Fréttablaðið - 08.07.2010, Page 50

Fréttablaðið - 08.07.2010, Page 50
42 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Leikkonan Lindsay Lohan var á þriðjudag dæmd í 90 daga fangelsi fyrir ýmis brot á skilorði. Lohan grét í réttarsalnum en skilaboð- in á löngutöng hennar bentu ekki til iðrunar. Lindsay Lohan var á skilorði fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Dóm- arinn Marsha N. Revel dæmdi hana á þriðjudag í 90 daga fangelsi fyrir brot á skilorði, en Lohan mætti ekki í kennslustundir í meðferð áfengis, sem hún átti að mæta í samkvæmt dómi. Revel tók nokkur dæmi í réttar- salnum um að Lohan hefði logið til um áfengis- og eiturlyfjaneyslu. „Þetta er eins og að svindla og finnast maður ekki hafa svindlað ef það kemst ekki upp um mann,“ sagði hún áður en hún dæmdi grát- bólgna Lohan til fangelsisvistar. Lohan brotnaði niður og sagðist ekki vita betur en að hún hefði fylgt fyrirmælum dómsins. „Ég var ekki að reyna að fá sérmeðferð,“ sagði hún grátandi. „Ég þarf að sjá fyrir mér. Ég þarf að vinna. Ég reyndi allt til að finna jafnvægi milli vinn- unnar og að mæta í kennslustund- irnar. Ég lít ekki á þetta sem grín – þetta er lífið mitt og ferillinn minn. Ég tek ábyrgð á gjörðum mínum og hef reynt að gera mitt besta. Ég vil ekki að þú haldir að ég sýni þér vanvirðingu.“ Á meðan Lohan sagði þetta náðu ljósmyndarar myndum af löngu- töng vinstri handar hennar. Á nögl- inni stóð „fuck u“. Óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem mun að öllum líkindum leika gestahlutverk í sjónvarps- þáttunum Glee, en þar mun hann leika rokkstjörnu sem vingast við persónu Kevins McHale. Bardem kynntist framleiðanda þáttanna við tökur á kvikmynd- inni Eat Pray Love og bar hug- myndina undir hann þá. „Við ætlum að rokka saman. Við ætlum að leika þungarokk, spænskt þunga- rokk, sem er það allra harð- asta,“ sagði Bardem, sem er mikill aðdá- andi þáttanna og horfði á alla fyrstu þáttaröð- ina á aðeins einni viku. Javier syngur með Glee DÆMD Í FANGELSI MEÐ „FUCK U“ Á PUTTANUM SKÝR SKILABOÐ Ef myndin prentast vel sést að Lohan hafði skrifað „fuck u“ á nögl löngutangar. BROTNAÐI NIÐUR Lohan grét þegar dómarinn dæmdi hana til 90 daga fangelsisvistar. Tökur á hasarmyndinni The Kill- er Elite með Robert De Niro í aðal- hlutverki hafa farið fram í Mel- bourne í Ástralíu að undanförnu. Sigurjón Sighvatsson er einn af framleiðendum myndarinnar, eins og komið hefur fram í Fréttablað- inu. Tökurnar hafa vakið mikla athygli í þarlendum fjölmiðlum enda ekki á hverjum degi sem stjarna á borð við De Niro kemur til landsins. Myndin er byggð á ævi og starfi sérsveitarmannsins Sir Ranulph Fiennes. Í bók sinni frá árinu 1991 greindi Fiennes frá til- veru SAS-sérsveitanna sem bresk stjórnvöld höfðu þvertekið fyrir að væru til og olli bókin miklu fjaðra- foki. Á meðal annarra leikara í The Killer Elite, sem verður frumsýnd á næsta ári, eru Jason Statham og Clive Owen. Sviðsljósið á De Niro DE NIRO VEKUR ATHYGLI Ástralskir fjölmiðlar eru afar uppteknir af Robert De Niro um þessar mundir. Breski sjónvarpsmaðurinn Jonathan Ross hefur undirritað samning við sjónvarpsstöðina ITV1 um að stjórna nýjum spjallþætti á stöðinni. Þátt- urinn hefur göngu á næsta ári eftir að Ross hefur tekið sér ársfrí frá störfum. Síðasti spjallþáttur hans fyrir BBC verður sýndur í næstu viku. „Ég er virkilega ánægður með að eftir stutt frí get ég brett upp ermarnar og búið til glænýjan þátt fyrir ITV1,“ sagði Ross. „Ég hef átt gott sam- starf með mörgum af æðstu ráðamönnum stöðv- arinnar og get ekki beðið eftir að komast aftur á skjáinn í hröðum, fyndnum og óútreiknanlegum nýjum spjallþætti.“ Hann bætti við: „Ég á reynd- ar smá frítíma í byrjun ársins 2011 þannig að ef enska landsliðið í fótbolta þarf á nýjum þjálf- ara að halda í smá tíma myndi ég íhuga starfið alvarlega.“ Á meðal gesta í lokaþætti Ross á BBC í næstu viku verða fótboltamaðurinn David Beck- ham og leikarinn Jackie Chan. Ross í nýjum þætti JONATHAN ROSS Ross hefur undirritað samning við ITV1 um að stjórna nýjum spjallþætti fyrir stöðina. AÐDÁANDI Javier Bardem er mikill aðdáandi sjónvarps- þáttanna Glee. NORDICPHOTOS/GETTY BIRNA Concept Shop Skólavörðustíg 2 Sími 445 2020 www.birna.net ÚTSALA Opið lau. kl. 11–17 Sun. kl. 13–17

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.