Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 34
18 12. júlí 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Valur Norðfjörð Gunnlaugsson Kögurseli 42, Reykjavík, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn þann 6. júlí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 14. júlí kl. 13.00. Sigurbjörg Hoffritz Hinrik Norðfjörð Valsson og Daníela Björgvinsdóttir Gunnlaugur Örn Valsson og Vilborg Nåbye Rut Valsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar Svandís Ásmundsdóttir Hvassaleiti 58, Reykjavík andaðist á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. júlí. Útför hennar verður gerð frá Grensáskirkju miðviku- daginn 14. júlí kl. 15. Hera Hjálmarsdóttir Martha Á. Hjálmarsdóttir Þorsteinn A. Jónsson Jakob Ágúst Hjálmarsson Auður Daníelsdóttir og aðrir ástvinir. MOSAIK Fyrstu tónleikarnir á tónlistarhátíð- inni Sumartónleikar í Skálholtskirkju fóru fram 12. júlí árið 1975. Stofnandi Sumartónleikanna, Helga Ingólfsdóttir semballeikari, lék á fyrstu tónleikun- um ásamt nemanda sínum, Elínu Guð- mundsdóttur. „Fyrsta sumarið voru þær og Manu- ela Wiesler með tónleika og fyrstu árin voru oftast bara þær Helga og Manu- ela allt sumarið. Svo fóru að koma fleiri með,“ segir Sigurður Halldórsson, list- rænn stjórnandi Sumartónleika í Skál- holtskirkju. „Þetta var svolítið ævintýraleg hug- mynd að láta sér detta í hug að stofna tónlistarhátíð hérna í Skálholti, þó að þetta sé helsti sögustaður Suðurlands,“ segir Sigurður. Skálholtskirkja var vígð á sjöunda áratugnum og eftir vígsluna kom Helga Ingólfsdóttir frá námi með sembalinn sinn. „Hún var alltaf að leita að húsi þar sem hann myndi hljóma vel og njóta sín, bæði sem einleikshljóðfæri og í samspili með öðrum hljóðfærum.“ Að sögn Sigurðar fékk Helga hug- myndina að stofnun hátíðarinnar á minningartónleikum um Róbert Abra- ham Ottósson sem haldnir voru í Skál- holtskirkju. „Þá hafði Helga aldrei komið í kirkjuna en ákvað strax að þetta væri rétti staðurinn. Þannig að hún talaði við prestinn og fékk leyfi til að halda tónleika.“ Sigurður segir að fyrstu árin hafi fáir sótt tónleikana. „Það var bara slæð- ingur af fólki. Fyrst var presturinn og prestsfrúin og nokkrir vinir Helgu,“ útskýrir Sigurður en hann man sjálf- ur fyrstu hátíðirnar. „Foreldrar mínir, þau Halldór Vilhelmsson söngvari og Áslaug Ólafsdóttir, voru mjög virk á hátíðinni þannig að ég kynntist þessu sem strákur. Þau sungu bæði í Hljóm- eyki sem var einn af hópunum sem komu mjög oft fram hérna.“ Hátíðin styrkti sig þó í sessi og að tíu árum liðnum var hún orðin að þeim viðburði sem hún er í dag. „Eftir tíu ár byrjaði þetta að vera alvöru stórhátíð með meira umfangi. Árið 1986 urðu þáttaskil en þá var Bachsveitin stofn- uð og hljóðfæri keypt fyrir hana til að flytja barokktónlist með gömlum hljóð- færum. Þá var líka fyrsta stóra tón- verkið pantað sem Jón Nordal samdi.“ En hefur hátíðin haft mikil áhrif á tónlistarlífið hér á landi? „Ég myndi segja að núna eftir 35 ár hafi hátíð- in haft gífurleg áhrif á tónlistarlífið í landinu. Það er búið að frumflytja tvö hundruð íslensk tónverk hérna,“ segir Sigurður. „Þetta er líka eina hátíðin sem lengst af bauð fólki upp á að heyra barokktónlist með barokkhljóðfærum og það hefur verið eitt aðalsmerki hátíð- arinnar líka. Mjög margir af þekktustu sérfræðingum á því sviði hafa komið hingað í gegnum árin.