Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 29
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ÚTSÖLUR eru nú í fullum gangi og um að gera að athuga hvort ekki sé hægt að gera góð kaup á einhverju sem vantar á fjölskylduna eða heimilið. „Af því ég er stefnulaus og snar- klofinn í fatavali eins og öðru þá get ég leyft mér hvað sem er,“ segir Heiðar Ingi Svansson, mark- aðsstjóri hjá Forlaginu, þegar Fréttablaðið spyr hann út í fata- smekk hans. Hann vill ekki viður- kenna að hann spái mikið í föt en klæðir sig eftir því hvernig skapið er. Hann hefur þó gaman af því að ögra örlítið, enda pönkari í eina tíð og notar forláta röndóttar buxur óspart, þrátt fyrir mótlæti. „Þessar buxur virðast vekja andúð allra kvenna. Ég er hins vegar mjög ánægður með þær og geng í þeim sem andstöðu gegn mótlætinu sem skellur á mér vegna buxnanna og mun ganga í þeim sama hvað á dynur.“ Pönkarinn blundar enn í Heið- ari Inga þótt hann sitji nú í sóknarnefnd Laugarneskirkju. Hann mætir hiklaust í Sex Pist- ols-bol á sóknarnefndarfundi og efndi til pönktónleika í kirkjunni í fertugsafmælinu sínu. „Never mind the Bollocks“ eru auðvitað góð skilaboð í kirkju, burt með allt kjaftæði. Krakk- arnir mínir gáfu mér þennan bol og mér finnst hann táknrænn, það má ekki gleyma úr hverju maður er gerður. Ég hef gaman af að blanda saman ögrandi bolum og jakkafötum og geng gjarnan í bol með gamla Sambandsmerkinu við fín jakkaföt,“ segir Heiðar og upp- lýsir að í fataskápnum hans megi finna rándýr Dior-jakkaföt við hliðina á 1.000 króna jakkafötum úr Hjálpræðishernum. Hann sé ekki fastur innan neins ramma. Jakkinn sem Heiðar klæðist skírskotar til gamalla tíma. „Afi kallaði svona jakka alltaf sport- jakka sem mér fannst mjög flott en hann gekk gjarnan í terlín- buxum við. Ég nota líka alltaf höf- uðföt og á mikið safn af höttum. Þennan sixpensara tek ég fram yfir sumarið.“ Þegar blaðamaður er farinn að efast um þær yfirlýsingar Heið- ars Inga að hann spái ekkert í föt segist hann jú hafa eina reglu að leiðarljósi. „Það er stuðmanna- mottóið, að vera hæfilega „wild“ en hafa snyrtimennskuna ávallt í fyrirrúmi.“ heida@frettabladid.is Að vera hæfilega „wild“ Heiðar Ingi Svansson var pönkari í eina tíð. Nú situr hann í sóknarnefnd og segist ekkert spá í tísku- strauma heldur klæða sig eftir því hvernig honum líður. Honum finnst líka gaman að ögra örlítið. Heiðar Ingi Svansson, markaðsstjóri hjá Forlaginu, styðst við Stuðmenn þegar kemur að fatavali. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is SUMAR ÚTSALA Gerið gæða- og verðsamanburð 20-50% AFSLÁTTUR Lök, hlífðardýnur, sængurverasett, heilsukoddar, viðhaldskoddar, íslenskir PU leðurgaflar, náttborð, útlitsgallaðar dýnur og fleira. 6 mán aða vaxtal ausar greiðs lur SAGA Queen rúm, nú aðeins 129.900 ÞÓR Queen rúm, nú aðeins 149.900 Ný se nding SAGA OG ÞÓR Hágæða heilsudýnur VALHÖLL/FREYJA Góð rúm á frábæru verði Ný sending Queen rúm, nú aðeins kr. 99.900Queen rúm nú aðeins kr. 179.900 Fjölþrepa bakbrettið • Eykur sveigjanleika • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun • Má nota hvar sem er Opið virka daga frá kl. 9 -18 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verð: 7.950 kr. Skór & töskur í miklu úrvali www.gabor.is FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 - Opið mánud-föstud. 11-18 Sérverslun með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.