Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 15.07.2010, Blaðsíða 58
42 15. júlí 2010 FIMMTUDAGUR „Þetta er hápunkturinn á golfver- tíðinni,“ segir Örn Ævar Hjart- arson kylfingur um Opna breska meistaramótið sem að þessu sinni er haldið á St. Andrews, vöggu golf-íþróttarinnar. Örn Ævar hefur nokkrum sinnum leikið á gamla vellinum. „Þegar ég spilaði þarna í fyrsta skiptið þá fékk ég gæsa- húð þegar ég stóð á fyrsta teig og ég var með gæsahúð nánast allar átján holurnar.“ „Það er eitt- hvað sem segir mér að Tiger Woods eigi eftir að gera góða hluti. Þó hann hafi verið sla- kur undanfarið þá erum við að tala um Tiger Woods. Honum líður greinilega mjög vel á St. Andrews. Það er aug- ljóst í öllum viðtölum sem maður sér við hann að það að keppa á St. Andrews er algjör toppur hjá honum og svo er hann auðvitað búinn að vinna Opna breska í tvö síðustu skipti sem það hefur verið haldið á þessum velli.“ Örn Ævar segir að það kæmi heldur ekki á óvart ef einhver mjög högglangur kylfingur myndi sigra. „Sleggjurnar gætu komið sterk- ar inn. John Daly er ein af þeim. Hann er gjörsamlega óútreiknan- legur og svo sigraði hann auðvit- að þarna árið 1995. Bandaríkja- maðurinn J.B. Holmes er önnur sleggja sem gæti líka komið á óvart.“ Aðspurður telur Örn Ævar þó hæpið að Alvaro Quiros, högg- lengsti kylfingur evrópsku mót- araðarinnar, sé í þessum hópi. „Spánverji á links-velli – ég veit það ekki.“ Auk Tiger, Holmes og Daly nefn- ir Örn Ævar Phil Mickelson, Norð- ur-Írann Rory McIlroy og hinn hávaxna Englending Chris Wood. „Wood endaði í fimmta sæti á Royal Birkdale fyrir tveimur árum en þá var hann áhugamaður. Hann er alinn upp á Carnoustie-vellinum og þekkir því vel til links-valla. Mickelson hefur samt alltaf verið minn maður. Það væri rosalega gaman ef hann myndi blanda sér í baráttuna. Hann er svona týpa sem fer bara út á völl og spilar og spilar grimmt. Ef hann dregur inn á flöt þá slær hann inn á flöt. Það væri heldur ekki slæmt að sjá hann smella sér í efsta sætið á heims- listanum sem hann gerir ef hann vinnur þetta mót.“ trausti@frettabladid.is Bakverkir golfarans Magni M. Bernhardsson, kírópraktor með sérhæfingu í golfmeiðslum jafnt sem íþróttameiðslum. Komdu þér upp góðu vanaferli þegar þú leikur golf Einar Gunnarsson PGA golfkennari Stykkishólmi EI N FA LT M EÐ E IN A R I golfogveidi@frettabladid.is 56 Veðbankar spá Woods sigri ERTU AÐ FARA Í SUMARFRÍ? Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins, nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing Þú getur afpantað Fréttablaðið á meðan þú ert að heiman. Hafðu samband í grænt númer 800-1177 eða sendu póst á netfangið dreifing@posthusid.is Öryggi á golfvellinum þarf að vera ofarlega í huga kylfinga öllum stundum. Hinrik Gunnar Hilm- arsson, sem annast hefur eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, ráðleggur kylfingum eftirfarandi: 1. Vara sig á kylfunni á teig. Það er mikill kraftur í kylfunni þegar henni er sveiflað og hún getur því valdið alvarlegum skaða. 2. Golfboltinn er alvarlegasta hætt- an og allt svæðið fyrir framan leikmann er hættusvæði. 3. Á mörgum golfvöllum er skert útsýni og þar skal gæta fyllstu varúðar. 4. Ef við sjáum golfpoka á braut eru allar líkur á að leikmaður sé þar nálægt jafnvel þótt við sjáum hann ekki. 5. Ef minnsta hætta er á að boltinn geti hitt einhvern þá eigum við undantekningalaust að hrópa af miklum krafti „FORE“. Þá eigum við einnig að beygja okkur og verja höfuðið þegar við heyrum kallað „FORE“. Hollráð Hinna Öryggi á vellinum Bakverkir eru mjög algeng meiðsli hjá golfiðkendum. Margar ástæður eru fyrir þessum meiðslum því er mikilvægt að finna orsökina hjá hverjum og einum og leiðrétta til að koma í veg fyrir frekari og jafnvel verri meiðsl. Slæm líkamleg staða, rangur sveifluferill, vöðvaójafnvægi, skertur hreyfan- leiki í hrygg og vöðvum. Hvað er til ráða? ■ Vöðvastyrking. Mikilvægt er að leggja áherslu á þá vöðvahópa sem koma að sveiflunni. Ekki gleyma að leggja áherslu á rassvöðva, kviðvöðva og mjóbak. ■ Hitið upp. Golfsveifla er mikið álag á liði og vöðva því hreyfingin er snögg og kraftmikil. Hitið alltaf upp fyrir golf leik á sama hátt því það eykur stöðugleika á fyrsta teig. ■ Teygjuæfingar. Að teygja 5-10 mínútur á hverjum degi skilar miklum árangri til lengri