Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 2
2 12. júlí 2010 MÁNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Sjötíu og fimm kind- ur hafa verið keyrðar niður á þjóð- vegum á Vestfjörðum á tímabilinu 17. maí til 11. júlí. Síðast í fyrrinótt var ekið yfir tvö lömb sem bæði drápust. Einungis þrír eða fjórir öku- menn af öllum þessum fjölda hafa tilkynnt óhappið. Hinir hafa ekið í burtu frá fénu dauðu eða limlestu. Þetta segir Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum. „Þessar ákeyrslur á sauðfé er árviss viðburður hjá okkur,“ segir hann. „Svo þegar lömbin fara að stækka, verða vitrari og varkárari fer heldur að draga úr þessu, því þau forðast þá frekar bílana. En ég tel að þetta haldi áfram fram yfir smölun í haust.“ Önundur segir að þeir ökumenn sem tilkynni ákeyrslu á fé séu hinir sömu og verði fyrir miklu tjóni á bílum sínum við áreksturinn. Hinir láti dýrin liggja eftir. „Yfirleitt kemst þetta þannig upp að aðrir vegfarendur láta okkur vita. Bóndinn sem á kindina sem ekið hefur verið á hefur síðan sam- band við okkur. Við skráum atvikið í dagbók lögreglu, prentum skrán- inguna út og sendum til viðkom- andi tryggingafélags. Bændurnir eru tryggðir fyrir þessu að ein- hverju marki.“ Önundur segir að þarna sé fyrst og fremst um tryggingamál að ræða, en að sjálfsögðu einnig brot á dýraverndunarlögum, þegar ekið er á skepnu án þess að tilkynna það. „En það liggur of mikill kostnað- ur í því fyrir lögreglu að finna öku- mann er hefur ekið á skepnu sem er búin að liggja í smá stund, svo ekki sé talað um tvo eða þrjá daga.“ Önundur kveðst telja að þeir sem skilji dýrin eftir í blóði sínu, lífs eða liðin, séu ekkert að stoppa. Þeir haldi bara áfram. „En það hlýtur að sækja eitthvað á menn þegar þeir hafa farið svona að ráði sínu og skilja dýrið eftir dautt eða limlest.“ Önundur segir að þegar tilkynn- ing um ákeyrslu berist lögreglu sjái hún um aflífun dýrsins sé ekki um mjög langan veg að fara. Ella sé haft samband við bændur nærri slysstað og einhver þeirra beðinn um að ann- ast aflífunina. Spurður hvort ekki sé hægt að stemma stigu við ákeyrslum á búfénað með girðingum meðfram þjóðveginum í umdæminu bendir Önundur á að þá þyrfti að girða þús- und kílómetra langa girðingu. Mis- jafnar skoðanir séu uppi á svo stórri framkvæmd. jss@frettabladid.is Í HÆTTU Á SUMRIN Sauðfé við þjóðveginn í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum er í hættu á sumrin vegna vangár sumra ökumanna með hörmulegum afleiðingum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. FRÉTTABLAIÐ/STEFÁN Búið að keyra niður 75 kindur fyrir vestan Ekið hefur verið á 75 kindur á Vestfjörðum það sem af er sumri. Einungis þrír til fjórir ökumenn hafa tilkynnt ákeyrslu. Hinir hafa ekið burt frá fénu dauðu eða limlestu. Girða þarf þúsund kílómetra til að koma í veg fyrir lausagöngu. En það hlýtur að sækja eitthvað á menn þegar þeir hafa farið svona að ráði sínu og skilja dýrið eftir dautt eða limlest.” ÖNUNDUR JÓNSSON YFIRLÖGREGLUÞJÓNN Björt, er hátíðin lunga lista á Íslandi? „Já, þar sem hjartað slær.“ Björt Sigfinnsdóttir er einn af skipuleggj- endum listahátíðarinnar LungA sem hald- in er á Seyðisfirði í tíunda skipti í ár. SLYS Karlmaður kastaðist af mótorhjóli á Miklubraut skömmu eftir hádegi í gær. Hann lenti á umferðareyju við girðingu sem aðgreinir umferð- ina eftir brautinni. Mótorhjólið rann niður eftir brautinni tugi metra. Að sögn sjónarvotts var vél- hjólamaðurinn að taka fram úr bifreið og sýndist sjónarvottin- um sem hann hefði síðan misst stjórn á mótorhjólinu. Maður- inn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans. Að sögn vakthafandi læknis virtist maðurinn ekki alvarlega slasað- ur við fyrstu skoðun. Betur fór en á horfðist: Kastaðist af mótorhjóli við framúrakstur DÓMSMÁL Malcolm Walker, forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, segir fyrir- tækið hafa átt mikla fjármuni á bankareikn- ingum haustið 2008. Hann getur ekki stað- fest hvort það hafi verið 38 milljarðar króna. Rannsóknarfyrirtækið Kroll er nú að stað- reyna hvort peningarnir hafi í raun tilheyrt Iceland Foods. Slitastjórn Glitnis telur líklegt að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi átt 38 milljarða króna bankainnistæður í erlendum bönk- um hálfum mánuði fyrir bankahrun. Byggir hún grun sinn á tölvuskeyti sem Jón Ásgeir Jóhannesson sendi Lárusi Welding, forstjóra