Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 24
24 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Árið 2008 kom út sameiginleg reglugerð flug- og vakttíma fyrir flugrekendur í Evrópu og rann hún undan rifjum Flugör- yggisstofnunar Evrópu (EASA). Var það jákvætt skref að hafa öll flugmálayfirvöld undir sama hatti hvað þetta varðar, en það þýddi líka að sumar þjóðir þurftu nú að gangast undir reglugerð sem var rúmari og ófullkomnari held- ur en fyrri reglugerðir í viðkom- andi landi. Samgönguráðuneyti tekur af skarið Reglugerð um flug- og vinnutíma- mörk og hvíldartíma flugverja var innleidd á Íslandi í lok árs 2008, en í henni er m.a. tekið sérstaklega fram að skilgreina skuli áhrif bak- vaktar á flugvakt sem fer í hönd ef flugmaður er kallaður út í vinnu af bakvaktinni. Því miður lét samgönguráðu- neytið undan þrýstingi frá Sam- tökum atvinnulífsins og fjarlægði þessa skilgreiningu, sem hafði að tillögu Flugmálastjórnar Íslands verið sett í drögin að reglugerð- inni til að tryggja viðunandi flug- öryggi og koma í veg fyrir óhóf- lega langan vakttíma í kjölfar bakvaktar. Flugmálastjórn hafði áhyggjur af hugsanlegri misnotkun flugrek- enda á þessu ákvæði í fyrri reglu- gerðum og áréttaði skilning stofn- unarinnar á því í sérstöku bréfi til flugrekenda. Hugsanlega var ráðuneytið með þessu að fara meðalveg á milli þess sem flugmenn og Flugmála- stjórn Íslands kröfðust annars vegar og þess sem atvinnurekend- ur kröfðust hins vegar. Það er hins vegar ljóst að flugöryggissjónar- mið voru ekki látin ráða í þetta skiptið, heldur hagsmunasjónar- mið flugrekenda. Hvað þýðir þetta? Í stuttu máli er mögulegt að flug- maður hefji 12 klst. bakvakt kl 6 að morgni. Klukkan 17.55 er hann kallaður út í flug og er nú samkvæmt reglugerðinni heim- ilt að fara á 11 klst. vakt og ef svo óheppilega vill til að vaktin leng- ist, t.d. út af bilunum og veðri, þá má lengja vaktina upp í 13 tíma, sem þýðir að flugmaðurinn er búinn að vera í vinnu alla nóttina og er að lenda um það bil klukkan 7 um morguninn, eða 25 klst. eftir að hann hóf varavakt sína. Rann- sóknir sýna að það eru 5,5 sinnum meiri líkur á að flugmaður verði fyrir slysi ef vakttími er 13 klst. eða lengri (Goode JH, 2003) og enn meiri líkur á slysum þegar flog- ið er að næturlagi (Flight Safety Foundation, 2000). Vissulega eiga flugmenn að hvíla sig og vera í formi á meðan þeir bíða eftir útkalli, en sýnt hefur verið fram á að hvíld á slíkri vakt er takmörkuð og svefn styttri og verri en undir venjulegum kring- umstæðum (Torsvall L & Åker- stedt T, 1988). Að auki er eðlilegt að yfir daginn hugi menn að fjöl- skyldu og heimili, því ekki geta allir legið uppi í rúmi yfir hábjart- an daginn og sofið. Þann 28. október 2007 lenti Boe- ing-þota frá íslenska flugfélaginu JET-X á Keflavíkurflugvelli og rann út af flugbrautinni. Þetta alvarlega flugatvik var rannsak- að og niðurstöður rannsóknarinn- ar bentu til þess að ofþreyta flug- manna hefði verið ein af orsökum óhappsins. Vísindalegar rannsóknir styðja rök Flugmálastjórnar EASA fékk fyrirtækið Moebus Avi- ation til að gera sérstaka skýrslu um vísindaleg og læknisfræði- leg áhrif takmarkana á flug- og vakttímum áhafna. Voru fengnir til verksins 10 sérfræðingar sem komu frá ýmsum sviðum þekking- arsamfélagsins og flugiðnaðarins. Skýrsluhöfundar lögðu sérstaka áherslu á að hámarksvakttíma ætti að festa og setja 13 klst. sem algjört hámark og leyfa engar framleng- ingar. Ekki var hlustað á það. Enn fremur lagði starfshópurinn til að tekið yrði sérstakt tillit til vara- vaktar á undan flugvakt, eins og í dæminu hér á undan. Nágranna- lönd okkar