Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 44
28 15. júlí 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Leikrit ★★★★ Hetja Gamanleikur byggður á Bárðar- sögu Snæfellsáss Höfundur og leikari: Kári Viðarsson Ljóshönnun: Friðþjófur Þorsteinsson Leikstjóri: Víkingur Kristjánsson Hetjur, kappar og fræknir menn í bland við tröll, álfa og netdrauga vakna til lífsins í sumarblíðunni á hátíðum víðs vegar um landið. Hetja ein merk spratt fram holdi klædd í fiskverkunarhúsi á Rifi á Snæfellsnesi á föstudaginn var. Leikarinn og höfundurinn Kári Viðarsson hafði ráðist í að lífga Bárð Snæfellsás við, ásamt öllu hans fylgdarliði. Kári er nýút- skrifaður úr leiklistarnámi í Bret- landi, sjálfur ættaður af Snæfells- nesi og hafði greinilega fengist við að pakka fiski í þessu sama rými þegar hann var unglingur. Hann segir ekki aðeins söguna heldur vippar sér fyrirhafnar- laust í öll hlutverk hennar og var það líkamlegt þrekvirki í sumum atriðunum. Þetta var gáskafull sýning í mjög skemmtilegu rými sem ekki aðeins myndaði góðan ramma og dramatík fyrir söguna heldur var hljómburður þar inni sérstaklega skemmtilegur, engu líkara en hverju orði væri hjálpað í ferða- lag milli veggjanna. Kári er sprækur, vel máli farinn og fimur eins og köttur. Sagan um Bárð og afdrif dóttur hans er ekki mikil en engu að síður virðist hún lifa með heimamönnum enda var þar að fornu heitið á Bárð og hann tekinn í guðatölu í héraðinu. Leikstjórinn Víkingur Kristj- Sprelllifandi guð í fiskikari KATTFIMUR Kári er nýútskrifaður og vill gjarnan koma eins miklu að og mögulegt er af því sem hann hefur numið og náð tökum á, segir í dómi. Leikstjórinn Víkingur Kristj- ánsson hefur góð tök á leikaran- um. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 15. júlí 2010 ➜ Tónleikar 12.00 Kl. 12 á hádegi leikur Sigrún Magna Þórsteinsdóttir á stóra Klais- orgelið í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir standa í u.þ.b. hálfa klukkustund. Miða- verð 1.000 kr. 19.00 Hinir árlegu NEI - baráttutón- leikar gegn kynferðisofbeldi verða haldnir í fjórða sinn fimmtudaginn 15. júlí á Sódómu Reykjavík. Tónleikarnir eru fyrsti liðurinn í NEI átaki sumarsins, en að átakinu stendur NEI - hreyfing gegn kynferðisofbeldi sem starfar innan Femínistafélags Íslands. 20.00 Í dag, kl. 20.00 verða tónleikar í Oddstofu, Skálholtsbúðum, þar sem Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, Mat- hurin Matharel og Brice Sailly syngja og leika á ýmis hljóðfæri. Yfirskrift tón- leikanna er Hold og blóð: Mjúkar ástir. Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á www.sumartonleikar.is 21.00 Jazzklúbburinn Múlinn stendur að tónleikum í kvöld, fimmtudag, kl. 21.00. Tónleikarnir fara fram í Risinu (áður Glaumbar) að Tryggvagötu 21 og verða tvo ólík dúóatriði á dagskrá. Fram koma Kristjana Stefánsdóttir ásamt Agnari Má Magnússyni og Daníel Friðrik Böðvarsson ásamt Ara Braga Kárasyni. Aðgangseyrir er 1.500 krónur, 1.000 krónur fyrir námsmenn. 21.00 Nýr skemmti- og tónleikastaður, Faktorý, opnar að Smiðjustíg 6, þar sem áður var Grand Rokk. Í tilefni þess verða tónleikar alla helgina og verða fyrstu tónleikarnir í kvöld, fimmtudag. Í kvöld koma fram Benni Hemm Hemm og Retro Stefson og er frítt inn. Húsið verður opnað kl. 21.00. ➜ Leiklist 18.00 Fimmtudaginn 15. júlí sýnir Leikhópurinn Lotta nýjasta verk sitt, Hans klaufa á flötinni við Hótel Höfn, á Höfn í Hornafirði. Miðaverð er 1.500 kr. og hefst sýningin klukkan 18.00. 20.00 Leikritið Melrakki verður sýnt á leikhúsloftinu í Melrakkasetri á hverju fimmtudagskvöldi kl. 20.00 og á sér- stökum sýningum fyrir hópa sem vilja sjá leikritið á öðrum tímum. Aðgangur er 1.500 krónur. Höfundur og leikstjóri er Halla Margrét Jóhannesdóttir en leikari er kómedíuleikarinn, Elfar Logi Hannesson. Leikritið er sérstaklega samið fyrir Melrakkasetrið. Nánari upp- lýsingar má finna á www.komedia.is ➜ Bæjarhátíðir 20.00 Í dag, fimmtudag, hefst Bryggjuhátíðin á Stokkseyri en þar verður viðburðarík dagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Dagskráin hefst klukkan 20.00 en þá verður ný fánastöng vígð í Þuríðargarði og fáni Hrútavinafélagsins kynntur. Alla helgina mun svo standa skemmtidagskrá þar sem flestir ættu að finna eitthvað við hæfi. Fjölskylduhátíðin Kátir dagar í Langa- nesbyggð er haldin dagana 13.