Fréttablaðið - 08.07.2010, Page 40

Fréttablaðið - 08.07.2010, Page 40
32 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 8. júlí 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Sálarhljómsveitin Moses Hightower heldur útgáfutónleika í Iðnó í kvöld kl. 21.00. Húsið opnar kl. 20.00 og mun Sóley úr Seabear hita upp fyrir hljómsveitina. Aðgangseyrir er 1.000 krónur, en fyrir 2.500 krónur fæst aðgangur og eintak af plötunni. 20.30 Í tilefni af útgáfu geisladisks- ins Hymnodia sacra mun kammer- kórinn Carmina halda útgáfutónleika í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og hægt verður að kaupa nýja diskinn á afsláttarverði. 21.00 Jazzklúbburinn Múlinn heldur tónleika í kvöld í Risinu (áður Glaum- bar), að Tryggvagötu 20. Tríó Gunnars Hilmarssonar, ásamt gestum, mun spila á tónleikunum sem hefjast kl. 21.00. Aðgangseyrir er 1.500 krónur, 1.000 krónur fyrir nemendur. ➜ Tónlistarhátíð Eistnaflug er árleg rokkhátíð sem haldin hefur verið í Neskaupstað frá árinu 2005. Rokk í þyngri kantinum er í hávegum haft á hátíðinni en nær allur skali rokktónlistarinnar þó spann- aður og fjölbreytt dagskrá í boði fyrir rokkáhugamenn. Hátíðin hefst í dag. Nánari upplýsingar má nálgast á www. eistnaflug.is. ➜ Opið Hús 20.00 Stjórn Nýrrar dögunar verður með opið hús einu sinni í mánuði í sumar. Fyrsta opna húsið verður í kvöld í safnaðarheimili Háteigskirkju og hefst kl. 20.00. ➜ Kynningar 20.00 Fjölmenningarleg kvöldganga: Reykjavík Safarí. Menningarlífið í miðborginni kynnt á spænsku, pólsku, ensku og tælensku. Hvar eru leikhúsin, frægar styttur og skemmtilegir staðir? Hvað er í boði fyrir börn, fjölskyldur og fullorðna? Lagt er upp frá Grófarhúsi kl. 20.00 ➜ Uppistand 12.00 Í Sundhöll Reykjavíkur munu Ugla og Saga ásamt Gunnari, meðlimir Upp mín sál! uppistandshópsins, fara með uppistand á sundlaugarbakkanum frá kl. 12.00-12.30. ➜ Félagsstarf 14.00 Ármenningar ætla að standa fyrir fjáröflun til styrktar fórnarlömbum fellibylsins Agöthu sem reið yfir Mið- Ameríku í byrjun sumars. Iðkendur fimleikadeildar Ármanns ætla að safna áheitum í dag og ganga á höndum niður Laugaveginn. Hand-skrúðgangan hefst á Hlemmi kl. 14.00 og gengið verður niður að Lækjartorgi. ➜ Leiðsögn 15.00 Í dag kl. 15.00 mun Anna Þor- björg Þorgrímsdóttir sagnfræðingur fara með gestum um Nesstofu og fjalla um sögu hússins og búsetu landlækna og lyfsala í Nesi. Nán- ari upplýsingar má finna á www. laekningaminjasafn.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@fretta- bladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Ragnheiður Gröndal söngkona og Guðmund- ur Pétursson gítarleikari ásamt hljómsveitinni The Fancy Toys efna til fernra tónleika á Norðurlandi og í Reykjavík þessa dagana. Með þeim í för verða kvikmynda- tökumenn sem hyggjast gera heimildarmynd um Íslandsferð hljómsveitarinnar. Hljómsveitin The Fancy Toys hefur áður komið hingað til lands og auk þess spilaði einn meðlimur sveitarinnar, James Duncan, með Jethro Tull- foringjanum Ian Anderson á tónleikum í Reykjavík. Þeir í The Fancy Toys hafa sýnt mikinn áhuga á því að starfa með íslenskum listamönnum og vonuðust til þess að fá þá til að semja með þeim tónlist. Í framhaldi af því tóku þeir upp samstarf við Ragnheiði Gröndal. Breskir tónlistarmenn lýsa tónlist The Fancy Toys sem einstaklega grípandi og áhugaverðri. „Það þarf