Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 44
36 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson >Í SPILARANUM Hvanndalsbræður - Hvanndalsbræður Moses Hightower - Búum til börn Drums - The Drums Wolf Parade - Expo 86 ANDRI ÓLAFSSON OG STEINGRÍMUR KARL TEAGUE THE DRUMS Ólöf Arnalds var að senda frá sér tveggja laga plötu sem hún kynnti á fínum tónleikum í Norræna húsinu í síðustu viku. Á fyrri hlið plöt- unnar er lagið Innundir skinni sem verður á næstu plötu Ólafar sem kemur út á vegum One Little Indian í haust. Á seinni hliðinni er hins vegar lagið Close My Eyes eftir Arthur Russell í flutningi Ólafar. Maður er alltaf að uppgötva einhverja gamla tónlistarmenn sem maður vissi ekki af samhliða öllum nýliðunum og Arthur Russell er hiklaust uppgötvun ársins fyrir mig. Arthur fæddist í Iowa 1951 og lést úr eyðni í New York 1992. Hann var til- tölulega lítt þekktur á meðan hann lifði, en hann hefur verið að fá meiri og meiri athygli síðustu ár. Tónlistin hans hefur verið endurútgef- in, kvikmyndin Wild Combina- tion um líf hans var frumsýnd 2008 og ævisagan Hold On to Your Dreams: Arthur Russell and the Downtown Music Scene, 1973-1992 kom út í fyrra. Og svo hafa ungir tónlistarmenn verið að hampa honum, t.d. Jens Lekman, Chris Taylor úr Grizzly Bear og James Murphy úr LCD Soundsystem. Arthur var klassískt menntaður sellóleikari og tónskáld sem kom víða við á ferlinum. Hann starfaði m.a. með mönnum eins og Allen Gins- berg, Philip Glass og David Byrne. Hann gerði tilraunakennda ins- trúmentaltónlist, kom við sögu í New York-pönkinu og var atkvæða- mikill á diskó- og danstónlistarsenu borgarinnar á seinni hluta áttunda áratugarins. Hann gerði líka hip-hop og elektró og svo kántrískotin popplög í hefðbundnari kantinum. Allt flott tónlist. Það eru a.m.k. átta diskar fáanlegir með Arthur Russell, en til að kynna sér hann er ágætt að byrja á Love Is Overtaking Me (popplögin, m.a. fyrrnefnt Close My Eyes) og The World of Athur Russell (danstón- listin) sem Soul Jazz útgáfan gaf út. Uppgötvun ársins Enska hljómsveitin The XX og FM Belfast eru efstar á lista yfir flest- ar tónleikabókanir hljómsveita á árinu í kjölfar Eurosonic-hátíð- arinnar í Hollandi. The XX hefur verið boðið á ellefu hátíðir í Evr- ópu og fast á hæla hennar fylgir FM Belfast með níu hátíðir. Í breska vikuritinu Music Week, sem er mest lesna viðskiptablað tónlistargeirans í Evrópu, eru taldar saman flestar bókanir sem hljómsveitir hafa náð í Evrópu á árinu fyrir tilstuðlan ETEP-áætl- unarinnar sem tónlistarhátíðin Eurosonic stendur fyrir. Music Week segir árangur breskra sveita aldrei hafa verið betri en á þessu ári. Íslendingar ná næstbestum árangri og skipta FM Belfast og Seabear með sér tólf bókunum á tónlistarhátíðir í Evrópu. Belg- ar koma þar á eftir með Isbells og Admiral Freebee sem skipta á milli sín sjö bókunum. ETEP- áætlunin hefur verið starfrækt af Eurosonic í átta ár fyrir flytj- endur sem eru að byrja að vekja athygli. Þannig segir breski tón- leikabókarinn David Exley að ETEP hafi virkilega hjálpað til við að koma The XX á kortið. Með greininni í Music Week birt- ist síðan mynd af The XX og FM Belfast. Yfir fimmtíu tónlistarhátíðir í Evrópu taka þátt í Eurosonic til að kanna nýliðunina í evrópskri popp- senu og um leið fá þær stuðning við að bóka minna þekktar hljóm- sveitir. Þar á meðal eru Glaston- bury, Sziget, Benicasim, Hultsfred og Hróarskelda, þar sem FM Belf- ast spilaði á dögunum. The XX og FM Belfast efst FM BELFAST Hljómsveitirnar FM Belfast og Seabear hafa verið duglegar við spilamennsku í Evrópu að undanförnu. Tónlistarkonan litríka M.I.A. sendir frá sér sína þriðju hljóðversplötu, Maya, í næstu viku. Rokk og dubstep bætist nú við fjölbreytta tónlistarflóru hennar. Á nýju plötunni heldur M.I.A. áfram að prófa sig áfram í tónlist- arsköpun sinni því rokk og dubs- tep bætist nú við hinn fjölbreyti- lega og litríka hljóðheim hennar. Áhugasamir geta hlutað á nýju plötuna í heild sinni á Myspace- síðu hennar. M.I.A. heitir réttu nafni Mathangi „Maya“ Arulpragasam og fæddist 18. júlí 