Fréttablaðið - 15.07.2010, Síða 1

Fréttablaðið - 15.07.2010, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI15. júlí 2010 — 164. tölublað — 10. árgangur FIMMTUDAGUR skoðun 18 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag Í boði náttúrunnar Guðbjörg Gissurardóttir er ritstjóri nýs árstíðabundins tímarits. tímamót 24 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 GÓÐUR SVEFN gerir meira fyrir útlitið en margt annað og um að gera að nota sumarfríið til þess að hvíla sig vel. Það er ekkert betra en að leyfa sér að sofa út og fá sér svo styttri fegurðarblundi við hvert tækifæri. Skór & töskur í miklu úrvaliwww.gabor.is FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 - Opið mánud-föstud. 11-18 Sérverslun með ENN MEIRI VERÐLÆKKUN! Allar vörur á útsölu „Ég á til dæmis kólumbískan þjóð-búning, afrísk föt og mexíkóska skyrtu í fataskápnum. Mér finnst litrík útlensk föt heillandi og föt frá slavneskum löndum finnst mér til dæmis mjög falleg,“ segir Hrefna Björg Gylfadóttir þegar Fréttablaðið hnýsist í fataskápinn hennar. Hrefna er á kafi í tónlist og hefur spilað á píanó í sjö ár. Hún syngur í kór og er að kenna sjálfri sér á gítar þessa dagana. „Ég jóðla líka þegar ég er ein,“ segir hún hlæj-andi og viðurkennir að hafa alltafnóg að gera É og tek ljósmyndir bæði á filmu og digital.“ Kjóllinn sem Hrefna klæðist á myndinni er fyrsta notaða flíkin sem hún keypti sér og fékk hann í gegnum netið frá Bonnie Jean. „Ég held að þetta sé barnakjóll, hann er allavega mjög stuttur. Ég fékk hann frekar ódýrt. Hálsmen-ið sem ég er með keypti mamma í Afríku en við bjuggum þar þegar ég var lítil.“ Hrefna heldur úti tískubloggi áLookbook þótt hún if af notuðum fötum segist Hrefna grúska á fatamörkuðum eftir skemmtilegum flíkum. Hún eigi engan uppáhalds hönnuð og versli ekki í einni búð frekar en annarri. „Ég fer inn í allar búðir og finn eitthvað skemmtilegt. En ég er bara fimmtán ára og frekar blönk svo ég versla lítið á Íslandi núna,“ segir hún hlæjandi. Í sumar vinnur Hrefna sem turnvörður í Hallgrímski kjhún Oftast í litríkum fötumHrefna Björg Gylfadóttir, nemandi í Breiðholtsskóla, er á kafi í tónlist auk þess sem hún tekur ljósmynd- ir í frístundum sínum. Hún hefur gaman af fötum og heldur úti tískubloggi á Lookbook. Hrefna Björg Gylfadóttir á litríkan fataskáp og jóðlar í einrúmi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A RN ÞÓ R í fullum gangi Utsalan Opið til 21 Endurbæ Egilshöll byrja þann 19.júlí Tilboð á mánaðarkorti á 5.990 kr. sem gildir til 1.september. Ný námskeið NEYTENDAMÁL Vikuleiga á bílaleigu- bíl yfir hásumarið á Íslandi getur kostað hundruð þúsunda. Ódýrustu bílarnir fást fyrir rúmlega hundr- að þúsund krónur á viku en fjöldi tegunda kostar margfalt það. Sá sem hyggst leigja bíl í þrjár vikur ætti líklega að hugsa sig tvisvar um, því að fyrir um þrjú hundruð þúsund krónur má fá ágætan notaðan bíl. Þannig kost- ar 292.600 krónur að leigja nýleg- an Opel Corsa hjá einni af bíla- leigunum en bíll af sömu tegund, árgerð 2001 og ekinn 215 þúsund kílómetra, kostar 320 þúsund á bílasölu. Fréttablaðið bar saman verð á bílaleigubílum á Íslandi og í Dan- mörku og kom í ljós að verð er frá 50 prósentum til þrefalt dýrara á Íslandi en í Danmörku. Eftirspurn eftir bílaleigubíl- um hrynur á veturna og þá lækk- ar verð töluvert. „Uppistaðan af okkar leigjendum eru ferðamenn. Við erum að keyra á 300 til 400 bílum á veturna en allt upp í þús- und á sumrin. Þetta gengur út á að eiga bílinn óhreyfðan í tíu mánuði á ári og hala síðan inn tekjurnar á þessum skamma tíma yfir sum- arið. Það er ástæðan fyrir þessu verði,“ segir Sigfús Bjarni