Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.07.2010, Blaðsíða 2
2 20. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR „Daníel, verður þetta erfið ganga?“ „Það er allavega engin brekka svo löng að maður komist ekki á toppinn.“ Daníel Jakobsson er nýráðinn bæjarstjóri á Ísafirði. Daníel var á sínum tíma einn fremsti skíðagöngumaður landsins og keppti á Ólympíuleikunum í Lillehammer 1994. Gylfi Baldursson heyrnar- fræðingur lést á laugardag, 72 ára að aldri. Gylfi starfaði við heyrnar- og talmeinafræði bróðurpart lífs síns, á Íslandi og í Kanada. Gylfi varð Íslending- um að góðu kunnur á fyrri hluta tíunda ára- tugar síðustu aldar sem keppandi í Kontrapunkti, tónlistarkeppni sjónvarpsstöðva á Norðurlönd- um. Hann var einnig um skeið í landsliði Íslands í bridds. Árið 1963 gaf hann út ljóða- bókina Þokur ásamt Jakobi Þ. Möller, undir dulnefninu Jón Kári. Bókin var skrifuð á einni kvöldstund sem ádeila á atóm- kveðskap en hlaut lof flestra gagnrýnenda. Mikið fjaðrafok varð þegar í ljós kom að um hálfgert prakkarastrik hefði verið að ræða. Gylfi eignaðist fimm börn og lifa fjögur föður sinn. Gylfi Baldurs- son fallinn frá VIÐSKIPTI Aukning hefur orðið á kröfum um bætur af trygginga- félögunum vegna ýmiss skaða sem hlotist hefur af völdum slysa eftir að sérhæfðar lögfræðistof- ur fóru að auglýsa aðstoð við fólk sem lent hefur í slysi. „Þessar auglýsingar valda alveg örugglega einhverri aukn- ingu, en tjónþolarnir eru ekki endilega að fá hærri upphæðir greiddar,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS. Hann segir aukninguna aðal- lega vera í tilvikum þar sem fólk með hefðbundna slysatryggingu slasast, tryggingamál vegna bíl- slysa hafi lengi farið fram með atbeina lögmanna. Hann segir ástæðuna fyrir því að fólk fái ekki endilega hærri upphæðir en áður þá að lögmennirnir taki þóknun fyrir störf sín. Í sumum tilvikum beri tryggingafélögin þann kostnað, en í öðrum tilvik- um falli hann á tryggingartak- ann. „Það hefur orðið aukning í tjónakröfum þar sem við höfnum bótaskyldu,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki hægt að kenna lögmannsstofum sem beina aug- lýsingum sínum að fólki sem lent hefur í slysum um aukninguna, en auðvitað ýti það undir að fólk geri kröfu þegar slík þjónusta sé auglýst jafn mikið og raun ber vitni. Tilkynningum um tjón af völd- um slysa hefur fjölgað hjá Sjóvá, og segir Geirarður Geirarðsson, forstöðumaður á tjónasviði Sjó- vár, að tengja megi þá aukningu við auglýsingar frá lögfræðiskrif- stofum. „Við höfum fundið aukinn þunga í þessu, fólk virðist með- vitaðra og sækir frekar sinn rétt, sem er ekkert nema gott,“ segir Geirarður. Hann segir auglýsing- arnar ef til vill helst ýta við þeim sem annars hefðu ekkert gert, og jafnvel erlendum ríkisborgurum sem finnist þægilegra að sækja rétt sinn í gegnum lögfræðinga. „Þeir sem leita til okkar gera það ekki nema þeir búi við ein- hverjar afleiðingar af slysi sem þeir lentu í, og í langflest- um tilvikum fær það einhverjar bætur,“ segir Ólafur Örn Svans- son, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögmannsstofunn- ar Tort. Tort var, að sögn Ólafs, fyrsta lögmannsstofan sem sérhæfði sig í uppgjörum vegna slysabóta og hefur auglýst þjónustu sína frá því á fyrri hluta ársins 2007. Ólafur segir einhverja hafa viljað tengja auglýsingarnar kreppunni, en hið rétta sé að þær hafi verið þó nokkuð lengi í umferð. Stofan fær til sín nokkur hundruð mál á ári. brjann@frettabladid.is Bótakröfum fjölgar með markaðssókn Fleiri krefjast slysabóta af tryggingafélögum eftir að lögfræðistofur fóru að aug- lýsa aðstoð við að sækja bætur. Ýtir helst við þeim sem annars hefðu ekkert gert, segir forstöðumaður hjá Sjóvá. Langflestir fá einhverjar bætur, segir lögmaður. BÍLSLYS Lögmenn hafa yfirleitt sinnt bótamálum vegna bílslysa, en koma nú í auknum mæli að hefðbundnum slysamálum. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Við höfum fundið aukinn þunga í þessu, fólk virðist meðvitaðra og sækir frekar sinn rétt, sem er ekkert nema gott. GEIRARÐUR GEIRARÐSSON FORSTÖÐUMAÐUR Á TJÓNASVIÐI SJÓVÁR Íslendingur tekinn með hass Íslendingur var handtekinn í Færeyj- um 15. júlí með fíkniefni innvortis. Hann var úrskurðaður í gæsluvarð- hald og fluttur á sjúkrahús þar sem efnin skiluðu sér að lokum. Á vef færeyska dagblaðsins Dimmalætting segir að í ljós hafi komið að maður- inn hafði gleypt 101 smáa pakkningu af hassi. Hann bíður nú ákæru ytra. FÆREYJAR IÐNAÐUR Fyrirtækið ORF líftækni á um þessar mundir í viðræð- um við bændur víða um land um samstarf. Eru hugmyndir uppi um að bændurnir hefji akuryrkju fyrir fyrirtækið. ORF stefnir að umfangsmikilli ræktun á erfða- breyttu byggi með það fyrir augum að láta byggplönturnar framleiða dýrmæt prótín. „Það eru margir framfarasinn- aðir bændur sem leita til okkar með fyrirspurnir. Þeir sjá mikla möguleika í þessu og vilja fara í einhverja nýsköpun,“ sagði Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF, og bætti því við að áform ORF myndu liggja fyrir í haust eftir að umhverfisráðuneytið úrskurðar um ræktunarleyfi fyr- irtækisins. - mþl Mikill áhugi meðal bænda: ORF ræðir sam- starf við bændur ORKUMÁL Undirskriftasöfnun er hafin á netinu og er þar skorað á stjórnvöld að stöðva kaup Magma Energy á hlut Geysis Green Energy í HS orku og efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands. Björk Guðmundsdóttir er í for- svari fyrir söfnuninni, en ásamt henni eru þau Jón Þórisson, aðstoðarmaður Evu Joly, og Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur sem standa að átakinu sem er að finna á slóðinni: Orkuaudlindir.is. Hópurinn sendi ábendingu til umboðsmanns Alþingis 13. júlí síðastliðinn. Þar er biðlað til stjórnvalda um að taka kaupin til gagngerrar endurskoðunar í ljósi hagsmuna íslensku þjóðarinnar. Á blaðamannafundi sem hald- inn var í gær varpaði Björk fram þeirri spurningu til fjölmiðla hvort rannsóknarskýrsla um nýt- ingu auðlinda væri nauðsynleg. „Ætti þjóðin ekki sjálf að fá að ákveða hvort og hvernig hún vill nýta auðlindir sínar?“ segir Björk og segir framtíð íslensku þjóðar- innar í húfi og Jón Þórisson segir kaupsamn- inginn vera of góðan til að vera sannan og Ísland sé að afsala sér nýtingu mikilvægra auðlinda. „Það er eins og við höfum séð þetta allt áður,“ segir hann. „Og þetta er í boði sama fólksins og lagði á borð fyrir bankahrunið.