Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 31
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Að vanda eftir upphaf útsalna er hátískan sýnd í París. Sýningarnar hófust á mánudag en tískuhúsin hafa verið í strangri megrun undanfarin misseri allt síðan að kreppan hófst og víst er að lúxus hátískunnar fer illa saman við samdrátt og atvinnu- leysi. Mótsögn verður það að telj- ast en nýir viðskiptavinir kaupa nú hátísku, ríkir Bandaríkja- menn koma að nýju og Rússar og Austurlandabúar fjær sömuleiðis. Eins og við var að búast byrj- uðu útsölurnar með miklum æsingi á miðvikudag enda fyrstu stóru brottfarirnar í sumarfrí á laugardag og því lítill tími til stefnu fyrir þá sem vildu gera góð kaup í sumarvörum fyrir frí. Sumir kaupmenn sögðust enda sjá strax á föstudag og laugar- dag að margir væru farnir og meiri ró yfir versluninni borið saman við dagana á undan. Fyrsti útsöludagurinn og fyrsti laugardagur í útsölu eru afskaplega mikilvæg- ir verslunardagar þar sem verslanir geta halað inn allt að tíu prósentum af ársveltu sinni. Í París er sömuleiðis hefð fyrir því að ró færist yfir borg- ina er líður að Bastilludeginum, hinn 14. júlí, og því geta verslan- ir ekki beðið með að lækka verð enn meira á útsöluvarningnum því sem mestu verður að moka út fyrir Þjóðhátíð. Tvennum sögum fer af útsölunum það sem af er. Annars vegar eru þær versl- anir sem ganga vel og höfðu kannski ekki meira en svo af sumarvörum á lager til þess að lækka verð á en hins vegar eru þeir sem eiga í mesta basli og gengur ekki betur en svo að selja sumartískuna þó með afslætti sé. John Galliano hjá Dior opnaði hátískusýningarnar með mikilli flugeldasýningu sem einkennd- ist af litagleði, blóm og frið- ur gæti verið yfirskriftin, og sveif léttleiki yfir vötnum. Dior er eitt af fáum tískuhúsum þar sem fjármagni er veitt í hátísku- sýninguna. Hjá Lanvin færir Alber Elbaz sig enn nær hátísku en áður þar sem hann sýndi í fyrsta skiptið á hátískuvikunni (júlí og janúar) en venjulega hefur hann haldið sig við tískuvikuna í París (októ- ber og mars). Reyndar verður það að segjast að Lanvin hannar sífellt flóknari fatnað og færist þannig nær hátísku frá fjölda- framleiðslu með flíkum sem ótal vinnustundir þarf til að koma í heiminn. Þótt ótrúlegt megi virðast sjást stöku sinnum nýir hönn- uðir á hátískusýningunum. Sem dæmi má nefna tvo hönnuði rétt rúmlega fertuga, Bouchra Jarrar, fyrrverandi stjórnanda vinnustofu Lacroix og Bal- enciaga, sem er heiðursgestur hátískusamtakanna, og Gusta- vo Lins, sem er brasilískur arki- tekt umskiptur í tískuhönn- uð eins og greinilega má sjá í hönnun hans sem hefur mjög formlega uppbyggingu. Tveir hönnuðir sem kannski gefa hátískunni von um að annað lifi. bergb75@free.fr Andrea Maack frumsýnir ilmvötn á opnunarsýningu gallerísins SPARK við Klapparstíg í dag. Andrea Maack myndlistarmaður hefur unnnið þrjár nýjar ilmteg- undir í samstarfi við franska ilm- vatnsgerðarfyrirtækið Apf Aromes & Parfums. Þær verða frumsýnd- ar á sýningunni Eau de Parfume sem verður opnuð í dag klukkan 17 í SPARK, nýju hönnunargalleríi að Klapparstíg 33. Ilmtegundirnar, sem kall- ast Smart, Craft og Sharp, hefur Andrea notað í myndlistarverk síð- ustu tvö ár. Umgjörð og útlit vör- unnar vann Andrea í samvinnu við Ingibjörgu Agnesi Jónsdóttur inn- anhússarkitekt og Katrínu Maríu Káradóttur fatahönnuð. SPARK er stofnað af Sigríði Sig- urjónsdóttur, prófessor við LHÍ og James Stark, kvikmyndagerðar- manni í New York. Sýningin stend- ur til 31. ágúst. Nánar á www.andr- eamaack.com. - rat Frumsýnir nýj- ar ilmtegundir Andrea Maack frumsýnir þrjár nýjar ilmtegundir í nýju hönnunargalleríi á Klapparstíg. MYND/SPARK Smoky er augnförðun þar sem aðaláherslan er hringinn í kringum augað og dökkur liturinn deyr út með ljósari litum koll af kolli. Þrír litir eru nauðsynlegir: dökkur, milli og ljós. makeuptime4u.is DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur teg. 51691 - létt fylltur saumlaus BH í BCD skálum á kr. 6.990,- teg. 53690 - háar þunnar og æðislegar buxur í S,M,L,XL,2X á kr. 4.880,- NÝKOMIÐ FRÁ LIZ • Leggings frá 1.000 kr • Ermar frá 1.000 kr • Kjólar frá 2.000 kr í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind. Hæðasmára 4 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.