og mörg önnur Evr- ópuríki hafa tekið mark á þessu og takmarkað þann vakttíma sem flugmenn geta unnið eftir vara- vakt. Íslensk stjórnvöld ákváðu að gera þetta öðruvísi og sleppa þessu ákvæði, þrátt fyrir tilmæli Flug- málastjórnar Íslands um að taka slíkar takmarkanir upp. Bráðlega mun Flugmálastjórn krefja flugrekendur um kerfi til að fylgjast með áhættu í tengslum við ofþreytu flugáhafna (Fatique Risk Management System). Göfug- um tilgangi slíkra kerfa og gagn- semi verður fljótlega kastað á glæ ef stjórnvöld ákveða að fara þá leið að hlusta ekki á sérfræðiálit sinna eigin stofnana. Flugmenn eru svo sannarlega stórir hagsmunaaðil- ar í þessu máli en ólíkt Samtökum atvinnulífsins þá leggja þeir lífið að veði og er því umhugað um að þessi mál séu í lagi. Reglugerð um vakttíma kemur út Fullveldishugsjón Íslendinga er nú – og hefur verið mörg und- anfarin ár – á fallanda fæti. Það sem batt þjóðina saman, svo að hún væri ekki algerlega hugsjónalaus um sameiginleg markmið tilheyrir liðinni tíð. Þjóðin sem heild, stjórn- málaflokkar og hagsmunasamtök, er klofin í afstöðu sinni til fullveld- is og sjálfstæðis. Framsóknarmenn geta horft í eigin barm. En áhugaleysið um fullveldið hefur fleira í för með sér. Þá nefni ég það til sögunnar sem mörgum þykir síst saknaðarefni, að stjórn- málaflokkunum hefur tekist að hegða sér þannig, að fólk hefur misst á þeim traust, ekki ófyrir- synju. Stjórnmálaflokkar voru í upp- hafi og eiga að vera hugsjóna- og hagsmunasamtök. Fjarri fer því að stjórnmálaflokkar eigi að líkj- ast hver öðrum. Þvert á móti! Þeir eiga að vera skýrt afmarkaðir hver frá öðrum. Það sakar ekki, þótt þeir fjandskapist hver við annan. Fólk þarf að finna mun á flokkunum. Af einhverjum ástæðum er svo komið að almenningur þykist ekki finna neinn mun á þeim. Það er eins og markalínurnar séu máðar út. Þetta hefur ekki orðið til annars en að fólk missir áhuga á þeirri skipu- lögðu stjórnmálastarfsemi sem flokkarnir eiga að sinna og marka sér pólitíska meginstefnu eftir lífs- viðhorfum og réttmætum hags- munum. Flokkar eru ekki að svíkja þjóðareininguna, þótt þeir bendi á og sjái fyrir sér að þjóðin er lag- skipt, stéttskipt (ef menn vilja nota það orð) og móta stefnu sína eftir því. Heiðarleiki stjórnmála verður best tryggður með því að flokkarnir varist hræsni, það að snobba niður á við eða upp á við. Þegar flokkur kallar sig flokk allra stétta, þá er það hræsni. Þegar blað kallar sig blað allra landsmanna, þá er það hræsni. Vantraust fólks á flokkunum eins og nú er komið lýsir sér í áhugaleysi á virkri, skipulagðri stjórnmála- starfsemi, raunar pólitískum doða, sem fullheimilt er að kalla hugsana- leti. En þessi hugsanaleti er samt ekki meiri en það (sem þó er rang- hverfa á lýðræðislegri hugsun) að fólk hellir sér út í eiginhagsmuna- þjark, sjálfhverfa vorkunnsemi um einkamál eða einhver svo gjörprí- vat áhugamál að engan varðar um slíkt röfl. Íslensk blöð bera þessari ranghverfu lýðræðislegrar umræðu glöggt vitni. Þau eru uppfull af rausi fúllyndra manna sem halda að það sé upphaf og endir lýðræðis að hella úr skálum reiði sinnar út af alls kyns hégóma, þröngsýni, smá- munasemi og eigingirni. Ekki tekur betra við á bloggsíðun- um, þó að þar sé að finna gleðileg- ar undantekningar. Innan um þær ótöldu milljónir fáráða sem koma sér upp bloggsíðum í heiminum, eru margir úrvalsblaðamenn sem valda hlutverki sínu og mark er á takandi. Búsáhaldabyltingin hér á landi ætlar að verða það eina sem ráð- villt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tekur mark á, þó að okkur friðsemdarmanneskjum þyki slíkur tjáningarmáti „á mörk- unum“. En