Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 50
34 15. júlí 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is „Við Arnar vorum búnir að vera með þessa hugmynd í maganum í þónokkuð langan tíma. Okkur langaði að opna svona múltí-funkt- íonal stað og þetta húsnæði býður svo sannarlega upp á það,“ segir Villý Þór Ólafsson, einn eigenda Faktorý bars. Villý ásamt félögum sínum, Arn- ari Fells Gunnarssyni og Birki Birni Haukssyni, eru eigendur nýs skemmti- og tónleikastaðar í miðbænum, Faktorý Bar, þar sem Grand rokk var áður. Félagarn- ir eru allir nýgræðingar í rekstri á skemmtistað. Nú um helgina verður haldin þriggja daga opn- unarveisla þar sem mikil gleði og glaumur verður alla dagana. Í kvöld ætlar Benni Hemm Hemm að halda smá útgáfutón- leika og ætla meðlimir í hljóm- sveitinni Retro Stefson að spila með honum. Á morgun verður það hljómsveitin Hjálmar sem ætlar að stíga á svið ásamt gestaleikurum og eftir það ætlar Biggi Maus að þeyta skífum fram á nótt. Það er síðan á laugardaginn sem Mamm- út, Agent Fresco, Feldberg og Two Tickets to Japan ætla að skemmta. Frítt verður inn á alla þessa gleði nema Hjálma á morgun og kostar 1.500 krónur það kvöld. „Við erum búnir að vera með opið síðustu tvær helgar en það var til að athuga hvort dælurnar virkuðu ekki og hvernig húsið bæri okkur. Nú opnum við af alvöru,“ segir Villý. Staðurinn verður svipaður í anda og Grand rokk, sem áður var í þessu húsi, nema í nútíma- legri búningi og með það í huga að yngja aðeins upp aðsóknarhópinn. Félagarnir hafa stórar hugmynd- ir um staðinn og má nefna minni leiksýningar og kvikmyndasýn- ingar sem dæmi um hvað verður á dagskrá á staðnum. Svokallað leik- herbergi verður sett upp með billj- ardborði, poolborði, pókerborði og fótboltaspili sem opið verður á daginn. Auk þess eru stækkanir á teikniborðinu en þó ekki þannig að staðurinn missi sjarma sinn. „Í sumar verður afgreiðslutím- inn frá hádegi alla daga og verður það svo endurskoðað í vetur. Allt fyrir eldhús er til staðar í hús- inu þannig að smá matseðill verð- ur sennilega einn daginn. Húsið býður upp á svo mikla möguleika þannig að við erum með endalaus- ar hugmyndir,“ segir Villý spennt- ur fyrir framhaldinu. - ls Opnunarhátíð á Faktorý bar VILLÝ, ARNAR OG BIRKIR Félagarnir eru með stórar hugmyndir og eru spenntir fyrir því sem koma skal Kynbomban Pamela Anderson seg- ist enn hugsa til endaloka hjóna- bands síns og rokkarans Tommy Lee með svolítilli eftirsjá. „Ég hef verið miður mín síðustu fimmtán árin vegna skilnaðarins, aðallega vegna strákanna. Ég held ég hafi bara fest mig við hvern þann sem vildi stofna fjölskyldu með mér, en karlmennirnir sem ég laðaði að mér voru ekki draumaprinsinn sem ég hafði ímyndað mér. Nú vil ég heldur vera ein og hugsa um strákana mína. Kannski kynnist ég manni, ef ekki þá munu strákarnir sjá um mig í ellinni,“ sagði fyrrum Baywatch-stúlkan en hún á synina Brandon Thomas og Dylan Jagger með Tommy Lee. Hún segir syni sína ekki eyða miklum tíma með föður sínum en vonar að það muni breytast í framtíðinni. „Ég held þeir muni eyða meiri tíma með honum þegar þeir eldast. Tommy verður sextán ára að eilífu en hann eyðir eins miklum tíma með þeim og hann getur. Ég hef sætt mig við það að samband okkar er það sem það er,“ sagði Anderson döpur í bragði. Sér eftir Tommy SÉR EFTIR TOMMY Pamela Anderson segist enn sjá eftir skilnaðinum við Tommy Lee. NORDICPHOTOS/GETTY Fleiri upptökur þar sem Mel Gibson heyrist öskra og hóta kærustu sinni, rússnesku tónlistarkonunni Oksönu Grigorievu. Eftir að upptökurnar komu fram í dagsljósið hefur leik- arinn ekki átt sjö dagana sæla og hefur umboðsskrifstofa hans meðal annars sagt honum upp og búið er að fresta útgáfu nýrrar kvikmyndar hans um óákveðinn tíma. Á nýrri upptöku heyrist Gibson meðal annars hóta Grigorievu líf- láti og segir hana hafa átt það skilið þegar hann sló hana eitt sinn. „Ég yfirgaf konu mína því við áttum ekki saman. Þú og ég eigum ekki saman og þú reynir ekki einu sinni,“ öskrar Gibson á kærustuna. Þegar hún segist ætla að hringja á lögregl- una espast hann enn frekar. „Hvað segirðu? Þú ert í mínu húsi. Ég mun grafa þig undir rósarunna einn dag- inn. Skilurðu það? Ég mun gera það því ég get það.“ Brjálaður Gibson REIÐUR Mel Gibson er búinn að klúðra farsælum ferli sínum innan kvikmynda- bransans. NORDICPHOTO/GETTY ERTU AÐ FARA Í SUMARFRÍ? Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins, nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing Þú getur afpantað Fréttablaðið á meðan þú ert að heiman. Hafðu samband í grænt númer 800-1177 eða sendu póst á netfangið dreifing@posthusid.is „Ég, Snædís, Katrín og Saga ákváðum að prófa að vinna saman að verki þar sem við höfðum allar unnið sem sjálfstætt starf- andi danshöfundar í sjálfstæðum verk- um. Við tókum eiginlega ákvörðun um að vinna með kvenskörunga Íslandssög- unnar því við erum allar mjög ákveðn- ar sjálfar og því fannst okkur gaman að túlka þessar merku konur,“ segir Sigríður Soffía Níelsdóttir danshöfundur. Sigríður Soffía, eða Sigga Soffía eins og hún er kölluð, skipar Dansfélagið Krummafót ásamt þremur öðrum vin- konum sínum þeim Katrínu Gunnars- dóttur, Snædísi Lilju Ingadóttur og Sögu Sigurðardóttur. Stúlkurnar, sem allar eru lærðir dansarar og danshöfundar, stofn- uðu dansfélagið formlega í síðustu viku og vinna nú að fyrsta verki sínu saman. Verkið fjallar um kvenskörunga Íslands- sögunnar eins og til að mynda Bergþóru Skarphéðinsdóttur, Hallgerði langbrók og Helgu fögru. Stúlkurnar hafa feng- ið fjölbreyttan hóp listamanna með sér í lið til að gefa verkinu betri mynd. Ólafur Jósepsson betur þekktur sem Stafrænn Hákon sér um tónsmíðar fyrir verkið, Ingibjörg Sigurjónsdóttir sem er nýút- skrifuð af listabraut, sér um leikmyndina og Nína Óskarsdóttir hannar búninga. „Það er mikið búið að tala um útrásar- víkinga upp á síðkastið og okkur fannst kominn tími til að sjá almennilega kven- skörunga á sviði,“ segir Sigga Soffía. Verkið verður sýnt á Reykjavík Dance Festival í september. - ls Dansandi Hallgerður langbrók DANSFÉLAGIÐ KRUMMAFÓTUR Nína, Sigga Soffía, Snædís, Katrín, Saga, Ingibjörg – og fyrir framan er Ólafur eða Stafrænn Hákon. Sigurður Laufdal tónlistar- maður er tilbúinn með nýja plötu sem kemur með haust- inu. Sigurður er meðal ann- ars þekktur fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþætt- inum Bandinu hans Bubba fyrir tveimur árum og sem sonur Ómega-predikarans Guðlaugs Laufdal. „Þessi plata er eiginlega ég að segja frá síðustu tíu árum í mínu lífi með tónlistinni,“ segir Sigurð- ur og bætir við að hann sé mikill unnandi ljóðlistar og semji mikið í tómstundum. Platan, sem ber heit- ið Barn síns tíma, er hans aðferð til að koma ljóðunum frá sér. Sig- urður semur tónlistina og textana sjálfur. Sigurður er gítarleikari en við gerð plötunnar fékk hann góða menn til liðs við sig. Þetta er fyrsta platan sem hann gefur út en Sigurður vakti athygli árið 2006 fyrir lagið Í frelsarans nafni þar sem hann notaði sín eigin orð til að túlka Biblíuna. Vakti það einna helst athygli vegna þess að faðir hans er Guðlaugur Laufdal sem predikar Guðs orð á sjónvarps- stöðinni Ómega með gítarinn við hönd. Það lag er samt ekki að finna á plötunni. „Það má eiginlega segja að ég semji eitt lag á ári en á plötunni eru ellefu lög,“ segir Sigurður og segir að þau fjalli öll um hluti sem hann hefur lent í og karaktera sem hann hefur hitt á seinustu tíu árum. Sjó- mennskuna sem fór illa í hann og ástina sem hann hefur upplifað. „Ég er með margar góðar sögur. Eitt lagið er til dæmis til Bubba Morthens. Það lag heitir Grafhýsi frægðarinnar en það sagði Bubbi við mig þegar hann rak mig úr öðrum þætti seríunnar. Hann ætl- aði að setja mig í grafhýsi frægð- arinnar og sagði að ég væri bara lítill sætur strákur í leðurbuxum í fjölmiðlum eftir á,“ segir Sigurður og bætir við að hann sé nú ekkert ósáttur við Bubba. Hann vilji samt sýna Bubba að það sé meira í hann spunnið en það sem kom fram í þáttunum. „Ég vil að aðrir geti tengt sig við það sem ég er að semja og syngja um,“ segir Sigurður að lokum. alfrun@frettabladid.is PREDIKARASONUR SEGIR FRÁ LÍFI SÍNU Á NÝRRI PLÖTU SIGURÐUR LAUFDAL Er tilbúinn með nýja plötu sem ber nafnið Barn síns tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA > Í FYLGD HUNDSINS Söngkonan Carrie Underwood gekk í það heilaga með íshokkíleikmanninum Mike Fisher fyrir stuttu. Brúðkaupið var látlaus og fallegt að ósk brúðarinnar en það var eitt atriði sem vakti athygli gest- anna því Underwood gekk inn kirkju- gólfið í fylgd Chiuhuahua-hvolpsins síns sem heitir Ace. Hundurinn fékk sér- saumaðan bleikan hundasmóking þakinn Swarovski-kristöllum í til- efni dagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.