Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.07.2010, Blaðsíða 46
30 12. júlí 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GOTT Á GRILLIÐ „Mér finnst sjúklega gott að grilla humar með hvítlauksolíu, skella þessu á ristað brauð með appelsínudressingu. Sumarlegt og seiðandi!“ Edda Guðmundsdóttir, fatahönnuður. LÁRÉTT 2. vöndull, 6. úr hófi, 8. poka, 9. tálknblað, 11. lést, 12. langintes, 14. bæ, 16. málmur, 17. arinn, 18. rénun, 20. á fæti, 21. arða. LÓÐRÉTT 1. hróss, 3. ryk, 4. lostakvalari, 5. nögl, 7. litur, 10. holufiskur, 13. tangi, 15. sólbaka, 16. spíra, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. visk, 6. of, 8. mal, 9. fön, 11. dó, 12. sláni, 14. bless, 16. ál, 17. stó, 18. lát, 20. il, 21. arta. LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. im, 4. sadisti, 5. kló, 7. fölblár, 10. nál, 13. nes, 15. sóla, 16. ála, 19. tt. „Ég var með rosalega flott hár og fannst þetta mjög gaman. Ég lærði að gera svona sjálf og ætla að sýna Karólínu systur minni þegar ég kem heim. Við fengum að skipta tvisvar sinnum um föt og við frænkurnar áttum skemmtilegan dag,“ segir hin átta ára gamla Elena Dís Ásgeirs- dóttir. Elena Dís var með ömmu sinni og frænku sinni, Arndísi Erlu Örv- arsdóttur, í Húsdýragarðinum um síðustu helgi þegar ljósmyndarinn Anna Pálma sá frænkurnar og gaf sig á tal við þær. Hún bauð þeim að sitja fyrir í myndaþætti fyrir ítalska tímaritið Vogue Bambini sem tek- inn var hér á landi fyrir helgi. Elena hefur tekið þátt í nokkrum mynda- tökum frá því að hún var lítil og var til að mynda í jólasjónvarpsauglýs- ingu fyrir netverslunina Littlewoods og í Junoir Magazine. Það er ýmislegt í gangi hjá þessari átta ára hnátu þessa dag- ana því fyrir stuttu fékk hún inn- göngu í Konunglega ballettinn í Danmörku. „Það er mjög erfitt að fá inngöngu í þennan ballett. Oftast eru þær í kringum 10 eða 11 ára sem fá inngöngu auk þess sem Elena var sú eina af Suður- Jótlandi sem komst inn,“ segir Tinna Bessadóttir, stolt af dóttur sinni. Þessi elíta myndar hóp ball- ettstúlkna sem sýnir meðal ann- ars við konunglegar athafnir fyrir Danadrottningu og gesti hennar. Tinna segir fjölskylduna ekki hafa verið með það alveg á hreinu um hversu stórt mál væri að ræða þegar Elenu var boðið að mæta í prufu. „Við komum á svæðið og tókum allt í einu eftir öllu stress- inu í kringum okkur. Þegar við sáum að stelpur voru skælandi eftir að hafa fengið neitun átt- uðum við okkur á því að um eitt- hvað stórt mál væri að ræða,“ segir Tinna. Tveir sérfræðingar voru á svæðinu til að skoða beina- byggingu stúlknanna mjög vel því stúlkurnar í þessum hóp þurfa að hafa hana alveg fullkomna. Þrátt fyrir að þessi ballett sé mjög stórt mál fyrir ballettdans- ara er æfingum haldið í lágmarki. Hugmyndafræðin á bak við æfing- ar er að æfa ekki of mikið heldur æfa vel. Passað er vel upp á lík- ama stúlknanna og reynt að koma í veg fyrir meiðsl eins vel og hægt er. „Þetta er auðvitað gífur- legt tækifæri fyrir Elenu þar sem þessi ballett opnar mikla mögu- leika á að starfa sem ballettdans- ari í framtíðinni ef áhugi er fyrir hendi,“ segir Tinna. linda@frettabladid.is ELENA DÍS: ÁTTA ÁRA BALLERÍNA SITUR FYRIR Í VOGUE BAMBINI Uppgötvuð með ömmu sinni í Húsdýragarðinum „Ég veit ekkert hvernig þeir fundu okkur en ritstjórar blaðsins höfðu samband við mig gegnum netið og vildu fjalla um merkið,“ segir Sunna Dögg Ásgeirsdóttir fata- hönnuður og eigandi barnafata- merkisins Sunbird sem nýlega fékk eftirsóknarverða umfjöllun í ítalska barnatískublaðinu Coll- ezione Baby. Blaðið sérhæfir sig í barnafötum og er íslenska barna- fatamerkið að sögn blaðsins eitt af flottustu merkjum utan meg- inlands Evrópu. Blaðið er skrifað bæði á ensku og ítölsku og dreift í mörgum löndum. „Þetta er náttúrulega frábært að fá svona umfjöllun og gríðarlega mikilvægt þegar maður er að fóta sig á stórum markaði,“ segir Sunna Dögg. Tæpt ár er síðan merkið var stofnað og er hún núna að vinna í að selja fötin út fyrir landstein- ana. Sunbird hefur fengið bás á dönsku tískuvikunni í haust þar sem hún mun sýna