Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 36
20 12. júlí 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Þremur tímum eftir að Eyþór tók puttafarþegann upp í varð hann þreyttur og bað farþega sinn um að taka við stýrinu. Ferðalagið endaði skömmu síðar. og bla- blabla- blabla- blabla Já, en verum hreinskilnar, Nína! Anna er ekki sætasta karamell- an í pokanum. Í alvöru talað! Og... Sjáðu Bára! Höndin mín er þakin furðuleg- um vörtum! Balbla? Ég hringi í þig seinna, Nína. Ég er með sjúkan mann hérna sem ég þarf að sinna! Sjúkur og sjúkur! Haltu sama takti út úr húsinu! Ég heyrði brand- ara ársins í dag! Minnið mig á að segja ykkur hann þegar afleið- ingarnar verða ekki eins óútreiknanlegar. Ég vann! Aftur! Ég vinn alltaf þegar við spilum þennan leik! Aumingi! Aumingi! Aumingi! Ætlarðu ekki að óska mér til hamingju? Hrein og öflug lífræn orka Haltu blóðsykrinum í jafnvægi Grænt te og ginseng. Bragðbætt með Acai safa og granateplum með lágu GI-gildi, sem skilar orkunni hægt út í blóðið og gefur jafnvægi á blóð- sykurinn. Svart te og ginseng. Orkudrykkur sem er ljúffengur á bragðið og ríkur af andoxunar- efnum. Vissir þú að POWERSHOT er svalandi drykkur? Vissir þú að grænt te er vatnslosandi? Hvítt te og ginseng. Bragðbætt með kirsuberjasafa og Acai safa sem gefur sætt og ljúffengt bragð. Vissir þú að lágt GI-gildi gefur jafnvægi á blóðsykurinn? Lyfjalaus lífsstíll hefur þótt svolítið smart undanfarin misseri. Þerapistar setja upp áhyggjuhrukkuna þegar fólk seg- ist taka lyf þróuð til margra ára á rann- sóknarstofum. Nágrannakonan lýsir því stolt yfir að hún gefi ekki börnunum sínum magnil eftir að hún las það í tímariti. Mörg hundruð ára rannsóknir læknavísindanna mega sín lítils gagnvart hveitilausum lífs- stíl. Langskólagengnir læknar, fræði og vísindi geta verið úti. LYF eru ekki gallalaus og stundum eru þau misnotuð. Oftast bæta þau þó heilsufar, bjarga mannslífum og gera lífið betra fyrir fólk með langvinna, ólæknandi sjúkdóma. Fólk sem þarf að taka lyf, þá sérstaklega geðlyf, lendir þó oftar en ekki í ó-um og æ- um – „svo rosaleg þessi lyf.“ Fárveik- ir einstaklingar, sem gætu átt góða von um bata með hjálp lyfja tvístíga oft lengi, verða jafnvel veikari og veikari, áður en læðst er í skjóli myrkurs til geðlæknis. Fordómar í garð geð- sjúkdóma eru auðvitað gömul saga og ný. Að veikt fólk reyni að bæta líf sitt með því að leita lyflækn- inga við þeim, er um leið næst- um tabú. Og er ekki síst að finna meðal þeirra sem telja sig svo víðsýna og opna fyrir nýjum hlutum. MÉR eru eftirminnilegir heimildar- þættir breska leikarans Stephen Fry um geðhvörf. Þar ræddi hann við sjúklinga sem notuðu lyf við sínum sjúkdómi og svo hina sem eru svo háðir maníunni sem fylgir geðhvörfum að þeir geta ekki hugsað sér lífið án hennar. Einn af hverjum fjórum sem greindir eru með geðhvörf og taka ekki lyf endar á því að taka eigið líf í niðurtúrum sem koma í kjölfar hápunktanna. Stephen sjálfur tekur ekki lyf, hann einfaldlega elskar ástandið og er reiðubúinn til að taka áhættuna sem þeirri ákvörðun fylgir. Í LOK þáttarins leið mér svolítið eins og ég hefði verið að horfa á þátt um eit- urlyfjaneytanda. Sem veit að kókaínið mun kannski drepa hann einn daginn – en tekur þá áhættu því fíknin er svo dýrleg. Eftir meira en klukkutíma fræðslu um geðhvörf, bi-polar sjúk- dóm, og oflætishlið sjúkdómsins sem er skemmtileg meðan hún stendur, en hættuleg og því ekki eftirsóknarverð, sagði Stephen Fry að hann vildi samt ekki fórna henni með því að taka lyf. Fólk kýs sjálft hvernig það meðhöndlar sjúkdóma sína, en hrifningin sem þessi þáttur vakti, var umhugsunarefni. Er lyfjalaust líf orðið svo frábært að við dáumst jafnvel að þeim sem leggja sig í lífshættu? Háspenna lífshætta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.