Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 12. júlí 2010 Söngkonan Celine Dion hefur til- kynnt að tvíburarnir sem hún og eiginmaður hennar, René Ange- lil, eiga von á séu strákar. Celine á von á tvíburunum í nóvember á þessu ári. „Celine tilkynnti fjölgun í Ang- elil-Dion fjölskyldunni í maí á þessu ári. Nú hefur hún tilkynnt að hún á von á tvíburastrákum. Hamingjuóskir til hamingjusömu fjölskyldunnar!“ segir söngkonan í tilkynningu sinni. Fyrir eiga hjónin René-Charles Dion Angélil sem fæddur er 2001. Tilkynnt var í ágúst árið 2009 að söngkonan ætti von á öðru barni sínu í nóvember sama ár en þrem- ur mánuðum síðar missti hún fóstrið. Celine Dion gengur með tvíburastráka GENGUR MEÐ TVÍBURASYNI Hjónin eru spennt fyrir fæðingu sona sinna, en söngkonan á von á sér í nóvember. Söngvarinn George Michael var handtekinn í London um helgina fyrir að keyra bíl sinn inn í ljós- myndabúð. Kappinn var á leið heim frá hátíðarhöldum í tengslum við Gay Parade í London og mun hafa ekið Range Rover-bifreið sinni beint inn um glugga búðarinnar sem er í sömu götu og hann býr. Mun söngvarinn hafa litið tauga- veiklaður út þegar hann steig út úr bílnum að sögn vitna á svæðinu. Michael var handtekinn af lög- reglunni, sem grunaði hann um að hafa ekið undir áhrifum en honum var sleppt síðar um nóttina. Var honum gert skylt að mæta fyrir rétt síðar í mánuðinum. Keyrði inn um glugga HANDTEKINN Söngvarinn keyrði bifreið sína inn um glugga á búð um helgina og var handtekinn af lögreglunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Svooona gott Því lengi býr að fyrstu gerð Sumt breytist aldrei Enn sem fyrr býður Gerber upp á mikið úrval af næringarríkum, hollum og góðum barnamat. Veldu aðeins það besta fyrir barnið þitt, því lengi býr að fyrstu gerð. E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 6 6 5 NÝTT FRÁ ORA www.ora.is GRILLUM SAMAN Í SUMAR GRILLUM AF ÁSTRÍÐU Leikkonan Lindsay Lohan þarf að sigrast á sígarettu- fíkninni þegar hún verður lokuð inni í kvennafangelsi síðar í mánuðinum. Vinir hennar óttast mjög um hana. Vinir leikkonunnar ógæfusömu, Lindsay Lohan, óttast að hún muni eiga erfiðast með að sigrast á nik- ótínfíkninni þegar hún verður fang- elsuð fyrir að brjóta skilorðsbund- inn dóm sinn. Lohan, sem er nýorðin 24 ára, þarf að dúsa í allt að nítíu daga á bak við lás og slá eftir að hafa brot- ið skilorð sitt tvívegis. Hún mun dvelja í kvennafangelsi, þar sem stranglega er bannað að reykja. Náinn vinur Lohan segir að hún sé keðjureykingakona sem reyki að minnsta kosti tvo pakka á dag. Þess vegna gæti hún lent í miklum erfiðleikum með að hætta skyndi- lega að reykja. „Það fyrsta sem hún gerir á hverjum degi er að kveikja sér í sígarettu,“ sagði vinurinn. „Ég er satt best að segja mjög hrædd- ur um Lindsay. Ég held að hún hafi ekki farið í gegnum heilan dag án sígarettu í mörg ár. Þetta er ekki eitthvað sem hún getur hætt einn, tveir og þrír. Þetta er alvarlegt vandamál.“ Lohan, sem hefur afplánun sína í Lynwood-fangelsinu í Los Angel- es 20. júlí, hefur átt við vímuefna- vanda að stríða undanfarin ár. Fyrir þremur árum var hún dæmd fyrir að aka undir áhrifum og þurfti hún að ganga um með ól um ökklann sem fylgdist með mögulegri áfeng- isneyslu hennar. „Ég er enn þá ung og er að læra en það þýðir ekki að allt sé satt sem fjölmiðlarnir segja um mig,“ sagði leikkonan í viðtali í síðasta mánuði. Þarf að sigrast á nikótínfíkninni STÓRREYKINGAKONA Lindsay Lohan þarf að sigrast á sígarettufíkninni í kvennafang- elsinu. Hún reykir að minnsta kosti tvo pakka á dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.