Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 2
2 15. júlí 2010 FIMMTUDAGUR „Margrét, er frjórra í Reykja- vík en vanalega?“ „Já, kannski að nýi meirihlutinn hafi eitthvað með það að gera.“ Margrét Hallsdóttir, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, sér um frjómæling- ar. Í viðtali við Fréttablaðið í gær sagði Margrét að frjókornamagn væri meira í Reykjavík en venja er á þessum árstíma. STANGVEIÐI Orkuveita Reykjavík- ur nýtti ekki veiðileyfi sem frá- tekin voru fyrir fyrirtækið í Ell- iðaánum í gær heldur lét leyfin í hendurnar á Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. „Sveitarstjórum á veitusvæð- inu sem Orkuveitan þjónar hefur verið boðið til veiða í Elliðaánum. Nú er bara staðan sú að það er ekki búið að ráða sveitarstjóra í sumum sveitarfélögunum og það var ákveðið að sleppa þessu þetta árið – í það minnsta,“ útskýr- ir Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar. Samkvæmt upplýsingum af skrifstofu Stangaveiðifélagsins var hinum tólf veiðileyfum gær- dagsins ráðstafað til félagsmanna á biðlista sem við þetta nánast tæmdist. Þannig að ákvörðun Orkuveitunnar um að gefa frá sér veiðileyfin var kærkomin hjá Stangaveiðifélaginu. Orkuveitan á einn frátekinn dag til viðbótar í Elliðaánum í sumar. „Hinn dagurinn er frá- tekinn fyrir stjórn Orkuveit- unnar og ég geri ráð fyrir því að hann verði nýttur. Ég á bara eftir að ræða það við stjórnina,“ segir Hjörleifur um ráðstöfun veiðileyfanna þann dag sem eftir stendur. Samkvæmt samningi á Orku- veitan frátekna áðurnefnda tvo daga á laxveiðitímabilinu í Ell- iðaánum. Reykjavíkurborg á rétt á fimm veiðidögum en var búin að ákveða fyrirfram að nýta þrjá þeirra í sumar. Tveir af þessum þremur dögum voru ætlaðir fyrir borgarfulltrúa og embættismenn. Samkvæmt ákvörðun nýs borgar- stjórnarmeirhluta voru þeir hins vegar á endanum teknir undir veiðar fyrir svokallaðar samfé- lagshetjur sem almennir borgar- ar tilnefna. Fyrri dagurinn var á þriðjudag en sá síðari verður á þriðjudag í næstu viku. Þess má geta að samfélagshetjurnar lönduðu alls 33 löxum á þriðju- dag. Mörgum þeirra var sleppt aftur enda má aðeins hirða tvo laxa á hvert leyfi sem gildir í hálfan dag. „Þriðji dagurinn hefur verið fyrir fyrrverandi og núverandi borgarstjóra og hann verður með hefðbundnum hætti,“ segir Hjör- leifur Kvaran. gar@gfrettabladid.is Bæjarstjórar misstu af veiði í Elliðaánum Orkuveitan ákvað að sleppa því að bjóða sveitarstjórum á þjónustusvæði sínu til laxveiða í Elliðaánum, eins og venja hefur verið, þar sem sums staðar á eftir að ráða sveitarstjóra. Stjórn Orkuveitunnar heldur hins vegar enn sínum veiðidegi. VIÐ SJÁVARFOSS Í ELLIÐAÁNUM Þessi ungi veiðimaður kastaði flugu í Elliðaánum um miðjan morgun í gær eftir að tveggja laxa kvótinn var kominn á land á maðk. Orkuveitan átti daginn en gaf hann eftir til Stangaveiðifélags Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nú er bara staðan sú að það er ekki búið að ráða sveitarstjóra í sum- um sveitarfélögunum og það var ákveðið að sleppa þessu þetta árið – í það minnsta. HJÖRLEIFUR KVARAN FORSTJÓRI ORKUVEITUNNAR FÉLAGSMÁL Ríflega þriðjungi fleiri börn undir fimm ára aldri þjást af bráðri vannæringu í Afríku- ríkinu Níger en í fyrra. Nær helmingur landsmanna hefur ekki til hnífs og skeiðar og 107 milljónir Bandaríkjadala skortir enn til að kalli Sameinuðu þjóð- anna um aðstoð þar sé mætt. Þetta kemur fram í ákalli sem Barnaheill – Save the children ásamt níu leiðandi hjálparstofn- unum sendu frá sér í gær. Stofn- anirnar biðja um að aukinn kraft- ur verði settur í mannúðarstarf svo hægt sé að hjálpa 10 milljón- um manna sem svelti í Vestur- og Mið-Afríku. Ef alþjóðasamfélagið gríp- ur ekki til aðgerða þegar í stað munu tugir þúsunda barna lát- ast í sumar og milljónir verða van nærðar, segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Hjálparstofnanirnar hvetja ríkar þjóðir til að veita fjármagn til hjálparstarfsins sem fyrst, til að koma í veg fyrir stórslys. Til að það gangi eftir þurfi skýran pólitískan vilja á æðstu stöðum. - þeb Tugir þúsunda barna munu látast ef ekki verður gripið til aðgerða í Afríku: Tíu milljónir barna án matar DAGLEGUR MJÓLKURSOPI Rahila, 2 ára, borðar dagskammtinn sinn á sjúkrahúsi á Aiguie í Níger. STJÓRNSÝSLA Félags- og trygg- ingamálaráðuneytið hefur hafið undirbúning að endurskoðun laga varðandi hundahald í fjölbýlis- húsum. Ráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í gær þess efnis að fylgst hafi verið náið með mál- efnum heyrnar- og sjónskertrar konu í fjölbýli á Akranesi, sem meinað var að halda leiðsöguhund í íbúð sinni og ráðuneytinu sé vel kunnugt um mikilvægi slíkrar aðstoðar. Sátt hefur náðst í mál- inu með aðstoð bæjarfélagsins. Mun endurskoðun laganna sér- staklega taka tillit til fötlunar hundaeigenda. - sv Breyting laga um hundahald: Tillit sé tekið til leiðsöguhunda ÖRYGGISMÁL Innan við fimmt- ungur leiksvæða á leikskólum á Íslandi er skoðaður árlega eins og reglur kveða á um. Slíkri skoðun er ætlað að tryggja öryggi leik- vallatækja og yfirborðsefna. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar segir að á Íslandi séu nú um 277 leikskólar og 176 grunnskólar þar sem svo- kölluð aðalskoðun á að fara fram árlega. Upplýsingar frá faggiltum skoðunarstofum benda hins vegar til þess að slík skoðun fari aðeins fram í innan við 20 prósentum til- vika. Skoða hefur þurft leiksvæði árlega frá árinu 2003, þegar reglugerð um öryggi leikvallar- tækja og leiksvæða tók gildi. - sh Öryggiseftirliti er ábótavant: Flestir trassa að skoða leiksvæði LEIKSKÓLI Eftirliti á leikskólum er almennt mjög ábótavant. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar. FERÐALÖG Íslenska leitarvélin Dohop.com, sem sérhæfir sig í að leita að flugferðum, hótelum og bílaleigubílum á netinu, nýtur sífellt aukinna vinsælda og not- uðu ríflega fjórðungi fleiri vef- inn á fyrri hluta ársins en á sama tímabili á síðasta ári. Í tilkynningu frá Dohop kemur fram að heimsóknir á vefinn frá Bretlandi og Bandaríkjunum séu nú í fyrsta skipti fleiri en heim- sóknir frá Íslandi. Það skýrir að mestu aukna aðsókn á vefinn. Vefurinn leitaði upphaflega ein- göngu að flugferðum, en hefur nú bætt við leit að gistingu og bíla- leigubílum. - bj Leitarvél vex fiskur um hrygg: Æ fleiri leita að flugferðum FLUGFERÐIR Um 350 þúsund heim- sóknir eru skráðar í hverjum mánuði. EFNAHAGSMÁL Austurríski bankinn Raiffeisen Zent- ralbank (RZB) er nú stærsti eigandi Straums. RZB var einn stærsti lánadrottinn bankans, ásamt Deuts- che Bank, Bayern LB og Goldman Sachs, að því er segir í frétt austurríska miðilsins Die Presse. Þar segir að samkomulagið hafi verið hluti af því að milda höggið á bankann af hruninu á Íslandi, en við það tapaði RZB um 70 milljónum evra, eða jafnvirði rúmra ellefu milljarða króna. Straumur var fjórða stærsta lánastofnun lands- ins fyrir hrun og var tekinn yfir af Fjármálaeftir- litinu í mars árið 2009. RZB var einn stærsti bak- hjarl bankans, en hlutur hans í hinu nýja félagi um Straum mun verða á bilinu 9,2 til 13 prósent. Að því er segir í frétt Die Presse lék RZB lykilhlutverk í þessari endurreisn. Eignum Straums, sem nema um 1,2 milljörðum evra, verður á næstu árum stjórnað af kröfuhöfum á meðan kröfur eru endurheimtar, en síðar er áætl- að að setja hlut RZB í Straumi. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum munu kröfuhafar með tryggðar kröfur, eins og íslenska ríkið og Íslandsbanki, fá allar sínar kröfur greid- ar, en ótryggðar kröfur verða greiddar til baka allt að 50 prósentum. Áætlað er að RZB hafi tapað um hundrað milljörðum króna í efnahagshruninu, en hluti af þeim skuldum var afskrifaður. - sv Raiffeisen Zentralbank lék lykilhlutverk í endurreisn Straums: Austurrískur banki á mest í Straumi ÚTIVIST Laugavegshlaupið verð- ur haldið í fjórtánda sinn næst- komandi laugardag. Alls eru 310 hlauparar skráðir til keppni í ár, 83 konur og 227 karlar. Hlaupið hefst í Landmannalaugum klukk- an 9 og lýkur í Húsadal í Þórs- mörk og er alls 55 kílómetrar. Venjan er að ganga Laugaveg- inn á fjórum dögum en methlaup- tími í Laugavegshlaupi er fjórar klukkustundir og tuttugu mínút- ur í karlaflokki og fimm klukku- stundir og þrjátíu og ein mínúta í kvennaflokki. - sv Fjórtánda hlaupið haldið: Laugavegurinn hlaupinn á ný KÍNA Pínulítill sveppur hefur orðið um fjögur hundruð Kín- verjum að bana, að sögn vísinda- manna. Sveppurinn er borðaður af heimamönnum í Yunnan-hér- aði. Fjöldi fólks hefur á undanförn- um 30 árum farið í hjartastopp án þess að hafa átt við veikindi að stríða. Dæmi voru um að fólk lét- ist í miðjum samræðum, að sögn vísindamannanna. Þeir komust að því að allir hinir látnu höfðu borðað sveppinn, sem inniheldur þrjár tegundir eiturefna. - þeb Dauðsföll í Kína skýrð: Sveppur drap 400 manns HÖFUÐSTÖÐVAR STRAUMS Raiffeisen Zentralbank var einn stærsti lánardrottinn Straums og tapaði miklu á falli hans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.