Fréttablaðið - 13.07.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.07.2010, Blaðsíða 8
8 13. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR hefði ekki fundist flötur á því á þeim tíma og enginn hafi bent á það hvernig hægt væri að grípa inn í málin nú. „Þau tæki og tól sem ég hef í höndunum eru þau að reyna að ganga til samninga við þessa aðila um forkaupsrétt ríkisins á hlutn- um þannig að þegar betur árar hjá ríkinu getum við keypt hann vilji þeir selja hann. Það tryggir líka að það verði ekki braskað með hlutinn,“ sagði Katrín og bætti því við að Ross Beaty, forstjóri Magma, hafi tekið vel í hugmynd- ir ráðherra um forkaupsrétt rík- isins þegar málið hafi verið rætt í vor. Katrín segir engan efnisleg- an ágreining um málið innan ríkisstjórnarinnar og sagði ríkisstjórnarflokkana vera sam- mála um það að þeir ætluðu ekki að selja orkufyrirtæki eins og sum sveitarfélög hafa gert. magnusl@frettabladid.is 1. Hversu mörg kíló af amfeta- míni er talið að íslenskir fíklar noti árlega? 2. Hvaða ár voru fjöldamorðin í Srebenica í Bosníu framin? 3. Hversu marga Íslandsmeist- aratitla vann ÍR á Meistara- móti Íslands í frjálsum íþróttum í ár? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 22 HJÓL FYR IR ALLA F JÖLSKYLD UNA 20-30% a fsláttur af hjólum SKIPTIMA RKAÐUR MEÐ NOTU Ð REIÐHJÓ L 20% AFSL ÁTTUR AF AUKABÚN AÐI Á HJÓ L -20% -20% SKÓLAMÁL Útiskólastofur hafa verið útbúnar við Egilsstaðaskóla og Grunnskólann á Reyðarfirði. Framtakið var styrkt af Samfé- lagssjóði Alcoa og er hluti af sjálf- boðaliðaverkefnum starfsmanna Fjarðaáls. Stofurnar eru hannað- ar sem opið svæði með skjólvegg, borðum og eldstæði og standa við leikvellina. Ásta Ásgeirsdótt- ir, skólastjóri Grunnskólans á Reyðarfirði, er ánægð með útistof- urnar og segir markmiðið vera að nýta umhverfið meira í kennslu og gera námið um leið fjölþættara. - sv Grunnskólar á Austurlandi: Fá stofur undir berum himni SVEITARSTJÓRNIR Kosningar til sveitarstjórnar verða í Reyk- hólahreppi laugardaginn 24. júlí. Hafsteinn Guðmundsson, íbúi í Flatey, kærði framkvæmd kosningarinnar sem fram fór 29. maí. Kæran var tekin til greina þar sem kjörstjórn hafði láðst að setja fram nægar upplýsingar fyrir íbúa Skáleyja og Flateyjar í undanfara kosninganna. Haf- steinn segir allar upplýsingar liggja fyrir að þessu sinni. „Sjö manns sem voru hér í Flatey misstu af kosningunum. Við vissum raunar ekki hvort það yrði kosið eða ekki því það gat hafa komið fram einn listi og þá væri ekki kosið,“ segir Hafsteinn sem býst við að þurfa að fara á Reykhóla til að kjósa. Allir kjörgengir íbúar séu í kjöri. - gar Kosið á ný á Reykhólum: Kærandi hyggst greiða atkvæði Salerni á Valhallarreit Þingvallanefnd hefur ákveðið að leigja salerni til að setja upp á lóðinni þar sem Hótel Valhöll stóð áður. Þetta var samþykkt gegn atkvæði Valgerðar Bjarnadóttur úr Samfylkingunni. ÞINGVELLIR Málóður sundlaugarvörður Nýja sundlaugin á Blönduósi hefur vakið mikla lukku. Leiðarhöfundur fréttablaðsins Feykis segir einu gagnrýnina á starfsemina vera þá að aðfinnslur sundlaugarvarðar við laugargestina séu „full tíðar“. BLÖNDUÓS Nýr bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson hóf störf sem nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar fyrir skömmu. Hann tekur við af Þóri Kristni Þórissyni. Sigurður Valur var áður bæjarstjóri í Sandgerði. FJALLABYGGÐ SAMFÉLAGSMÁL Félag atvinnurek- enda stendur fyrir samhjálpar- átakinu Samverjanum út júlímánuð vegna sumarfría hjálparstofnana. Verður boðið upp á fríar heitar mál- tíðir í mötuneyti Stýrimannaskólans við Háteigsveg milli klukkan 11.30 og 14.00 alla virka daga í júlí. „Þetta er hugmynd sem kom upp á fundi hjá Félagi atvinnurekenda á föstudaginn var og hefur orðið að veruleika á einni helgi.“ segir Ragn- heiður Guðfinna Guðnadóttir, verk- efnastjóri Samherjans. „Það skiptir miklu máli að það sé samhjálp fyrir þá sem þurfa á að halda.