Fréttablaðið - 08.07.2010, Side 62

Fréttablaðið - 08.07.2010, Side 62
54 8. júlí 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SUMAFRÍIÐ LÁRÉTT 2. grobb, 6. tveir eins, 8. samstæða, 9. tækifæri, 11. peninga, 12. stó, 14. hégómi, 16. sjó, 17. tæki, 18. tímabil, 20. á fæti, 21. flaska. LÓÐRÉTT 1. ávinna, 3. hola, 4. titill, 5. viður, 7. heilladrjúgur, 10. kjaftur, 13. gagn, 15. litur, 16. verkfæri, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. mont, 6. ff, 8. par, 9. lag, 11. fé, 12. arinn, 14. snobb, 16. sæ, 17. tól, 18. öld, 20. tá, 21. gler. LÓÐRÉTT: 1. afla, 3. op, 4. nafnbót, 5. tré, 7. farsæll, 10. gin, 13. not, 15. blár, 16. sög, 19. de. „Ég er svo mikið afmælisbarn að ég verð að halda upp á þessi tímamót með stæl. Þetta verður eins konar fiesta,“ segir Auðunn Blön- dal sem á 30 ára afmæli í dag. Auddi er búinn að skipuleggja heljarinnar veislu en hann heldur af stað í óvissuferð í dag með sínum helstu vinum. „Þetta er strákaferð þar sem ég mun fara með vini mína út um allan bæ á eitt- hvert skrall,“ segir Auddi en hann vill ekki gefa upp hvað sé á dagskránni enda búinn að skipuleggja ferðina í langan tíma. „Ég er sko löngu búinn að biðja strákana um að taka frí í vinnu á morgun svo hægt sé að sletta ærlega úr klaufunum í kvöld.“ Auddi mun ekki láta óvissuferðina á afmæl- isdaginn duga því hann ætlar að bjóða fjöl- skyldu sinni, vinum og kunningjum í allsherj- ar veislu á laugardaginn. Hann er búinn að leigja skemmtistaðinn Square við Lækjartorg fyrir herlegheitin og býst við mörgum gest- um. Sveppi og Pétur Jóhann, skemmtikraftar og góðvinir Audda, verða veislustjórar og því má búast við miklu stuði. „Ég vildi hafa þetta svona skipt en á laugardaginn er samt aðal- veislan og verður vonandi svaka fjör fyrir alla. Ég verð með skemmtikrafta og hljómsveitir til að skemmta liðinu,“ segir Auðunn en Sverrir Bergmann ætlar að syngja og hann vonast til að Páll Rósinkranz úr Jet Black Joe komist til að taka lagið fyrir sig. Góður félagi Audda, Egill Gillzenegger, hélt upp á afmælið sitt á dögunum og hefur hann verið tíður gestur í sjónvarpsþáttum Audda og Sveppa í vetur. Mikil spenna hefur ávallt ríkt milli félaganna í þáttunum og því er spurn- ing hvort Auddi ætli sér að toppa afmælishald Gillzenegger? „Ja, það verður allavega engin Mercedez Club að troða upp í mínu partíi. Það eru betri líkur á að ég fái Villa Vill og Rúnar Júlíusson til að koma,“ segir Auddi að lokum en hann er nýkominn heim frá Bandaríkjun- um þar sem hann og Gillzenegger voru að taka upp sjónvarpsþætti sem eru væntanlegir innan tíðar. - áp Tveggja daga þrítugsafmæli fyrir Audda „Hann er algjör snillingur. Það er ótrúlega gaman að vera í kringum hann,“ segir ástralski tónlistarmað- urinn Ben Frost sem hefur starfað á Íslandi undanfarin ár. Tónlistarmaðurinn og upptöku- stjórinn heimsfrægi Brian Eno fór af landi brott í gær eftir að hafa dvalið hér í fimm daga sem leið- beinandi Frosts. Fundur þeirra var hluti af Rolex-verkefninu þar sem sex listamenn hvaðanæva að úr heiminum fá að starfa undir hand- leiðslu þekktra listamanna í ár. „Við spjölluðum saman og reyndum að finna grundvöll fyrir samstarfi,“ segir Frost sem gaf síðast út plöt- una By the Throat hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Bedroom Music. Þeir hittust bæði heima hjá honum og í hljóðverinu Gróðurhúsinu. „Við fórum út á land nokkrum sinnum. Við fórum á Vík og fleiri staði og það var gaman að koma á svörtu strendurnar á Suðurlandi. Það er alltaf gaman að sýna fólki landið.