þá kemur á móti að það var örvinglað fólk sem þarna var að verki, fólk sem hafði verið blekkt með gylliboðum siðblindra fésýslu- manna og höfðu leikið lausum hala fyrir lokuðum augum stjórnmála- manna og embættismanna. Ráðandi öfl í þjóðfélaginu voru samgróin kröfu kapitalista um minnkandi ríkisafskipti og inngrip í umsvif auðvaldsins sérstaklega. Auðvaldsboðskapurinn hafði treyst stöðu sína hægt og bítandi, þar til steininn tók úr. Þessi boðskapur var fluttur í nafni frelsis, „frjáls- hyggja“ skyldi það heita. Hinn fjöl- þætti „liberalismi“ eins og hann var túlkaður af John Stuart Mill var orðinn að nútímaafskiptaleys- isstefnu í þágu auðvaldsins. Hér var því ekki sungin nein frelsis- hvöt í venjulegum skilningi. Nafn- giftin, frjálshyggja, var herbragð í þágu þeirra sem sóttu fram á pól- itískum vígvelli auðvaldsöflum til framdráttar. Forusta Framsóknar- flokksins sá ekki við þessari þróun, en horfði upp á það að samvinnu- hreyfingunni var tvístrað, spari- sjóðirnir urðu bröskurum að bráð og landsbyggðinni blæddi. Þetta kapitalíska þróunarferli hér á landi er dapurlegur kafli í samtímasögu landsins. Freistandi væri að rekja þá sögu stig af stigi og mér ekki minni freisting en mörgum öðrum. En í vangaveltum mínum á þessu stutta minnisblaði læt ég nægja að benda á að ferlið er snúið mörgum þáttum, stefnum og straumum sem að lokum samein- uðust í einum streng. Trúin á sjálf- stætt þjóðríki sem stjórnað væri af hófsemd með tilliti til þess að Íslendingar eru fámenn þjóð, stend- ur nú völtum fótum. Vaxandi hljóm- grunnur er fyrir kenningunni um að dagar sjálfstæðs þjóðríkis séu úr sögunni. Hitt á að tryggja öryggi og efnalega farsæld að afsala fullveld- inu eða takmarka það og framselja og gerast aðilar að Evrópusam- bandinu, sem þegar hefur mótast sem bandaríki (federal states) sam- kvæmt skipulagi sínu, þótt tregð- ast sé við að nefna það réttu nafni. Mig undrar hversu sjaldgæft það er að menn ræði aðild að ESB sem grundvallarbreytingu á stjórnskip- un landsins og stórfellt skilnings- leysi á mikilvægi sjálfstæðis eins og það sé lítils virði, en trúa á og boða sem vissu það sem ómögulegt er að sanna, að efnahagslíf þjóðar- innar eflist og þjóðaröryggið vaxi með aðild að ESB. Slíkt er þó einungis byggt á völvuspám og völtum líkindareikn- ingi. Um þau efni er þjóðin ofur- seld áhrifavaldi pólitískra spuna- meistara og viðskiptaspekúlanta. Hefur þjóðin ekki fengið nóg af framreikningskúnstum gagnrýn- islausra tölfræðinga? – Framhald birtist síðar. Fullveldishugsjónin Þegar Alþingi tók þá lýðræðis-legu meirihluta ákvörðun að hefja aðildarviðræður við Evrópu- sambandið 16. júlí í fyrra sá fólk loksins fyrir endann á þrotlausum hræðsluáróðri og lýðskrumi um kosti og galla þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Nú þegar við erum komast á beinu brautina og bíðum þess að aðildarviðræður hefj- ist hafa nokkrir þingmenn tekið sig saman og ákveðið að kasta reyks- prengju í andlitið á þjóðinni með þingsályktunartillögu um að draga umsókn Íslands til baka. Hvað skyldi vaka fyrir fólki sem setur nafn sitt undir slíka pappíra á þingi nú þegar Alþingi hefur aldrei notið minna trausts? Fjórmenningarnir beita fyrir sig þeim rökum að „fagnaðarlæti“ hafi vantað á göturnar þegar fram- kvæmdastjórnin mælti með því að hafnar yrðu aðildarviðræður við Ísland. Þau rýna í spákúlu og full- yrða að sjálfstæði þjóða í ESB muni minnka og fullveldisafsal aukast á komandi árum og því sé ljóst að ef Ísland gerðist aðildarríki myndi landið ráða litlu sem engu um eigin fjárlagagerð, efnahagsmál og hvað þá önnur málefni. Að lokum vitna ég beint í þingsályktunartillöguna, „Fyrirsjáanlegt er að aðildarsamn- ingur verði felldur í þjóðaratkvæða- greiðslu og mun sú niðurstaða ekki auka velvilja í garð Íslendinga hjá aðildarþjóðum Evrópusambands- ins.