Glitnis, með afriti á Jón Sigurðsson, forstjóra FL Group, viku fyrir þjóðnýtingu bankans. Í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö sagði Jón Ásgeir innistæðurnar hafa hafa verið í eigu Iceland Foods en bæði FL Group og Glitnir voru á þessum tíma hluthafar í Ice- land Foods. „Þetta voru því upplýsingar sem voru að fara á milli hluthafa,“ segir Jón Ásgeir. Ef það er rétt, eru áhöld um hvort Jóni Ásgeiri hafi verið heimilt að upplýsa Lárus Welding og Jón Sigurðsson. Lárentsínus Kristjánsson, formaður skila- nefndar Landsbankans, sem er stærsti hlut- hafinn í Iceland, segist munu grennslast fyrir um hvort innistæðurnar tilheyrðu í raun Ice- land Foods, það væru hagsmunir allra að upp- lýsa málið. - þþ Jón Ásgeir Jóhannesson segir 38 milljarða króna í erlendum bönkum hafa verið í eigu Iceland Foods: Kroll kannar hver átti innistæðurnar EVRÓPA Mikil hitabylgja geng- ur nú yfir Norðurlöndin og Evr- ópu. Í Svíþjóð er hásumarið í full- um blóma og hefur hiti mælst 30 gráður á hverjum degi í vik- unni. Svipaða sögu er að segja í Nor- egi og Danmörku og er fólk varað ofþornun og of mikilli útiveru. Eldri borgarar eru hvattir til þess að fara varlega og eru elli- heimili í Danmörku að byrgja sig upp af viftum og loftkælingum fyrir vistmenn sína. Víða í Evrópu hefur hitabylgja gert óskunda. Á Englandi, þar sem hitinn hefur verið yfir 30 gráðum í nokkurn tíma, hafa fjöl- mörg banaslys verið rakin til hit- ans. Á Spáni hefur hitinn verið um 39 gráður undanfarna viku og yfirvöld í Belgíu vara við vatns- skorti í landinu haldi áfram að vera svona þurrt og heitt í veðri. Búist er við að þessi fyrsta hita- bylgja sumarsins í Evrópu gangi yfir í næstu viku. Vestanhafs er líka mjög heitt. Í New York í Bandaríkjunum hefur hitinn farið upp í 40 stig og hafa borgaryfirvöld opnað loftkælinga- herbergi víðs vegar um borgina. -áp Hitamet slegin í Evrópu í fyrstu hitabylgju sumarsins: Meðalhitinn milli 30 og 40 gráður HEITT OG RAKT Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og nágranna okkar á Norðurlönd- unum. DÓMSTÓLAR Gegnsæi er mun meira í bandarísku réttarkerfi en hér á landi. Nær öll dómsgögn máls slitastjórnar Glitnis gegn fyrr- verandi stjórnendum og eigendum bankans voru birt á vef dómstóls- ins, þar á meðal allar eiðsvarnar yfirlýsingar og ítarlegar upplýs- ingar um málsástæður og lagarök aðila málsins. Þetta komk fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Dómsniðurstöður eru birtar á vefsíðum hér á landi, í flestum til- vikum með nöfnum málsaðila og ákæruskjöl eru aðgengileg þrem- ur dögum eftir birtingu ákæru. Enginn annar aðgangur er veittur. - sv Gegnsæi hjá dómsstólum: Íslenska kerfið leynir gögnum JÓN ÁSGEIR OG JÓN SIGURÐSSON Jón Ásgeir vísar ásökunum um að hann eigi 38 milljarða í erlendum bönkum á bug. Ung kona lét lífið þegar hún féll fyrir björg í Urðum í fólk- vangi Norðfjarðar í gær. Fallið var um átján til tut- tugu metrar og var konan látin þegar að var komið. Unga konan var fædd 1989 og var gestkomandi í bænum. Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. - áp Banaslys í Neskaupstað: Lést þegar hún féll fyrir björg ÍSRAEL Avigdor Lieberman, utan- ríkisráðherra Ísraels, hefur varað aðgerðarsinna, sem ætla sér að flytja hjálpargögn til Gasa, við því að þeir muni ekki geta lokið verki sínu. Ísraelski sjóherinn undirbýr sig undir að grípa inn í ef för líbíska skips- ins heldur áfram. „Ég segi það skýrt, ekkert skip mun koma til Gasa. Full- veldi okkar verður ekki velt,“ sagði Lieberman um málið. Skipstjóri skipsins segist ekki hafa fengið nein tilmæli frá Ísrael um leiðangurinn og ætlar að halda áfram. Gerir hann ráð fyrir að komast til Gasa á mið- vikudag. Sex vikur eru síðan níu Tyrk- ir voru drepnir við að reyna að koma hjálpargögnum til Gasa. Þær aðgerðir Ísraelsmanna voru fordæmdar af mörgum leiðtogum heims. - bþh Ísraelar stöðva umferð: Ekkert skip kemst til Gasa Brotist inn á Selfossi Brotist var inn í félagsheimili hesta- manna á Selfossi í fyrrinótt. Skemmd- ir voru unnar á bústaðnum en ekki er útlit fyrir að neinu hafi verið stolið að sögn lögreglu. Flatskjá rænt í Árnessýslu Tilkynnt var um innbrot í sumarbú- stað í Árnessýslu. Þjófarnir höfðu á brott með sér flatskjá en ekki er vitað hvenær þeir voru að verki. Innbrotið uppgötvaðist þegar eigendur bústað- arins komu að seint í fyrrinótt. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.