Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 15. júlí 2010 3 ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Hátískusýningarnar héldu áfram í París í síðustu viku með afskaplega marg- breytilegum sýningum, misjafn- lega tilkomumiklum, þar sem mátti sjá allt frá tíu til fimmtíu módelum á einni sýningu. Auð- vitað allt eftir umfangi og efna- hag tískuhúsanna sem sýndu en sömuleiðis voru sýningarn- ar mismunandi spennandi hvað varðar (listrænu?) hönnunina. Jean-Paul Gaultier sagði nýverið skilið við Hermès þar sem hann hefur verið listrænn stjórnandi í nokkur ár en hann átti afskaplega skemmtilega sýn- ingu og að vanda beið áhorfenda óvænt uppákoma. Brúðurin sem eins og venja er kemur í lokin var ein og spilaði á fiðlu sinn eigin brúðarmars. Fyrirsæt- an og fatafellan Dita Von Teese sem er í miklu uppáhaldi hjá Gaultier týndi af sér kjólhluta þar til hún stóð uppi næsta fáklædd í uppáhaldsklæð- um Gaultiers, korselettinu, á svimandi háum Loubout- in hælum sem að vanda voru með rauðum sólum. Fyrirsætur voru sumar hverjar með ótrúlega túrbana í ætt við Sim- one de Beauvoir. Hollywood-glam- úr með afskaplega parísískum nælons- okkum með Eiffel- turnum enda París alltaf París eins segir í gömlu lagi Maurice Chevali- er, „Paris sera tou- jours Paris! La plus belle ville du monde“, París verður alltaf París, fallegasta borg heims, og auðvitað borg tískunnar sömu- leiðis. Barbara og Juliette Gréco hljómuðu undir, dálít- ið sjálfhverft og fortíðar- hyggjulegt, à la française! Og nú mun Gaultier einungis halda sig við sitt eigið tískuhús. „On aura tout vu“ er tískudú- ett þeirra Liviu og Yassen frá Búlgaríu en ólíkt Frakklandi er Búlgaría ekkert sérstaklega þekkt fyrir tískuhönnun. Dag- blaðið Libération segir frá því að stílisti Lady Gaga, Nicola Formichetti, hafi hvorki komst lönd né strönd frá París á dögun- um vegna öskuskýsins úr Eyja- fjallajökli og kynnst þá þessum hönnuðum. Eins og auðvelt er að ímynda sér ef litið er á litrík- an klæðnað Lady Gögu hentar hátískan henni ágætlega. Þar er hver einasta flík einstök. Svo mikil er hrifning Lady Gaga á Liviu og Yassen að hún hefur tryggt sér forkaupsrétt á allri sýningunni, hvorki meira né minna. Uppsprettan að hönn- un þessa dúetts að þessu sinni var hafið, jafnt sjólið- ar sem krossfiskar og Heimskautabirnir. Kjól- ar úr flotholtum (verst að netaveiðar eru alveg dottnar upp fyrir, hefði verið hægt að fá þessa fínu flothringi í kjóla úti í Eyjum líkt og þann sem ég nota sem aðventu- krans.) Ótrú- legur steina- útsaumur á yfirhöfnun líkt og krossfisk- ar og frakkar sem minna á hvítabirni frá Norðurpólnum. Dálítið líkt og heimur tónlistar- myndabanda Gaga, heimur ævintýra með sköpun sem er ferðlaga. Segið svo að gosið í Eyjafjallajökli hafi ekki leitt eitthvað gott af sér. bergb75@free.fr Hátíska í hátíðarskapi, Dita Von Teese, Lady Gaga og öskuský Bandaríska leikkonan Jessica Alba hefur nýlega sést á tísku- sýningum í Evrópu. Jessica Alba fór beint af kvenfatatísku- sýningunum í París yfir til Berlínar þar sem hún sótti tískusýningu fyrir vor og sum- arlínu Hugo Boss. Alba mætti í bein- hvítum kjól í anda sjötta áratugarins með gull- belti um sig miðja og perlu- skreytt steinaarm- bönd. Hún toppaði klæðaburð- i n n me ð himinháum, gulbrúnum hælaskóm. - mmf Fer á milli tískusýninga Jessica Alba fór af tískusýning- unum í París yfir til Berlínar. Sími 694 7911 Eikjuvogur 29, 104 Rvk. Opið mán.fi m 12–18, fös. 12–16, lau. lokað Síðustu skokkarnir Áður 16.990 Nú 7.990 Litir: Svartir, gráir, hvítir, drapp Stærðir: 38-48 A ug lý si ng as ím i Allt sem þú þarft… Á hátískuvikunni í París í síðustu viku var sýnt hárskraut frá franska skartgripasalanum Chaumet. Chaumet setur höfuðskart og skraut í fremstu víglínu í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins sem var stofnað árið 1780. Hönnuður skart- gripanna trúir því að þeir fangi ljósið og dragi því fram augu þess sem ber þá. Frá stofnun fyrirtækisins fyrir 230 árum hafa yfir tvö þúsund höf- uðdjásn verið gerð hjá Chaumet. Fyrirtækið er við Place Vendôme í fyrsta hverfi Parísarborgar þar sem það hefur verið til húsa frá árinu 1907. Það var stofnað af Nitot, skart- gripagerðar- manni Napó- leons. - mmf Hárskraut í Parísarborg Franski skartgripasalinn Chaumet sýndi hárskraut á tískuvikunni í París í síðustu viku. NORDICPHOTOS/AFP Yfir tvö þúsund tegundir af hárskrauti hafa verið gerðar hjá Chaumet á 230 árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.