Fréttablaðið - 13.07.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 13.07.2010, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 13. júlí 2010 17 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Heimsmeistararnir sneru aftur til Spánar og fengu konunglegar viðtökur alls staðar sem þeir komu. Spánverjar komu heim í gær og fóru beint úr flug- vélinni í „siestu“ eða hvíldar- tíma, áður en þeir hittu konungs- fjölskylduna. Hvíldartíminn var nauðsynlegur þar sem leikmenn voru margir hverjir býsna þreytt- ir eftir hátíðarhöldin eftir að liðið tryggði sér titilinn. Kóngurinn Jóhann Karl og Sofía drottning héldu veislu til heiðurs liðinu áður en það keyrði um Madrídarborg í opinni rútu. Milljónir manna fögnuðu liðinu á götum úti en rútuferðin end- aði uppi á sviði þar sem hátíðar- höld stóðu fram á nótt. Spánverj- ar hylltu hetjurnar sínar sem tryggðu þjóðinni fyrsta heims- meistaratitil hennar. - hþh Heimsmeistarar Spánar: Konunglegar móttökur heima PRINSESSUR Fyrirliðinn Iker Casillas sýnir prinsessum Spánverja, Leonóru og Sofíu, bikarinn fræga. Faðir þeirra er krónprinsinn Filippus, sonur Jóhanns Karls konungs Spánar. NORDICPHOTOS/AFP > Stefán tekur peninga fram yfir spilatíma Landsliðsmaðurinn Stefán Gíslason verður ekki áfram í láni hjá Viking í Noregi frá Bröndby. Hann fer aftur til Danmerkur 1. ágúst. Stefán sagði við dagblaðið Verdens Gang í gær að hann tæki einfaldlega launin fram yfir spilatíma en honum voru boðin of lág laun hjá Viking að hans mati. Því fer hann aftur til Bröndby þar sem hann spilar minna en fær hærri laun. „Pen- ingar eru mikilvægir eins og staðan er í dag, sérstaklega á mínum aldri þegar maður er kominn með fjölskyldu,” sagði Stefán við VG. FÓTBOLTI Ólafur Ingi Skúlason er nýi fyrirliðinn hjá danska úrvals- deildarliðinu SønderjyskE en hann tekur við fyrirliðabandinu af landa sínum Sölva Geir Otte- sen sem var keyptur til FC Kaup- mannahöfn á dögunum. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Ólaf Inga sem hefur aðeins verið í hálft ár hjá félaginu. „Ef við hefðum valið nýja fyr- irliðann eftir því hver hefði verið lengst hjá félaginu þá hefði Ólaf- ur ekki komið til greina. Ólaf- ur hefur hins vegar sýnt það að hann tekur ábyrgð á sjálfum sér og liðinu. Hann fer alltaf fyrir liðinu og drífur samherja sína áfram,“ sagði Ole Schwennesen, aðstoðarþjálfari SønderyskE. - óój Danska liðið SønderjyskE: Ólafur Ingi er nýi fyrirliðinn LEIÐTOGI Ólafur Ingi Skúlason fagnar marki með landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Á hreint mögnuðum átta mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks náði Fram að ganga frá Val. Þeir bláklæddu sýndu algjör sambatilþrif á meðan vörn Vals var í molum en spilamennska Hlíðarendaliðsins var algjörlega í takt við undanfarna leiki þess. „Við vorum mjög vel stemmdir frá fyrstu mínútu. Svo opnuðust flóðgáttir í seinni hálfleik og við keyrðum á þá,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram. „Við fengum færi í fyrri hálfleik en vorum óheppni.“ Hannes bar fyrirliðabandið í fjarveru Kristjáns Haukssonar sem var í banni líkt og Jón Guðni Fjóluson. Hinn ungi Hlynur Atli Magnússon stóð því í hjarta varn- arinnar við hlið Jóns Orra Ólafs- sonar. „Þeir stóðu sig mjög vel. Þegar það vantar menn þá koma næstu menn sterkir inn og það gerðist í dag. Að sama skapi hefur kannski komið upp eitthvað van- mat hjá Völsurum sem vissu að miðverðirnir okkar væru ekki með. Það var því kannski bara fínt að vera án þessara sterku manna í kvöld,“ sagði Hannes. „Þetta sýndi okkur það að breiddin er kannski meiri en við héldum. Það er langt síðan við unnum. Mamma hefur beðið lengi með uppskriftina að næstu sigur- köku svo hún getur loksins farið að baka aftur.