Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 54
46 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Valsmenn ætla sér greinilega stóra hluti undir stjórn Júlíusar Jónassonar næsta vetur en félagið klófesti besta leikmann N1-deildarinnar í fyrra, Valdimar Fannar Þórsson, í gær. Valdimar Fannar skrifaði undir svokallaðan einn plús einn samn- ing við félagið. HK kom allra liða mest á óvart síðasta vetur og þar var Valdimar í lykilhlutverki. Hann var síðan valinn besti leikmaður deildar- innar, besti sóknarmaðurinn og hlaut einnig Valdimarsbikarinn eftirsótta. „Þetta er búið að vera klárt í nokkra daga en ég var á Costa del Sol að hvíla mig og því var ekki hægt að ganga frá þessu fyrr en núna,“ sagði Valdimar Fannar kátur með nýja samninginn. Hann ætlaði sér reyndar ekki að spila á Íslandi í vetur heldur stefndi hugurinn út og hann var meðal annars orðaður við danska liðið Tvis Holstebro. „Ég ætlaði mér vissulega út en það var lítið spennandi að gerast. Þetta með Holstebro gekk ekki upp og hitt voru allt minni klúbbar og lakari samningar. Ég nennti ekki að fara út til þess að vera í gerviatvinnumennsku. Þá komu Valsarar inn og það var afar spennandi kostur,“ sagði Valdimar en hann segist þó ekki fá neinn atvinnumannasamning hjá Val þó svo hann sé sáttur við samning- inn. Hann segir fá lið á Íslandi hafa borið víurnar í sig en að sjálfsögðu hefðu HK-ingar reynt að halda honum hjá félaginu. „Valsmenn sýndu mér mestan áhuga og ég var spenntastur fyrir að fara þangað. Það er ekkert félag stærra á Íslandi en Valur,“ sagði Valdimar en býst hann við tveggja hesta kapphlaupi á milli Vals og FH næsta vetur? „Nei. Ég geri ráð fyrir Frömur- um sterkum líka. Svo er bara júlí og enn langt í mót. Það verða frek- ari hræringar.“ - hbg Valsmenn nældu sér í feitan bita á leikmannamarkaðnum í gær er félagið samdi við Valdimar Þórsson: Ekkert félag á Íslandi stærra en Valur Á LEIÐ Í RAUTT Valdimar Fannar Þórsson mun leika í rauða búningnum næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Orri Freyr Hjaltalín fórnar sér heldur betur fyrir málstaðinn. Hann er fyrirliði Grindavíkur sem er í harðri botnbaráttu í Pepsi-deildinni og spilar nú gegn læknisráði. Hann þjáist nú af sömu meiðslum og leiddu til þess að knattspyrnukonan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hefur ekki enn spilað fótbolta eftir marga mánaða fjarveru, sem eru mar á heila. Guðrún fékk mar á heilann og eftir annað höfuðhögg meiddist hún enn verr. Handboltakappinn Jón Heiðar Gunnarsson óttaðist að ferli sínum væri lokið eftir að hafa lent í sömu meiðslum. Svo er þó ekki og hann er á leiðinni út í atvinnumennsku eftir að hafa spilað með FH í vetur, en hann spilar með sérstaka höfuðhlíf. „Ég fékk höfuðhögg í leiknum á móti Haukum,“ segir Orri Freyr. „Þetta var snemma leiks og ég var ekki að hugsa mikið um þetta. Ég kláraði leikinn en eftir hann fór mér að líða skringilega. Ég fékk jafnvægis- og sjóntruflanir og tveimur dögum eftir leikinn fór ég á spítala,“ segir Orri. Þar fór hann í heilaskanna og var á endanum greindur með mar á heila. „Læknarnir sáu að þetta var komið í tóma vitleysu. Læknarnir sögðu í raun ekki mikið en ég mátti ekki spila á móti KR. Það kom þó ekkert annað til greina,“ sagði Orri. „Ég lét mig meira að segja vaða í nokkra skallabolta. Þetta er eitthvað sem maður verður að gera og það þýðir lítið að hugsa um þetta. Staðan er bara þannig að við megum ekki við því að missa neina menn út,“ segir Orri. Hann segist