Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 4
4 12. júlí 2010 MÁNUDAGUR MENNING Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Gríms- son veitti Nýlistasafninu íslensku safnaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Nýlistasafnið hefur síðan í byrjun árs 2008 farið í viðamikla skráningarvinnu á safneign og gögnum tengdum sögu safnsins, sem var stofnað 1978. Dómnefndin telur að með þessar vinnu hafi safnið sýnt fram á mikilvægi sýnileika safneignar fyrir starfsemi safna og menningarstarfs almennt. Byggðasafn Skagfirðinga að Glaumbæ og Heim- ilisiðnaðarsafnið á Blönduósi voru einnig tilnefnd til verðlaunanna. Það eru Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og félag íslenskra safna og safnamanna sem standa saman að verðlaununum, en þau eru veitt annað hvert ár safni sem með starfsemi sinni þykir skara framúr. - áp Forseti Íslands veitti íslensku safnaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum: Nýlistasafnið hlaut heiðurinn ORKUMÁL Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir að ríkisstjórnin eigi að gera það að úrslitaatriði að samningum um kaup kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á 43 prósenta hlut í HS orku verði rift. Haft var eftir Ásgeiri Margeirs- syni, framkvæmdastjóra Magma á Íslandi, í fréttum RÚV á laugar- dag að iðnaðarráðuneytið hafi „leið- beint“ fyrirtækinu að stofna félag á EES-svæðinu til að uppfylla lög um erlenda fjárfestingu. Í framhaldinu hafi verið stofnað fyrirtæki í Sví- þjóð utan um eignarhlutinn, svo- nefnt skúffufyrirtæki. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði þetta vera grafalvarleg tíð- indi og ástæða væri til að rifta samningum. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra vísar því á bug að ráðuneytið hafi leiðbeint Magma Energy í mál- inu og kallaði viðbrögð Svandísar „ódýrt upphlaup“ í fréttum í gær. Í samtali við Fréttablaðið segir Ásgeir misskilnings hafa gætt í frásögn RÚV. Magma hafi einungis leitað upplýsinga hjá iðnaðarráðu- neytinu, en ekki fengið neinar leið- beiningar. Iðnaðarnefnd fundar um málið í dag að ósk Margrétar Tryggvadótt- ur, þingmanns Hreyfingarinnar. Að sögn Skúla Helgasonar, formanns nefndarinnar, verður rætt við alla hlutaðeigandi í málinu. Hann vill ekki tjá sig fyrr en að því loknu. Ögmundur Jónasson segir að Magma Energy hafi orðið uppvíst að loddaraskap. „Það eru brögð í tafli. Þetta er skúffufyrirtæki í Svíþjóð, augljóslega bara til mála- mynda, og gefur fullt tilefni til inn- gripa af hálfu ríkisvaldsins.“ Eftirlitsnefnd um erlenda fjár- festingu hefur tvívegis fjallað um málið. Í bæði skiptin klofn- aði nefndin en meirihluti komst að þeirri niðurstöðu að kaupin á HS orku væru lögmæt. Ögmund- ur véfengir úrskurð nefndarinnar og segir klofninginn draga úr vægi hennar. Spurður hvort hann telji að VG eigi að gera málið að úrslitaatriði fyrir áframhaldandi stjórnarsam- starfi, segir Ögmundur að ríkis- stjórnin öll eigi að gera málið að úrslitaatriði. „Er það ekki ein af grunnstoðum þessarar ríkisstjórn- ar að auðlindir verði í almanna- eigu? Ríkisstjórnin á að setja þetta mál undir og ef henni tekst það ekki er hún að falla á prófi.“ Reynt var að ná í Svandísi Svav- arsdóttur umhverfisráðherra, Katr- ínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra og Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra vegna málsins í gær en án árangurs. bergsteinn@frettabladid.is Deilt um Magma innan ríkisstjórnar Umhverfisráðherra vill að kaup Magma Energy á HS-orku verði rannsökuð. Hún sakar fyrirtækið um blekkingar. Iðnaðarnefnd fundar um málið í dag. Úrslitaatriði fyrir ríkisstjórnina að rifta samningum, segir Ögmundur Jónasson. SVARTSENGI Iðnaðarnefnd fundar um málefni Magma í dag og að sögn formanns nefndarinnar verður rætt við alla hlutaðeigandi í málinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ORKUMÁL Ögmundi Jónassyni, þing- manni VG, hugnast ekki hugmyndir um að rýmka lög um erlenda fjár- festa. Ísland er í öðru sæti á lista OECD yfir lönd með mestar takmarkan- ir á beinni fjárfestingu erlendra aðila. Að sögn Gylfa Magnús- sonar, efnahags- og viðskipta- ráðherra, er nú unnið að endur- skoðun laga um takmarkanir á erlendri fjárfest- ingu og verður frumvarp þess efnis líklega lagt fram í haust. „Það á alls ekki að rýmka þess- ar heimildir,“ segir Ögmundur. „Við eigum glæsileg orkufyrirtæki sem byggð hafa verið upp fyrir almanna- fé. Nú stöndum við frammi fyrir því að fjárfestar vilja nýta erfiða stöðu okkar til að komast yfir þessar eign- ir. Við eigum ekki að auðvelda þeim það.