Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 48
32 15. júlí 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Leikstjórinn James Cameron seg- ist hafa sagt við leikarahópinn sinn í myndinni Avatar að búast ekki við tilnefningu til Óskars- verðlauna. Avatar var tilnefnd til níu verðlauna á hátíðinni, sem fór fram í byrjun árs, meðal annars fyrir bestu leikstjórn og mynd ársins en engin fyrir leik í mynd- inni. Zoe Saldana og Sam Wort- hington léku aðalhlutverkin og Cameron segist vera viss um að ef myndin hefði ekki verið tölvu- gerð að hluta, hefðu þau bæði fengið tilnefningu fyrir leik sinn. Avatar var aðsóknarmesta mynd síðasta árs í bíóhúsum og er talin hafa brotið blað í kvik- myndasögunni. Bjóst ekki við Óskars- verðlaunum JAMES CAMERON Sagði leikurum sínum að þeir mættu ekki búast við því að fá Óskarstilnefningu og að þeir ættu ekki að vera svekktir. NORDICPHOTOS/GETTY Kvikmyndin Predators var frumsýnd í bíóhúsum borgarinnar í vikunni en hún mun vera hasarmynd þar sem geimver- urnar og illmennin Predators hafa stórt hlutverk. Þetta er fjórða myndin um ill- mennin en þau komu fyrst fyrir sjónir almennings árið 1987 í myndinni The Predators. Myndin er um fyrrverandi hermann- inn og nú málaliðann Royce, leikinn af Adrian Brody, sem villist í frumskógi án þess að muna hvernig hann komst þangað. Þar hittir hann hóp af alls konar fólki sem einnig hefur ekki hug- mynd hvernig það endaði í skóginum. Á leið sinni um frumskóginn til að leita hjálpar rekast þau á ýmiss konar hindranir og uppgötva að þau eru lent í heimi geimvera þar sem þau eru hluti af leik kattarins að músinni, geimverur á móti manneskjum. Leikarinn Adrian Brody þurfti að þyngjast um 12 kíló og bæta á sig tölu- verðum vöðvamassa fyrir myndina og hefur hann lýst yfir áhuga sínum á að taka að sér fleiri hasarhlutverk. Brody er aðallega þekktur fyrir að fara með dramahlutverk í myndum eins og The Pianist. Predators hefur fengið misjafna dóma. Sumir segja hana verðugan full- trúa upphaflegu myndarinnar meðan aðrir gagnrýnendur vestanhafs telja hana klisjukennda. Geimtryllir með ófreskjum og hasar PREDATORS Geimtryllir með alvöru illmennum. Handritshöfundurinn og teiknarinn Walt Dohrn var fenginn til að lána illmenninu Rumpelstiltskin rödd sína. Walt Dohrn skrifaði meðal annars handritið að Shrek 3 og hefur einnig unnið við að teikna Shrek og teiknimyndirnar um Svamp Sveins. Á öllum fundum þar sem teiknararnir voru að fara yfir handritið og teikna sen- urnar var hann látinn tala fyrir Rumpelstiltskin. Enginn komst með tærnar þar sem hann var með hælana í að túlka illmennið og var handritshöfundurinn því ráðinn sem rödd persónunnar í hópinn með frægu leikurunum. Handritshöfundurinn í hlutverk > VÆNTANLEG Í BÍÓ Á NÝ Leikkonan Ellen Page, sem skaust upp á stjörnuhimininn sem ólétti ungling- urinn í Juno, leikur í nýrri mynd eftir leikstjórann Christopher Nolan. Kvikmyndin ber heitið Inc- eption og er leikarahópurinn leiddur af Hollywood-stjörn- unni Leonardo DiCaprio. Kvikmyndin Inception er væntanleg í íslensk kvik- myndahús í næstu viku. Þá er græna tröllið Shrek mætt aftur í bíóhús lands- ins í öllu sínu veldi og meðal annars í þrívídd. Kvikmyndin Shrek sæll alla daga eða Forever after á frummálinu er fjórða myndin í röðinni um ævin- týri tröllsins, stígvélaða kattarins, asnans og prins- essunnar Fionu. Myndin var frumsýnd í íslenskum bíóhúsum í gær. Shrek er leiður á lífinu, leiður á því að vera alltaf glaður og óskar þess að geta verið frjáls í einn dag. Svona eins hann var í gamla daga. Áður en hann varð konung- borinn, faðir og gift tröll. Tröll sem gat verið einn í kofanum sínum upp í fjalli. En bara í einn dag. Þá kynnist hann illmenninu Rumpelstiltskin sem fær hann til að skrifa undir samning, sem gerir það að verkum að Shrek fer í annan heim. Veröld þar sem Rum- pelstiltskin er konungur í ríkinu og tröll eru eftirlýst. Vinur hans asninn man ekki eftir honum, Fiona er honum ókunnug og stíg- vélaði kötturinn er orðinn feitur. Eitthvað verður Shrek að gera til að endurheimta líf sitt og komast aftur til síns heima, sem var ekki svo slæmt eftir alltsaman. Græni risinn og grái fiðringurinn LEIÐUR Á LÍFINU Í fjórðu myndinni um tröllið Shrek er hann kominn með gráa fiðr- inginn og vill flýja heimilið í einn dag. Þessi fjórða mynd hefur feng- ið misjafna dóma. Sumir gagn- rýnendur telja hana vera með betri myndum í Shrek seríunni á meðan aðrir segja að það sé eins gott að ævintýrum græna trölls- ins sé loksins lokið. Í New York Post fær myndin slæma útreið og gagnrýnandinn segir að fata af ösnum sé fyndnari en mynd- in. Hann setur út á handritið og segir söguþráðinn vera slappan og útþynntan. Myndin fær eina stjörnu af fjórum. Los Angeles Times er mun jákvæðara í garð myndarinnar. Gagnrýnandinn segir að grái fiðringurinn fari Shrek vel og að þessi mynd sé mun betri en Shrek 3. Illmennið Rumpelstiltskin er talinn koma með ferskan blæ inn í annars vel þekktan hóp af teiknuðum kar- akterum og Mike Myers er sagð- ur fara enn og aftur á kostum sem Shrek. Myndin fær 70 stig af 100 mögulegum á Meta Crit- ic síðunni. Það er úrvalslið leikara sem talar fyrir teiknimynda- persónurnar, en þau Mike Myers og Cameron Diaz lána Shrek og prinsessunni Fionu rödd sína. Spænski sjarmör- inn Antonio Banderas er stígvél- aði kötturinn og Eddie Murphy talar fyrir asnann. Einnig lána fleiri valinkunnir leikarar rödd sína til dæmis Julie Andrews, John Cleese og Katy Griffin. alfrun@frettabladid.is HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS High Peak Ancona 4 og 5 manna Rúmgott fjölskyldutjald. Vatnsvörn 3.000 mm. Yfirlímdir saumar. Dúkur í fortjaldi. 2 inngangar. Hæð 190/200 cm. Verð 42.990/52.990 kr. High Peak Como 6 manna Tvískipt innratjald með fortjaldi á milli. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 200 cm. Verð 39.990 kr. High Peak Nevada 3 manna Sígilt 3 manna kúlutjald með fortjaldi. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 120 cm. Verð 16.990 kr. SUÐURLAN DSBRAUT SUÐURLAN DSBRAUT GNOÐAR VOGUR GLÆSIBÆ R T B R 1 T B R 2 ÁL F H E IM A R Öll helstu merkin í tjöldum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.