Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 28
28 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Ingibjörg H. Bjarnason (1867-1941) var fyrst íslenskra kvenna kjörin á þing á þessum degi árið 1822. Ingibjörg var fædd í Dýrafirði, ein fimm barna Hákonar Bjarnasonar og Jóhönnu Kristínar Þorleifsdóttur sem komust á legg. Að fermingu lokinni fluttist hún til Reykjavíkur þar sem hún hóf nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Þaðan lauk hún kvenna- skólaprófi árið 1882 og stundaði nám í teikn- ingu, dönsku og ensku hjá Þóru Pétursdóttur árin 1882-1884. Ingibjörg stundaði framhalds- nám meðal annars í greinum sem tengdust upp- eldis- og menntamálum í Kaupmannahöfn árin 1884-1885 og 1886-93 og lauk fyrst Íslendinga leikfimiprófi. Eftir það starfaði hún meðal annars við kennslu og varð nánasti sam- starfsmaður Þóru Melsted, skólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík, 1903-06 og síðar arftaki hennar, en eitt fyrsta verk hennar var að útvega húsnæði fyrir skólann við Fríkirkjuveg. Gegndi Ingibjörg stöðu skólastjóra allt til dauðadags. Ingibjörg barðist alla tíð fyrir réttindum kvenna, var meðal annars einn stofnenda Lestrarfélags kvenna í Reykjavík og varð fyrst íslenskra kvenna til að taka sæti á Alþingi, 15. febrúar 1923, þar sem hún komst á þing fyrir sérstakan kvennalista. Síðar gekk hún til liðs við Íhaldsflokkinn, sem varð Sjálfstæðis- flokkurinn, og sat á þingi fyrir hann til ársins 1930.timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. ÞETTA GERÐIST: 8. JÚLÍ 1922 Ingibjörg fyrst kvenna á þing MERKISATBURÐIR 1362 Grundarbardagi á Grund í Eyjafirði. Þar drepa Ey- firðingar Smið Andrésson hirðstjóra og menn hans. 1497 Vasco da Gama heldur upp í fyrsta leiðangur sinn til Indlands umhverfis Afr- íku. 1853 Koma Matthew Perry og svörtu skipanna til Japans. 1903 Upphaf síldarsöltunar á Siglufirði. Síldarævintýrið sem þarna hefst stendur í 65 ár. 1922 Ingibjörg H. Bjarnason kjörin á þing fyrst kvenna og tekur hún sæti á Al- þingi 15. febrúar 1923. 1926 Ríkisstjórn undir forsæti Jóns Þorlákssonar sest að völdum og situr í rúmt ár. Haraldur Þórarinsson Kvistási andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sunnudaginn 4. júlí. Útförin fer fram frá Garðskirkju, Kelduhverfi laugardaginn 10. júlí kl. 13.00. Björg M. Indriðadóttir Indriði Vignir Haraldsson Margrét Þórarinsdóttir Sigurður Þórarinsson Hildur Helgadóttir Emma Hansen fyrrverandi prófastsfrú á Hólum í Hjaltadal er látin. Útförin fer fram frá Hóladómkirkju föstu- daginn 9. júlí kl. 14.00. Björn Friðrik Björnsson Oddný Finnbogadóttir Ragnar Björnsson Sigurður J. Björnsson Thuy Thu Thi Nguyen Gunnhildur Björnsdóttir Sveinn Agnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær bróðir okkar, mágur og frændi, Sigurbjörn Björnsson Skútagili 2, 603 Akureyri, lést á heimili sínu 18. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Stefán Björnsson Ragnhildur Sigfúsdóttir Árný Björnsdóttir Elsa Björnsdóttir Jóhannes Magnússon og systkinabörn. BECK ER FERTUGUR. „Reynslan hefur kennt mér, að útgáfufyrirtæki eru eins og stór- ir hraðbankar.