Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI20. júlí 2010 — 168. tölublað — 10. árgangur ÞRIÐJUDAGUR skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Garðurinn Fengu viðurkenningu Fjórar íslenskar stúlkur verðlaunaðar á Ólympíuleikum í stærðfræði. tímamót 14 veðrið í dag létt&laggott er komið í nýjan búning Í slagviðri í Færeyjum FM Belfast spilaði á tónleikahátíðinni G! þrátt fyrir vonskuveður og fjúkandi tjöld. fólk 22 FÓLK Edie Hoffmann og unnusta hennar, Jen Stewart, koma hing- að til lands og láta gefa sig saman á Hinsegin dögum í Reykjavík í ágúst. „Þegar við kynntum okkur landið áttuðum við okkur á því að Hinsegin dagar í Reykjavík yrðu á sama tíma og við verðum í fríi,“ segir Hoffmann, en unnustu henn- ar hefur lengi dreymt um að ferð- ast til Íslands. „Þegar við héldum áfram að kynna okkur landið voru lög um giftingu samkynhneigðra staðfest. Þetta var hætt að líta út eins og tilviljun og við ákváðum því að láta verða af þessu.“ - ls / sjá síðu 22 Ný hjúskaparlög vekja athygli: Láta pússa sig saman á Íslandi HEILSA „Við erum að fara af stað í þessar rannsóknir með haustinu,“ segir Sigmundur Guðbjarnason, yfirmaður rannsókna og þróunar hjá SagaMedica. Fyrirtækið er að hefja rannsóknir á efnum úr skóg- arkerfli sem hægt væri að nota til að stöðva myndun krabbameins. Litið er á skógarkerfil sem ill- gresi á Íslandi í dag en SagaMed- ica sér tækifæri í jurtinni. „Skóg- arkerfillinn framleiðir efnavopn sem duga vel til landvinninga. Þetta eru einnig efni sem geta heft vöxt krabbameinsfrumna og jafn- vel vöxt á krabbameinsæxlum.“ - mmf / sjá Allt Tækifæri felast í skógarkerfli: Illgresi gegn krabbameinum Fyrsta blómafóstran Jóhanna Lovísa Stefánsdóttir tekur að sér að hirða garða og vökva blóm fyrir fólk í fríi. garðurinn 2 TIL ÍSLANDS Hoffmann og Stewart eru spenntar fyrir brúðkaupsferðinni. HLÝNAR A-LANDS Í dag verður víðast hæg vestlæg eða breytileg átt og bjartviðri en sums staðar skýjað með köflum syðra. Hiti 10- 20 stig, hlýjast A-lands. VEÐUR 4 19 15 15 15 16 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Patti.isLandsins mesta úrval af sófasettum 3+1+1 GÓÐUR GÖNGUTÚR á kvöldin getur hjálpað þeim sem eiga erfitt með að sofna að svífa inn í draumalandið. Öll hreyfing bætir svefninn og mikilvægt að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi. Markmið mitt með þátttöku er fyrst og fremst að styðja við góðan málstað þótt ég fari líka ánægjunnar vegna,“ segir Ingi-björg Gréta Gísladóttik í nýju ljósi þannig að ég ákvað að taka þeirri áskorun að bæta mig og hlaupa 21 kílómetra “Að sö I „Ég hef sem dæmi stundað glómotion í Rop Y Sigurvegari alveg sama hvað skeiðklukkan segir Ingibjörg Gréta Gísladóttir framkvæmdastjóri hefur undanfarna mánuði æft fyrir þátttöku í Reykjavíkur- maraþoni Íslandsbanka sem fer fram í ágúst og lætur sig ekki muna um að hlaupa 21 kílómetra. Ingibjörg Gréta hefur stundað gló motion-æfingar undanfarin ár og breytt mataræði sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON útipottar – 30%útisófar - 30% garðurinnÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ 2010 Ávaxtatré í almenningsgarði Eplatré verða gróðursett á Klambratúni á föstudag. SÍÐA 2 Logi hættur hjá KR Logi Ólafsson er fimmti þjálfarinn í röð sem hættir hjá KR á miðju tímabili. sport 19 EFNAHAGSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur kveður upp dóm fyrir helgi í máli Lýsingar á hendur skuldara. Málið var höfðað í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengis- tryggingar bílalána og var höfðað til að fá skorið úr um vaxtaprósentu. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórnvöld muni líta til niðurstöðu héraðsdóms varðandi breytingar á lögum í kjölfar dóms Hæstaréttar. Ekki er unnið að lagabreytingum í ráðuneytunum, en dómurinn gæti breytt því. Ríkisstjórnin hefur ekki fjallað um málið síðan skömmu eftir dóm Hæstaréttar. Þá var ákveðið að úrskurð Hæstaréttar þyrfti varð- andi ýmsa óvissuþætti, svo sem vexti. Máli Lýsingar verður vísað til Hæstaréttar. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um laga- setningu og ljóst sé að Hæstiréttur muni þurfa að skera úr um ýmsa þætti málsins. Hann vill ekki segja til um hvort þurfi að breyta lögum umfram það sem leiðir af niðurstöðu Hæstaréttar. „Við erum auðvitað að skoða það sem varðar málið almennt, bæði hagfræðilegar, lögfræðilegar og fjárhagslegar afleiðingar og það er svo sem verið að gera það víðar, en við erum ekki að undirbúa neina sérstaka lagasetningu,“ segir Gylfi. Lög um vexti og verðtryggingu heyri undir efnahags- og viðskipta- ráðuneytið. Ráðherranefnd um efnahags- mál, í hverri sitja Gylfi, Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra, fundaði í gær og bar málið þar á góma, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins. Þá er ekki loku fyrir það skotið að það verði rætt á ríkisstjórnarfundi í dag. Heimildir herma þó að ekkert verði af laga- setningu fyrr en í fyrsta lagi eftir dóm héraðsdóms, kannski ekki fyrr en að dómi Hæstaréttar í haust föllnum. - kóp Stjórnvöld bíða dóms í vaxtamáli Lýsingar Héraðsdómur fellir brátt dóm um vaxtaprósentu á uppgjöri gengistryggðra lána. Stjórnvöld vinna ekki að lagabreytingum en horfa til niðurstöðu þess dóms. Hæstiréttur verður að skera úr um ýmsa þætti, segir viðskiptaráðherra. FRAMKVÆMDIR Vegavinnufólk um allt land keppist nú við að nýta sumarblíðuna sem best og gera við vegi landsins á meðan enn er sumar. Langstærst- ur hluti viðhalds á bundnu slitlagi fer fram yfir sumartímann og því er helst ekki sinnt eftir 1. september, þótt malbikað sé heldur lengra fram á haustið. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vega- gerðarinnar, segir að heldur hafi dregið úr fram- kvæmdum hjá fyrirtækinu eins og öðru eftir hrun. „Við höfum þó reynt að halda í viðhaldið eins og við höfum getað.“ Samkvæmt vegaáætlun fyrir árið 2010 fara 1,7 milljarðar króna í viðhald bundins slitlags. Í við- hald alls fara 8,2 milljarðar króna og er þar vetr- arþjónusta einnig talin með. - kóp Alls fara 1,7 milljarðar króna í viðhald bundins slitlags árið 2010: Sumarið er tími malbikunar Á VEGUM ÚTI Það sló ekki slöku við fólkið sem malbikaði í sólinni í gær á Suðurlandsveginum, skammt ofan Reykjavíkur. Sumarið er enda tíminn til viðhaldsframkvæmda á vegum. Alls fara 1,7 milljarðar í viðhald á bundnu slitlagi árið 2010. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.