Fréttablaðið - 08.07.2010, Síða 26

Fréttablaðið - 08.07.2010, Síða 26
26 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Nú hafa vinstri grænir uppvakið mikið lúpínufár og sagt henni stríð á hendur. Þetta er flokkur- inn sem kennir sig við græna nátt- úruna. Hann fer nú í fararbroddi við að eyða grænum gróðri í upp- blásnu eyðimerkurlandi eins og Ísland er nú orðið. Til fulltingis eru landgræðslustjóri og forstjóri Náttúrufræðistofnunar kallaðir til, til að blessa þessar aðfarir. Það er sorglegt að hugsa til þess að land- græðslustjóri komi til með að sá lúpínufræjum með annarri hendi og eyða henni með hinni. Og hver er orsökin fyrir þessu fári? Jú, misskilinn Ríósamning- ur þar sem Íslendingar hafa sam- þykkt að koma í veg fyrir inn- flutning á erlendum tegundum sem ógnað gætu vistkerfum hér. Skoðum þetta betur, því bæði lúp- ína og kerfill (sem líka á að eyða) hafa örugglega verið í landinu í um 60 til 70 ár, áður en þessi samning- ur var undirritaður og þar með á hann ekki við í þessu tilviki. Það er ekki um neinn nýjan innflutn- ing að ræða sem þarf að koma í veg fyrir. Annað. Hvers vegna á að eyða þessum tegundum sem klæða nú örlítinn hluta landsins og gera ekk- ert annað en að fegra það og auðga? Ógna þessar plöntur einhverjum sjaldgæfum vistkerfum? Melum, móum, graslendi, mosaþembum? Kannski söndum og ösku? Nei, ég sé ekki að þær ógni einu eða neinu. Þvert á móti gleðja þær augað og kæta hjartað. Mosi, lyng og grös eru algengustu tegundirnar í land- inu og fari eitthvað af þeim forgörð- um um tíma vegna lúpínu eða kerf- ils er enginn skaði skeður. Komist lúpína inn á svæði þar sem einhver gróður er, er það vegna þess að við- komandi gróðurþekja er svo götótt og slitin eftir illa meðferð okkar í yfir 1.100 ár. Hún er plástur sem kemur til með að græða sárin og auðga jarðveginn. Að lokum langar mig að benda á leiðir sem ég fer oft. Önnur er um Hafnarskóg og hin milli Akraness og Reykjavíkur. Ég þreytist aldrei á að aka til Reykjavíkur að sumri til, þegar lúpínan hefur vaxið það hátt að hún hylur allt ruslið. Mikil er fegurðin í Kollafirðinum þar sem samspil lúpínu og kerfils er eins og fegursta djásn. Og mikið er gaman að sjá hvernig til hefur tek- ist við að rækta lúpínuna í Hafnar- skógi sem áður var að verða einn drullumelur. Bláar lúpínubreiður þar sem áður voru melar og mold. Hreint dásamleg sjón og ég hugsa oft hve það væri gaman ef allar auðnir og öll nakin fjöll á Íslandi væru orðin blá að sumri til og svo græn að blómgun lokinni, langt fram á haust. Þá væri gaman að taka undir með skáldinu og syngja „eitt sumar á landinu bláa“. Mikil er fegurðin í Kollafirðinum þar sem samspil lúpínu og kerfils er eins og fegursta djásn. Lúpínufár Umhverfismál Margrét Jónsdóttir eftirlaunaþegi Nokkurs misskilnings hefur gætt í umræðu um afstöðu stjórnvalda til nýfallins dóms Hæstaréttar. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu í ágreiningi um túlkun þeirra samninga sem lágu að baki gengistryggðum lánavið- skiptum. Ríkisstjórnin segir ekki SÍ eða FME fyrir verkum. Þvert á móti tryggja lög sjálfstæði þessara stofnana. Hrunið kenn- ir okkur að við eigum að virða sjálfstæði þeirra, en líka gera til þeirra ríkar kröfur. Atburðir síð- ustu daga sýna okkur líka að til- mælin voru misráðin og ótíma- bær – fjármálafyrirtækin eru nú að koma fram með tillögur um hvernig greitt verði af lánun- um þar til úr öllum ágreiningi er leyst. Það áttu þau að gera strax í upphafi. Dómstólar eru líka sjálfstæðir og munu kveða upp úr um niður- stöðu málsins. Við skipum ekki frændur og vini í Hæstarétt og segjum honum ekki heldur fyrir verkum. Ágreining um samninga á að leiða til lykta fyrir dómi og það verður