1975 í London. Aðeins sex mánaða fluttist hún með fjölskyldu sinni til heimalandsins Sri Lanka en sneri aftur til London átta árum síðar vegna borgarastyrjaldar heima fyrir. M.I.A. byrjaði í tónlistinni árið 2000 eftir hvatningu frá elektró- pönkgellunni Peaches. M.I.A. samdi texta upp úr dagbók sem hún skrifaði í á fjögurra mán- aða ferðalagi sínu til eyjunnar St. Vincent í Karíbahafi og fljótlega urðu fyrstu lögin að veruleika. Árið 2004 vakti hún fyrst veru- lega athygli eftir að lögin Galang og Sunshowers urðu vinsæl á net- inu. Ári síðar kom út fyrsta plata hennar, Arular, sem var tilnefnd til hinna virtu Mercury-verðlauna í Bretlandi, auk þess að komast á hina ýmsu árslista yfir bestu plötu ársins. Platan komst ofarlega á vin- sældalista í Evrópu og vöktu text- arnir mikla athygli, enda voru þeir margir hverjir pólitískir þar sem Tamil-tígrarnir, aðskilnaðarsam- tökin herskáu frá Sri Lanka, voru á meðal umfjöllunarefna. Tveimur árum síðar gaf M.I.A. út plötuna Kala, sem hún nefndi eftir móður sinni. Hún fékk einn- ig góðar viðtökur gagnrýnenda og almennings og til að mynda valdi Rolling Stone hana bestu plötu árs- ins. Kala náði gullsölu í Bandaríkj- unum og lagið Paper Planes naut sérstakra vinsælda. Á síðasta ári var M.I.A. svo tilnefnd til Óskars- verðlaunanna fyrir lagið O...Saya úr kvikmyndinni Slumdog Milli- onaire. Hún var einnig tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna fyrir Paper Planes og Swagga Like Us. Auk þess að semja tónlist er M.I.A. fatahönnuður og vinnur við alls konar listsköpun. Hún hefur tekið ljósmyndir, daðrað við graf- íska hönnun og leikstýrt tónlistar- myndböndum. Á síðasta ári komst hún á lista tímaritsins Time yfir hundrað áhrifamestu manneskjur heimsins, sem ætti að segja sitt um sterka stöðu hennar innan tónlist- arheimsins. M.I.A. ætlar að halda áfram að fjalla um stjórnmál eins og hún hefur gert um Tamil-tígrana. „Ég verð að vera trú sjálfri mér. Ég get ekki lokað augunum fyrir ákveðn- um hlutum. Ég á mér pólitískan bakgrunn. Ég er aðeins búsett á Englandi og tek þátt í samfélaginu þar af pólitískum ástæðum,“ sagði hún. „Enginn vill dansa við póli- tísk lög. Langmest af tónlistinni sem nær til almennings er eigin- lega ekki um neitt. Mig langaði að sjá hvort ég gæti samið lög um eitt- hvað mikilvægt en látið þau hljóma eins og þau væru ekkert tiltökumál. Ég held að það hafi tekist.“ freyr@frettabladid.is Pólitískur undirtónn M.I.A. M.I.A. M.I.A. á tónleikum í New York-borg fyrir skömmu. Þriðja plata hennar er vænt- anleg í næstu viku. NORDICPHOTOS/GETTY ■ Hipp hopp-smellurinn Baby Got Back með Sir Mix-a-Lot fór á topp bandaríska Billboard-listans í byrjun júlí árið 1992 og sat þar í fimm vikur. ■ Ári síðar fékk Sir Mix-a-Lot Grammy-verðlaunin fyrir lagið. ■ Sjónvarpsstöðin VH1 setti lagið í 17. sæti yfir bestu hipp hopp-lög allra tíma árið 2008. Spurn- ing hversu mikið mark er takandi á listanum. ■ Sir Mix-a-Lot hefur tekið upp nokkrar breyttar útgáfur af laginu fyrir auglýsingar. Í auglýsingu fyrir Target-verslanirnar er t.d. frægustu línu lags- ins breytt úr: „I like big butts and I cannot lie“ í „I like backpacks and I cannot lie“. ■ Myndbandið við lagið þótti gróft og var um tíma bannað á MTV. TÍMAVÉLIN SIR MIX-A-LOT RÝKUR Á TOPPINN MEÐ BABY GOT BACK ÁRIÐ 1992 Rassaóður Sir Mix-a-Lot slær í gegn ■ Efni lagsins, sem fjallar að mestu um afturenda þel- dökkra kvenna, hneykslaði einnig og var mikið rætt í fjölmiðlum. ■ Fjölbreytt flóra listamanna hefur tekið upp lagið. Vanilla Ice er einn af þeim rétt eins og söngvarinn Richard Cheese, ska-bandið Grand Skeem, dragdrottningin Jack- ie Beat og harðkjarnasveitin Throwdown. ■ Leikarinn Jamie Foxx söng lagið í þættinum In Living Color. Þá var þemað offita og í myndbandinu eru feitar konur í aðalhlutverki. ■ Sir Mix-a-Lot vann með lagið Freak Momma með grukk- sveitinni Mudhoney fyrir plötuna Judgement Night. ■ Lagið er það langvinsælasta sem Sir Mix-a-Lot hefur gert, en hann gaf síðast út plötuna Daddy‘s Home árið 2003. Hún seldist lítið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.