“ Enn einu sinni stendur fólk, sem vill upplýsta umræðu um Evrópu- mál og skýrar upplýsingar í aðildar- samningi frammi fyrir því að þurfa að svara fyrir lýðskrum nokkurra einstaklinga sem ekki virðast geta fellt sig við lýðræðislega ákvörðun Alþingis. Til að byrja með er auð- velt að benda þeim Unni, Ásmundi, Gunnari Braga og Birgittu á það að ef eitthvað myndi skaða orðspor landsins í því uppbyggingarferli sem það er þó lagt upp í, væri það að vera fyrsta landið til að draga umsókn sína að ESB til baka áður en aðildar- viðræður hæfust. Fordæmi eru fyrir því að aðildarumsóknir hafi verið frystar en aldrei dregnar til baka, áður en þjóðin fær að taka afstöðu til aðildarsamningsins þótt umræða um slíkt hafi t.d. verið til staðar á Möltu. Þjóðir á borð við Noreg og Sviss hafa báðar hafnað aðildar- samningi og hef ég ekki vitneskju um að þær hafi nokkurn tíma skert velvilja annarra þjóða í sinn garð. Það sér allt gagnrýnið fólk að hugmyndir um að draga umsókn- ina til baka eru langt frá því að vera til sóma nú þegar fólk vinn- ur að því hörðum höndum að skapa umhverfi og breiðari sátt fyrir upp- lýsta Evrópuumræðu um allt land þegar aðildarferlið hefst. Að því ferli mun koma fjöldi fólks, bæði með hjálp íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar ESB. Það er hin eiginlega upplýsingagjöf sem fólk um land allt hefur verið að kalla eftir í mörg ár og þröngir hagsmunahópar innan t.d. stjórn- málaflokka (og þingmenn þeirra) vilja koma í veg fyrir. Ég hvet and- stæðinga aðildar til að kynna sér þann stuðning sem framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins veitir umsóknarlöndum áður en hlaupið er upp til handa og fóta með upp- hrópunum sem eru landi og þjóð til skammar. Slík orðræða getur verið töff og virkað sterkt á einhverja en er langt frá því að vera sú umræða sem við þurfum að ganga í gegnum núna. Til stuðnings þessu er vert að rýna í nýjasta þjóðarpúls Gallup sem enn einu sinni spyr fólk hvort það sé fylgjandi blindri aðild (án samningaviðræðna) að Evrópu- sambandinu í stað þess að spyrja hvort fólk sé fylgjandi aðildarum- sókn landsins. Útkoman, þar sem 60% segjast andvígir blindri aðild að ESB kemur í raun ekki mikið á óvart þegar litið er til þess að 55% svarenda segjast annaðhvort hafa litla eða enga þekkingu á kostum og göllum aðildar fyrir Ísland. Vilj- um við í alvöru draga umsóknina til baka þegar þekkingin og vitneskjan er ekki meiri? Það er von mín og trú að fjölmiðl- ar geti einnig stigið upp úr mykjunni og farið að miðla nýjum og ferskum upplýsingum til landsmanna í stað þess að bjóða upp á upphrópanir þröngra hagsmunahópa hvað eftir annað sem virðast eiga sér þá einu ósk að veikja samningsstöðu Íslands út á við. Tökum okkur saman í and- litinu og gerum þetta í sameiningu í stað þess að líta á aðildarumsókn Íslands sem einhvern kappleik. Setj- um svo niðurstöðuna í þjóðaratkvæði þar sem einstaklingarnir kjósa út frá eigin hagsmunum en ekki ein- hverra annarra. Haltur leiðir blindan Flugöryggi Kári Kárason formaður öryggisnefndar FÍA Stjórnmál Ingvar Gíslason fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins Evrópumál Tryggvi Haraldsson stjórnmálafræðingur Hvað skyldi vaka fyrir fólki sem setur nafn sitt undir slíka pappíra á þingi nú þegar Alþingi hefur aldrei notið minna trausts? Hollur barnamatur fyrir 8 mánaða og eldri www.barnamatur.is Ósykrað Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.