Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 20
20 15. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Ég hef stundum verið að hugsa það hvers vegna opinber fyr- irtæki leyfi ekki almenningi að njóta góðs af góðum rekstri. Hvers vegna getum við ekki öll haft það gott? Almenningur er krafinn um svona og svona há gjöld fyrir t.d. rafmagn og vatnsnotkun, þegar í raun væri hægt að innheimta miklu minna. Ég horfi á öll flott- heitin í kringum þessi fyrirtæki, miklar byggingar og ótrúlega flott skraut og hugsa: Hefði ekki verið hægt að minnka skrautið og rukka minna? Þetta versnaði til muna hér á landi þegar fyrirtækin urðu einn- ig að hlutabréfum. Mikið sakna ég þess þegar kaupmennskan var almennt persónulegri og sann- gjarnari fyrir alla. Nú er það t.d. þannig í matvörubúðunum, að ef uppáhaldsvaran þín selst ekki nógu hratt hverfur hún úr hillum búðarinnar! Ekkert persónulegt samband lengur við viðskipta- vini, engin alúð, bara græða vel á hverri vöru. Það væri gaman að breyta þessu, núna þegar við erum að byggja upp annað og betra Ísland. Heitir pottar á Suðurnesjum Á Suðurnesjum höfum við íbúarn- ir notið góðs af rekstri Hitaveitu Suðurnesja, hitareikningar hafa verið frekar sanngjarnir og fólk ráðið við að borga þá. Ég man þegar Hitaveitan byrj- aði, þá var talað um að reikning- ar myndu snarlækka með tíman- um og að allir fengju að njóta vel þessara auðlinda saman. Svo opnaðist fyrir Bláa lónið. Þangað gátum við íbúarnir sótt í nokkur ár og baðað okkur án end- urgjalds en þarna voru viðskipta- tækifæri sem auðvitað bar að nýta og Bláa lónið er nú þekkt út um allan heim. En til þess að Íslend- ingar hafi sjálfir efni á að fara í lónið sitt, þá þarf aðgangsmiðinn að lækka helst um 75%. Hitaveita Suðurnesja gaf það út um daginn að miklar breytingar munu eiga sér stað á verðskrám fyrirtækisins til almennings. Bráðum ætla þeir að innheimta fyrir hvern vatnsdropa sem íbú- arnir nota en fullvissuðu samt fólk um að þetta kæmi líklega ekkert verr út fyrir heimilin. Það getur ekki verið satt og ég hugs- aði strax um allt fólkið, sem elsk- ar að vera lengi í heitri sturtunni og láta þreytuna líða úr sér. Eða alla unglingana sem hanga enn lengur í sturtunni en þeir full- orðnu. Eða öll heimilin sem eiga heita vatnspotta fyrir utan heimili sín. Eða allar sundlaugarnar, sem þurfa að endurskoða verðlagningu sína. Þetta eru vondar fréttir. Já en þá verður þetta bara eins og í útlöndum, segir einhver, svona er þetta þar. Já en við erum ekki í útlöndum, við búum á Íslandi og erum ríkasta vatnsþjóð í heimi. Við eigum að njóta þess saman. Við eigum það mikið heitt vatn, að við megum alveg borga minna. Paradís heitra potta Mörg heimili settu heita vatns- potta fyrir framan húsin sín, þegar Hitaveitan kom á Suður- nes og er það eitt af sérkennum margra einbýlishúsa hérna, að vera með heitan pott. Ég reikna með að sanngjörn verðlagning vatnsnotkunar okkar hafi gert það að verkum að fólki er annt um Hitaveituna og finnst þeir vinna með fólkinu sínu. Alveg eins og gamli Sparisjóðurinn, eitt af vina- fyrirtækjum Suðurnesjamanna. Fyrirtæki fólksins. Nú finnst mér eins og við séum að fá rýting í bakið frá góðum vini, Hitaveitu Suðurnesja. Bráðum hækka vatnsgjöld- in og þeir sem eiga heita potta munu þurfa að minnka notk- un þeirra vegna verðhækkunar. Þeir sem fara í sturtu, verða að þvo sér snöggt, nema þeir vilji borga meira fyrir þann mánuðinn. Okkur mun bregða illilega við. Megum hafa það gott Þessi vatnsfríðindi eru alveg sér- íslensk. Við eigum næga vatns- orku og nægt heitt vatn hér á landi. Afhverju má almenning- ur ekki njóta