“ Aðstandendur Samverjans eru Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og vestra, Leikmannaráð Þjóð- kirkjunnar, Landssamtök eldri borgara, Félag atvinnurekenda og menningarmálaráðuneytið. Mik- ill fjöldi matvælafyrirtækja veitir hráefni til máltíðanna og klúbbur matreiðslumeistara gefur vinnu sína við matargerð. „Þetta eiga eftir að verða dýr- indis máltíðir,“ segir Ragnheið- ur. „Þetta mun verða syrpa af skemmtilegum samkomum og því fleiri sem munu koma að verkefn- inu, þeim mun betra verður það í framkvæmd. Þegar svona hlut- ir heppnast vel þiggjum við alla hjálp sem hægt er að fá.“ - sv Ókeypis matur fyrir bágstadda í Stýrimannaskólanum í júlímánuði: Félag atvinnurekenda býður mat STÝRIMANNASKÓLINN Boðið verður upp á heitan mat alla virka daga frá klukkan 11.30 til 14. SVEITARSTJÓRNIR Þorsteinn Sigfús- son, svæðisstjóri Orkubús Vest- fjarða á Hólmavík, hefur óskað eftir því að sveitarstjórn Stranda- byggðar hætti að gefa út leyfi fyrir lagningu silunganeta úti fyrir þorpinu. Þorsteinn segir að áratuga löng hefð sé fyrir því að hver sem er geti fengið leyfi til að leggja sil- unganet í landi sveitarfélagsins úti fyrir Hólmavík. Þetta hafi marg- ir nýtt sér. Þorsteinn, sem annast sölu veiðileyfa í Víðidalsá, skammt sunnan við Hólmavík, segir vanda- málið hins vegar það að lax úr nær- liggjandi ám í Steingrímsfirði rati iðulega í silunganetin, sérstaklega fyrstu laxagöngur sumarsins. „Þetta er meira og minna lax sem menn hafa verið að fá í þessi net. Á sama tíma er sveitarfélag- ið sjálft ásamt Orkubúinu að selja veiðileyfi í Víðidalsá. Eftir því sem minna af laxi nær að ganga í ána því minni arð fá þessir aðilar af veiðinni,“ segir Þorsteinn og undir- strikar að sveitarfélagið veiti leyfi til netalagna endurgjaldslaust. Lagður er fjöldi neta í landi ann- arra landeigenda í Steingríms- firði. Þorsteinn segir að þótt það hafi ekki úrslitaáhrif að hætt verði að leggja net fyrir landi Stranda- byggðar sé mikilvægt að sveitar- félagið sýni gott fordæmi. - gar Svæðisstjóri Orkubús Vestfjarða vill hætta að leyfa netaveiði við Hólmavík: Segir göngulax enda í silunganetum HÓLMAVÍK Í fyrra veiddust 208 laxar í Víðidalsá. Skammt undan eru netalagnir silungsveiðimanna. MYND/JÓN JÓNSSON STJÓRNMÁL Iðnaðarnefnd Alþing- is fundaði í gær, að beiðni Mar- grétar Tryggvadóttur þingmanns Hreyfingarinnar, um mál Magma Energy. Eftir fundinn sagðist Mar- grét ætla að skoða hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun nefndar um erlenda fjárfestinga til Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA). Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur tvisvar fjallað um kaupin. Í bæði skiptin klofnaði hún en meirihluti taldi kaupin lögmæt. „Þetta var mjög góður og gagn- legur fundur. Við fengum þarna tvo ráðherra, nefnd um erlenda fjárfestingu og fulltrúa frá Magma til að ræða við,“ sagði Margrét og bætti við: „Það sem að stendur upp úr er að íslensk stjórnvöld virðast vera föst í þess- um 2007 hugsunarhætti um að það sé æðislega sniðugt að reyna ein- hvern veginn að komast alltaf framhjá lögum.“ Margrét segir meirihluta nefndar um erlenda fjárfestingu hafa skort kjark til að meta kaup- in ólögmæt þar sem ekkert sam- bærilegt mál hafi farið fyrir dóm á EES svæðinu. Hún segir öll lög- skýringargögn benda til þess að úrskurða eigi lögin ólögleg eins og minnihluti nefndarinnar hafi bent á. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráð- herra, sagðist ekki hafa sérstaka skoðun á því hvort einhver myndi kæra ákvörðun nefndarinnar til ESA en nefndin starfar undir efnahags- og viðskiptaráðuneyt- inu. Hún kvaðst þó ekki rengja niðurstöðu meirihluta nefndarinn- ar sem hefði fengið álit frá fjórum sérfræðingum. Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstri grænna, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að tilefni væri til inngripa af hálfu ríkis- valdsins. Aðspurð hvort henni þyki það koma til greina svaraði Katrín að sér hefði fundist það þegar fjármálaráðherra skoðaði málið síðasta vetur. Hins vegar Kaup Magma hugs- anlega kærð til ESA Iðnaðarráðherra segir engan efnislegan ágreining vera um málið innan ríkis- stjórnar. Vill sjá til þess að samið verði um forkaupsrétt ríkisins á hlutnum. KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR BLÁA LÓNIÐ VIÐ SVARTSENGI Katrín Júlíusdóttir segist vilja sjá til þess að samningur HS Orku og Reykjanesbæjar um nýtingarrétt á orkuauðlindum í eigu bæjarins til 65 ára verði styttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.