. Auðvelt er að skilja þá sem enga hafa vinnuna og vilja ljá vannýtta starfskrafta sína til bæjarstjórna hér og þar. Örðugra er hins vegar að fá botn í umsóknir manna á borð við Gunnar I. Birgisson og Snorra Finnlaugsson, sem báðir vilja skyndilega stýra Árborg. Ekki er nema einn og hálfur mánuður síðan Gunnar var endurkjörinn í bæjarstjórn Kópavogs og Snorri kom ferskur inn í bæjarmálin á Álftanesi, leiddi þar lista Sjálfstæðisflokks og situr nú sem forseti bæjarstjórnar. Hefði ekki verið betra fyrir kjósendur að vita af því fyrr að þeir hugsuðu sér til hreyfings? Hér og þar Ýmis þekkt nöfn dúkka upp á fleiri en einum lista yfir umsækjendur. Stjórnmálafræðingurinn Einar Mar Þórðarson vill stýra Rangárþingi ytra, Árborg og Dalabyggð, Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður og ritstjóri, sækir um í Rangárþingi ytra og Árborg, og Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður, er áhugasam- ur um Dalabyggð og Strandabyggð. Að baktryggja sig Enginn er þó ákveðnari í því að tryggja sér stól en Ragnar Jörundsson, sveitarstjóri Vesturbyggðar. Hann lætur sér ekki nægja að sækjast eftir því að gegna því starfi áfram, heldur sækir hann um í nánast öllum öðrum bæjar- og sveitarfélögum þar sem auglýst er eftir stjóra; Rang- árþingi ytra, Akureyri, Ísafirði, Fljótsdalshér- aði, Strandabyggð, Dalabyggð og Árborg. Og enn hafa ekki allir listar verið birtir. stigur@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í sland er meðal þeirra ríkja OECD, sem leggja mest höft á erlenda fjárfestingu. Íslenzk fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri eru í vaxandi mæli farin að horfa til þess að staðsetja höfuð- stöðvar sínar annars staðar. Skattabreytingar, til dæmis álagn- ing auðlegðarskatts og skattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila, koma illa við atvinnulífið. Gjaldmiðillinn er ónýtur, sem birtist meðal annars í gjaldeyrishöftum sem flækja verulega starfsemi fyrirtækja. Stjórnvöld virðast atvinnulífinu ekki sérlega vinsamleg og vilji þeirra til að styðja við bakið á því er óljós. Þetta er meðal þess, sem fram kemur í umfjöllun Markaðar- ins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í gær. Þetta getur ekki talizt hagstætt viðskiptaumhverfi, sem laðar fjárfesta að landinu og hvetur hreyfanleg þekkingar fyrirtæki, sem í raun geta starfað hvar sem er í heiminum, til að staðsetja starfsemi sína hér. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segist telja hættu á fyrirtækjaflótta raunverulega. Skattalegur aðbúnaður fyrirtækja sé lakari en fyrir hrun og hag- kerfið óstöðugt. Lágt gengi krónunnar geti styrkt samkeppnisstöðu landsins til skamms tíma en sé ekki eftirsóknarvert til lengri tíma, enda þýði lágt gengi léleg lífskjör. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir við Markaðinn að efnahagslífið hafi um langt árabil einkennzt af sveiflum, sem hafi gert stjórnendum fyrirtækja erfitt um vik. Hann hvetur stjórnvöld til að horfa heildstætt á umhverfi fyrirtækjanna. Sé mat stjórnenda fyrirtækja að hag þeirra sé ekki betur borgið á Íslandi en annars staðar, auki það líkurnar á að þau fari. Hilmar V. Pétursson, forstjóri tölvuleikjaframleiðandans CCP, segir gjaldeyrishöftin erfiðust viðureignar. Hann segist stundum hissa á að fyrirtækið nenni að leggja kraft í að fást við þau. Hann segir að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru muni vonandi róa umhverfið og gera það líkara öðrum löndum, þar sem fyrirtækið starfar; þar sé hægt að ganga að flestu vísu. Forsvarsmenn fyrirtækja, sem nefnt er að mest hætta sé á að hverfi úr landi, til dæmis Össurar, Marel og CCP, hafa talað fyrir því að hér verði tekin upp evra. Hafa þeir sem hvetja til þess að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka, velt fyrir sér hvaða áhrif sú gjörð hefði á mat þessara fyrirtækja og margra ann- arra á framtíð sinni hér? Hvaða framtíðarsýn er í boði í staðinn? Til þess að búa til hagstætt viðskiptaumhverfi þarf meðal annars að hafa í huga að sökum smæðar sinnar og fjarlægðar frá helztu mörkuðum verður Ísland í raun að bjóða fyrirtækjum upp á enn hagstæðara skatta- og reglugerðarumhverfi en löndin, sem við erum í mestri samkeppni við. Á þessu virðist núverandi ríkisstjórn hafa lítinn skilning. Viðhorfsbreyting í þeim efnum dugir þó ekki ein og sér. Nothæfur gjaldmiðill er ein forsenda þess að tryggja hér hagstætt viðskiptaumhverfi. Tíðar skattabreytingar, fjárfestingarhöft og ónýtur gjaldmiðill eru í boði á Íslandi. Hagstætt við- skiptaumhverfi? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.