gert í þessu tilviki. Dómur Hæstaréttar frá í júní stendur. Eignarleigufyrirtækin telja dóminn ekki kveða skýrt á um hvað taki við og ágreining þar um þarf því líka að leggja fyrir dómstóla. Dómstólar munu útkljá allan ágreining til fulls. Óvissa er vissulega þungbær, en mikilvægt er að farið sé að réttum leikreglum. Ótímabær inngrip ríkisins geta valdið því að við léttum byrðum af fjár- málafyrirtækjum og ríkisvæð- um tjón þeirra. Það má aldrei verða. Niðurstaða í álitamálum sem enn eru uppi liggur vonandi fyrir fljótlega í haust. Ef samn- ingsvextir einir eiga að gilda, þá þurfum við stjórnmálamenn að vinna úr þeirri stöðu og okkur er engin vorkunn að því. Það kann að verða flókið og dýrt, en það er þá bara þannig. Við skulum fara yfir þann læk þegar við komum að honum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu með eignarleigufyrir- tækjunum. Þvert á móti er rétt að minna á að við höfum glímt við þessi fyrirtæki mánuðum saman og freistað þess að ná samkomu- lagi við þau um umbreytingu bílalánanna í íslensk kjör. Þau skynjuðu ekki sinn vitjunartíma þá og virðast ekki gera það enn. Framganga þeirra gagnvart fólki hefur verið óásættanleg og þau hafa haft fullkomlega óraunhæf- ar væntingar um greiðslugetu og greiðsluvilja fólks. Einmitt þess vegna er í 5. gr. frumvarpsins sem ég lagði fram um bílalánin gert ráð fyrir heimild fólks til að greiða helming af eftirstöðvum bílalána, þegar bíl hefur verið skilað eða að honum gengið og jafnframt bannað að gera fjár- nám í íbúðarhúsnæði skuldara vegna skulda vegna bílalána. Full ástæða virðist til að Alþingi afgreiði þennan þátt bílalána- frumvarpsins, þrátt fyrir niður- stöðu Hæstaréttar. Skilaboðin til fjármálafyrir- tækjanna eru skýr: Þau verða að axla byrðarnar af eigin verkum og við munum ekki ríkisvæða það tjón. Þau þurfa að vinna með fólki en ekki í stríði við fólk. Þau þurfa að laga skuldir einstakl- inga og fyrirtækja að greiðslu- getu. Þau þurfa að snúa baki við starfsháttum fortíðarinn- ar – lánveitingum með þriðja- mannsábyrgðum, gylliboðum og skrumi. Þau þurfa að læra að verðmeta áhættu og að bera hana sjálf, gegn eðlilegu endur- gjaldi, en ekki velta henni yfir á þá sem hvorki eru í stakk búnir til að meta hana eða bera hana. Fjármálakerfi er til fyrir fólk – en ekki fólk fyrir fjármálakerfi. Fjármálakerfi fyrir fólk Fjármál Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra Skilaboðin til fjármálafyrirtækjanna eru skýr: Þau verða að axla byrðarnar af eig- in verkum og við munum ekki ríkisvæða það tjón. Þau þurfa að vinna með fólki en ekki í stríði við fólk. Þau þurfa að laga skuldir einstaklinga og fyrirtækja að greiðslugetu. Þau þurfa að snúa baki við starfsháttum fortíðarinnar. 0058324 Fura, alhefluð 27x95 mm A-gagnvarið 226 kr./lm. 0058504 Fura, alhefluð 45x95 mm A-gagnvarið 316 kr./lm. 0058506 Fura, alhefluð 45x145 mm A-gagnvarið 459 kr./lm. 0059954 Fura, alhefluð 95x95 mm A-gagnvarið 651 kr./lm. LÆGRA VERÐ Á PALLA- OG GIRÐINGAREFNI Vnr. 0058254 Girðingarefni Fura, alhefluð, 22x95 mm, A-gagnvarið. 181 kr./lm. á pallaefni! Lægra verð Gerðu verð samanburð á www.BYK O.is eða hjá sölumönnu m BYKO! á virðisaukaskatti af keyptri vinnu til þeirra sem ráðast nú í fram- kvæmdir á byggingarstað. Þar að auki fæst allt að *Við álagningu opinberra gjalda árin 2011 og 2012 heimilast til frádráttar tekjuskattsstofni 50% af þeirri fjárhæð sem greidd er vegna vinnu á byggingarstað (án virðisaukaskatts) sem unnin er á árunum 2010 og 2011. Hámark frádráttarins er 200.000 kr. hjá einstaklingi og 300.000 kr. hjá hjónum og samsköttuðum. 300 þúsund króna frádráttur frá skattstofni* 100% endurgreiðsla

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.