Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 10
 12. júlí 2010 MÁNUDAGUR Hundadagar eiga nafn sitt að rekja til Rómverja sem kölluðu heitasta tímabil sumarsins frá miðjum júlí fram yfir miðjan ágúst hundadaga eftir stjörnunni Síríus í stjörnumerkinu Stóra- hund. Hundadaga þekkja Íslendingar þó kannski einn helst þar sem þá ríkti eini íslenski konungurinn, Jörgen Jörgensen eða Jörundur hundadagakonungur. Jörundur þessi var þó danskur og ríkti hann frá 25. júní til 22. ágúst árið 1809 eftir að hafa lýst yfir sjálfstæði á Íslandi frá dönsku krúnunni. Bylting Jörundar tókst ekki sem skyldi og var hann sendur í útlegð til Tasmaníu, þó fyrir aðrar sakir væri, en þar var hann jafnan kallaður fyr- rverandi konungur Íslands. Nýttu tækifærið og minnstu Jörundar með góðu BKI kaffi. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Hundadagar hefjast á morgun! Fagnaðu hundadögum með BKI kaffi Hundadagar byrja á morgun Kauptu BKI fyrir hundadagana Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. EFNAHAGSMÁL Landsframleiðsla jókst um 0,2 prósent að meðaltali hjá aðildarríkjum Evrópusambands- ins (ESB) á fyrsta fjórðungi ársins og mælist hagvöxtur þar nú 0,5 pró- sent á ársgrundvelli. Hagvöxtur jókst jafn mikið innan evrusvæðis- ins á sama tíma. Hagvöxtur var 0,1 prósentustigi meiri á ársgrundvelli. Framkvæmdastjórn ESB býst við 0,9 prósenta hagvexti á evrusvæð- inu í ár eftir 2,1 prósent samdrátt í fyrra. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í endurskoðuðum gögnum Eurostat, hagstofu ESB, sem birt voru á miðvikudag. Greiningar- aðilar í Evrópu segja niðurstöðurn- ar í samræmi við væntingar. Til samanburðar jókst lands- framleiðsla hér um 0,6 prósent á milli ársfjórðunga. Þeir hagfræð- ingar sem Fréttablaðið hefur rætt við benda á að meiri sveiflur séu í íslensku hagkerfi en evrópsku og því séu ársfjórðungstölurnar ekki samanburðarhæfar. Það ætti þó að segja eitthvað um stöðu landsins í alþjóðlegu samhengi að hagkerf- ið hefur dregist saman um 6,5 pró- sent á ársgrundvell. Aðrar eins tölur sjást ekki á meginlandi Evrópu um þessar mundir, ekki einu sinni hjá verst settu löndunum nú um stund- ir, svo sem í Grikklandi, Spáni og Portúgal. Samkvæmt gögnum hagstofunn- ar var hagvöxtur mestur á Írlandi miðað við ársfjórðunginn á undan, eða um 2,7 prósent. Hagvöxtur þar í landi er enn neikvæður um 0,6 pró- sent. Þá var 1,1 prósenta hagvöxtur á milli fjórðunga í Portúgal. Athygli vekur að Portúgal, sem flokkast til þeirra landa sem glíma við ein- hverja mestu fjárhagserfiðleikana innan ESB nú um stundir, flaggar 1,8 prósenta hagvexti á ársgrund- velli. Mesta niðursveiflan á milli fjórð- unga var í Litháen og Eistlandi en bæði löndin glíma við mikla fjár- hagserfiðleika. Hagkerfi Litháens dróst saman um 3,9 prósent en hag- kerfi Eistlands um tvö prósent. Líkt og sjá má á grafinu hér til hliðar eru Eystrasaltsríkin að snúa við úr afar djúpri lægð. Howard Archer, aðalhagfræð- ingur hjá evrópska greiningarfyr- irtækinu IHS Insight, segir í sam- tali við fréttastofu Reuters nýjustu hagtölur í Evrópu geta villt mönnum