Fréttablaðið - 08.07.2010, Side 31

Fréttablaðið - 08.07.2010, Side 31
ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Að vanda eftir upphaf útsalna er hátískan sýnd í París. Sýningarnar hófust á mánudag en tískuhúsin hafa verið í strangri megrun undanfarin misseri allt síðan að kreppan hófst og víst er að lúxus hátískunnar fer illa saman við samdrátt og atvinnu- leysi. Mótsögn verður það að telj- ast en nýir viðskiptavinir kaupa nú hátísku, ríkir Bandaríkja- menn koma að nýju og Rússar og Austurlandabúar fjær sömuleiðis. Eins og við var að búast byrj- uðu útsölurnar með miklum æsingi á miðvikudag enda fyrstu stóru brottfarirnar í sumarfrí á laugardag og því lítill tími til stefnu fyrir þá sem vildu gera góð kaup í sumarvörum fyrir frí. Sumir kaupmenn sögðust enda sjá strax á föstudag og laugar- dag að margir væru farnir og meiri ró yfir versluninni borið saman við dagana á undan. Fyrsti útsöludagurinn og fyrsti laugardagur í útsölu eru afskaplega mikilvæg- ir verslunardagar þar sem verslanir geta halað inn allt að tíu prósentum af ársveltu sinni. Í París er sömuleiðis hefð fyrir því að ró færist yfir borg- ina er líður að Bastilludeginum, hinn 14. júlí, og því geta verslan- ir ekki beðið með að lækka verð enn meira á útsöluvarningnum því sem mestu verður að moka út fyrir Þjóðhátíð. Tvennum sögum fer af útsölunum það sem af er. Annars vegar eru þær versl- anir sem ganga vel og höfðu kannski ekki meira en svo af sumarvörum á lager til þess að lækka verð á en hins vegar eru þeir sem eiga í mesta basli og gengur ekki betur en svo að selja sumartískuna þó með afslætti sé. John Galliano hjá Dior opnaði hátískusýningarnar með mikilli flugeldasýningu sem einkennd- ist af litagleði, blóm og frið- ur gæti verið yfirskriftin, og sveif léttleiki yfir vötnum. Dior er eitt af fáum tískuhúsum þar sem fjármagni er veitt í hátísku- sýninguna. Hjá Lanvin færir Alber Elbaz sig enn nær hátísku en áður þar sem hann sýndi í fyrsta skiptið á hátískuvikunni (júlí og janúar) en venjulega hefur hann haldið sig við tískuvikuna í París (októ- ber og mars). Reyndar verður það að segjast að Lanvin hannar sífellt flóknari fatnað og færist þannig nær hátísku frá fjölda- framleiðslu með flíkum sem ótal vinnustundir þarf til að koma í heiminn. Þótt ótrúlegt megi virðast sjást stöku sinnum nýir hönn- uðir á hátískusýningunum. Sem dæmi má nefna tvo hönnuði rétt rúmlega fertuga, Bouchra Jarrar, fyrrverandi stjórnanda vinnustofu Lacroix og Bal- enciaga, sem er heiðursgestur hátískusamtakanna, og Gusta- vo Lins, sem er brasilískur arki- tekt umskiptur í tískuhönn- uð eins og greinilega má sjá í hönnun hans sem hefur mjög formlega uppbyggingu. Tveir hönnuðir sem kannski gefa hátískunni von um að annað lifi. bergb75@free.fr Andrea Maack frumsýnir ilmvötn á opnunarsýningu gallerísins SPARK við Klapparstíg í dag. Andrea Maack myndlistarmaður hefur unnnið þrjár nýjar ilmteg- undir í samstarfi við franska ilm- vatnsgerðarfyrirtækið Apf Aromes & Parfums. Þær verða frumsýnd- ar á sýningunni Eau de Parfume sem verður opnuð í dag klukkan 17 í SPARK, nýju hönnunargalleríi að Klapparstíg 33. Ilmtegundirnar, sem kall- ast Smart, Craft og Sharp, hefur Andrea notað í myndlistarverk síð- ustu tvö ár. Umgjörð og útlit vör- unnar vann Andrea í samvinnu við Ingibjörgu Agnesi Jónsdóttur inn- anhússarkitekt og Katrínu Maríu Káradóttur fatahönnuð. SPARK er stofnað af Sigríði Sig- urjónsdóttur, prófessor við LHÍ og James Stark, kvikmyndagerðar- manni í New York. Sýningin stend- ur til 31. ágúst. Nánar á www.andr- eamaack.com. - rat Frumsýnir nýj- ar ilmtegundir Andrea Maack frumsýnir þrjár nýjar ilmtegundir í nýju hönnunargalleríi á Klapparstíg. MYND/SPARK Smoky er augnförðun þar sem aðaláherslan er hringinn í kringum augað og dökkur liturinn deyr út með ljósari litum koll af kolli. Þrír litir eru nauðsynlegir: dökkur, milli og ljós. makeuptime4u.is DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur teg. 51691 - létt fylltur saumlaus BH í BCD skálum á kr. 6.990,- teg. 53690 - háar þunnar og æðislegar buxur í S,M,L,XL,2X á kr. 4.880,- NÝKOMIÐ FRÁ LIZ • Leggings frá 1.000 kr • Ermar frá 1.000 kr • Kjólar frá 2.000 kr í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind. Hæðasmára 4 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.