Sig- fússon, framkvæmdastjóri hjá Hertz. Hjálmar Pétursson, fram- kvæmdastjóri hjá ALP-Avis bíla- leigu, segir að bílaleigurnar lifi á sumarmánuðunum. Verðið í febrú- ar geti hins vegar verið það lægsta í heimi. - mþl / sjá síðu 16 Ódýrara fyrir túrista að kaupa bíl en leigja Verð á bílaleigubílum sveiflast mikið milli árstíða. Á sumrin eru bílar rándýrir og eingöngu leigðir af ferðamönnum en á veturna standa þúsundir óhreyfðar. HLÆJANDI Í HÁLOFTUNUM Börnin skemmtu sér konunglega í tívólítækjum Húsdýragarðs- ins í gær, en Atlantsolía efndi til hátíðar og ókeypis var við innganginn fyrir unga sem aldna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VÍÐA BJARTVIÐRI Í dag verður hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Víða bjartviðri einkum S- og V-lands en hætt við stöku skúrum inn til landsins. Hiti 10-18 stig, hlýjast SV-lands. VEÐUR 4 14 14 14 14 11 Auðkýfingaeinelti Búðabandið varð vitni að Benz-einelti á Hótel Búðum í góðærinu. fólk 46 FÓLK „Ég er Iron Maiden-aðdáandi frá fornu fari,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari. Guðmundur leikur í nýjasta myndbandi hljómsveit- arinnar Iron Maiden við lagið The Final Frontier sem var frumsýnt á vefsíðu hljóm- sveitarinnar í gær. „Það var ofboðslega gaman að taka þátt í myndbandinu. Mjög fært fólk kemur að því,“ segir Guðmundur. Leikstjóri myndbandsins, Nick Scott, fann Guðmund í gegnum umboðsfyrirtæki hans, Olivia Bell Management. Eftir að hafa kynnt sér Guðmund í gegnum heimasíðu hans var honum boðið að koma á fund. - ls / sjá síðu 46 Í myndbandi Iron Maiden: Guðmundur berst við Eddie GUÐMUNDUR INGI TÍSKA „Við fundum ekki neitt fyr- irtæki sem sérhæfir sig á þessu sviði,“ segir Hjalti Rúnar Sigurðs- son, viðskipta- fræðinemi við Háskóla Íslands. Hjalti stofn- aði fyrirtækið Kikali Designers Agency í síðustu viku ásamt vini sínum, Birni Björnssyni. Fyr- irtækið hefur það að markmiði að aðstoða íslenska hönnuði við að koma vörum sínum í framleiðslu og á markað. „Það virðist vera til svo mikið af hæfileikaríkum íslenskum hönnuðum og okkur fannst vanta stuðning við þá til að koma vörum sínum á framfæri.“ - mmf / sjá Allt Nýtt íslenskt fyrirtæki: Aðstoða ís- lenska hönnuði HJALTI RÚNAR SIGURÐSSON Opna breska hefst í dag Tiger Woods getur unnið sögulegan sigur á St. Andrews-vellinum. golf 40 og 42 DÓMSMÁL Jón Ásgeir Jóhannesson þvertekur fyrir það að hafa flutt eina einustu eign af eigin nafni á nafn eiginkonu sinnar, Ingibjargar Pálmadóttur, í viðtali við Frétta- blaðið í dag. Slitastjórn Glitn- is hefur gert því skóna að ýmsar eignir sem Jón Ásgeir segir eign Ingibjargar séu í raun hans og hafi verið fluttar á nafn hennar til málamynda. „Þetta er bara alrangt,“ segir Jón Ásgeir. Eina eignin sem hafi verið „flutt“ á milli þeirra sé fast- eignin við Hverfisgötu sem hýsir Hótel 101 vegna þess að hún hafi fyrir mistök verið skráð á hann. Jón Ásgeir segir að einkaneysla hans undanfarinn áratug, sem nam tugmilljónum á mánuði, sé ekki svo mikil þegar hún sé skoð- uð í samhengi. Helmingurinn hafi farið í skatt, hann hafi rekið heim- ili og fjölskyldu í þremur löndum og þá hafi hann gefið mikið til góð- gerðarmála. Þá upplýsir Jón Ásgeir að hann ætli að áfrýja alheimskyrrsetn- ingu eigna sinna, þrátt fyrir að áfrýjunarbeiðni hans hafi verið hafnað, á grundvelli þess að slita- stjórnin hafi afvegaleitt dómarann með röngum upplýsingum, meðal annars um bankainnistæður sem komið hefur í ljós að voru í eigu Iceland Foods. - sh / sjá síðu 8 Jón Ásgeir ætlar að áfrýja alheimskyrrsetningu eigna sinna í London: Segir engar eignir hafa verið fluttar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.