þó vera að koma til og að hann finni ekki mikið til lengur. „Læknarnir segja bara að ég verði að stýra þessu sjálfur. Mér finnst ég ekki vera að taka neina óþarfa áhættu,“ segir Orri sem hefur kannað það að spila með svipaða hlíf og Jón Heiðar. „Ég veit ekki hvað dómararnir myndu segja við því, þetta er ansi strangt. Ég held að Jón Heiðar hafi sérsaumað sína hlíf. En það eru ekki læknarnir sem skipa mér það, ég ákveð sjálfur hvort ég fari út í það,“ sagði Orri. Milan Stefán Jankovic, sem stýrir liðinu á meðan Ólafur Örn Bjarnason klárar samning sinn með Brann nú í júlí, hrósar Orra í hástert. „Hann er ótrúlegur. Hann er frábær fyrirliði og hann hefur staðið sig mjög vel. Það að hann ætli að spila er einkennandi fyrir hann,“ segir Milan. Grindvíkingar taka á móti Selfyssingum í botnbaráttuslag í kvöld og þann leik mun Orri byrja. hjalti@frettabladid.is Finnst ég ekki vera að taka neina óþarfa áhættu Orri Freyr Hjaltalín spilar með Grindavík gegn læknisráði. Hann er með mar á heila sem hefur valdið íþróttamönnum miklum vandræðum. „Kemur ekki annað til greina en að spila,“ segir fyrirliðinn sem leikur gegn Selfossi í kvöld. ENGIN ÁHÆTTA Þrátt fyrir meiðslin segir Orri að hann sé ekki að taka neina óþarfa áhættu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Botnliðin þrjú, Haukar, Grindavík og Selfoss, ætla öll að styrkja sig þegar félagaskipta- glugginn verður opnaður um miðjan júlí. „Við erum opnir fyrir því að semja við þá alla,“ segir Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, um þrjá leikmenn sem komnir eru til reynslu hjá félaginu. Haukar eru í neðsta sæti deildarinnar og mæta Val í kvöld. „Þeir voru kannski ekki feitir en ekki í góðu formi. Við höfum ekki tíma til að hjálpa mönnum í form,“ sagði Guðmundur Bene- diktsson um tvo Austurríkismenn sem komu til félagsins á reynslu en fara væntanlega aftur án samnings. „Ég yrði ekki hissa ef fleiri kæmu á næstunni.“ Grindvíkingar eru í sömu hug- leiðingum en Ólafur Örn Bjarna- son mun spila með liðinu þegar hann kemur frá Noregi í lok júlí, ásamt því að þjálfa liðið. „Við erum að leita en það gengur frek- ar illa. Við erum ekki í neinum skuldum og þar sem þetta er mjög dýrt er landslagið erfitt. Við viljum fá einn eða tvo leik- menn,“ sagði Milan Stefán Jank- ovic þjálfari en Grindvíkingar taka einmitt á móti Selfyssingum í botnbaráttuslag í kvöld. Þá tekur Breiðablik einnig á móti Stjörnunni, ÍBV á móti Kefla- vík og FH á móti Fram. - hþh Pepsi-deild karla: Botnliðin ætla að styrkja sig UNDIR PRESSU Þjálfari Hauka ætlar að fá fleiri leikmenn til félagsins í sumar en liðið hefur lent í miklum meiðslavand- ræðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI James Hurst sneri aftur til ÍBV í vikunni eftir að lánssamningur hans frá Portsmouth var framlengdur. Hurst ætlaði að reyna að koma sér í aðalliðið en það verður að bíða. „Stjórinn vildi hafa reynslumikla menn hjá félaginu og ætlar að reyna að fá einhverja slíka til sín. Hann talaði við mig og marga aðra unga leikmenn, og sagði bara við okkur að hann vildi að við færum til annarra félaga á reynslu. Hann sagði mér að þetta tæki tíma og að ég ætti að vera þolinmóður,” sagði Hurst við Fréttablaðið í gær. Stjóri Portsmouth, Steve Cotterill, hreifst augljóslega af styrkleika íslensku deildarinnar að mati Hurst. „Já klárlega. Ég var í betra formi en allir aðrir þarna. Ég spilaði auðvitað á meðan aðrir voru í fríi,” sagði Hurst. Hann lætur þó ekki deigan síga og er ánægður með að komast