Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 29
híbýli og viðhald ● fréttablaðið ●MÁNUDAGUR 12. JÚLÍ 2010 3 Garðurinn getur verið sann- kallaður sælureitur barna jafnt sem fullorð- inna ef það má leika sér í honum. Til að forða skrúðbeðunum frá traðki lítilla fóta í elt- ingaleik gæti verið snið- ugt að virkja krakk- ana í garðverkin og fá þeim hrífu í hönd. Eins væri hægt að búa til skemmtileg- an leik úr því að aka mold í hjól- börum milli beða. Litlu börnin sem ekki er hægt að nýta til verka verða þá að hafa aðra afþreyingu. Litlir, færanlegir sandkassar eða skemmtileg garðhús eru góð lausn og litríkir rugguhestar eða sniglar vekja alltaf gleði. - rat Garðhús frá Húsa- smiðjunni á 21.895. Grislingarnir geta verið fyrirferðarmiklir í garðinum. Þá er ráð að virkja þá til vinnu eða bjóða þeim upp á skemmtileg leikföng MYND/NORDICPHPOTOS/GETTY ●Á RÓLI Í GARÐINUM Þó sumarkvöldin hér á Íslandi geti verið svöl er engin ástæða til að hanga inni. Haust- ið kemur nógu snemma með veturinn í eftirdragi og nógur tími þá til að leggj- ast undir feld uppi í sófa. Því er ráð að flytja kósíheitin út í garð og koma sér fyrir í rómantískri rólu með teppi og heit- an drykk rétt á meðan sumarið stendur. Garðrólur eru ekki algengar í íslenskum görðum en fyrir því eru engin rök. Þær er að finna í einhverjum verslunum en rólan á myndinni fæst í Grillbúðinni. ● SAMBÝLI FUGLA Í GARÐINUM Smáfuglarnir eiga sér athvarf í görðunum og tilvalið að koma upp fuglahúsi í tré til að laða þá að. Fugla- húsið þarf ekki að vera flókin smíð en fyrir þá sem hafa tíu þumalfingur gæti verið hentugra að kaupa eitt tilbúið. „Neighbird“, sem gæti á ís- lensku verið grannfugl, er tvöfalt fuglahús úr eik 32 x 26 x 12 sentimetr- ar að stærð, hannað af hollenska tvíeykinu Ountwerpduo. Neighbird, eins og nafnið ætti að gefa til kynna, er gert fyrir tvo fugla að byggja sér hreiður í sambýli. Óvíst er hversu margar fuglategundir eru tilbúnar að deila híbýlum en húsið er fallegt og fer vel í tré og gæti flokkast sem villa fyrir einn fugl. Nánar má forvitnast um hönnun tvíeykisins á vefsíðunni www.ontwerpduo.nl þar sem hægt er að kaupa húsið á 84,95 evrur. ● BÍBÍ PASSAR ÞVOTTINN Þessi þvottaklemma kemur úr smiðju fyrirtækis- ins Whippet Grey og er bæði handhæg og fal- leg. Hvert stykki er handskorið í við og eru þar af leiðandi engar tvær þvottaklemmur eins. Að auki gæti líka verið ágæt hugmynd að festa nokkur stykki á greinar út í garðinn heima og lífga þannig aðeins upp á sitt nánasta umhverfi. Strákústur frá Toys R Us á 749 krónur. Barnagaman í garðinum Garðhrífa frá Toys R Us á 749 krónur. Ruggu- snigill frá Húsa- smiðjunni á 3.779 krónur. Hjólbörur frá Toys R Us á 3.699 krónur. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR SUÐURLAND Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 23 stöðum á Suðurlandi og 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Fjöldi lausasölustaða á Suðurlandi Olís, Selfossi Krónan, Selfossi Bónus, Selfossi N1 Fossnesti, Selfossi N1 verslun Selfossi Verslunin Árborg, Selfossi Bjarnabúð, Brautarhóli (Reykholti) Ferðaþjónustan Úthlíð Þrastalundur, Grímsnesi Minni-Borg, Grímsnesi N1, Hveragerði Bónus, Hveragerði Glóðarsel, Laugarvatni Olís, Hellu Söluskálinn Landvegamótum N1, Hvolsvelli Söluskálinn Björk, Hvolsvelli N1 Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri Skýlið, Vestmannaeyjum Vöruval, Vestmannaeyjum N1, Vestmannaeyjum Olís, Vestmannaeyjum Krónan, Vestmannaeyjum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.