Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 46
38 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Fimm skrefum á undan – Snærós Sindradóttir er frakkur formaður Ungra Vinstri grænna Tvær af stærstu stjörnum hvíta tjaldsins, Cameron Diaz og Tom Cruise, leiða saman hesta sína í mynd- inni Knight and Day, róm- antískri gaman- og hasar- mynd í anda Mr. and Mrs Smith. Myndinni er ætlað að vera ein af stórmyndum sumarsins og var frumsýnd hér á landi í gær. Myndin fjallar um hina ungu og áhyggjulausu June Havens sem bókstaflega af tilviljun rekst á leyniþjónustumanninn Roy Mill- ers leikinn af Tom Cruise. Hrífst hún af honum án þess að vita að hann er í leyniþjónustunni en Millers er í smá vanda þar sem hann hefur nýverið komist að því að honum er ekki ætlað að lifa af næsta verkefni. Röð atburða gerir það að verkum að Havens dregst með í flótta Millers undan yfir- völdum um allan heim. Meðan á flóttanum stendur verður Havens að ákveða hvort hún treysti leyni- þjónustumanninum eða hvort hann sé hreinlega kolklikkaður. Myndin er meðal annars tekin í Austurríki, á Spáni og Jamaíka. Myndin er sú fyrsta sem Diaz og Cruise leika saman í síðan kvik- myndin Vanilla Sky var sýnd árið 2001 við góðan orðstír. Leikstjóri myndarinnar er James Mangold sem hefur leikstýrt myndum á borð við Walk the Line og Ident- ity. Knight and Day hefur fengið ágætis dóma í bandarísku press- unni hingað til og Tom Cruise er meðal annars sagður lyfta upp myndinni með frábærum leik í Los Angeles Times. alfrun@frettabladid.is Rómantískur byssuhasar Það voru ekki bara frægir aðal- leikarar myndarinnar sem vöktu athygli við tökur á myndinni í Andalúsíu á Spáni en hin fjögurra ára gamla Suri Cruise stal senunni frá pabba sínum og Cameron Diaz. Cruise-fjölskyld- an hefur löngum verið undir vökulum augum slúðurpress- unnar og þegar leikkonan og frú Cruise, Katie Holmes, kom í heimsókn með Suri á töku- stað vakti nærvera þeirra mikla athygli að venju. Það sem helst vakti athygli í slúðurmiðlum vestanhafs var að litla daman var í háum hælum en það eru ekki margar fjögurra ára stúlkur sem gera það. SURI STAL SENUNI STJÖRNUPAR Kvikmyndin Knight and Day var frumsýnd í gær en þar sýna Tom Cruise og Cameron Diaz hvað í þeim býr á flótta undan yfirvöldum. Í gær var frumsýnd íslenska kvikmyndin Boðberi í leik- stjórn Hjálmars Einarsson- ar. Með aðalhlutverk fara Darri Ingólfsson og Ísgerð- ur Elfa Gunnarsdóttir. Kvik- myndin var tekin upp fyrir bankahrunið 2008 en hún fjallar einmitt um hrun sam- félagsins á Íslandi. Þó ekki hrun í fjármálakerfinu. Aðalsöguþráður myndar- innar er að verkamaðurinn Páll, leikinn af Darra, byrjar að sjá sýnir um að eitthvað gæti gerst í íslensku samfé- lagi sem gæti haft slæmar afleiðingar. Valdamiklir menn í land- inu verða skotnir til bana og mikil hræðsla grípur um sig í landinu. Páll er sá eini sem sér atburðina fyrir og flæk- ist inn í ráðabrugg óprútt- inna aðila á leið sinni til að stöðva áform sem gætu skað- að marga. Með önnur hlutverk í myndinni fara meðal ann- arra Hjalti Rögnvaldsson, Magnús Jónsson, Gunn- ar Eyjólfsson og Móeiður Júníusdóttir. Spádómur Boðbera frumsýndur BOÐBERI SLÆMRA TÍÐINDA Alþingi eftir árás í kvikmyndinni Boðbera sem frumsýnd var í gær í íslenskum bíóhúsum. Leikarinn Johnny Depp og eigin- kona hans, hin franska Vanessa Paradis, eru að íhuga að leika á móti hvort öðru í nýrri mynd sænska leikstjórans Lasse Hall- ström, „My American Lover“. Hallström tók þátt í að koma Depp á kortið er hann réði hann í aðal- hlutverk myndarinnar „What´s eat- ing Gilbert Grape“ þar sem Depp lék á móti Leonardo DiCaprio. Franski söngfuglinn Vanessa Paradis sagði frá þessu í viðtali við breska dagblaðið The Daily Telegr- aph og viðurkennir að hún sé ekki viss um að geta leikið á móti eig- inmanni sínum. „Við höfum búið til tónlist saman og það gekk vel en ég veit ekki hvort ég geti leik- ið annan karakter fyrir framan hann,“ segir Paradis. Þau hjónin eiga tvö börn saman. Kvikmyndin „My American Lover“ fjallar um franska heim- spekinginn og femínistann Sim- one de Beauvoir og hennar storma- sama samband við bandaríska rithöfundinn Nelson Ahlgren. Hjónin saman í mynd DEPP OG PARADIS Hjónin íhuga að leika saman í nýrri mynd sænska leikstjórans Lasse Hallström, „My American Lover“. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Leikarinn Sylvester Stallone er harðorður í garð kvikmyndagerðar dagsins í dag og segir hana vanta allan neista og kar- akter. Stallone, sem er að kynna nýja mynd sína, The Expandables, segir áhorfendur fara að verða þreytta á öllum þessum tölvubrellum og þrívíddartækni sem einkenna kvikmyndir í dag og vilja sjá raunveru- leikann og eitthvað ekta. Kvikmyndin The Expendables er með göml- um kempum á borð við Arnold Schwarzen- egger, Mickey Rourke, Dolph Lundgren og Jason Statham og vill Sylvester, sem er handritshöfundur myndarinnar, meina að hún sé meira alvöru en aðrar myndir. Gagnrýninn SYLVESTER STALLONE Harðorður um kvik- myndagerð samtímans. Leikarinn góðkunni Adrian Brody hefur lýst yfir áhuga á að setjast í leikstjórastólinn. Brody, sem er hvað frægastur fyrir að leika í myndinni The Pianist, hefur sagt að hann vilji leika alla ævi og það sé hans vinna en leikstjórn geti hæglega orðið áhugamál hans. „Mér finnst ákveðið frelsi fylgja því að vera leikstjóri og því ágætis tilbreyting við leikara- vinnuna.“ Í leikstjórastólinn ADRIAN BRODY Vill bæta leikstjórn á ferilskrána. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY > SPÆJARAFRAMHALD Leikstjórinn og fyrrum eiginmaður söngkon- unnar Madonnu, Guy Ritchie, er að und- irbúa tökur á framhaldi af kvikmynd- inni Sherlock Holmes. Fyrri myndin átti góðu gengi að fagna í bíóhúsum vestanhafs en hún var sýnd á síðasta ári. Leikararnir Jude Law og Robert Downey Jr. leika aftur í framhaldinu en stjarnan úr Gangs of New York, Dani- el Day Lewis, mun fara með eitt af aðal- hlutverkum í framhaldsmyndinni um breska spæjarann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.