-18. júlí. Dagskrá verður á Þórshöfn, Þistilfirði og Bakkafirði, svo enginn verður svikinn af að heimsækja svæðið. Nánari upplýs- ingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á www.langanesbyggd.is ➜ Leikrit 10.00 Brúðubíllinn verður við Breiða- gerðisskóla (í skólaporti), að Breiða- gerði 20 í dag kl. 10.00. Sýningarnar eru ókeypis og miðaðar við yngstu kynslóðina. Sýningarnar eru til gleði, skemmtunar og fræðslu og er inntak sýninganna: Göngum vel um náttúruna, verum góð við blóm, dýr og börn og sérstaklega við hvert annað. ➜ Myndlist 11.00 Anna Leós hefur opnað mynd- listarsýningu í veitingahúsinu Kaffi Hafnarfjörður við Strandgötu 29 í Hafnarfirði. Hamingja í þessum heimi er yfirskrift þessarar sjöundu einkasýningar Önnu, sem hefur fengist við myndlist í hátt í þrjá áratugi og er sjálfmenntuð á því sviði. Í tilefni af opnun sýningarinnar gefur Anna út sína fyrstu ljóðbók, Skúm, sem hefur að geyma minningabrot úr ævi höfundar. Sýningin stendur til 27. júlí og er opin alla daga frá klukkan 11 til 18. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is ánsson veit greinilega alveg hvert hann er að fara með Kára, sem eins og að smella fingri getur stokkið milli atriða og verið nútímaprívat á sama auga- bragði og hann er kominn undir skinnið á níðingi vestur í Græn- landi. Það er greinilegt að Kári er nýútskrifaður og vill gjarnan koma eins miklu að og mögulegt er af því sem hann hefur numið og náð tökum á. En það er líka allt í fínasta lagi og það er óhætt að segja að það er aldrei dauður punktur í þessari sýningu og þeir sem halda að þeir þurfi að setja sig í einhverjar menningarlegar stellingar vaða svo sannarlega í villu. Börnin sem sátu á fremsta bekk skemmtu sér jafn vel og full- orðna fólkið. Beiting ljósa í þessu ævintýralega umhverfi var frá- bær hjá Friðþjófi Þorsteinssyni og eins var það skemmtilegt að leik- arinn Kári blandaði ljósamannin- um inn í leikinn. Notkun leikmuna sem í sumum atriðum raðast upp sem leikmynd og í öðrum fá eigið líf er sérstaklega skemmtilegt og oft spaugilegt. Það er víst óhætt að segja að engum þarf að leiðast á sýningunni um hann Bárð Snæ- fellsás fyrir utan að hér er mikill hæfileikamaður í startholunum sem spennandi verður að fylgj- ast með. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Gáskafull sýning í mjög skemmtilegu rými. Höfundurinn og leikarinn Kári er fimur eins og köttur og leikstjórinn Víkingur Kristjánsson veit greinilega hvert hann er að fara með Kára. Helgina 23.-25. júlí Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borg- arfirði eystri fer fram í sjötta skipti í sumar. Það verða böndin Fanfarlo, Dikta, KK & Ellen, 200.000 Naglbít- ar og Of Monsters and Men sem spila þessa helgina. Bræðslan fékk nýlega Eyrarrósina, sem er sérstök viður- kenning fyrir framúrskarandi menn- ingarverkefni á landsbyggðinni. Verð á hátíðina er ekki nema 5.500 krónur, 6.500 við hlerann og eru ekki nema um 100 miðar eftir til sölu. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu Reynir Ingibjartsson Risasyrpa - Með allt í botni Walt Disney Aldrei framar frjáls Sara Blædel Það sem mér ber Anne Holt Eyjafjallajökull Ari Trausti Guðmundsson Ragnar Th. Sigurðsson Vegahandbókin 2010 Makalaus Tobba MarinósKortabók Íslands Eldur uppi – Iceland on Fire Vilhelm Gunnarsson Volcano Island Sigurgeir Sigurjónsson METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 07.07.10 – 13.07.10 Viðburðarvika Villa Reykjavík er hálfnuð en fram undan er fjöldinn allur af fjölbreyttum viðburð- um, svo sem sýningar á myndbandsverkum, gjörningum og tónleikum. Í dag klukkan 15.00 verða þrjár pólskar kvik- myndir sýndar í Reykjavík Art Museum. Það eru myndirnar Mancuška, Selg og Smetana. Klukkan 17.00 í dag er það Domains of Joyful Degration í Kling & Bang á Geirsgötu 11. Í kvöld er Block Party sem verður haldið á skemmtistöðunum Bakkus og Venue. Á morgun klukkan 15.00 hefst sýningin Art Makes Us Drunk í Reykjavík Art Museum, sem er kvikmynd Łukasz Gorczyca, Łukasz Ronduda sem fer með okkur í listrænt ferðalag sem minnir á áhrif lyfja og opnar áhorf- endum nýja og ferska sýn á raunveruleikann. Hátíðinni verður slitið með gjörningi Williams Hunt í fjörunni við Ægisíðuna næstkomandi föstudagskvöld klukkan 22.00 en myndlistarsýn- ingar verða opnar áfram út mánuðinn. William Hunt á Villa Reykjavík VILLA REYKJAVÍK Fjöldinn allur af viðburðum er í gangi á hátíðinni þessa vikuna. >Ekki missa af … Hinir árlegu NEI – baráttutón- leikar gegn kynferðisofbeldi verða haldnir í fjórða sinn á Sódómu Reykjavík í kvöld. Allar þær hljómsveitir sem fram koma gefa vinnu sína, en þær eru Agent Fresco, Árstíðir, Bróðir Svartúlfs, Fræbblarnir, Lay Low, Myrra Rós, Orphic Oxtra og Retro Stefson. Auk þeirra koma fram plötu- snúðarnir Benson is fantastic og Ray Kafari. Húsið verður opnað kl. 19 en tónleikarnir hefjast kl. 20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.