aftur til Eyja. Þrátt fyrir að vera frá Birm- ingham, þar sem um milljón manns búa en rúmlega 4.000 manns í Eyjum, venst hann Íslandi vel. „Ég er búinn að koma mér vel fyrir hérna og bý með Rasmusi Christiansen. Það er allt svo auðvelt hérna og ég nýt þess að fá mér göngutúr og njóta útsýnisins. Ég er ekki vanur svona smábæ en hann venst vel,” segir Englendingurinn. Orðrómur um að Hurst sneri aftur til Eyja þar sem hann væri kominn með kærustu fór á fullt eftir Pepsi-mörkin á mánudaginn. Hurst vill lítið kannast við það og segist ekki eiga neina kærustu. „Ég er of gáfaður til að vera með kærustu hérna,” sagði hann glettinn, kvenpeningnum í Eyjum eflaust til ánægju. „Ég vil ekki festa mig hérna,” sagði hann. „Ég tek þessu öllu með ró.” Hurst segir að það komi til greina að hann spili með ÍBV út tímabilið en fyrst um sinn er samningur hans út ágúst. „Það kemur vel til greina. Þetta verður endurskoðað í ágúst og ég vil gjarnan klára tímabilið,” sagði Hurst sem er ánægður með hversu vel ÍBV hefur komið á óvart í sumar. ENGLENDINGURINN JAMES HURST: GÆTI SPILAÐ MEÐ ÍBV ÚT TÍMABILIÐ Er ekki á kvennafari í Vestmannaeyjum > Garðar til Unterhaching Garðar Gunnlaugsson mun væntanlega skrifa undir tveggja ára samning við þýska félagið Unterhaching í dag. Unterhaching spilar í þriðju efstu deild en Garðar hefur verið á reynslu hjá félaginu í vikunni og staðið sig vel. Garðari var boðinn tveggja ára samningur en sendi gagntilboð til félagsins sem hefur mikinn áhuga á að semja við hann. „Hann vill ganga frá þessu og skrifa undir hjá félaginu,“ staðfesti Hafþór Hafliðason, umboðsmaður Garðars. „Honum líst vel á félagið og þjálfarann,“ bætti hann við en þjálfarinn er goðsögnin Klaus Augentaler sem spilaði yfir 400 leiki fyrir Bayern Munchen. Garðar spilaði síðast með LASK frá Linz í Austurríki. FÓTBOLTI Fylkir og KR spila síðari leiki sína í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Staða liðanna er ólík en KR vann fyrri leikinn gegn Glentoran frá Norður-Írlandi örugglega, 3-0. Liðin mætast ytra í kvöld en leik- urinn hefst klukkan 18.30. Hálftíma síðar hefst viðureign Fylkis og FC Torpedo Zhodino frá Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvellinum. - esá Evrópudeildin í kvöld: Ólík staða KR og Fylkis HANDBOLTI Handknattleiks- samband Evrópu, EHF, hefur sektað HSÍ um 2.000 evrur eða 316 þúsund krónur íslenskar vegna mistaka í umgjörð á kvennalandsleik Íslands og Austurríkis. Samkvæmt reglugerð ber að spila leikina á gólfi sem er án aukalína. Leikurinn fór aftur á móti fram í Vodafonehöllinni án handboltadúks. „Þetta voru mistök. Það verður að viðurkennast að þessi reglugerð fór fram hjá okkur,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. „Ég er hissa á hörkunni hjá EHF í þessu máli. Ég mun ekki áfrýja þar sem það kostar 5.000 evrur en mun skrifa bréf til stjórnar EHF og reyna að fá sektina lækkaða hið minnsta.“ - hbg Mistök í umgjörð í landsleik: HSÍ sektað um 316 þúsund kr. DÝR LEIKUR Þessi landsleikur skilaði rúmum 300 þúsund krónum í aukakostnað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HLÍFIN GÓÐA Jón Heiðar Gunnarsson sést hér með hlífina í leik. Enginn leikur á HM í kvöld – skelltu þér á völlinn! Fimmtudagurinn 8. júlí Grindavík–Selfoss kl. 19:15 Grindavíkurvöllur ÍBV–Kelfavík kl. 19:15 Hásteinsvöllur Valur–Haukar kl. 19:15 Vodafonevöllurinn Breiðablik–Stjarnan kl. 19:15 Kópavogsvöllur FH–Fram kl. 20:00 Kaplakrikasvöllur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.