Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 08.07.2010, Blaðsíða 56
48 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR FÓTBOLTI Hollendingar komust í fyrrakvöld í úrslitaleik HM í Suður-Afríku eftir sigur á Úrúg- væ í undanúrslitum, 3-2. Hollend- ingar hafa unnið alla sex leiki sína til þessa í keppninni en þetta var fimmti leikurinn í röð sem Hol- land vinnur með einu marki. Hol- land vann fyrsta leik sinn á mót- inu, gegn Dönum, með tveggja marka mun. Þar með bætti hollenska liðið met sem landslið Ítala setti á heimsmeistarakeppnunum árin 1934 og 1938 en þeir unnu fjóra leiki í röð með eins marks mun. Eins og gefur að skilja ríkir mikil gleði í Hollandi og fjölmiðl- ar þar hafa fagnað áfanganum. „Það er gulllykt af Oranje eftir 32 ára bið,“ segir í dagblaðinu Telegr- af. „Loksins hefur kynslóð sófa- kartaflanna fengið almennilegar fyrirmyndir,“ sagði í NRC Next. „Einn sigur í viðbót og Oranje er meistari.“ Viðurnefnið Oranje er vitanlega fengið af lit landsliðsbúningsins sem er appelsínugulur. - esá Hollendingar með 100 prósenta árangur á HM: Fimm sigrar með minnsta mun í röð FÖGNUÐUR Stuðningsmenn hollenska landsliðsins eru litríkir. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Julio Grondona, forseti argentínska knattspyrnusam- bandsins, segir að Diego Marad- ona megi ákveða sjálfur hvort hann haldi áfram sem landsliðs- þjálfari landsliðsins eða ekki. „Maradona er eini maðurinn í öllu landinu sem getur gert það sem hann vill. Hann er enn með samning og þetta er því undir honum sjálfum komið,“ sagði Grondona við fjölmiðla. „Ég á ekki von á því að hann hætti ef ég þekki hann rétt,“ sagði Alejandro Mancuso, aðstoð- arþjálfari Maradona. Argentína féll úr leik á HM í Suður-Afríku eftir 4-0 tap fyrir Þýskalandi í fjórðungsúrslitum keppninnar. - esá Diego Maradona: Framtíðin í eigin höndum DÝRKAÐUR Diego Maradona er í guða- tölu í Argentínu. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Demy de Zeeuw, leik- maður hollenska landsliðsins, er ekki kjálkabrotinn eins og ótt- ast var eftir að hann fékk þungt högg í andlitið frá Úrúgvæjanum Martin Caceres í leik liðanna í undanúrslitum HM í fyrrakvöld. Honum var skipt af velli í hálf- leik og fluttur á sjúkrahús þar sem í ljós kom að hann var ekki kjálkabrotinn en tennur höfðu losnað. Það er þó ólíklegt að hann verði í byrjunarliði Hollands í úrslita- leiknum á sunnudaginn þar sem Nigel de Jong var í leikbanni gegn Úrúgvæ en mun nú væntan- lega endurheimta sæti sitt í byrj- unarliðinu á kostnað de Zeeuw. Gregory van der Wiel var einn- ig í banni gegn Úrúgvæ og þarf Khalid Boulahrouz væntanlega að víkja fyrir honum í úrslita- leiknum. - esá Fékk þungt högg í andlitið: De Zeeuw ekki kjálkabrotinn DE ZEEUW Skoðaður hér af lækni hollenska landsliðsins eftir höfuðhögg Caceres. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Lögregla á Mallorca á Spáni handtók í gær þýskan mann sem er gefið að sök að hafa myrt tvo Ítali á bar í Hannover vegna rifrildis um HM í knattspyrnu. Ítalirnir héldu því fram að ítalska landsliðið hefði unnið fleiri heimsmeistaratitla en það þýska en maðurinn, Holger B, þvertók fyrir það. Hann mun hafa yfirgefið barinn en sneri aftur með skammbyssu og er sagður hafa skotið báða Ítalina. Annar lést samstundis en hinn degi síðar á sjúkrahúsi. Þjóðverjinn gaf sig fram við yfirvöld á Mallorca, ef til vill þar sem hann hafði rangt fyrir sér í rifrildinu enda hafa Ítalir fjórum sinnum orðið heimsmeistarar en Þjóðverjar þrisvar. - esá Þjóðverji handtekinn: Myrti tvo eftir rifrildi um HM FÓTBOLTI Patrick Vieira segist ekki hafa lengur áhuga á því að reyna að vinna sér aftur sæti í franska landsliðinu. Hann var ekki valinn í landsliðið sem keppti á HM í Suður-Afríku en vangaveltur hafa verið um hvort hann yrði valinn nú eftir skelfi- legt gengi liðsins í keppninni. „Mitt markmið á næstu árum er að standa mig með [Manchest- er] City. Ég vil gera mitt besta fyrir félagið,“ sagði Vieira á heimasíðu City. „Ég mun einbeita mér að City og engu öðru.