Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 12. júlí 2010 11 Tilb kr 360.000 DUX CLASSIC 2 DUX Classic 90x200cm/Xtandard yfirdýna 180x200cm og fætur DUX VISTA CLASSIK PAKKI 2 DUX Classic 90x200cm/Xtandard yfirdýna 180x200cm/23cm fætur/ Vista höfuðgafl og Mathilda rykfaldur. Tilb kr 457.000 Ármúla 10 | sími: 5689950 | www.duxiana.com C SAMFÉLAGSMÁL Stafsmenn veitingastaðarins Nítjándu í turninum í Kópavogi hafa ákveð- ið að bjóða þeim sem þurfa upp á súpu, brauð og drykkjarföng alla mánudaga í júlí. Þannig hyggst fyrirtækið leggja sitt af mörkum til samfélagsins eftir að Fjölskylduhjálp Íslands var lokað vegna sumarleyfa út júlímánuð. Þörfin fyrir Fjölskylduhjálpina hefur orðið augljós síðastliðin ár og hefur hún létt mikið undir við framfærslu margra fjölskyldna. Sumarlokunin er því mörgum nauðstöddum erfiður biti að kyngja. „Manni verður að sjálfsögðu hugsað til þeirra fjölmörgu sem reiða sig á aðstoð þessa góða fólks sem þar starfar.“ segir Þórey Ólafsdóttir, markaðsstjóri Veisluturnsins. „Hér innanhúss kviknaði sú hugmynd að við gætum lagt okkar af mörkum til þess að létta undir með þeim einstaklingum og fjölskyldum sem á þurfa að halda. Við leituð- um því til Vífilfells sem og annarra birgja og ekki stóð á þátttöku þeirra.“ Súpukvöldin hefjast í kvöld og verða hald- in aftur mánudagana 19. og 26. júlí. Húsið er opið milli klukkan 17 og 19 og verður tekið á móti gestum á meðan húsrúm leyfir. - bþh Starfsmenn veitingastaðarins Nítjándu í turninum í Kópavogi leggja sitt af mörkum til samfélagsins: Bjóða nauðstöddum súpu á mánudögum Í ELDHÚSINU Þeir Stefán Ingi Svansson og Sigurður Gíslason matreiðslumenn ætla að elda súpu ofan í svanga. Nýr bæjarstjóri ráðinn Bæjarstjórn Grundarfjarðar ákvað á föstudag að ráða Björn Steinar Pálmason í starf bæjarstjóra. Björn starfaði á árunum 2003 til 2007 sem skrifstofustjóri Grundarfjarðarbæjar. Undanfarið hefur Björn unnið sem sérfræðingur í innri endurskoðun hjá Byr sparisjóði. GRUNDARFJÖRÐUR FERÐAMÁL Aðsókn í Viðey hefur stóraukist milli ára. Í maí var 22 prósenta aðsóknaraukning og í júní 34 prósenta aukning. Ekki einungis hefur farþegum áætl- unarferða fjölgað heldur hafa kajakræðarar og smábátaeigend- ur sótt eyjuna í auknum mæli. Unnið hefur verið að betra aðgengi gesta í Viðey í sumar með því að bæta göngustíga, halda fjölbreytta viðburði og lengja opnunartíma kaffihússins, sem nú er opið lengur á þriðju- dagskvöldum. - bþh Stóraukin aðsókn í Viðey: Þriðjungi fleiri fara út í Viðey VIÐEYJARSTOFA Viðey er vel sótt af Reykvíkingum og nærsveitungum. Hætta á skelfiskseitrun Vöktun Hafrannsóknastofnunar og Matvælastofnunar hefur leitt í ljós að magn eitraðra svifþörunga á Breiðafirði og í Hvalfirði er yfir viðmiðunarmörkum. Er því varað við því að kræklingur og skelfiskur frá þessum svæðum getur verið eitraður og óhæfur til neyslu. HEILBRIGÐISMÁL DANMÖRK Unnið er að breytingum á námsstyrkjakerfinu í Dan- mörku og stefnt er á að fækka styrkárum úr sex árum í fimm. Ríkisstjórnin vonast til þess að þetta hvetji námsmenn til að ljúka námi hraðar og fara út á vinnumarkaðinn. Nefndin sem vann að breytingunum telur að háar fjárhæðir geti sparast með því. Þannig væri minni peningum eytt í námsstyrkina og meira skattfé kæmi í ríkissjóð. Þeir sem eru lengur að klára námið munu þó áfram geta fengið námslán. Stúdentar hafa ekki tekið vel í tillögurnar og formaður dönsku stúdentasamtakanna sagði mögu- legt að breytingarnar hefðu öfug áhrif, þar sem fólk þyrfti nú að vinna hlutastörf með námi til að ná endum saman. - þeb Styrkir skertir í Danmörku: Stúdentar klári námið hraðar DÓMSMÁL Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd í tveggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir að kýla lögreglukonu. Atvikið átti sér stað á lögreglu- stöðinni á Selfossi 2008. Héraðsdómur hafði vísað mál- inu frá á þeim forsendum að málið hefði verið rannsakað í umdæminu sem lögreglukonan starfaði í. Hæstiréttur felldi frá- vísunarúrskurðinn úr gildi og sendi málið aftur til héraðsdóms, sem hefur nú dæmt í því. Árásarkonan var mjög ölvuð og æst þegar hún var flutt á lög- reglustöðina. - jss Kona á fertugsaldri í fangelsi: Kýldi lögreglu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.