Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 12. júlí 2010 15 SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Þorgrímur Gestsson, blaðamað-ur og rithöfundur, skrifar grein í Fréttablaðið 10. júlí sl. þar sem hann bregst við pistli mínum um málfar og umburðarlyndi í Víðsjá 6. júlí og styttri útgáfu af honum í Fréttablaðinu daginn eftir. Kjarn- inn í grein Þorgríms er sá að ég eigi frekar að einbeita mér að því að lesa prófarkir og leiðbeina starfsmönnum Ríkisútvarpsins um gott málfar en að ráðast á málvönd- unarmenn og þá sem láta sig móð- urmál okkar varða. Grein mín var ekki árás á mál- vöndunarmenn heldur gagnrýni á dómhörku og alltof ríka tilheig- ingu til umvöndunar í umræðu og ábendingum um málfar. Það væri reyndar í meira lagi sérkennilegt ef ég hefði ætlað mér að koma „afturhaldsorði“ á þá sem unna málinu og leggja stund á málvönd- un því að ég tilheyri sjálfur þeim hópi. Ekki kannast ég heldur við að ég né aðrir íslenskufræðingar af yngri kynslóðinni amist við „hvers konar athugasemdum við málfar“. Í starfi mínu legg ég einmitt mikla áherslu á vandað mál og viðeigandi málsnið og Þorgrímur þarf ekki að óttast að ég leggi blessun mína yfir hvað sem er. Samkvæmt málstefnu Ríkisútvarpsins eiga starfsmenn að leggjast á eitt til að málfar sé til fyrirmyndar. Ég veit vel að það tekst ekki alltaf en það er sannar- lega markmiðið. Þorgrímur tekur undir það meg- insjónarmið íslenskrar málstefnu að það beri að varðveita íslenskt málkerfi í megindráttum og efla málnotkun á sem flestum sviðum en spyr hvar ég vilji draga mörk- in milli þess og „bókstafstrúar- innar“ sem ég talaði um. Því er til að svara að það er vel hægt að þjóna markmiðum málstefnunnar án þess að festast í einstrengings- legum viðmiðum um rétt og rangt. Með bókstafstrú í málfarsefnum á ég t.d. við þá hugmynd að það sem ekki finnist í orðabókum eða hand- bókum hljóti að vera vitlaust. Sam- kvæmt því væri rétt að segja Hann rústaði íbúðina af því að orðabókin gefur slík dæmi en Hann rústaði íbúðinni væri talið rangt mál þó að það sé afar útbreitt og samræmist betur máltilfinningu margra. Til- brigði eins og þessi eru raunar engin ógn við íslenskt málkerfi. Nýjungin felst einfaldlega í því að andlagið er haft í þágufalli en ekki þolfalli og hvorki þolfallinu né beygingarkerfinu er nokkur hætta búin því að flest andlög eru eftir sem áður í þolfalli: Kennarinn braut stólinn, Konan kyssti mann- inn o.s.frv. Að lokum vil ég stinga upp á eft- irfarandi „uppskrift“ að málfars- leiðbeiningum: 1) Að skilgreina nýjungina og lýsa því hvernig hún víkur frá hefðbundinni málnotkun. 2) Að skýra hvers vegna breyt- ingin kemur upp og hvernig notk- uninni er háttað. 3) Að upplýsa um að nýja notkun- in þyki ekki gott mál og þess vegna sé ástæða til að forðast hana við formlegar aðstæður. Ef vel tekst til verður viðtakand- inn einhvers vísari, áttar sig á um hvað málið snýst og getur mynd- að sér sjálfstæða skoðun. Það er líka auðveldara að muna það sem maður skilur. Málfarsábendingar snúast of oft upp í einfölduð boð og bönn þar sem viðtakandanum eru ekki gefnar nægilegar forsendur til að fara eftir þeim. Það er kannski einmitt þess vegna sem þær missa oft marks. Meira um málfar og umburðarlyndi Íslenskt mál Ásgrímur Angantýsson Málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins Samkvæmt málstefnu Ríkisútvarpsins eiga starfsmenn að leggjast á eitt til að málfar sé til fyrirmyndar. Ég veit vel að það tekst ekki alltaf en það er sannarlega markmiðið. Ljósberi heitir blóm sem vex á melum og holtum, í klett- um og víðar, algengt blóm um allt land sem blómgast í júlí og er rauðleitt að lit. Það gengur líka undir heitunum ilmjurt og ununarjurt sökum þess hve vel það angar. En ekki veit ég hvers vegna það er líka kallað píkna- jurt, þúsunddyggðajurt og fjalla- sól. Svo stórfenglegar nafngift- ir fær eitt rauðleitt plöntukríli ekki nema af ærnum ástæðum og þar hlýtur að búa að baki alda- gömul reynsla í sambýli þjóðar og lands; kunnáttan í meðferð og virkni íslenskra grasa hefur skilað sér frá ömmum og mæðr- um til afkomenda fram á þennan dag. Það er íslensk menning. Ljósberi, lambagras, skarifíf- ill, holtasóley, dýragras, vall- arsveifgras, geldingahnappur, prestapungur, melanóra, tófu- gras, blástjarna, já