Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 18
18 15. júlí 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Hannes Pétursson, rithöfundur, skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið. Þótt grein- in sé vel skrifuð byggir hún að mínu mati á rökleysum. Hugsun Hannesar virðist vera sú að margir vinstri sinnar og hægri sinn- ar hafi sameinast í andstöðu við aðild að Evrópusambandinu á forsendum sem séu í senn „kómískar“ og „fyrirlitlegar“ og vitn- ar hann í ummæli Árna Pálssonar frá 1926 um „reigingslegan þjóðarmetnað“ sem endurspegli ágætlega hið nýja „blágræna“ bandalag hægri og vinstri manna í Evrópu- málum. Minnir Hannes á svikabrigslatal frá því við undirgengumst regluverk hins Evrópska efnahagssvæðis 1994. Og hann bætir því við að nú tengi enginn lengur EES við svikráð. Inn í þennan málatilbúnað fléttar Hannes svo hrun nýfrjálshyggjunn- ar og vísar þar sérstaklega í Davíð Odds- son, sem hann kallar fallinn „Móses Sjálf- stæðisflokksins“. Grein sína botnar skáldið með því að horfa á eftir Lilju Mósesdóttur og þessum meinta Móses þeirra Sjálfstæð- ismanna ganga „hönd í hönd inn í hamingj- unnar lönd“ í nýju blágrænu bandalagi! Í tilefni þessara skrifa langar mig til að víkja að nokkrum atriðum. Ég er þeirr- ar skoðunar að EES aðildin á sínum tíma hafi ekki verið í samræmi við stjórnarskrá Íslands og því tal um svik við hana ekki út í hött. Ég er einnig enn þeirrar skoðunar að hyggilegra hefði verið að fara svissnesku leiðina með tvíhliða samningum við Evr- ópusambandið í stað þess að undirgangast allt regluverk sambandsins með aðildinni að hinu Evrópska efnahagssvæði eins og við gerðum. Hvers vegna? Vegna „reig- ingslegs þjóðarmetnaðar“? Nei, vegna þess að málið snerist þá – og gerir enn – ekki um reiging og mont heldur um lýðræði. Hvort við sem samfélag viljum fá því ráðið hvernig við skipuleggjum okkur, orkubú- skapinn, landbúnaðinn, velferðarkerfið eða hvort það skuli gert samkvæmt tilskipun- um frá Brussel. Þetta er ég reiðubúinn að taka ítarlega umræðu um – og hef reyndar oft gert. Aldrei hefur verið brýnna en ein- mitt nú að efna til markvissrar umræðu um handfasta hluti í stað þess að blanda í einn kokteil alls óskyldum málum í óljósu líkingatali einsog sá mæti maður Hannes Pétursson óneitanlega gerir í grein sinni. Það má vel vera að Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir deili ýmsum skoðunum, einsog þeirri að hafa efasemdir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En að gera þau að pólitísku kærustupari til framtíðar ber ekki vott um skarpa greiningu á þeim hræringum sem nú eiga sér stað í íslensk- um stjórnmálum. ESB og lýðræðið Evrópumál Ögmundur Jónasson alþingismaður Viðarhöfða 6 – Reykjavík / Bæjarhrauni 12 – Hafnarfirði www.sindri.is / sími 575 0000 Verslanir PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 01 49 3 69.900 Verð með vsk. 18 V höggborvél DC988KL Öflug 18 V borvél m. höggi 3ja gíra, 0-450/1450/2000 Átak 52 Nm. 2x2,0 Ah Li-Ion rafhlöður 40 mín. hleðslutæki Taska fylgir Að fordæmi Kleópötru Hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir þiggja bæði ráðgjafalaun frá 365 miðlum, sem gefa meðal annars út Fréttablaðið. Laun Jóns Ásgeirs nema á áttunda hundrað þúsund krónum á mánuði en forstjóri fyrirtækisins vill í samtali við DV í gær ekki gefa upp laun Ingibjargar, sem jafnframt er stjórnarfor- maður fyr- irtækisins og á launum sem slíkur. Einhverjum kemur þessi staða spánskt fyrir sjónir, en það er hins vegar ekkert nýtt að forvígismenn fyrirtækja skreyti sig ráðgjafatitlinum. Þannig upplýsti Kleópatra Kristbjörg, forstjóri Gunn- ars majóness, í nýlegu viðtali við Vik- una að í starfi hennar hjá fyrirtækinu fælist