“ Framarar voru betri aðilinn allan leikinn í gær en lítið var þó um færi í fyrri hálfleiknum og staðan markalaus að honum lokn- um. En með mörkunum þremur strax eftir hlé kláruðu þeir leik- inn og þó Valsarar hafi náð að minnka muninn virtust þeir aldrei hafa trú á því að þeir gætu komið til baka. Valsliðið hefur verið að spila illa í síðustu leikjum og leikurinn í gær ákveðið framhald af því. „Við höfum ekki verið góðir í síðustu leikjum þó við höfum ekki verið að tapa,“ sagði Reynir Leós- son, varnarmaður Vals. „Við spiluðum mjög vel þegar við mættum Frömurum í deildinni um daginn og náðum þá jafntefli en betra liðið vann tvímælalaust í þessari viðureign. Við mættum ekki tilbúnir í seinni hálfleikinn og þeir voru miklu grimmari og ákveðnari. Þegar við mætum því ekki eigum við ekki skilið að fara áfram í bikarkeppninni.“ Eftir skellinn í síðasta leik risu Framarar heldur betur upp í gær og sýndu sparihliðarnar. Fram er einum leik frá bikarúrslitaleiknum. Þangað komst liðið í fyrra en beið þá lægri hlut fyrir Breiðabliki. „Þessi úrslitaleikur frá því í fyrra dúkk- ar enn reglulega upp í martröðum mínum. Það er gaman að taka þátt í bikarúrslitaleikjum og við tjöldum öllu til svo við náum að lyfta doll- unni sem við misstum af í fyrra,“ sagði Hannes. elvargeir@frettabladid.is Tóku átta mínútur í að slátra Val Móðir Hannesar Þórs Halldórssonar getur farið að baka sigurkökur á ný því Framarar eru komnir í undan- úrslit VISA-bikarsins eftir fyllilega verðskuldaðan 3-1 sigur á erkifjendum sínum í Val. ANNAÐ ÁRIÐ Í RÖÐ Framarar fagna hér sigri á Val í gær en liðið komst einnig í und- anúrslitin í fyrra. Fram-liðið vann frábæran sigur þrátt fyrir að leika án lykilmanna á Laugardalsvellinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Þróttarar voru nálægt því að tryggja sér framlengingu gegn KR í Vesturbænum í gær en þeirra eigin leikmaður varði á línu and- stæðingana í uppbótartíma. Lokatölur voru 3- 2 sigur KR sem hefði átt að vera löngu búið að gera út um leikinn. KR-ingar hófu stórsókn á fyrstu mínútu og henni lauk með tveimur mörkum í fyrri hálf- leik. Þróttarar voru eðlilega mjög varkárir og reyndu að sækja hratt og nýta sér föst leik- atriði. Það gekk ekki upp. Bjarni Guðjónsson og Óskar Örn Hauks- son stýrðu miðjunni mjög vel og opnuðu vörn Þróttar hvað eftir annað. Þeir voru duglegir að finna Gunnar Kristjánsson sem var öflugur á vinstri kantinum og Guðmund Reyni Gunnars- son sem hjálpaði honum vel. Gunnar lagði upp fyrsta markið fyrir Bald- ur Sigurðsson eftir fínan sprett. Vel klárað hjá Smalanum sem lék framarlega á miðjunni. Birkir Pálsson ýtti svo Baldri skömmu seinna þegar hann var kominn einn í gegn og fékk á sig víti og rautt spjald. Réttur dómur þar á ferð. Björgólfur Takefusa skoraði örugglega úr vít- inu. Baldur skoraði svo aftur í seinni hálfleik, keimlíkt fyrra markinu, nú eftir sendingu frá Guðmundu og flestir héldu að úrslitin væru ráðin í stöðunni 3-0. En Þróttarar minnkuðu muninn á lokasek- úndum leiksins. Fyrst skoraði Andrés Vil- hjálmsson gott skallamark eftir sendingu frá Muamer Sadikovic sem skoraði svo í uppbótar- tíma með skalla eftir horn. Þróttarar vörðu svo á línu KR með síðasta skoti leiksins. Endurkoma Þróttar hófst alltof seint en manni færri var þetta erfiður leikur fyrir liðið. KR-ingar voru hættir undir lokin og voru stál- heppnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum, þriðja árið í röð. Þeir hefðu átt að nýta færin sín miklu betur en þeir gerðu. „Við hefðum mátt byrja aðeins fyrr að skora,“ sagði Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar. „Við hleyptum þessu upp í allskonar fjör undir rest- ina og erum stoltir af því. Við ætluðum að vera þéttir fyrir og nota hröð upphlaup en það riðlað- ist þegar við misstum mann af velli. Þetta voru mikil hlaup og menn áttu ekki mikla orku eftir fyrr en við skoruðum. Þetta var ansi tæpt,“ sagði Hallur. Baldur viðurkenndi að liðið hefði