vatns auðlindanna í þessu harðbýla landi? Hvers vegna þurfa fyrirtæki alltaf að hagnast meira og meira? Og fyrir hverja, ef fólkið í land- inu fær ekki að njóta þess líka? Við eigum öll að fá að njóta þeirra gæða sem landið okkar gefur. Þetta er okkar sameiginlega eign fyrst og fremst. Landið okkar er gjöfult á heita vatnið og Íslendingar hafa baðað sig í því frá örófi alda. Að fara í sund og heitt bað eru sjálfsögð mannréttindi fyrir Íslendinga. Aðgangur almennings að þess- ari auðlind á að vera sjálfsagður hlutur. Hvernig væri að láta réttlætið vísa okkur veginn inn í góða fram- tíð? Engar verðhækkanir, takk! Njótum auðlindanna saman Hitaveita Marta Eiríksdóttir kennari Trúlega vita þeir hjá Alþjóða-gjaldeyrissjóðnum, AGS, lítið um íslenskar bókmenntir. Og senni- lega vita þeir minna en ekki neitt um íslenskan bókamarkað. Þess vegna hafa þeir líklega bent íslenskum stjórnvöldum á að snarhækka virð- isaukaskatt á bækur úr 7% og upp í 25,5%. Reikniforritin þeirra segja kannski að það sé prýðishugmynd. Gott og vel. Við deilum ekki um hagfræði eða meðferð talna en það þarf hreint engan hagfræðing til að gera sér grein fyrir því hvernig færi fyrir íslenskum bókamarkaði ef virðis- aukaskattur yrði hækkaður, hvað þá svona glæfralega. Það högg myndi stórskaða hann og með tímanum ganga af honum dauðum. Bækur hækkuðu umtalsvert í verði, og það þýddi minni sölu, sem á móti þýddi minnkandi útgáfu, sumsé, færri bækur. Færri skáldsögur, færri ljóð, færri ævisögur, færri fræðibækur, færri skólabækur. Fjöldi fólks myndi missa vinnu, fólk hjá bókaútgáfum, í prentsmiðjum, bókaverslunum, dreifingaraðilar og prófarkalesar- ar að ógleymdum höfundum. Færri bækur á markaði þýddi rýrari endurnýjun höfunda, dvín- andi fjölbreytni sem kæmi niður á almennu læsi. Hvað um lestrar- hvetjandi verkefnin sem hafa verið í gangi undanfarin ár með góðum árangri? Voru þau ekki liður í því að snúa vörn í sókn þegar blikur voru á lofti varðandi lestur íslenskra barna? Og hvað með Reykjavíkur- borg sem stefnir á að verða bók- menntaborg Unesco? Er eitthvert vit í bókmenntaborg án gróskumik- illar bókaútgáfu? Þegar stjórnvöld í Lettlandi hækk- uðu virðisaukaskatt á bókum úr 5% upp í 21% dróst heildarvelta bókaút- gáfu þar í landi saman um 35%, með tilheyrandi áföllum. Þegar stjórn- völd drógu hækkunina til baka varð ljóst að bókaútgáfan hafði beðið var- anlega hnekki. Reynsla Letta ætti að vera Íslend- ingum víti til varnaðar. Og samt er ekki nema hálf sagan sögð. Við erum þjóð vegna þess að við tölum íslensku og vegna þess að hér er öflugt menn- ingarlíf. Ef bókaútgáfa dregst saman þá bitnar það á menningarlífinu. Áhrifin kæmu strax í ljós. Íslensk tunga myndi láta undan síga, hægt, en því miður örugglega. Og hvað er smáþjóð án síns tungumáls? Við ætlum ekki út í deilur um AGS á Íslandi, hvort afskipti sjóðs- ins séu böl eða bót, en hugdettan um að hækka virðisaukaskatt á bækur er ekki bara vond, hún er hreinlega fjandsamleg menningu okkar. Til- laga af þessu tagi virðist vera sett fram af mikilli vanþekkingu, en rík- isstjórn Samfylkingar og VG á að vita betur. Verður að vita betur. Eða mikið mega þau Jóhanna, Steingrím- ur, Katrín og aðrir ráðherrar vera afvegaleidd ef þau svo mikið sem hugleiða þessa tillögu AGS. Á móti íslenskum bókmenntum? Virðisaukaskattur á bækur Kristín Steinsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands Jón Kalman Stefánsson varaformaður Rithöfundasambands Íslands Tengdu þig við stærsta 3G net landsins í sumar E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 8 5 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.