“ Bek David Campbell er bandarískur tónlistarmaður, sem gengur undir sviðsnafninu Beck. Hann á að baki ýmsa smelli, meðal annars Looser, sem vakti heimsathygli á honum um miðjan tíunda áratuginn, Where It´s at og Devil´s Haircut. AFMÆLI Ragnar Arnalds rit- höfundur er 72 ára. Jayden Smith leikari er 12 ára. Tom Egeland rithöf- undur er 51 árs. Ólöf Pétursdóttir dómstjóri hefði orðið sextíu og tveggja ára í dag hefði hún lifað en hún lést langt fyrir aldur fram hinn 20. mars árið 2008. Hún sinnti listmálun í mörg ár, meðal annars eftir að hún lamaðist við fall af hest- baki átján mánuðum áður en hún dó. Þá málaði hún með munninum. Er hún lést ákvað fjölskylda hennar að stofna sjóð sem heitir Listasjóður Ólafar og að sögn manns hennar, Friðriks Pálsson- ar framkvæmdastjóra Hótels Rangár, gáfu margir í sjóðinn í hennar minn- ingu. Í dag verður veitt úr honum í fyrsta skipti. „Listasjóðurinn starfar á þröngu sviði,“ tekur Friðrik fram í byrjun. „Hlutverk hans er að auðvelda hreyfi- hömluðum einstaklingum að sinna list- sköpun, með hvaða hætti sem það má vera, eða í hvernig formi sem er,“ bætir hann við. Hann telur býsna algengt í heiminum að fólk máli með munni og fótum. „Það eru meira að segja til alþjóðleg samtök um þess háttar list- sköpun,“ upplýsir hann. Upphæðin sem veitt er að þessu sinni er 750 þúsund og Friðrik upplýsir að hana hljóti Sigþrúður Loftsdóttir, iðju- þjálfi á endurhæfingardeild Landspít- alans á Grensási. „Hún fær styrkinn til að mennta sig í því að veita hreyfihöml- uðu fólki tilsögn við listsköpun,“ segir hann en hvar læra menn slíkar aðferð- ir? „Fyrst og fremst erlendis en jafn- framt hefur Sigþrúður að undanförnu tekið þátt í námskeiðum hér heima á listasviðinu til að vera betur í stakk búin að takast á við þetta verkefni.“ Friðrik segir Sigþrúði hafa ann- ast Ólöfu mikið á Grensásdeildinni á sínum tíma. „Hún fylgdist þar mjög vel með samvinnu Ólafar og vinar henn- ar Derek Mundell sem aðstoðaði hana við að ná mikilli færni í listmálun með munninum. Sigþrúði var vel kunnugt hvernig það gekk allt fyrir sig og hefur hug á að sérhæfa sig í slíkri þjálfun.“ Styrkurinn úr Listasjóði Ólafar var fyrr á þessu ári auglýstur hjá iðju- þjálfum og myndlistarkennurum. „Við ákváðum í þetta fyrsta skipti að leita eftir styrkþega sem vildi sérhæfa sig í þessari tegund af þjálfun því þeir eru ekki margir sem hafa lagt sig eftir því hér á landi. Það breytir því ekki að við höfum leyfi til þess, samkvæmt stofn- skránni, að styrkja hvern sem er sem getur með einhverjum hætti eflt sína listsköpun, þrátt fyrir hreyfihömlun. Reynsla hérlendis sem erlendis hefur sýnt að það eykur lífsgæði.“ Að lokum er Friðrik spurður hvort afmælisdagur Ólafar verði úthlutun- ardagur styrkja úr sjóðnum í fram- tíðinni. „Það hefur reyndar ekki verið ákveðið,“ svarar hann. „En við skulum gera ráð fyrir því.“ gun@frettabladid.is LISTASJÓÐUR ÓLAFAR: VEITIR FJÁRSTYRK Í FYRSTA SINN Tilgangurinn er að auðvelda hreyfihömluðum listsköpun FRAMKVÆMDASTJÓRI „Við ákváðum í þetta fyrsta skipti að leita eftir styrkþega sem vildi sér- hæfa sig í þessari tegund af þjálfun,“ segir Friðrik, hér með mynd eftir Ólöfu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Stjórn Listahátíðar í Reykja- vík hefur ráðið Guðrúnu Norðfjörð í stöðu fram- kvæmdastjóra Listahátíð- ar í Reykjavík úr hópi 24 umsækjenda. Guðrún Norðfjörð hefur MA-próf í menningarstjórn- un frá Goldsmiths College í London, BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og auk þess próf í markaðs- og útflutningsfræðum og hag- nýtri fjölmiðlun frá sama skóla. Guðrún hefur verið verkefnisstjóri hjá Listahá- tíð síðastliðin fimm ár. Framkvæmdastjóri Lista- hátíðar sér um almennan undirbúning Listahátíðar og rekstur og er næstráðandi á eftir listrænum stjórnanda, Hrefnu Haraldsdóttur. Tekur við stöðu framkvæmdastjóra GUÐRÚN NORÐFJÖRÐ Tekur við stöðunni í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.