“ Frost segir heimsókn Eno aðeins byrjunina á samstarfinu og hann ætli að koma aftur til lands- ins á árinu. Enn á eftir að koma í ljós hvort þeir muni semja tón- list saman. „Ég fæ innblástur frá honum bara með því að vera í sama herbergi og hann og tala við hann. Vonandi vex eitthvað út frá þessu,“ segir Frost og játar að það sé mik- ill heiður að fá að starfa með Eno. Seinna á árinu er fyrirhuguð viða- mikil kynning á Rolex-verkefninu í Kína þar sem félagarnir hittast aftur og bera saman bækur sínar. Hinn þrítugi Ben Frost er ánægð- ur með samstarfið við Eno en annað mál hvílir þó þungt á honum. Hann er ekki enn kominn með dvalarleyfi á Íslandi þrátt fyrir að hafa verið búsettur hér í fimm ár og tala rei- prennandi íslensku. Hann er að vonum afar ósáttur við gang mála. „Ég er að kynna íslenska tónlist en er samt enn þá fastur í þessu. Mig langar bara að ljúka þessu máli.“ freyr@frettabladid.is TÓNLISTARMAÐURINN BEN FROST: HANN ER ALGJÖR SNILLINGUR Fékk innblástur frá Brian Eno í Íslandsheimsókn SAMSTARFSMENN Ben Frost og Brian Eno áttu góðar samverustundir hér á landi. Eno er væntanlegur aftur til landsins síðar á árinu. „Þetta er fyrsta atvinnuleiksýn- ingin sem er sett upp á Rifi frá upphafi,“ segir Kári Viðarsson. Hann frumsýnir einleikinn Hetja í gömlum frystiklefa á Rifi í Snæfellsbæ á föstudaginn. Um gamanleik er að ræða sem er byggður á Bárðarsögu Snæfells- áss. Kári samdi einleikinn sjálfur í samstarfi við Víking Kristjánsson, sem leikstýrir verkinu, og bregður sér þar í hin ýmsu hlutverk. „Sagan sem ég ólst upp með, Bárðarsaga, er dálítið samofin minni æsku á Hellissandi, enda tengist Hellissandur sögunni mjög sterkt,“ segir Kári, sem útskrif- aðist úr leiklistarnámi í London fyrir tæpu ári. „Þetta blundaði alltaf í mér á meðan ég var úti í náminu. Ég ákvað bara að kýla á þetta og hugsaði að ef ég geri þetta ekki gerir þetta pottþétt einhver annar.“ Hann gerir ráð fyrir um fimm- tíu áhorfendum á hverri sýningu í frystiklefanum gamla, sem er í óstarfræktri fiskvinnslu á Rifi. „Þetta er frábært leikrými. Það er rosalega gaman að leika þarna inni,“ segir hann og hlakkar mikið til frumsýningarinnar. Fjórar sýn- ingar verða um næstu helgi en þá verður einmitt haldin bæjarhátíð á Hellissandi þar sem fjöldi brott- fluttra íbúa lætur jafnan sjá sig. Kári reiknar með tíu sýningum í viðbót, þrátt fyrir að aðeins um 150 manns búi á Rifi. „Ég vonast til að fólk ákveði að skella sér á smá rúnt. Þetta eru bara einhverjir tveir tímar úr Reykjavík. Náttúru- fegurðin sem maður keyrir fram- hjá er alveg þess virði að maður taki rúntinn.