fyrst og fremst ráðgjöf. Að veðja á réttan hest Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor á Bifröst, er meðal umsækj- enda um stöðu umboðsmanns skuldara. Runólfur er kjörinn í starfið, enda með reynslu af því að semja um skuldir annarra og jafnvel fella þær niður. Frægt var þegar hann var rektor á Bifröst og veðjaði við nemanda um hvort ný skólabygging yrði komin í gagnið á tilteknum tíma. Að veði voru skólagjöldin – þau yrðu annaðhvort felld niður eða tvöfölduð. Nemandinn vann og gekk mennta- veginn frítt þann vetur. Kannski virka svona meðul á lánar- drottna: skuldari borgar tvöfalt ef nýtt hátæknisjúkrahús rís á réttum tíma – ellegar fellur skuld- in niður. stigur@ frettabladid. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er mynduð um að tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og leita þjóðarsamstöðu um leið Íslands til endurreisnar – nýjan stöðugleikasáttmála.“ Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá vori 2009. R íkisstjórnin sem nú starfar er um margt ólík fyrri ríkisstjórnum Íslands. Af ýmsu er að taka en það sem einkum greinir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frá öðrum stjórnum er að hún sem heild hefur ekki sér- staka stefnu. Sú staðreynd þarf svo sem ekki að koma á óvart því það hefur blasað við frá því að hún tók við völdum. Þá kynnti hún til sögunnar yfirlýsingu, sambærilega að formi þeim sem fyrri ríkisstjórnir hafa kynnt við upphaf starfstíma síns. Fram að því höfðu slíkar yfirlýsingar heitið stefnuyfir- lýsingar og stjórnirnar einsettu sér að vinna eftir þeim en nú bar svo við að yfirlýsingin hét samstarfsyfirlýsing. Vissulega má hrósa ríkisstjórninni fyrir hreinskilnina en á móti verður að spyrja hvort ekki hefði verið nær að Samfylkingin og VG hefðu við stjórnarmyndunina tekið afstöðu til helstu mála, mótað sér stefnu í þeim og unnið eftir henni. Því hefðu óneitanlega fylgt talsverð þægindi fyrir samfé- lagið allt auk þess sem það hefði auðveldað ríkisstjórninni sjálfri úrlausn margvíslegra verkefna. Vitaskuld eru undantekningar frá þeirri reglu ríkisstjórnarinn- ar að hafa ekki stefnu. Ein er til dæmis að stofna atvinnuvega- ráðuneyti. Önnur er að stuðla að beinum erlendum fjárfestingum. Þriðja er samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Í ljósi þess að helstu pólitísku andstæðinga þessara stefnumála ríkisstjórnarinnar er að finna í stjórninni sjálfri eða í nánasta baklandi hennar má telja skynsamlegt að skýru stefnumálin séu ekki fleiri. Færa má rök fyrir því að ein ríkisstjórn þoli ekki nema ákveðinn skammt af stjórnarandstöðu úr eigin röðum. Einn þeirra málaflokka sem ríkisstjórnin hefur ekki stefnu í eru skattamál. Er það býsna mikilvægur málaflokkur. En þar með er ekki sagt að ríkisstjórnin aðhafist ekki neitt í skattamál- um. Eftir að hafa ráðist í viðamiklar breytingar á skattkerfinu á síðasta ári bað hún Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að skrifa fyrir sig skýrslu um skatta og setti um leið á fót starfshóp embættis- manna til að leggja fram tillögur að breytingum á skattkerfinu. Hugsanlegt er að ríkisstjórnin ætli í framhaldinu að marka sér skattastefnu. Verður fróðlegt að sjá hve margir ráðherrar ríkis- stjórnarinnar munu styðja þá stefnu. Eins og sakir standa er ríkisstjórnin eyland. Við slíkar aðstæð- ur er ógjörningur að markmið um „efnahagslegan og félagslegan stöðugleika“ og „þjóðarsamtöðu um leið Íslands til endurreisnar“ náist. Til að svo megi verða þurfa forystumenn stjórnarflokkanna að herða tökin á stjórn landsins og umfram allt að stika sér leið að markmiðinu. Skýr stefna í mikilvægum málum óskast: Samstarf án stefnu SKOÐUN Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.