Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 35
fjársjóðir suðurlands ●FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2010 7 ● KAMMER Á KLAUSTRI Hinir árlegu Kammertónleik- ar á Kirkjubæjarklaustri fara fram í 20. sinn helgina 6. til 8. ágúst. Á Kammertónleikunum er flutt tónlist frá ólíkum tímabilum tón- listarsögunnar, frá miðöldum og fram á okkar daga. Hljómsveitarstjórinn og pían- istinn Daníel Bjarnason var fenginn til að semja sérstakt tón- verk sem frumflutt verður á há- tíðinni. Verkið heitir Larkin Songs og er skrifað fyrir mezzósópran og píanókvintett og mun Daníel sjálfur leika píanópart- inn. Nánari upplýs- ingar má finna á www.klaustur.is. ●HESTALEIGA OG GIST- ING Ferðaþjónustan Vell- ir er fjölskyldufyrirtæki þar sem húsfreyjan er hótelstýra, kokk- ur og listmálari og húsbónd- inn sér um hestaferðir og bú- skapinn. Á Völlum er nýupp- gert gistihús sem áður var fjós í 23 ár, tvö sumarhús, hestaleiga og veitingasala. Eldhúsið er opið og geta gestir fylgst með þegar maturinn er eldaður en boðið er upp á morgunverð og þriggja rétta kvöldverð. Á hesta- leigunni geta bæði byrjendur og lengra komnir fundið hest við sitt hæfi. Boðið er upp á styttri hestaferðir með leiðsögn, þar á meðal fjöruferð sem tekur á bilinu 1-2 klukkustundir. Á Völlum er opið allan ársins hring og alltaf heitt á könnunni en nánari upplýsingar er að finna á síðunni, f-vellir.123.is. ●JEPPAFERÐIR Á KÖTLU- JÖKUL Fyrirtækið Katlatrack í Vík í Mýrdal býður upp á útsýnis- ferðir þangað sem almenningi er ekki fært. Farnar eru jeppaferð- ir í nágrenni Víkur og svokallað- ar eldfjalla- ferðir. Eld- fjallaferðirnar eru jeppa- ferðir inn í Þórsmörk að Gígjökli og að Kötlujökli, jök- ultungunni út frá Mýrdals- jökli þar sem hlaupið frá Kötlu kæmi ef hún myndi gjósa. Eigandi Katlatrack, Guðjón Guð- mundsson, leiðsegir í ferðunum og fræðir ferðalanga meðal ann- ars um hvað gæti gerst á svæð- inu ef Katla gysi. Guðjón útveg- ar allan búnað sem þarf til jökla- ferða en þær eru frá tveimur tímum upp í fimm tíma. Nánar á www.Katlatrack.com. KANADAFERÐ - ELDRI BORGARAR HAUST Í NÝJA SKOTLANDI 9. – 16. SEPTEMBER, 2010 Upplýsingar hjá Jónasi Þór á jonas.thor1@gmail.com og 861 1046 www.vesturheimur.com Ferðamálastofa Icelandic Tourist BoardÖrfá sæti laus. GIST Á SAMA HÓTELI Í HALIFAX í SJÖ NÆTUR Atlantica Hotel INNIFALIÐ: Flug, gisting, morgunverður, allur akstur, skoð- unarferðir, aðgangur að söfnum og þjóðgörðum, hádegisverður í skoðunarferðum og fararstjórn VERÐ: 187.000 ● Í FJALLAKYRRÐINNI Á HÁLENDINU Helga Ól- afsdóttir hefur rekið tjaldsvæði í Þakgili á Höfðabrekkuaf- rétti Vestur-Skaftafellssýslu (20 km frá Vík í Mýrdal) frá árinu 2000. Við það bættust síðan níu smáhýsi árið 2007, sem búin eru eldhúsi og salernisaðstöðu og geta allt að fjór- ir gist í hverju húsi. Einnig eru salerni og sturta fyrir tjald- svæðið. Þakgil og svæðið í kring hefur upp á að bjóða stór- brotið landslag allt frá sléttlendi til djúpra gilja og sjálf- an Mýrdalsjökul og svæðið því tilvalið til gönguferða. Þar er líka hellir sem tekur um það bil 60 manns í sæti og er hann nýttur sem matsalur og samkomustaður fyrir svæðið. Auðvelt er að komast á tjaldsvæðið, þar sem engar ár eða sprænur er yfir að fara og fært öllum venjulegum bílum. Nánar á thakgil.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.