“ Hægt er að skoða kynning- armyndband fyrir sýninguna á Youtube.com ef slegið er inn leit- arorðið Hetja. - fb Setur upp fyrstu atvinnuleiksýninguna á Rifi KÁRI VIÐARSSON Kári frumsýnir á föstudaginn einleikinn Hetja í gömlum frystiklefa í Rifi. FRÉTTIR AF FÓLKI AFMÆLISBARN Auðunn Blöndal fyllir 30 ár í dag og heldur upp á afmælið með stæl. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ■ Brian Eno, sem er einn af merkustu núlifandi tónlistarmönnum, var gest- ur Listahátíðar í Reykjavík fyrir tveimur árum. ■ Hann vakti fyrst athygli í hljómsveitinni Roxy Music á 8. áratugnum. Eftir það hóf hann sólóferil þar sem tilraunakennd tónlist var í fyrirrúmi. Mínimalísk nálgun hans varð til þess að hann skóp einn og óstuddur hina svokölluðu ambient-tónlist. ■ Í gegnum árin hefur Eno einnig starfað sem upptökustjóri fyrir marga af frægustu flytjendum heims. Hann tók upp Berlínar-trílógíu Davids Bowie, tilraunakenndustu plötur Talking Heads, síðustu plötu Coldplay og hefur tekið upp sex plötur U2, þar á meðal þá síðustu, No Line On The Horizon. TÓNLISTARFERILL BRIAN ENO „Ég er að fara til Ibiza á sunnudaginn í ferð sem ég fékk í verðlaun þegar við unnum Söngkeppni framhaldsskólanna. Síðan ætla ég að njóta sumars- ins, spila á tónleikum og eyða tíma með fjölskyldunni. Um verslunarmannahelgina verð ég síðan að spila á Neistaflugi og hugsanlega á Þjóðhátíð í Eyjum.“ Kristmundur Axel Kristmundsson rappari. Hljómsveitin Steed Lord á góðu gengi að fagna í Los Angeles þar sem þau hamast við að taka upp tónlist. Tónlist sveit- arinnar, sem er með söngkonuna Svölu Björgvinsdóttur í fararbroddi, var nýlega spiluð af einum frægasta plötusnúð heims, Laidback Luke. Flutti hann lag sveitarinnar á ónefndri tónlistarhá- tíð í Bandaríkjunum þar sem hvorki meira né minna en 120.000 manns dilluðu sér við íslenska tóna. Stutt er síðan tónlistarmaðurinn KK tók ásamt systur sinni Ellen þátt í mótmælum við Seðlabank- ann vegna vaxtanna á gengislánun- um. Þar börðu þau á potta og létu vel í sér heyra ásamt fjölda fólks. Morgunþáttur KK á Rás 1 í gærmorg- un bar nokkurn keim af baráttuanda hans því lokalagið var I Won´t Back Down eftir Tom Petty sem fjallar um að standa fast á sínu og láta ekki fara illa með sig. Skömmu áður hljómaði í þættinum Bob Marley-slagarinn Get Up Stand Up þar sem hlustendur eru hvattir til að berjast fyrir réttindum sínum og gefast aldrei upp. Ævintýri Ölmu, Steinunnar og Klöru í hljómsveitinni The Charlies halda áfram í Los Angeles. Stúlk- urnar héldu að sjálfsögðu upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna á sunnudaginn, en eftir það hafa þær verið uppteknar við upptökur á lagi í hljóðverinu Glenwood Place Studios. Af myndum af hljóðverinu að dæma eru um algjöra paradís að ræða og umhverfið virðist hafa góð áhrif á taugarnar. Það hefur vafalaust hjálpað til þegar rokkekkjan Courtney Love tók upp endur- komuplötu hljóm- sveitarinnar Hole þar á síðasta ári, en hún er þekkt fyrir flest annað en jafnargeð. - áp/fb/afb VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Allt að 150 evrur. 2 Í Mæðragarðinum í Reykjavík. 3 Danska sjónvarpsstöðin DR2.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.