Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 34
 15. JÚLÍ 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fjársjóðir suðurlands Kristbjörg Hilmarsdóttir í Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri býður ódýra bændagistingu í Nonna- og Brynjuhúsi. Þaðan blasir við tignarlegur fjalla- hringur frá Hjörleifshöfða til Öræfajökuls. „Það er mikil upplifun að vera í nágrenni við stórviðburði eins og Eyjafjallajökulsgosið. Fyrir mig sem bónda á sú upplifun sér ekki margar bjartar hliðar en þegar ég hugsa eins og sá sem kemur og fer er þessi leikur náttúrunn- ar stórbrotinn og undraverður.“ segir Kristbjörg. Hún segir gesti sína forvitna um eldgosin í vor og finnast forvitnilegt að snerta öskuna. „Askan er að verða hluti af því ævintýri að upplifa Ísland. Ég furðaði mig stundum á því í vor að allir heimsins ljósmyndar- ar skyldu ekki vera komnir hing- að austur fyrir Mýrdalssand því fegurðin var undraverð í sólsetr- inu og er enn, ef öskufjúk er, litir himins og jarðar verða að ótrú- legu samspili.“ Kristbjörg er í heyskap með bónda sínum Sigurði Arnari Sverr- issyni þegar haft er samband við hana. Fyrir utan hefðbundinn bú- skap reka þau ferðaþjónustu á Þykkvabæjarklaustri með því að bjóða upp á ódýra gistingu í svo- kölluðu Nonna- og Brynjuhúsi. Þar eru sex herbergi með svefn- plássi fyrir samtals 22. „Við byrj- uðum nú bara í júlí í fyrra og þetta hefur gengið vel. Við bjóð- um upp á bæði svefnpokapláss og uppbúin rúm en erum ekki með neinn mat þannig að fólk verður að taka eitthvað með sér að borða. En í eldhúsinu er alltaf kaffiduft og te, en fólk hellir upp á sjálft og getur fengið mjólk út í. Svo eru öll áhöld og flest annað sem er í venjulegu eldhúsi. Þannig að þó saltið gleymist heima þá er það fyrir hendi,“ lýsir Kristbjörg. Sigurður Arnar er bifvéla- virkjameistari þannig að ferða- menn geta fengið aðstoð á því sviði ef þeir þurfa. En af hverju heitir ferðaþjónustan Nonna- og Brynjuhús? „Af því að Brynja móðir mín gerði frumteikningu að húsinu og faðir minn sem hét Jón Hilmar og alltaf kallaður Nonni, smíðaði það,“ útskýrir Kristbjörg. Hún kveðst hafa boðið gestum sínum upp á stutta göngutúra um sögustaðinn Þykkvabæjarklaust- ur, bent þeim á hið magnaða út- sýni úr Álftaverinu og einnig kíkt með þeim á húsdýrin. „Fólk er mjög ánægt með dvöl hérna ef gestabókin lýgur ekki,“ segir hún glaðlega. - gun Leikur náttúrunnar stór- brotinn og undraverður Í Nonna- og Brynjuhúsi að Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri eru sex herbergi með samtals 22 rúmum sem bæði er hægt að leigja með rúmfötum og án. MYND/KRISTBJÖRG Kristbjörg býður upp á stutta göngutúra um sögustaðinn Þykkvabæjarklaustur og sýnir líka fúslega húsdýrin á bænum, hund, kýr og hesta. MYND/SIGURÐUR ARNAR Nonna- og Brynjuhús er heimilislegt en þar er engin matsala svo gestir verða að hafa smá fyrirhyggju hvað það varðar. MYND/KRISTBJÖRG Laufskálavarða er þekkt kennileiti austan við Mýrdalssand. MYND/ÞÓRIR KJARTANSSON MÝRDAL Arcanum ferðaþjónusta Brydebúð Dyrhólaeyjaferðir Fagradalsbleikja Farfuglaheimilið Norður-Vík Ferðaþjónusta bænda Sólheima- hjáleigu Ferðaþjónustan Eystri-Sólheimum Ferðaþjónusta bænda Steig Ferðaþjónustan Miðhvoll Ferðaþjónustan Pétursey Ferðaþjónustan Vellir Félagsheimilið Leikskálar Félagsheimilið Ketilsstaðaskóla Félagsheimilið Eyrarland Gistiheimilið Ársalir