“ - bs Lög um erlendar fjárfestingar: Ögmundur vill ekki rýmka lög VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 34° 37° 25° 35° 30° 29° 29° 24° 16° 32° 32° 35° 22° 21° 20° 27°Á MORGUN Mjög hægur vindur um allt land. MIÐVIKUDAGUR Hæg austlæg eða breytileg átt. 12 12 10 14 10 11 13 11 12 11 7 6 7 2 3 4 7 4 5 3 5 3 14 12 12 13 15 14 10 12 12 15 SKÚRAVEÐUR Litlar breytingar verða næstu daga. Veðurfarið ein- kennist af hægum vindi eða hafgolu og skúrum. Skjótt skipast veður í lofti og í skúraveðri skín sólin oft skært milli hressilegra rign- ingardemba. Hiti verður víða á bilinu 10-15°C á daginn. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Mildi þykir að eng- inn skyldi slasast þegar bíll varð skyndilega alelda á bensínstöð á Selfossi í fyrrinótt. Fáir voru á ferli á bensínstöðinni. Einhverra hluta vegna kviknaði í bílnum af sjálfu sér en það þykir happ að hann var staðsettur í dálítilli fjarlægð frá bensíndælunum. Að sögn varðstjóra lögregl- unnar á Selfossi þurfti að kalla til slökkvilið. Gekk slökkviliðs- mönnum greiðlega að ráða niður- lögum eldsins. Bíllinn er talinn ónýtur eftir eldsvoðann. - áp Slökkvilið kallað út á Selfossi: Logandi bíll á bensínstöð LÖGREGLUMÁL Erlendur ferða- maður slasaðist í gönguferð um eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi í gærdag. Maðurinn ökklabrotnaði og var fluttur með bát á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar. Að sögn lögreglu á Ísafirði var helgin að öðru leyti tíðindalítil. Fjölmennt var á Sæluhelgi á Suð- ureyri og fór hátíðin fram með miklum sóma. - áp Ferðamaður slasaðist í Vigur: Ökklabrotnaði í gönguferð JAPAN Útgönguspár bentu í gær- kvöldi til þess að ríkisstjórn Japan hefði misst meirihluta sinn í efri deild þingsins. Gengið var til kosninga í gær. Ríkisstjórnin heldur þó velli þar sem hún hefur meirihluta í neðri deild þingsins. Naoto Kan forsætisráðherra hefur aðeins verið í embætti í tæpan mánuð. Skuldir Japana eru miklar og lét Kan hafa eftir sér að efnahagskerfi landsins væri það stórt að ekkert ríki í heiminum gæti bjargað því. „Japanska hag- kerfið er 20 til 30 sinnum stærra en Grikklands,“ sagði Kan. - bþh Útgönguspár í Japan: Meirihluti efri deildar fallinn ÖGMUNDUR JÓNASSON ATKVÆÐI GREITT Japanar kusu til efri deildar japanska þingsins í gær. NORDICPHOTOS/AFP DANMÖRK Maður drap fyrrum kærustu sína í bænum Køge á norðvestur Jótlandi í gær. Lög- reglan fékk ábendingu um að látna konu væri að finna í húsi í bænum en símtalið kom frá tveimur manneskjum sem voru að koma úr veislu í húsinu. Lög- reglan fór strax í viðbragðsstöðu og réðst inn í húsið, þar sem þeir fundu hina látnu. Mun maðurinn hafa skotið kon- una í afbrýðisemiskasti og reynt svo að stytta sér aldur í kjölfarið. Hann var særður þegar lögregla handtók hann. - áp Skotárás á Jótlandi: Myrti fyrrum kærustu sína VERÐLAUNAAFHENDING Birta Guðjónsdóttir, formaður stjórnar Nýlistasafnsins, tók við verðlaununum. FRÉTTABLAÐIÐ ARNÞÓR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 09.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 201,7072 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,25 124,85 188,53 189,45 157,35 158,23 21,102 21,226 19,499 19,613 16,565 16,663 1,403 1,4112 185,82 186,92 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Viðarhöfða 6 – Reykjavík / Bæjarhrauni 12 – Hafnarfirði www.sindri.is / sími 575 0000 Verslanir PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 01 49 3 69.900 Verð með vsk. 18 V höggborvél DC988KL Öflug 18 V borvél m. höggi 3ja gíra, 0-450/1450/2000 Átak 52 Nm. 2x2,0 Ah Li-Ion rafhlöður 40 mín. hleðslutæki Taska fylgir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.