Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 8
8 15. júlí 2010 FIMMTUDAGUR 1 Hversu gamalt er Hið ís- lenska Biblíufélag? 2 Hversu mörg tonn af lamba- kjöti seldust í nýliðnum júní? 3 Hverjir verða mótherjar FH í undanúrslitum VISA-bikars karla? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala er hafin! Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is GRINDAVÍK „Mér finnst þetta skemmtilegt. Ég er fæddur hér og bý hér og hef miklar tilfinningar til Grindavíkur,“ segir Matthí- as Guðmundsson, umsjónarmaður grunn- skólans í Grindavík. Hann kennir sig nú við heimabæinn og heitir Matthías Grindvík Guðmundsson. Matthías sótti um nafnbreytinguna til Þjóðskrár og mannanafnanefndar. Hann fékk jákvætt svar um hæl. „Ég var búinn að vera með þessa flugu í hausnum í mörg ár,“ segir Matthías um ástæður þess að hann breytti nafni sínu kominn á miðjan aldur. Hann var í veikindaleyfi og hafði lítið að gera þegar hann ákvað að kanna hvort hug- myndin gæti orðið að veruleika og sendi bréf til Þjóðskrár og mannanafnanefndar. Hálfum mánuði og tíu þúsund krónum síðar var nafnið Grindvík komið í opinber- ar bækur. Matthías segir eiginkonu sína, Bertu Grétarsdóttur, ekki hafa haft hugmynd um hvað hann var að brasa fyrr en nafnbreyt- ingin var um garð gengin. Hann segir eig- inkonuna sátta við nýtt nafn eiginmanns- ins. Matthías Grindvík Guðmundsson hefur starfað í þrjátíu ár sem umsjónarmaður í grunn- skólanum og segist njóta sín vel í starfi innan um börnin í Grindavík. - pg Matthías Guðmundsson fékk samþykki Þjóðskrár fyrir nafninu Grindvík: Heitir eftir heimabænum MATTHÍAS GRINDVÍK EFNAHAGSMÁL Heildarfjöldi þing- lýstra leigusamninga á Íslandi var 834 í júní. Leigusamningum hefur því fjölgað um 23,7 prósent frá því í maí og um 2,6 prósent miðað við júní í fyrra. Um 70 prósent allra leigusamn- inganna eru gerðir á höfuðborg- arsvæðinu, eða 581, og fjölgar þeim um 2,1 prósent miðað við júní í fyrra. - mþl Nýjar tölur frá Þjóðskrá: Leigusamning- um fjölgar REYKJAVÍK Leigusamningum í Reykjavík fjölgaði um 19,3 prósent í júní miðað við maí. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jón Ásgeir Jóhannesson þvertekur fyrir það að hafa flutt eignir á nafn eigin- konu sinnar. Hann segir einkaneyslu sína undanfar- inn áratug ekki svo mikla, sé hún skoðuð í réttu sam- hengi. Hann ætlar að áfrýja alheimskyrrsetn- ingu eigna sinna þrátt fyrir að dómari hafi hafn- að áfrýjunarbeiðni. „Það hafa engar eignir verið flutt- ar á milli okkar. Engar,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson um þær ásak- anir slitastjórnar Glitnis að eitt- hvað sé gruggugt við það að til- teknar eignir hérlendis séu gefnar upp sem eignir Ingibjargar Pálma- dóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs. Slitastjórnin lætur að því liggja í rökstuðningi sínum fyrir alheims- kyrrsetningu sem lagður var fram í London að Jón Ásgeir hafi flutt eignirnar á Ingibjörgu á síðustu misserum og reyni nú að telja dóm- ara trú um að eignir sem í raun séu hans séu alfarið eign Ingibjargar. „Þetta er bara alrangt. Eina eignin sem hefur verið flutt var þegar fasteignin [sem hýsir Hótel 101] var fyrir slysni flutt yfir á mig og það eru bara mistök sem hefur verið farið fram á við sýslumann að hann leiðrétti,“ segir Jón Ásgeir. Allt annað liggi ljóst