Fréttablaðið - 13.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.07.2010, Blaðsíða 4
4 13. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR EFNAHAGSMÁL Vilji íslensk stjórn- völd auka tekjur sínar með aukinni skattlagningu ætti að leggja niður lægra þrep virðisaukaskattsins og fækka skattþrepunum í tekjuskatt- kerfinu í tvö, samkvæmt tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Íslensk stjórnvöld báðu sér- fræðinga sjóðsins um úttekt á íslenska skattakerfinu og tillög- ur um hvernig auka mætti tekjur ríkisins á næstu árum um eitt til tvö prósent af vergri landsfram- leiðslu. Verg landsframleiðsla á síðasta ári nam um 1.500 millj- örðum króna. Miðað við það ætla stjórnvöld sér að auka skatttekj- ur um 15 til 30 milljarða króna á næstu árum. Í skýrslu AGS, sem gerð var opinber í gær, kemur fram að sér- fræðingar sjóðsins telji íslenska skattkerfið í grundvallaratrið- um gott. Í skýrslunni er farið yfir skattheimtu ríkisins, og settar fram tillögur vilji stjórnvöld auka skatttekjur sínar. Meðal þess sem þar er lagt til er að skattur á matvæli og fleira sem nú fellur í sjö prósenta skatt- flokkinn í virðisaukaskattkerf- inu hækki í 25,5 prósent eins og aðrar vörur. Einnig er lagt til að fjármagnstekjuskattur hækki í 20 prósent og breytingar verði gerð- ar á tekjuskattskerfinu. Yfirlit yfir helstu tillögur AGS er í með- fylgjandi töflu. Hugmyndir um frekari skatta- hækkanir mæta ekki mikilli ánægju hjá hagsmunaaðilum. „Ríkisstjórnin er búin að taka allar þær skattahækkanir sem þetta land getur þolað, og sumir myndu nú meina að það væri búið að ganga lengra en það. Ég trúi því alls ekki að menn séu með ein- hver áform um að auka skattaálög- ur á almenning,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ. Í Fréttablaðinu á laugardaginn kom fram að listahátíðin LungA væri hald- in í tíunda skipti í ár. Það er rangt því hátíðin heldur upp á tíu ára afmæli sitt í ár, en er haldin í ellefta skipti. LEIÐRÉTTINGAR Hugmyndir um viðamiklar breytingar á skattkerfinu 37,22 prósenta skattur af tekjum að 200 þúsund krónum, 40,12 prósent af tekjum frá 200 þúsundum að 650 þúsundum, 46,12 prósent af tekjum yfir 650 þúsund krónum. 18 prósenta skattur af fjármagns- tekjum, frítekjumark vegna vaxta- tekna er 100 þúsund krónur. 7 prósenta skattur á matvöru, heitt vatn, rafmagn, bækur, dagblöð, hljómplötur og fleira. 25,5 prósenta skattur á aðrar vörur. 18 prósenta skattur á tekjur fyrirtækja. Núverandi skattkerfi Tillaga AGS Önnur tillaga AGS 37,2 prósenta skattur af tekjum að 375 þúsundum, 47,2 prósent af tekjum yfir 375 þúsundum. Eykur tekjur ríkisins um 0,25 prósent af vergri landsframleiðslu. 20 prósenta skattur af fjár- magnstekjum, frítekjumark vegna vaxtatekna er 100 þúsund krónur. Eykur tekjur ríkisins um 0,3 prósent af vergri landsframleiðslu. 25,5 prósenta skattur af öllum vörum. Þriðjungi af tekjuauka ríkis- ins af niðurlagningu neðsta þreps- ins varið til að bæta hag tekjulágra. Eykur tekjur ríkisins um 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu. 20 prósenta skattur á tekjur fyrir- tækja. Eykur tekjur ríkisins um 0,13 prósent af vergri landsframleiðslu. 37,2 prósenta skattur af tekjum að 250 þúsund krónum. 42,2 prósent af tekjum frá 250 þúsundum að 500 þúsundum. 47,2 prósent af tekjum yfir 500 þúsundum. Eykur tekjur ríkisins um 0,43 prósent af vergri landsframleiðslu. 14 prósenta skattur á matvöru í matvörubúðum, 25,5 prósenta skattur á allar aðrar vörur og þjón- ustu. Eykur tekjur ríkisins um rétt rúmlega 1 prósent. Tekjuskattur einstaklinga Fjármagns- tekjuskattur Virðisauka- skattur Tekjuskattur fyrirtækja ■ Hækka vörugjöld á eldsneyti svo þau verði nær skött- um í Noregi, sem myndi auka tekjur ríkisins um 0,3 prósent af vergri landsframleiðslu. ■ Auka eignaskatt, þar eru miklir tekjumöguleikar fyrir ríkið, og hægt að hækka skattana þegar tekjur fólks aukast og húsnæðismarkaðurinn tekur við sér. ■ Gera vörugjöld á matvæli markvissari eða leggja þau af í áföngum. ■ Leggja af stimpilgjöld þegar fjárhagsstaða ríkisins leyf- ir enda ekki um sanngjarna skattlagningu að ræða. ■ Leggja af í áföngum vaxtabætur fyrir aðra en tekjulága sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Aðrar tillögur AGS: Danski bærinn Køge er á Sjálandi en ekki Jótlandi eins og sagt var í blaðinu í gær. AGS vill snarhækka skatta Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur fram ýmsar tillögur að breytingum á íslenska skattkerfinu í nýrri skýrslu. Forseti ASÍ segir almenning ekki þola frekari skattahækkanir. Misráðnar hugmyndir segir formaður SI.EFNAHAGSMÁL Afar misráðið væri að hækka skatta til að auka tekjur ríkissjóðs, eins og Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn leggur til, segir Pétur Blöndal, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks- ins í efnahags- og skattanefnd Alþingis. „Ég tel að lífskjaraskerð- ing íslensku þjóðarinnar sé þegar orðin of mikil,“ segir Pétur. Réttara væri að lækka skatta til að auka inn- lenda starfsemi, enda ekki hlaup- ið að því að fá lánsfé eða fjárfest- ingu frá útlöndum. Pétur segir þó jákvætt í skýrslu AGS að sjóðurinn telji skattkerfið hér gott, skattstofn- ar séu almennir og breiðir og fáar undantekningar, sem sé arfleið Sjálfstæðisflokksins. Undan- tekningunum fari þó fjölgandi hjá sitjandi ríkisstjórn, sem sé áhyggjuefni. - bj Tekur ekki undir með AGS: Ekki gott að hækka skatta PÉTUR BLÖNDAL Hann segir að leggjast þurfi í útreikninga áður en afstaða sé tekin til tiltekinna tæknilegra breytinga á skattkerfinu. Eins og staðan sé núna sé augljóst að betra sé að reyna að stækka skatt- stofnana en að leggja á enn hærri skatta. „Það er hættuleg stefna sem AGS er að marka með þessum tillögum,“ segir Helgi Magnús- son, formaður Samtaka iðnað- arins. Hann segir tillögur um aukna skattlagningu misráðnar, þær muni draga hagkerfið niður og seinka því að ástandið hér á landi batni. „Þegar skattlagningin er orðin svona mikil dregur hún ráðstöf- unarfé frá fólki og fyrirtækj- um, og það fé fer ekki í neyslu og fjárfestingar,“ segir Helgi. Þá sé hætta á að orku- og auðlindaskatt- ar komi í veg fyrir erlenda fjár- festingu. Starfshópur fjármálaráðherra vinnur nú að tillögum í skatta- málum og er von á áfangaskýrslu hópsins síðar í vikunni. Ekki náðist í Steingrím J. Sig- fússon fjármálaráðherra í gær, en hann mun vera í sumarleyfi. brjann@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 32° 29° 19° 30° 26° 26° 23° 24° 20° 25° 28° 36° 20° 27° 18° 26° Á MORGUN Hægviðri. FIMMTUDAGUR Víðast hæg NA-átt, en stífari suðaustast. 10 14 13 13 13 13 12 12 10 14 11 18 6 3 2 5 3 4 4 4 3 2 4 15 14 13 12 12 13 15 14 12 10 VÍÐAST GÓÐVIÐRI Veðurspá næstu daga er aldeilis góð og lítur út fyrir góð- viðri fram yfi r helgi um nánast allt land. Búast má við heldur vaxandi NA- átt suðaustanlands á fi mmtudag og örlítið stífari vindi á föstudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður SVISS, AP Leikstjórinn Roman Polanski er frjáls ferða sinna eftir að yfirvöld í Sviss höfnuðu beiðni um að framselja hann til Bandaríkjanna. Í Bandaríkj- unum bíður hans dómur fyrir kyn- ferðisbrot gegn þrettán ára stúlku árið 1977. Polanski hefur verið í Sviss frá því að hann var handtekinn þar í lok sept- ember í fyrra. Hann kom til Sviss til þess að taka við verðlaunum fyrir lífs- verk sitt á kvikmyndahátíð í Zurich. Bandaríkjamenn hafa lýst yfir von- brigðum með ákvörðun svissneskra yfirvalda, sem segja gögn ekki hafa verið fullnægjandi til að samþykkja framsal. Mögulegt sé að hann hafi þegar setið af sér dóminn, en það er byggt á vitnisburði sem ekki fékkst frá Bandaríkjamönnum. Þá var tekið tillit til þess að yfirvöld í Bandaríkj- unum hafi aldrei fyrr óskað eftir framsali Polanskis frá Sviss þrátt fyrir að hann hafi oft áður heimsótt landið, og eigi hús þar. Þá var einnig tekið með í reikninginn að fórnarlamb hans hefur óskað eftir því að málið verði látið niður falla. Polanski getur enn átt yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna ef hann ferðast til annarra landa. - þeb Pólski leikstjórinn Roman Polanski er frjáls ferða sinna: Sviss framselur ekki Polanski POLANSKI Leikstjórinn ætlaði að taka við verðlaunum í Zurich þegar hann var handtekinn af svissnesk- um yfirvöldum, sem hafa nú sleppt honum úr haldi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNTAMÁL Íslenskir námsmenn á Norðurlöndum hafa fengið 155 milljónir króna í styrki vegna bágrar fjárhagsstöðu Alls fengu 532 námsmenn að meðaltali rúmar 291 þúsund krónur hver. Samstarfsráðherrar Norður- landa ákváðu í fyrra að styrkja íslenska námsmenn á hinum Norð- urlöndunum, og veittu til þess yfir 100 milljónir. Í ár voru umsóknir um 43 prósentum fleiri, og hækk- aði upphæðin eftir því. Tæplega 600 sóttu um og uppfylltu um 93 prósent skilyrði. - bj Námsmenn erlendis styrktir: Fá tæplega 300 þúsund hver Reynt að loka borholunni Verkfræðingum hefur orðið nokk- uð ágengt við að loka borholunni í Mexíkó-flóa að sögn Bandarískra yfirvalda. Vonir stóðu til að hægt yrði að loka fyrir lekann síðdegis í gær að staðartíma. BANDARÍKIN AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 12.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,1328 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,95 125,55 187,53 188,45 157,07 157,95 21,066 21,19 19,569 19,685 16,585 16,683 1,4096 1,4178 186,18 187,28 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.