Gistiheimili Eriku Golfklúbburinn Vík Gullroði handverk Halldórskaffi Hópferðabílar Suðurlands Hótel Dyrhólaey Hótel Edda Vík Hótel Höfðabrekka Hótel Lundi Hundasleðaferðir Hötturinn Íþróttamiðstöðin Vík Katlatrack – ferðaþjónusta Klakkur Kvöldferðir Leirbrot og gler Smáhýsið Görðum Tjaldsvæðið Vík milli vina Tjaldsvæðið Þakgili Víkurprjón Víkurskáli Upplýsingamiðstöðin Vík RANGÁRÞING EYSTRA Ásólfsskáli Byggðasafnið á Skógum Country Hotel Anna Farfuglaheimilið Fljótsdalur Farfuglaheimilið Skógum Farfuglaheimilið Þórsmörk Ferðafélagið Útivist Ferðafélag Íslands Ferðaþjónusta bænda Búðarhóli Ferðaþjónusta bænda Stóru-Mörk III Gallerí Lambey Gallerí Pizza Gallerí Prjónles Gistiheimilið Ásgarður Gistiheimilið Bergþórshvoll Gistiheimilið Breiðabólsstaður Gistiheimilið Drangshlíð I Gistiheimilið Edinborg Gistiheimilið Fagrahlíð Gistiheimilið Vestri-Garðsauka Grandavör, Afþreying Hallgeirsey Hellishólar Hestaleigan Ytri-Skógum Hlíðarendi Hótel Edda Skógum Hótel Fljótshlíð Hótel Hvolsvöllur Hótel Skógar, Kaffi Eldstó Kaffi Langbrók Njáluhestar Skálakot – hestaferðir South Coast Adventure South Iceland Adventure Sundlaugin Hvolsvelli Sunnlenski sveitamarkaðurinn Sögusetrið á Hvolsvelli Tjaldsvæðið Hamragarðar Tjaldsvæðið Hvolsvelli Tjaldsvæðið Skógum Torfastaðir, hestaleiga/Hanasetrið Uppstoppaða búðin Upplýsingamiðstöðin Hvolsvelli SKAFTÁRHREPPUR Eldmessa Farfuglaheimilið Hvoll Félagsheimilið Tungusel Ferðaþjónusta og sumarhús Hörgs- landi I Gistiheimili Hunkubakkar á Síðu Handverkshúsið Hálendismiðstöðin við Hólaskjól Herjólfsstaðaskóli Hótel Geirland Hótel Klaustur Hótel Laki, Efri-Vík Hrífunes í Skaftártungu Hrifunes Guesthouse Islandia Hótel Núpar Íslenskir fjallaleiðsögumenn Kirkjubæjarstofa Nonna og Brynjuhús Sundlaug og Íþróttamiðstöð Systrakaffi Skaftárskáli Tjaldsvæðið Kirkjubæ II Tjaldsvæðið Kleifum Vatnajökulsþjóðgarður Veiðihúsið við Grenlæk Veiðihús Steinsmýrarvötn Upplýsingamiðstöðin Kirkjubæjar- klaustri ÞJÓNUSTULISTI ● FERÐAÞJÓNUSTAN STEIG Ásrún Helga Guðmundsdóttir rekur ferðaþjónustuna Steig ásamt fjölskyldu sinni. Þar er áhersla lögð á að gestir geti hvílst í notalegu umhverfi og notið náttúrunn- ar. Boðið er upp á morgunmat og kvöldmat með áherslu á ís- lenskt hráefni en einnig er að- staða fyrir gesti að elda sjálfir. Á matseðlinum má finna heima- bakað brauð og heimagerðar sultur auk þess sem lambakjötið kemur frá bænum. Á Steig eru herbergi bæði með baði og án og svefn- pokapláss og er útsýnið óviðjafnanlegt í allar áttir. ● BRAGÐLAUKARN- IR KITLAÐIR Rang- árþing eystra státar af flóru veitinga- og kaffi- húsa. Einn þeirra staða sem reknir eru á svæðinu er Hótel Fljótshlíð í Smára- túni í Fljótshlíð, þar sem allt er gert til að taka vel á móti gestum og gang- andi, að sögn eigandans, Ívars Þormarssonar. „Óhætt er að segja að bragðlaukarnir séu kitlaðir hér í Hótel Fljótshlíð, þar sem áherslan er lögð á að bjóða upp á afurðir býl- isins; kartöflur, rófur, sultu og nautakjöt, sem er okkar aðalsmerki, og svo kjúkling og önd og fleira. Vel flest er hægt á snæða á staðnum en fólki stendur einnig til boða að kaupa af okkur meðal annars hrossabjúgu, sultur og nýbakað brauð, sem er nýjasta viðbótin hjá okkur en allt sam- ræmist þetta hugmyndafræði verkefnisins Beint frá býli, sem við höfum verið þátttakendur í frá upphafi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.