línuna fyrir næsta sumar. Vonast hún eftir að umsögnin í blaðinu eigi eftir hjálpa þeim þar. „Við höfum fengið fyrirspurn- ir frá búðum erlendis sem ætla að kíkja á básinn okkar í Kaup- mannahöfn og ég held að þessu blaði verði dreift til gesta sýn- ingarinnar svo við vonum bara það besta,“ segir Sunna sem mun standa vaktina ásamt sambýlis- manni sínum Hauki Hrafni Þor- steinssyni og selja erlendum kaup- endum íslenska hönnun. - áp Ítalir hrifnir af Sunbird SUNBIRD Fær eftirsóknarverða umfjöllun í ítölsku tískublaði fyrir börn. SUNNA DÖGG Á leiðinni með barnafata- merkið Sunbird á dönsku tískuvikuna „Þetta er mjög nútímalegur skóli og það er frábært að vera þarna,“ segir Benedikt Steinar Benediktsson. Hann stundar nám í hljóðupptökutækni við hinn virta háskóla Full Sail í Orlando í Bandaríkjunum. Bene- dikt er í BA-námi um þessar mundir og hyggur á meistaranám að því loknu. Full Sail er þriðji stærsti háskólinn í Bandaríkjunum sem leggur áherslu á tón- listar- og kvikmyndageirann og eins og gefur að skilja kostar námið skildinginn. „Ég er að borga 70 þúsund dollara fyrir BA- gráðu og svo auka 50 þúsund fyrir master, auk kostnaðarins við að búa þarna. Þetta er dýrt en þetta borgar sig alveg,“ segir Bene- dikt, sem er 22 ára. Þeir sem útskrifast úr hljóðupptökutækni starfa meðal annars við að setja hljóð inn á kvikmyndir og við að taka upp tónlist fyrir aðra. Benedikt hefur sjálfur unnið töluvert með íslenska hip hop-upptökuteyminu Redd Lights, sem hefur starfað með söngvaran- um Friðriki Dór, auk þess sem hann gaf út hip hop-plötuna Svona rúllum við undir merkjum Benna Valdez og Brisk. Bene- dikt kynntist nemanda í Full Sail sem hefur samið tónlist fyrir útgáfufyrirtæki sem er í eigu rapparans 50 Cent. Þessi strákur hefur fengið tónlist frá Redd Lights í hendurnar og hugsanlega kemur eitthvað út úr því á næstunni. Benedikt flaug aftur til Orlando í gær eftir vikufrí á Íslandi. Hann lýkur BA-próf- inu eftir tíu mánuði og eftir það taka við tólf mánuðir í strembnu meistaranáminu. - fb Hljóðupptökunám í Orlando LÆRIR HLJÓÐUPPTÖKUTÆKNI Benedikt stundar nám í hljóðupptökutækni við virtan háskóla í Orlando í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Björn Lárus Örvar. 2 Það eru þrjátíu ár. 3 Þær fara í partí í Playboy-höllinni í kvöld. Lagið Go Do með Jónsa í Sigur Rós er notað í nýrri auglýsingu alþjóðlega málningarfyrirtæk- isins Dulux sem verður sýnd víðs vegar um Evrópu og víðar á næst- unni. Auglýsingin er hluti af Let´s Colour-verkefninu sem snýst um að mála grá svæði víða um heiminn með litríkri málningu. Lag Jónsa á vel við auglýsinguna, enda er það einmitt líflegt og litríkt rétt eins og klæðnaður tónlistarmannsins hefur borið vott um í tónleikaferð hans. Sú ferð hefst á nýjan leik í Berlín á föstudaginn eftir nokkurra vikna hlé. Liðsmenn Breiðbandsins vöktu athygli í Popppunkti með því að mæta nauðasköllóttir til leiks og í litríkum Havaí-skyrtum. Með því vildu þeir votta þáttastjórn- endunum, þeim Felix Bergssyni og Dr. Gunna, virðingu sína. Breiðband- ið hafði mikið fyrir því að komast í þáttinn og samdi lagið Popppunktur í þeim tilgangi að komast í sjónvarpssal. Dr. Gunni heyrði lagið á Youtube og sá sig knú- inn til að hleypa sveitinni í þáttinn. Þrátt fyrir metnaðarfullan undirbún- ing Breiðbandsins dugði hann ekki til því sveitin féll úr keppni og er því Popppunktsævintýri sveitarinnar á enda runnið. Listahátíðin Villa Reykjavík hóf göngu sína á föstudaginn. Daginn eftir sýndu nýútskrifaðir listamenn úr LHÍ matjurtaræktun sína uppi á þaki gallerísins Kling og Bang og úti í garði var haldin garðveisla. Ekki vildi betur til en svo að mikil rigning skall á og brá Erling Klingenberg, for- sprakki Kling og Bang, á það ráð að hringja í bróður sinn, sem á stóran sendiferðabíl, og fá hann til að mæta á svæðið. Borðum og stólum var hrúgað inn í bílinn og fengu gestir þar kærkomið skjól frá rigning- unni. - fb FRÉTTIR AF FÓLKIUNG OG EFNILEG Elena Dís komst nýlega inn í konunglega ballettinn í Danmörku. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.