tíma og minnkar líkurnar á meiðslum í framtíðinni. Nægur hreyfanleiki er undirstaða góðrar golfsveiflu. Láttu meta hvaða æfingar og teygjur henta þér til að koma í veg fyrir meiðsli. Njóttu þess að spila golf án verkja. Áður en þú slærð högg hvort sem þau eru löng, stutt eða pútt skaltu koma þér upp góðu vanaferli. Í góðu vanaferli felst að framkvæma sömu hreyfingarnar og sömu hugsanirnar fyrir hvert högg. Þetta veitir kylfingum öryggi og eykur líkurnar á betra golfi. Margir kylfingar taka æfingasveiflu áður en þeir framkvæma högg en gleyma huglæga þættinum í því ferli. Kylfingar ættu að venja sig á að sjá höggið sem verið er að slá fyrir sér áður en slegið er og eins er gott að sjá sjálfan sig fyrir sér sveifla kylfunni á réttan hátt. Hver og einn kylfingur þarf að koma sér upp sínu vanaferli sem hann er sáttur við. Í góðu vanaferli gæti falist eftirfarandi: a) skoðaðu legu boltans og aðstæður í högginu b) sjáðu sjálfan þig fyrir þér framkvæma góða sveiflu, pútt eða vipp og hvernig boltinn mun fljúga eða rúlla c) taktu æfingasveiflu eða stroku þannig að þú sért sáttur/sátt d) framkvæmdu höggið eða púttið e) ljúktu ferlinu eftir höggið þannig að ef höggið var gott þá geymirðu það í minninu og ert stoltur/stolt en ef það var ekki gott þá tekurðu æfingasveiflu sem þú ert sáttur/sátt við. Mundu bara að æfa vanaferlið á æfingasvæðinu og láta vanaferl- ið vera innan þess tímaramma sem golfreglunar kveða á um til að tefja ekki leik. G O LF & H EI LS A er talan yfir flesta sigra einstaklings á Opna breska meistaramótinu. Það var breski kylfingurinn Harry Vardon sem náði þessum árangri á tímabilinu frá 1896 til 1914. Vardon ætti að vera flestum kylfingum kunnur fyrir grip sem kennt er við hann, „Vardon-gripið“. sinnum hefur Tom Watson sigrað á Opna breska meistaramótinu. Hann á flesta titla af núlifandi kylfingum. Watson, sem er sextugur, sigraði síðast árið 1983. Frægasti sigur hans var án efa „Einvígið í sól- inni“ árið 1977 á Turnberry. Þá atti hann kappi við Jack Nicklaus. Veðbankar virðast almennt sammála um að Tiger Woods eigi mesta möguleika á sigri á Opna breska meist- aramótinu. Bwin gefur Tiger stuðulinn 4 en Bet365 stuðulinn 6,5. Báðir veðbankarnir telja að næstlíklegastir séu Rory McIlroy og Phil Mickelson. Bwin gefur þeim báðum stuðulinn 17 en Bet365 gefur Mickelson stuðulinn 19. Báðir veðbankarnir setja stuðulinn 19 á Ernie Els, sem er efstur á FedEx-stigalistanum. Af þeim kylfingum sem virðast í besta leikforminu, fær Steve Stricker, sem sigraði á John Deere-mótinu í bandarísku mótaröðinni um síðustu helgi stuðulinn 34 á Bwin og 36 Bet36. Ítalinn Edoardo Molinari, sem sigraði á Opna skoska meistaramótinu í evrópsku mótaröðinni á sunnudaginn, fær stuðulinn 55 á Bwin og 71 á Bet365. Sleggjurnar gætu komið á óvart Kylfingurinn Örn Ævar Hjartarson á enn metið á nýja vellinum á St. Andrews. Hann lék á 60 höggum fyrir tólf árum. Fréttablaðið fékk hann til að spá í spilin fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í dag. Hann telur Tiger Woods líklegastan en nefnir marga til. HINN BREYSKI ALÞÝÐUMAÐUR John Daly nýtur hyllis margra en hann er afar litríkur kylfingur bæði innan vallar sem utan. Örn Ævar segir Daly vera gjörsamlega óútreikn- anlegan og að það kæmi ekki á óvart ef hann myndi taka upp á því að blanda sér í toppbaráttuna. ÖRN ÆVAR HJARTARSON Örn Ævar segir að lykillinn að góðum hring á St. Andrews sé að sleppa við að lenda í glompum. „Ef þú slærð til vinstri ertu nánast alltaf öruggur því glompurnar er yfir- leitt hægra megin. Bolti í glompu er oftast tapað högg á St. Andrews. Þeir kylfingar sem draga boltann eru því í góðum málum. Þegar ég lék þarna fyrst þá var ég með kylfusvein með mér. Hann lét mig alltaf slá til vinstri og jafnvel inn á næstu braut. Þetta getur samt verið tvíeggja sverð því ef menn eru vinstra megin þá er aðkoman að flötinni erfiðari. Það er ekkert einfalt við þennan völl. Örn Ævar segir að 17. holan (Road-hole) sé erfiðust. „Hún var meira að segja erfiðust áður en þeir lengdu hana, sem þeir gerðu fyrir mótið í ár. Jafnvel þó maður eigi gott upphafshögg þá er ekkert öruggt. Flötin er tíu metra löng og uppi á stalli. Glompa fyrir framan og vegur fyrir aftan.“ Lykillinn er að sleppa við glompurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.