og auðvitað gleymmérei … Ásamt systrum sínum óteljandi mynda slíkar plöntur fíngert net um landið allt, mela og móa, holt og hæðir, fjöll og firnindi. Þær eru rauð- ar og bláar og gular og græn- ar – og hver þeirra er með sínu móti. Sumar eru góðar við maga- kvillum, aðrar styrkja hjartað, enn aðrar eru hollar móðurlífi, sumar eru bragðgóðar, aðrar ilma vel … Allar bera þær lífsafl- inu vitni. Allar hafa þær sprottið úr íslenskri jörð og lagað sig að aðstæðum. Þær eru smáar, fín- gerðar og óumræðilega harðger- ar. Þær hafa lifað af uppblástur og ofbeit, ofsaveður, eldgos og íslenskan landbúnað. Allt. En lúp- ínan mun eyða þeim. Ómerkilegar plöntur … Hún er vissulega blá og setur sterkan svip á landið þar sem hún vex og marga gleður að sjá í fjarska bláar breiður henn- ar þenja sig yfir hæðir og ása. Seyði hennar er sagt bráðgott við ýmsum kvillum og margir eiga bágt með að skilja hvers vegna nú eru uppi áform um að hefta útbreiðslu hennar á völdum stöð- um á landinu. Komin er nokkur reynsla á það hvernig lúpínan hegðar sér hér á landi og í stuttu máli er kraft- ur hennar slíkur að hún leggur undir sig heilu gróðursvæðin ef ekkert er að gert, kæfir smágerð- ari gróður. Jón Loftsson skógræktarstjóri er ákafasti talsmaður líffræði- legrar fábreytni hér á landi og þess að landið sé lúpínu vaxið milli fjalls og fjöru. Á honum var að skilja í viðtali í Frétta- blaðinu nýlega að hann léti sér í léttu rúmi liggja þó að lúpínan útrýmdi á stórum svæðum til að mynda berjalynginu sem gefur okkur berin sem glatt hafa góm íslenskra barna í mörg hundruð ár. Að mati skógræktarstjórans er lyngið síðasta stig gróðurs á undan algjörri gróðureyðingu; þar með er hið harðgera eðli hinnar íslensku flóru notað gegn henni, orðinn vitnisburður um að hún sé „frumstæð“. Svona hugsa lúpínistarnir: en ætli renni ekki tvær grímur á okkur hin við þá tilhugsun að eiga þess ekki kost að tína berin fyrir lúpínubreiðun- um – að eiga ekki framar í vænd- um að liggja í íslenskri brekku fyrir lúpínubreiðunum – að fá ekki framar að teyga að okkur ilminn af blóðbergi og fjalldrapa fyrir lúpínubreiðunum – enda séu þetta allt „frumstæðar“ plöntur og lítt til þess fallnar að búa í haginn fyrir risafurur. Um skóg- ræktarstjórann má hafa sömu orð og séra Hallgrímur notaði um þann slynga sláttumann í sálm- inum um blómið: „Reyr, stör, sem rósir vænar / reiknar hann jafn fánýtt.“ Menn og plöntur Heldur ljótt og leiðinlegt orð- bragð hefur komist á kreik í þessari umræðu að undanförnu. Menn kalla viðleitni til verndar íslenskrar flóru „rasisma“, útmála lúpínu eins og ofsóttan innflytj- anda sem ekki fær sinn þegnrétt í íslensku samfélagi. En lúpínur eru ekki fólk, og það er lítilsvirð- ing við rasisma-hugtakið að nota það af slíkri léttúð. Og lúpínan er ekki í hlutverki þess ofsótta hér, öðru nær, það er hún sem veður nú yfir það sem fyrir er og útrým- ir því. Ef við þurfum endilega að sækja líkingar í mannfélagið til að reyna að átta okkur á því sem hér er um að ræða þá má ef til vill líkja lúpínuræktinni við það þegar Baugskeðjubúðirnar útrýma litl- um og indælum hverfaverslun- um svo að allt verður hagkvæmt, fljótvirkt, staðlað og eins. Eða þegar McDonalds-staðir útrýma fjölbreyttum fjölskylduveitinga- stöðum. Eða hvar þar sem fjöl- breytni víkur fyrir fábreytni. Menn hafa leikið Ísland grátt með taumlausu skógarhöggi fyrst og síðan með því að beita einhverri mest óseðjandi skepnu jarðarinnar, sauðkindinni, hömlu- laust á viðkvæmt land. Reynslan hefur sýnt að um leið og land er friðað fyrir ágangi sauðfjár og traðki hrossa tekur það við sér og fínleg gróðurþekjan myndast. Við eigum ekki að bjóða landinu okkar upp á enn eina manngerða instant- reddinguna. Það er ekki rasismi að trúa á landið og bera virðingu fyrir einkennum þess. „Reyr, stör sem rósir vænar …“ Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Ef við þurfum endilega að sækja líkingar í mannfélagið til að reyna að átta okkur á því sem hér er um að ræða þá má ef til vill líkja lúpínu- ræktinni við það þegar Baugskeðju- búðirnar útrýma litlum og indælum hverfaverslun- um svo að allt verður hagkvæmt, fljótvirkt, staðlað og eins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.