“ Upplýsingar um dagskrá hátíðarinn- ar má finna á www.sumartonleikar.is. martaf@frettabladid.is SUMARTÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTSKIRKJU: FYRSTU TÓNLEIKARNIR FYRIR 35 ÁRUM Svolítið ævintýraleg hugmynd KYNNTIST HÁTÍÐINNI UNGUR Sigurður segir tvö hundruð tónverk hafa verið frumflutt á Sumartónleikum. MYND/ÚR EINKASAFNI REBEKKA A. INGI- MUNDARDÓTTIR leikkona og leik- myndahönnuður er 43 ára. TOPHER GRACE leikari er 32 ára. BILL COSBY leikari er 73 ára. MICHELLE RODRIGUEZ ER 32 ÁRA. „Uppáhaldshluti líkama míns er heilinn. Ég hugsa, alveg sama hvernig líkami minn lítur út. Ég verð ekki sátt nema ég viti hvernig ég á að nota heilann.“ Michelle Rodriguez stundaði nám við viðskiptaskóla áður en hún hætti til að verða leik- kona. Í fyrstu áheyrnarprufu sinni, fyrir myndina Girlfight, var hún ein 350 umsækjenda og hreppti aðalhlutverkið. MERKISATBURÐIR 1636 Um 35 Íslendingar keyptir lausir úr Barbaríinu. 1690 Orrustan við Boyne: mót- mælendatrúar herir Vil- hjálms II sigra kaþólska heri Jakobs II. 1906 Dreyfus-málið: Alfred Dreyfus fær uppreisn æru rúmlega áratug eftir að hafa verið dæmdur sekur fyrir landráð. 1932 Norskir hermenn leggja hluta Austur-Grænlands undir sig og kalla Eirik Raudes Land. 1975 Saó Tóme og Prinsípe fá sjálfstæði frá Portúgal. 1979 Kíribatí fær sjálfstæði frá Bretlandi. Rolling Stones kom í fyrsta sinn fram á Marquee-klúbb- num í London fyrir 48 árum, 12. júlí 1962. Hópurinn sam- anstóð af Mick Jagger, Keith Richards, Brian Jones ásamt Ian Stewart á píanó, Dick Tayl- or á bassa og Tony Chapman á trommur. Fyrrum auglýsingastjóri Bítlanna, Andrew Loog Old- ham, hafði heyrt þá spila og varð umboðsmaður þeirra í apríl 1963. Oldham var nítján ára og yngri en allir hljóm- sveitarmeðlimirnir. Oldham skráði hljómsveitina hjá Decca Records. Ætlun Oldhams var að lýsa meðlimum Rolling Stones sem illgjörnum andstæðum Bítlanna. Haft var eftir Oldham um Bítlana að þeir virtust vera: „Ekkert annað en dauðleg- ar verur, svitnandi í hljóð- verum fyrir manninn.“ Hann stakk upp á fyrir- sögnum eins og „Mynd- irðu leyfa dóttur þinni að giftast Rolling Stone?“ við móttækilega fjölmiðla. Þá lét hann hljómsveitina sitja fyrir án þess að brosa á fyrstu bresku plötu þeirra. ÞETTA GERÐIST: 12. JÚLÍ 1962 Rolling Stones kemur fyrst fram Úrslit hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð voru nýlega kynnt á Eskifirði þar sem heimilið mun rísa. Þetta er fyrsta heimilið sem er hannað frá grunni sam- kvæmt nýjum viðmiðum um skipulag hjúkrunarheimila og markar því tímamót. Einrúm arkitektar hlutu fyrstu verðlaun en alls bár- ust 36 tillögur. Heimilið er ætlað tut- tugu íbúum og mun leysa af hólmi núverandi dval- ar- og hjúkrunarheimili á Eskifirði. Húsið skiptist í þrjár einingar, hver um sig er skipulögð sem heimili þeirra sem þar búa og ein sérstaklega ætluð fólki með heilabilun. Áætlað er að bygging hússins verði boðin út fyrri hluta næsta árs og að það verði tekið í notkun vorið 2013. - gun Einrúm sigraði ESKIFJÖRÐUR Áætlað er að taka nýja hjúkrunarheimilið í notkun vorið 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFMÆLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.