Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 42
26 12. júlí 2010 MÁNUDAGUR SIGUR SPÁNVERJA Í MYNDUM Það ríkir mikil gleði á Spáni. Landslið þjóðarinnar sem var fyrir nokkrum árum frægt fyrir að standa aldrei undir vænting- um á stórmótum er nú handhafi heimsmeistaratitilsins og er einn- ig Evrópumeistari. Liðið vann nauman 1-0 sigur á Hollandi í framlengdum úrslitaleik HM í gær. Það er hreinlega ótrúlegt að mörkin hafi ekki verið fleiri í leiknum en bæði lið misnotuðu algjör dauðafæri. Hollendingur- inn Arjen Robben svaf væntan- lega illa í nótt en hann slapp tví- vegis einn í gegn en fór illa að ráði sínu. Cesc Fabregas og Carles Puyol fengu bestu færi Spánverja í hefðbundnum leiktíma en staðan markalaus eftir 90 mínútur og því þurfti að framlengja. Í framleng- ingunni var Spánn klárlega betra liðið. Á 109. mínútu fékk John Heit- inga sitt annað gula spjald og þar með rautt og Hollendingar luku því leiknum með tíu menn. Spán- verjar náðu að nýta sér liðsmun- inn og Andrés Iniesta, sem var magnaður í leiknum, náði að skora á 117. mínútu eftir sendingu frá Fabregas. Hollendingar voru allt annað en sáttir en rétt fyrir markið hefðu þeir átt að fá hornspyrnu en dóm- ari leiksins, Howard Webb frá Englandi, ákvað á einhvern óskilj- anlegan hátt að dæma Spánverj- um markspyrnu. Hollendingar náðu ekki að skapa sér færi í blálokin og Spán- verjar fögnuðu innilega þegar Webb flautaði af. Þeir eru heims- meistarar í fyrsta sinn og eru svo sannarlega vel að þeim titli komn- ir enda með frábært fótboltalið. Eftir leikinn var Iniesta klædd- ur í vesti sem á stóð „Daniel Jarque er alltaf með okkur,“ en Jarque var fyrirliði Espanyol þegar hann lést af völdum hjarta- áfalls í fyrra, 26 ára að aldri. Til- finningarnar báru Iniesta ofurliði eftir leikinn og hann átti í erfið- leikum með að koma upp orði. „Þetta er ótrúlegt. Það eru ekki til orð yfir það hvernig mér líður núna. Þetta hefur verið ótrúleg vinna sem hefur heldur betur skil- að sér. Eftir að hafa skorað hugs- aði ég um fjölskyldu mína og allt það fólk sem mér þykir vænt um,“ sagði Iniesta sem tileinkaði mark sitt minningu Jarque. Þetta er í fyrsta sinn sem Evr- ópuþjóð nær að vinna heimsmeist- aramót utan Evrópu og þar að auki í fyrsta sinn sem lið nær að hampa titlinum eftir að hafa tapað sínum fyrsta leik á mótinu. Spánn vann alla leikina í útsláttarkeppni mótsins 1-0. Hollendingar voru vel skipu- lagðir og áttu frábært mót en þetta féll ekki með þeim í gær. Þeir létu Spánverjana finna vel fyrir sér og voru í raun heppnir að komast í gegnum fyrri hálfleikinn í gær án þess að fá rautt spjald. Þessi harka gerði það þó að verk- um að miðjumenn Spánverja náðu sér ekki nægilega vel á strik. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik opnaðist leikurinn meira í þeim síðari og bæði lið fengu dauða- færi sem ekki nýttust. Undir lokin var varnarleikur Hollands orðinn mjög ótraustur og Iniesta náði að tryggja Spáni sigurinn þegar allt stefndi í vítaspyrnukeppni. Flottu heimsmeistaramóti er lokið og besta liðið vann. elvargeir@frettabladid.is INIESTA SPÁNI GULLS ÍGILDI Andrés Iniesta kórónaði magnaða frammistöðu sína í úrslitaleik heimsmeistaramótsins með því að skora sigurmarkið í framlengingu. Spánverjar því heimsmeistarar í fyrsta sinn og eru vel að titlinum komnir. Þeir eru einnig handhafar Evrópumeistaratitilsins. HETJA Andrés Iniesta fagnar sigurmarkinu sínu í gær. Hann er þegar orðin þjóðhetja á Spáni. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.