fyrir; íbúðir Ingibjargar að Sóleyjargötu hafi alltaf verið hennar eign, sem og lúxusíbúðirnar á Manhattan, sem Ingibjörg hafi greitt fyrir með eigin peningum og láni frá Lands- bankanum, sem nú hefur verið greitt upp að fullu. „Helmingurinn fór í skatt“ Meðal þess sem fram kemur í gögn- um málsins er að Jón Ásgeir hafi eytt tugum milljóna á mánuði árin 2001 til 2008. Dómarinn í London undraðist að maður sem eytt hefði slíkum fjármunum ætti ekki meiri eignir í dag en þær sem Jón Ásgeir gaf upp til kyrrsetningar, sem voru virði um 240 milljóna. Jón Ásgeir bendir á að upphæð- in hafi verið gefin upp í pundum í réttarhöldunum og hafi síðan verið umreiknuð í fjölmiðlum miðað við hæsta gengi pundsins eftir hrun, þegar staðreyndin sé að meðal- gengi pundsins á þessum árum hafi verið um 100 krónur. Tölurn- ar 50 til 65 milljónir á mánuði, sem hafa verið birtar, séu því allt of háar. Raunveruleg neysla hans hafi ekki verið nema um helming- ur af því. „Helmingurinn fór í skatt,“ segir Jón Ásgeir. „Ég var meðal stærstu skattgreiðenda á Íslandi um mjög langt tímabil. Ég gaf mjög mikið til góðgerðarmála um langt skeið og ég var með fjölskyldu og heim- ili í þremur löndum. Þannig að ef maður setur þetta í samhengi og segir: Jón eyddi 2,2 milljónum punda á ári, þá eru það engar stór- ar tölur miðað við það sem gengur og gerist.“ Ætlar samt að áfrýja Jón Ásgeir segist ætla að áfrýja alheimskyrrsetningunni í London þrátt fyrir að dómari hafi hafnað áfrýjunarbeiðni hans á föstudag- inn var. Hann telur að upplýsing- arnar um meintar 38 milljarða bankainnistæður hans, sem komið hefur í ljós að voru í eigu versl- anakeðjunnar Iceland Foods, hafi vegið þungt í þeirri ákvörðun dóm- arans að verða við kyrrsetningar- beiðninni. „Slitastjórnin setti fram gögn sem afvegaleiddu dómarann og þess vegna teljum við að þetta mál geti farið fyrir hæstarétt í Bret- landi,“ segir Jón Ásgeir. Annað veigamikið atriði í rök- stuðningi slitastjórnarinnar hafi tengst skíðaskála Ingibjargar í Frakklandi og meintum óeðlilegum millifærslum í kringum afborgan- ir af honum. Ljóst sé hins vegar að Ingibjörg hafi forðað skálan- um frá því að lenda í höndunum á þeim sem byggði hann og átti í honum fyrsta veðrétt, með því að greiða við hann 2,5 milljóna evra skuld. Hún hafi síðan greitt Glitni 2,2 milljarða vegna lánasamnings um skálann. „Allt þetta tal um að það sé verið að stinga einhverju undan og hlaupa í burtu er algjörlega óásætt- anlegt. Það er fyrst og fremst verið að reyna að standa við skuldbind- ingar. Í stað þess er öllu snúið á hvolf og sagt að þetta fólk sem er að reyna að standa við sínar skuld- bindingar sé bara þjófar,“ segir Ásgeir. Sannfærður um frávísun Jón Ásgeir segist enn fremur sann- færður um það að máli slitastjórn- arinnar á hendur sjömenningunum í New York verði vísað frá dómi, þar sem þarlendir dómstólar hafi enga lögsögu í málinu. Þar að auki væri aldrei hægt að framfylgja slíkum dómi á Íslandi ef málið færi alla leið. „Þannig að þótt þau myndu vinna málið í Bandaríkj- unum þá gætu þau ekki einu sinni farið á eftir eigum okkar á Íslandi,“ segir hann. Þá segir Jón Ásgeir tölur um málskostnað sem hann þarf að greiða orðum auknar. Hann hafi til þessa einungis þurft að greiða um 50 milljónir íslenskra króna í London og hafi staðið skil á því, enda þurfi slitastjórnin samkvæmt breskum lögum að leyfa honum að nota kyrrsettar eignir í málsvörn og uppihald. Það hafi slitastjórnin þegar samþykkt. Spurður hvort það sé þess virði fyrir mann sem á ekki eignir nema að andvirði 240 milljóna, eins og hann hefur gefið upp, að verja svo miklum fjármunum í málsvörn segir Jón Ásgeir svo vera. „Að sjálfsögðu – af því að ég fæ þá end- urgreidda þegar niðurstaðan ligg- ur fyrir. Það er bara þannig.