eitthvað sérstakt til að búa til tónlist sem er svona einstök og svona fjarri hinu hefðbundna en samt sem áður virkilega hlust- endavæn og heillandi,“ segir til að mynda í einum dómi um sveitina. Hópurinn verður á Húsavík 8. júlí, í Mývatnssveit 9. júlí og Reykjavík 10. júlí. Miðasala fer fram á midi.is og er miðaverð 1.500 krónur, nema við Mývatn. The Fancy Toys spila á Íslandi Klukkan 12 Í hádeginu í dag mun Lára Bryn- dís Eggertsdóttir organisti spila verk eftir Rheinberger, Alain og Buxtehude. Hápunktur vikunnar verður um helgina þegar Alþjóð- lega orgelsumarið fagnar komu Dame Gillian Weir hingað til lands í þriðja sinn. > Ekki missa af … Danski stúlknakórinn Klarup er staddur hér á landi og mun halda tónleika víðs vegar um landið næstu daga. Kórinn, sem er einn af vinsælustu kórum Dana, samanstendur af 25 stelpum frá 14-25 ára. Kórinn byggist á norrænni sönghefð og syngur aðallega tónlist þaðan og klassíska kirkjutónlist. Stúlkurnar munu troða upp á laugardaginn 10. júlí í Selfosskirkju kl. 17, í Víkurkirkju 12. júlí kl. 20 og að lokum í Norræna húsinu 13. júlí kl. 20. Hinn heimsþekkti karlakór St. Basil-kirkju er nú vænt- anlegur til landsins í fjórða sinn. Kórinn kemur fram á Reykhólahátíð seinna í mán- uðinum og mun það vera í þriðja sinn sem hann kemur fram þar. Kór St. Basil-kirkju er nú vænt- anlegur til landsins í fjórða sinn. Kórinn er talinn einn sá besti í heimi og hefur sungið sig ræki- lega inn í íslensku þjóðarsálina því í hvert sinn sem þeir heim- sækja landið er uppselt á tónleika þeirra, Kór St. Basil-kirkju kom fyrst til landsins í maí 2004 á vegum Listahátíðar í Reykjavík- ur. Hélt kórinn þá tvenna tónleika í Hallgrímskirkju og aðra í Reyk- hólakirkju. Í ár mun hann koma fram í þriðja sinn á Reykhólahátíð þar sem hann hefur ávallt feng- ið frábærar undirtektir hjá gest- um. Þessi heimsþekkti kór var stofn- aður árið 1987 af stjórnanda kórs- ins, Sergei Krivobokov, og hefur hann séð um stjórnun hans síðan. Kórinn er talinn einn sá fremsti í flutningi á rússneskum þjóð- lögum, miðaldartónlist og tónlist rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar. Þykir flutningur þeirra einstak- lega áhrifaríkur og tónsviðið sem söngvararnir spanna er óvenju stórt, allt frá dimmum flauels- bössum til hárra silkitenóra. Félagar í kór St. Basil-kirkju eru allir langskólamenntaðir tón- listarmenn og einsöngvarar sem hafa helgað líf sitt rétttrúnað- arkirkjunni. Kirkja kórsins, St. Basil-kirkja, stendur við Rauða torgið í Moskvu og er hún eitt af táknum gamla Rússlands. Kór St. Basil-kirkju söng í fyrstu guðs- þjónustunni sem leyfð var árið eftir að banni á kristnihaldi var aflétt árið 1991. Karlakór St. Basil-kirkju væntanlegur til landsins KÓR ST. BASIL-KIRKJU Þessi heimsþekkti kór kemur nú til landsins í fjórða sinn. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu Reynir Ingibjartsson Aldrei framar frjáls Sara Blædel Eldur uppi – Iceland on Fire Vilhelm Gunnarsson Eyjafjallajökull Ari Trausti Guðmundsson Ragnar Th. Sigurðsson Vegahandbókin 2010 Risasyrpa - Með allt í botni Walt Disney Volcano Island Sigurgeir Sigurjónsson Íslenska plöntuhandbókin Hörður Kristinsson Makalaus Tobba Marinós Syngjum saman – píanóbókin METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 30.06.10 – 06.07.10

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.