“ Laurent Blanc hefur tekið við þjálfun landsliðsins og boðaði breytingar á landsliðshópnum í náinni framtíð. - esá Franska landsliðið: Vieira hættur með landsliðinu VIEIRA Varð heimsmeistari með Frakk- landi árið 1998. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Þrátt fyrir tap í fyrsta leik á HM gegn Sviss er Spánn kominn í úrslit á HM eftir sigur á Þýska- landi í undanúrslitum. Spánverj- ar geta því orðið handhafar bæði heims- og Evrópubikarsins en þeir unnu EM árið 2008. Hvorki Spánn né Holland hefur orðið heimsmeist- ari og því fer nýtt nafn á bikarinn þetta árið. Fyrri hálfleikur var eign Spánverja nánast frá upphafi. Þeir stýrðu algjörlega umferðinni fyrsta hálftímann í leiknum og Þjóðverjar komust vart fram fyrir miðju. Varnarleikur Þjóðverja var þó mjög vel skipulagður og Þjóðverjarnir voru ekkert í miklum vandræðum gegn hægum sóknarleik gestanna. Spánverjar fengu þó tvö góð færi í hálfleiknum. Betra færið fékk Carles Puyol er hann stóð einn á markteig og átti bara eftir að skalla boltann í netið. Hann tók þá undarlegu ákvörðun að skalla yfir markið. Hið unga lið Þjóðverja virkaði yfirspennt í hálfleiknum og allt önnur og verri hlið á liðinu en í fyrri leikjum mótsins. Skrekkurinn fór þó af þeim eftir því sem leið á hálfleikinn. Þeir voru með sóknartilburði í lok hálfleiksins og vildu fá víti í uppbótartíma er Sergio Ramos sparkaði í hæl Özil. Ungverjinn Viktor Kassai sá þó ekki ástæðu til þess að dæma. 0-0 í hálfleik. Spánverjar hertu tökin í síðari hálfleik og sóknarlotur þeirra urðu sífellt hættulegri. Markið hreinlega lá í loftinu og það kom loksins á 73. mínútu. Það kom ekki eftir spil held- ur hornspyrnu. Xavi með laglega spyrnu í teiginn. Þar kom hinn hárprúði Carles Puyol aðvífandi á fullu gasi. Hann lagði allt sitt í skallann og boltinn söng í netinu. Glæsilega gert hjá Spánverjum. Eina alvöru færi Þjóðverja í síð- ari hálfleik kom um miðjan síð- ari hálfleik. Varamaðurinn Kroos gleymdist þá á fjærstöng og hann stóð allt í einu einn gegn Casillas. Skot hans var ekki nægilega gott og Casillas varði þægilega. Það sem eftir lifði leiks gekk Þjóðverjum ekkert að opna spænsku vörnina. Spánverjar fengu betri færi og hefðu að ósekju átt að bæta við mörkum. Glæsilegur sigur hjá Spánverj- um og afar verðskuldaður. Þeir héldu boltanum stórkostlega í leiknum og tókst einnig að loka meistaralega á sóknarleik Þjóð- verja en Þjóðverjar náðu engu flugi í leiknum. „Leikmennirnir allt frá vörninni og fram voru stórkostlegir. Þeir spiluðu frábæran leik. Ég verð að hrósa öllum mínum leikmönnum í dag sem voru stórkostlegir á öllum sviðum. Þetta var magnaður leikur,“ sagði Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfari Spánar, og kreisti fram sjaldséð bros. „Hollendingar standa fyrir frábæran fótbolta. Vonandi verðum við eins rólegir á boltanum í úrslitaleiknum. Ef við spilum eins og við eigum að okkur þá eigum við mikla möguleika á að vinna leikinn.“ Joachim Löw, þjálfari Þjóðverja, viðurkenndi að hafa tapað fyrir betra liði í gær. „Þetta er búið að vera besta lið heims síðustu ár. Við komumst aldrei inn í leikinn. Þeir voru of sterkir og eiga skilið að spila úrslitaleikinn,“ sagði Löw auð- mjúkur. henry@frettabladid.is Puyol hetja Spánverja Spánverjar eru komnir í úrslit Heimsmeistarakeppninnar í fyrsta skipti í sögunni. Þeir lögðu Þjóðverja, 1-0, í mögnuðum leik í Durban í gær og mæta Hollendingum í úrslitum. Nýtt nafn verður því skrifað á bikarinn um helgina. SIGURMARKI FAGNAÐ Miðvörðurinn magnaði frá Barcelona, Carles Puyol, skoraði sjaldséð mark í gær en það fleytti Spánverjum alla leið í úrslitaleik HM í Suður-Afríku. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.