einfaldlega hætt. „Ég er sáttur við frammistöðuna, það er gott að skora snemma en við vorum stálheppnir að missa þetta ekki niður í framlengingu. Þetta er eðlileg skýring, það er mikið leikjaálag núna og þetta var nálægt því að koma í bakið á okkur. Undir eðlilegum kringumstæðum átti þetta að vera búið,“ sagði Baldur sem var ánægður með eigin frammistöðu. „Það er gaman að skora og alltof langt síðan ég fiskaði víti. Óskar kom á miðjuna og hann er ekki jafn mikið að fara inn í teiginn eins og Viktor Bjarki og ég nýtti mér það og fór meira fram. En ég var eins og aðrir hættur undir lokin, ég viðurkenni það,“ sagði Baldur sem var greinilega létt. - hþh Þróttarar skoruðu tvö í uppbótartíma og vörðu svo sjálfir á línu í KR-markinu en KR fór í undanúrslitin: Endurkoma Þróttaranna hófst of seint ÚRSLITIN RÁÐAST? Þróttarinn Birkir Pálsson brýtur hér á Baldri Sigurðssyni en hann fékk að launum rautt spjald og KR komst í 2-0 með marki úr vítinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Fram-Valur 3-1 1-0 Halldór Hermann Jónsson (50.), 2-0 Tómas Leifsson (55.), 3-0 Joseph Tillen (58.), 3-1 Rúnar Már Sigurjónsson (66.) KR-Þróttur 3-2 1-0 Baldur Sigurðsson (11.), 2-0 Björgólfur Tak efusa, víti (31.), 3-0 Baldur (73.), 3-1 Andrés Vilhjálmsson (87.), 3-2 Muamer Sadikovic (90.) Víkingur Ó.-Stjarnan x-x 1-0 Heiðar Atli Emilsson (10.), 2-0 Edin Beslija (86.), 2-1 Bjarki Páll Eysteinsson (89.), 2-2 Ellert Hreinsson (90.+1), 3-2 Sindri Már Sigurþórsson (92.), 3-3 Arnar Már Björgvinsson (100.). Víkingur vann 5-4 í vítakeppni. Það verður dregið í undanúrslit í VISA-bikar karla og kvenna í dag. Í karlapottinum eru FH, KR, Fram og Víkingur Ólafsvík en Valur, Stjarnan, Þór/KA og ÍBV eru í kvennapottinum. 8 LIÐA ÚRSLIT Víkingar urðu í gær fyrsta C-deildarfélagið í sögunni til þess að komast í undanúrslit bikarkeppninnar eftir 5-4 sigur í vítakeppni í ótrúlegum fótboltaleik í Ólafsvík. Þessi leikur bauð upp á allt sem fótboltaleikur gat boðið upp á og dramatíkin var engu lík, bæði í leiknum sjálfum og í vítaspyrnukeppninni. Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga, var hetja sinna manna með því að verja tvær vítaspyrnur í vítakeppninni, en hinn tvítugi Þor- steinn Már Ragnarsson tryggði Víkingi sigurinn í vítakeppninni. „Þetta er mögnuð tilfinning og gerist ekki betra. Þetta var fótboltaleikur sem bauð upp á allt. Þetta er svo sætt,” sagði Þorsteinn í viðtali á Stöð 2 Sport. „Við héldum haus og héldum áfram. Það er ótrúlegt að 2. deildarlið sé komið í undanúrslit bikarsins,” sagði Þorsteinn. „Ég vil óska Víkingum til hamingju með þetta. Þetta er frábært lið og þeir spiluðu mjög góðan leik í kvöld. Þetta var stórkostlegur bikarleikur og gríðar- leg dramatík. Það var líka gríðarlega stór ákvörðun dómara í vítakeppninni. Dramatíkin var með ólíkindum í lokin,” sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar sem var ósáttur með að Þorvaldur Árnason lét Brynjar Gauti Guðjónsson endurtaka vítaspyrnu sína eftir að Bjarni Þórður Halldórsson hafði varið en farið of snemma af stað úr markinu. Heiðar Atli Emilsson kom Víkingi í 1-0 strax á 10. mínútu og fram eftir leik komust Stjörnumenn lítið áleiðis gegn vinnusömum og baráttuglöðum Ólafsvíkingum. Edin Bes- lija virtist vera að koma Víkingum í undanúrslitin þegar hann kom liðinu í 2-0 á 86. mínútu en Bjarki Páll Eysteinsson og Ellert Hreinsson náðu að tryggja Garðabæingum framlengingu. Heiðar Atli er í láni frá Stjörnunni alveg eins og Sindri Már Sigurþórs- son sem kom Víkingi í 3-2 í framlengingunni en Arnar Már Björgvinsson jafnaði hins vegar leikinn í 3-3 átta mínútum síðar og þannig stóð í leikslok. VÍKINGAR ÚR ÓLAFSVÍK KOMUST Í UNDANÚRSLIT VISA-BIKARSINS: UNNU 5-4 SIGUR Á STJÖRNUNNI Í VÍTAKEPPNI Þetta var fótboltaleikur sem bauð upp á allt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.