“ - sv Björk Guðmundsdóttir biður umboðsmann Alþingis um gagngera endurskoðun á kaupum Magma Energy: Að þjóðin ákveði sjálf nýtingu auðlinda BJÖRK Söngkonan telur að rann- sóknarskýrsla um nýtingu auðlinda sé nauðsynleg. FRÉTTABLAÐIÐ ANTON PAKISTAN, AP Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að ríkisstjórn lands- ins hyggist verja 500 milljónum Bandaríkjadala í uppbyggingarstarf í landinu á næstunni. Peningarnir verða notaðir til þess að ljúka gerð tveggja virkjana sem munu framleiða rafmagn fyrir um 300 þúsund manns á svæðunum við landa- mæri Afganistans. Þá verða þrjár heilbrigðisstofn- anir ýmist byggðar eða endurnýjaðar í mið- og suðurhluta landsins og aðgangur aukinn að hreinu drykkjarvatni. Bandaríkjastjórn reynir með þessu að eyða tor- tryggni Pakistana gagnvart henni. Clinton sagði á fundi í Pakistan í gær að það myndi reynast erfitt að byggja upp traust milli landanna á nýjan leik en verið væri að reyna að hefja nýtt tímabil samvinnu. Þá sagði hún markmiðið að fullvissa almenning í landinu um að einlægur áhugi væri á því að hjálpa Pakistan, og samvinnan snerist um margt fleira en baráttu gegn hryðjuverkum. Pakistan og Afganistan hafa stigið skref í átt- ina að bættum samskiptum með því að skrifa undir vöruskiptasamning á sunnudag. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á löndin að bæta samskiptin og seg- ist telja að samningurinn muni hafa jákvæð áhrif á bæði lönd. - þeb Bandaríkjastjórn ætlar að eyða tortryggni Pakistana með uppbyggingarstarfi: 500 milljónir dala til Pakistans CLINTON Utanríkisráðherrann tilkynnti um aðstoðina við Pak- istan á fundi með utanríkisráðherra landsins, Shah Mahmood Quershi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Eskfirðingar þurfa ekki lengur að sjóða allt drykkjarvatn, eftir að Heilbrigð- iseftirlit Austurlands aflétti öllum hömlum á neyslu vatnsins í gær. Eftir mengunarslys í löndunar- húsi fiskimjölsverksmiðju Eskju 9. júlí barst mengun í drykkjar- vatnið. Rannsóknir sýndu að þar var meðal annars að finna kólí- gerla, auk ýmissa annarra gerla. Tilkynning var send í hvert hús í bænum og síðan hafa bæjarbúar þurft að sjóða allt sitt drykkjar- vatn. Rannsóknir sem heilbrigð- iseftirlitið gerði í gær sýndu að drykkjarvatnið er komið í samt lag á ný. - kóp Vatn á Eskifirði í samt lag: Þurfa ekki að sjóða vatnið ESKIFJÖRÐUR Óhætt er að drekka vatn á Eskifirði án þess að sjóða það fyrst, en kólígerlar bárust í kerfið eftir mengunar- slys 9. júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LANDBÚNAÐUR Þeir bændur sem áhuga hafa á að setja niður repju geta fengið til þess aðstoð og upp- lýsingar sér að kostnaðarlausu. Frá þessu er greint í Bændablað- inu, en þeir Björn Páll Fálki Vals- son og Magnús Þórður Rúnarsson hafa unnið að verkefni um repju- ræktun í vetur. Björn Páll segir í samtali við Bændablaðið að mikill áhugi sé hjá bændum að taka þátt í verk- efninu. Þeir geti fengið upplýs- ingar um staðarval og sáningu, svo eitthvað sé nefnt. Hann segir best að byrja með því að sá í lítil svæði til reynslu. - kóp Vantar fleiri bændur: Vilja bændur í repjuræktun REPJUAKUR Bændur geta fengið ókeypis ráðgjöf um repjusáningu með því að senda erindi á repjuraektun@gmail.com. Tilkynnti nauðgun Kona hefur tilkynnt nauðgun til lögreglunnar. Hún kveðst hafa verið á gangi um Elliðaárdalinn þegar maður réðst á hana og kom fram vilja sínum. Frá þessu er greint á fréttavefnum Vísi. Yfirmaður kynferðisbrotadeild- ar lögreglunnar staðfesti í gær að tilkynning um nauðgun hafi borist og málið sé til rannsóknar. LÖGREGLUFRÉTTIR Samræma uppeldisaðferðir Hveragerðisbær samræmir uppeldis- aðferðir íbúa með sérstöku námskeiði fyrir foreldra. Námskeiðið er átta klukkustundir, foreldrum að kostn- aðarlausu og fá þátttakendur fimm prósenta afslátt af leikskólagjöldum hjá bænum. HVERAGERÐI SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.