sýn. Líkt og hér skýrir bætt birgða- staða viðsnúninginn að nokkru leyti. Líf hafi ekki færst í fjárfestingar, einkaneysla ekki tekið við sér líkt og vonast hafi verið til og útflutn- ingur sé undir væntingum. Þrátt fyrir mikið atvinnuleysi á evru- svæðinu og snarpan niðurskurð í opinbera geiranum á efnahagssvæð- inu býst Archer þó við bata síðar á árinu. jonab@frettabladid.is Mesti samdráttur- inn í Evrópu er hér Hagkerfið á meginlandi Evrópu hefur tekið að vaxa á ný eftir kreppuna. Já- kvæðar tölur sjást nú í fyrsta sinn í eitt og hálft ár. Hagfræðingur býst við bata á meginlandinu út árið. Ekki er útilokað að neikvæðar tölur sjáist lengur hér. 10 5 0 -5 -10 -15 -20 Litháen Ísland ESB Evrulöndin Lettland Eistland 2008 2009 2010 Hagvaxtarþróun í nokkrum löndum Breyting á hagvexti í nokkrum löndum miðað við tólf mánaða tímabil frá fyrsta fjórð- ungi 2008 til fyrsta fjórðungs 2010 Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent milli fjórðunga hér á fyrstu þremur mán- uðum ársins. Hagvöxtur var hins vegar neikvæður hér um 6,5 prósent og er mesti samdrátturinn hér af þeim löndum sem hagstofa ESB ber okkur saman við. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, sagði í samtali við fréttamiðilinn Vísi, þegar Hagstofa Íslands birti hagvaxtar- tölur sínar í júní, óvarlegt að álykta að kreppunni hér sé lokið. Vöxtinn sagði hann skýrast af aukinni birgðastöðu í landinu, þá einkum af framleiddum en óseldum birgðum sjávarafurða. Vísbendingar séu um að hagvöxturinn verði aftur neikvæður á öðrum ársfjórðungi þessa árs, að hans mati. Kreppan heldur áfram hér SPÁNN Milljónir Katalóníubúa mót- mæltu úrskurði stjórnarskrár- réttar í Barcelona á laugardag og flögguðu rauðum og gulum fánum, með áletruninni „Við erum ríki.“ Katalóníubúar hafa lengi litið á Katalóníu sem sjálfstætt ríki þó það sé ekki viðurkennt sem slíkt á alþjóðavettvangi. Katalónía er eitt 17 sjálfstjórnarhéraða á Spáni og hefur gengið hvað lengst í að sækja aukið vald frá ríkisstjórn lands- ins. Árið 2005 samþykktu íbúar Katalóníu ný lög í þjóðaratkvæða- greiðslu um frekari skiptingu valdsins milli spænska ríkisins og héraðsins. Vilja Katalóníubúar hafa meiri völd yfir skatttekjum og dómsmálum. Á föstudag kvað stjórnarskrár- réttur á Spáni upp þann dóm að Katalónía hefði engan lagalegan rétt til þess að skilgreina sig sem sjálfstætt ríki. Í dómnum var kata- lónskan enn fremur ekki sögð æðri spænsku. „Þessi mótmæli eru upp- hafið að sjálfstæðinu sem við vilj- um fyrir landið okkar,“ lét kata- lónskur námsmaður hafa eftir sér. - bþh Katalóníubúar mótmæla úrskurði stjórnarskrárréttar um sjálfstæði héraðsins: Katalónía má ekki lýsa yfir sjálfstæði SJÁLFSTÆÐI Katalóníubúar vilja sjálf- stæði frá Spáni. Á laugardag voru fjöl- menn mótmæli í Barcelona. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LETILÍF Í PARÍS Fólkið sem flatmagaði á bökkum Signu í gær virtist ekki hafa miklar áhyggjur af efnahagsmálum en framkvæmda- stjórn ESB býst við 0,9 prósent hagvexti á evrusvæðinu í ár eftir samdrátt á fyrra ári. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.