Fréttablaðið - 08.07.2010, Side 58

Fréttablaðið - 08.07.2010, Side 58
50 golfogveidi@frettabladid.is 102 205 FL U G A N A F B A K K A N U M ■ Nagli er hönnuð af þeim frábæra veiðimanni Gísla Ásgeirssyni. Þetta er ótrúlega vel heppnuð fluga og er búin að vera ein fengsælasta flugan á Íslandi undanfarin ár. ■ Litirnir í Naglanum eru afger- andi og blái perlubúkurinn og skeggið eru sannkallaðir vorlitir. Gísli setur punktinn yfir svarta vænginn með því að setja frumskógarhanakinnar og rauðan haus. ■ Nagli er vor- og miðsumarsfluga og frábær í nýgenginn lax. Þarf klárlega að vera til í boxinu. „Margslungnasti staður árinnar“ Sigurður Ringsted er umsjónarmaður og veiðivörður í Fnjóská. Veiðistaðurinn - Kolbeinspollur í Fnjóská HÚNAFLÓI Hr út af jö rð ur Húnafjörður Steingrímsfjörður Ko lla fjö rðu r Bitr ufjö rðu r M iðfjörður Hóp Svínavatn V atnsdalsáV es tu rh óp sv at n Blöndu Friðmundarvötn Blanda Bjarnarfjörður Drangsnes Hvammstangi Laugarbakki BLÖNDUÓS Skagaströnd SAUÐÁRKRÓKUR KROSSÁ 99 laxar HALLÁ 179 laxar BLANDA 2445 laxar LAXÁ Í ÁSUM 1.123 laxar VATNSDALSÁ 1.520 laxar GLJÚFURÁ 131 laxar HRÚTAFJARÐARÁ 643 laxar SVARTÁ 420 laxar ÁR MEÐ 100 EÐA FLEIRI VEIDDA LAXA 2009 MIÐFJARÐARÁ 3.962 laxar LAXÁ Í REFASVEIT 340 laxar VÍÐIDALSÁ 1999 laxar Frábær í nýgenginn lax Laxveiðiár sem renna í Húnaflóa skipta tugum. Þar eru margar mestu stórlaxa- ár landsins. Hagstæðar landfræðilegar aðstæður skapa ákjósanleg skilyrði. Sögufrægar og gjöfular laxveiðiár á borð við Laxá á Ásum, Vatnsdalsá og Blöndu renna allar til sjávar í Húna- flóa. Margar fleiri úrvals veiðiár má nefna, til dæmis Víðidalsá, Miðfjarð- ará og Hrútafjarðará. „Flatarmál ánna er mikið og botnsvæðið sem er að framleiða seiði býsna stórt. Þessar ár koma af grón- um heiðum með votlendi og eru þar af leiðandi nokkuð frjósamar. Hall- inn á þeim er líka nokkuð passlegur á löngum köflum fyrir réttu botn- gerðina til þess að skapa búsvæði fyrir seiði og uppeldi þeirra,“ segir Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun. Enn fremur bendir Guðni á að landfræðilega sé vatnasvæðið við Húnaflóa afar víðfemt. „Austurá [Miðfjarðará] í Miðfirði kemur inn af Arnarvatnsheiði. Víðidalsá nær inn á Grímstunguheiði, Blanda og Vatnsdalsá inn á Auðkúluheiði og Svartá er af Eyvindarstaðaheiði,“ útskýrir hann. Eftir að metveiði hafði verið víða sunnanlands og vestan sum- arið 2008 var röðin komin að Norð- vesturlandi í fyrrasumar. Laxveið- in í sumar hefur síðan farið af stað með miklum látum. „Fiskgengd fór snemma af stað í ár og maður heyr- ir að menn séu mjög kátir núna,“ segir Guðni. - gar Veiðikistan mikla Húnaflói Veiðimenn sem fóru með tvo laxa í reyk í fyrradag veittu athygli manni sem kom á sama stað í sama tilgangi. Segist öðrum þ e i r r a s v o frá að Range Rover þriðja mannsins hafi verið siginn að aftan og maður- inn síðan borið inn hvern sekkinn af öðrum með laxi, samtals um 40 laxa. Kvaðst maðurinn var að koma úr Blöndu. Spurðu mennirnir tveir þennan stórvirka veiðimann hvort aflinn væri ekki óþarflega mikill. „Þetta voru nú tveir dagar,“ svaraði hann þá að bragði. - gar Ofveiðimaður í Blöndu?: Fjörutíu laxar úr jeppa í reyk Við Grímsá í Borgarfirði er ævintýri að gerast. Þorsteinn Þorsteinsson, bóndi á Skálpa- stöðum í Borgarfirði, hefur haldið saman tölfræði um laxveiði fyrir Landssamband veiðifélaga árum saman. Hann bar saman veiðitölur úr Grímsá nokkur ár aftur í tímann. „Að kvöldi dags 5. júlí 2007 voru komnir 22 laxar á land. Núna eru þeir 416. Metárið 2008 voru komnir 153 laxar á sama tíma.“ Sumarið 2008 veiddust 2.223 laxar en 1.110 árið áður. Mun betri veiði en metárið 2008 HEIMILD: VEIÐIMÁLASTOFNUN ■ Þar sem áin breiðir úr sér eftir þrengslin fyrir neðan laxastigann er djúpur straumþungur áll með malarbotni í miðri ánni en berghellur eru í botni beggja vegna álsins og mynda veiði- staðina Helluna að vestan og Kolbeinspoll að austan. ■ Efst heitir állinn sjálfur Brúarlagshylur en þegar állinn tekur að grynnast áður en áin steypist niður flúðirnar tekur Kolbeinspollur við. Mörk milli veiðistaða eru þarna óljós. ■ Kolbeinspollur er gjöfull og margslunginn veiði- staður og botninn er sums staðar grýttur en annars staðar er berg með misdjúpum skorum í. ■ Lax getur legið víða í Kolbeinspolli og yfirleitt þarf ekki að bíða lengi eftir að sjá einhverja hreyfingu. Einnig er mjög gott að skyggna veiðistaðinn, en háar brekkur og klettar standa að honum og eiga til að eyðileggja bakkastið. ■ Gaman er að standa efst í Kolbeinspolli og láta gár- utúpu skera slétt yfirborð álsins og skauta síðan yfir á berghelluna nær landi. sentimetra hængur sem veiddist í Vatns- dalsá á dögunum vó 24 pund þótt skali fræðanna segi hann hafa átt að vega „aðeins“ 21 pund. Þetta kemur fram á vatnsdalsa.is. laxar höfðu veiðst í Laxá í Kjós í fyrra- kvöld. Að því er segir á vef Stangaveiði- félags Reykjavíkur er það mun betri veiði en á sama tíma síðustu ár. MYND/VEIÐIFLUGUR.IS NÚ BER VEL Í VEIÐI Urriðaveiði í Laxárdal og Mývatnssveit Veiðin í Rangánum tveimur fer vel af stað. Í fyrradag voru komn- ir 216 laxar á land í Ytri-Rangá og 132 í Eystri-Rangá. Metárið 2007 höfðu veiðst 27 laxar í Eystri á sama tíma. Rangárnar taka við sér

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.