“ „Með dollaramerki í augunum“ Jón Ásgeir segir málaferlin á hend- ur sér minna hann um margt á upphaf Baugsmálsins. „Það byrj- aði með stórum hvelli, menn sök- uðu mig og aðra um marga slæma hluti. Fjölmiðlar hlupu upp til handa og fóta og sögðu: Þetta eru mestu glæpamenn Íslandssögunn- ar. En ég held að þegar sannleik- urinn kemur í ljós þá verði ekkert í þessu. Þetta er bara gert til að eyðileggja fólk og eyðileggja fram- tíð þess. Steinunn [Guðbjartsdótt- ir, formaður slitastjórnarinnar] og Árni Tómasson [formaður skila- nefndar Glitnis] fá stundarklapp á bakið og Kroll og lögmenn Glitnis í Bandaríkjunum eru bara með doll- aramerki í augunum, því miður.“ Segist alls engar eignir hafa flutt á Ingibjörgu Stígur Helgason stigur@frettabladid.is ÞESS VIRÐI AÐ VERJAST Jón Ásgeir segir það vera þess virði að eyða stórfé í máls vörn sína, enda muni hann fá það allt aftur á endanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTAVIÐTAL: Jón Ásgeir Jóhannesson Niðurgreiddar afsláttartölvur Sveitarstjórnarmenn í Skagafirði geta nú keypt sér fartölvur út á afsláttar- samning sem sveitarfélagið hefur við söluaðila. Að auki hefur byggðaráðið samþykkt að sveitarfélagið greiði þriðjung af verði tölvanna. SKAGAFJÖRÐUR BLÖNDUÓS Rúmlega 8.400 gest- ir hafa farið í nýju sundlaugina á Blönduósi frá opnun hinn 16. júní síðastliðinn. Stefnt er á að fá 30 þúsund gesti fyrir lok ágúst, samkvæmt Guðmundi Haralds- syni, forstöðumanni laugarinn- ar. Formleg opnun verði haldin næstkomandi laugardag en iðn- aðarmenn eru í óða önn við að leggja lokahönd á framkvæmdir. Gert er ráð fyrir að sundlaug- in og byggingin í heild kosti á bilinu 400 til 420 milljónir króna. - sv Sundlaugin á Blönduósi: 8.400 gestir á tæpum mánuði ÞJÓFNAÐUR Hvítum trefjaplastbát með utanborðsmótor var stolið ásamt bílkerru við Mjóanes við Þingvallavatn í síðustu viku. Þjófarnir brutu upp hengilás á hliði sem lokaði svæðið af, en bættu fyrir það brot með nýjum hengilás ásamt lykli. Báturinn var af gerðinni Broom, 15 fet á lengd og hvítur. Lögreglan á Selfossi vinnur að rannsókn málsins. - sv Bát stolið ásamt bílkerru: Þjófarnir skildu eftir nýjan lás Búnaður í góðu lagi Lögreglan á höfðuborgarsvæiðinu hefur fylgst með búnaði eftirvagna að undanförnu. Fjölmargir ökumenn hafa verið stöðvaðir og í langflestum tilvikum hefur búnaðurinn verið í góðu lagi. Það er helst að hliðarspegl- ar séu ekki eins og skyldi og þá þurfa menn að gæta að heildarþyngd bíls og eftirvagns en sé hún meiri en 3,5 tonn þarf aukin ökuréttindi. Kannabisræktun stöðvað Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Háaleitishverfinu í fyrradag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust tæplega 70 kannabis- plöntur. Það voru lögreglumenn við eftirlit í hverfinu sem runnu á lyktina og því var eftirleikurinn auðveldur. LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.